Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001 ist hafa verið fádæma snurðulaus og hann eins og fiskur í vatni í norsku bókmenntalífi. Þeim mun sorglegra er að nú á dögum er Kristmann óðum að gleymast þar í landi. Hann stóð með pálmann í höndunum þegar Gyðjan og uxinn kom út og aðeins einn skugga bar á. Á Íslandi hafði hann aldrei notið sömu vinsælda. Níð- grein um hann hafði birst í íslensku auglýs- ingablaði strax árið 1930 og ef marka má ævi- sögu hans átti hann ekki við góðu að búast á Fróni. Þeim mun óskiljanlegri er ákvörðun hans að flytja heim árið 1939. Hann hafði sent frá sér nokkurn veginn eina bók á ári í tólf ár og öllum hafði þeim verið vel tekið. Hann var sæmilega stöndugur og í sjálfsævisögu hans kemur fram að hann naut talsverðrar virðingar hjá ekki minni mönnum en skáldunum Sigrid Undset og Herman Wildenwey. Útgefandi hans hvatti hann eindregið til þess að fara hvergi en taldi öll tormerki á að þýða íslensk verk hans á norsku. Kristmann hafði farið nokkrum sinnum til Íslands á 4. áratugnum og eins og hann greinir frá í ævisögu sinni (Logann hvíta) var honum með eindæmum illa tekið. Fólk sneiddi hjá honum, neitaði að heilsa honum og hrakyrti hann á götu. Hann heyrði illkvittnar furðusög- ur um sig út um allan bæ. Íslendingar virtust sannfærðir um að velgengni hans væri ímynd- un ein: „Hvað bókunum viðveik, þá hafði þetta aldrei verið neitt, aðeins nokkrir vinnukonur- eyfarar, sem að vísu seldust eitthvað, sökum þess hve lélegir þeir voru, en bókmenntagildi höfðu verkin ekkert“ (Loginn hvíti, bls. 269). Hans mesta afreksverk, Gyðjan og uxinn, hafði ekkert selst á Íslandi. Samt ákvað Kristmann að flytja heim og það reyndist hálfgert bókmenntalegt sjálfsmorð því að ferill hans beið þess aldrei bætur. Ís- lendingar tóku honum áfram illa og hann var í um hríð haldinn bókmenntalegu getuleysi og „lamaður andlega“ (Ísold hinn gullna, 1962, bls. 8). Hann fór þó fljótlega að skrifa skáld- sögur á ný en þær náðu aldrei viðlíka vinsæld- um og þær fyrri. Eftir stríðið reyndi hann að endurheimta fyrri markað í Evrópu en árang- urslaust. Fyrsta bók hans sem var frumsamin á ís- lensku var Nátttröllið glottir (1943) sem hefur ekki þótt jafnast á við fyrri verk hans og eink- um er málið óþarflega knosað enda segist Kristmann hafa haft gaman af að sýna orða- forða sinn í riti. Næstu bókum, Félaga konu (1947) og Kvöldi í Reykjavík (1948), var enn verr tekið. Honum var þó ekki öllum lokið og sendi frá sér Þokuna rauðu (1950–1952) sem gerist á Írlandi í forneskju. Þetta var hval- kynjað skáldverk og metnaðarfullt. Sjálfur taldi Kristmann Þokuna rauðu til bestu verka sinna en viðtökur voru dræmar. Nú höfðu veð- ur skipast í lofti frá millistríðsárunum því að erlendir útgefendur höfðu nú ekki heldur áhuga á Kristmanni. Kristmann átti eftir að senda frá sér tug skáldsagna í viðbót. Þar af eru þrjár vísinda- skáldsögur, Ferðin til stjarnanna (1959), Æv- intýri í himingeimnum (1959) og Stjörnuskipið (1975). Sú fyrsta var skrifuð undir dulnefninu Ingi Vítalín og er líklega fyrsta íslenska vís- indaskáldsagan. Geimferðabækur þessar eru áhugaverðustu skáldverk Kristmanns frá síð- ari árum hans en vinsælustu bækur hans eftir stríð voru fjögur bindi sjálfsævisögu hans. Auk hinna fjölmörgu skáldsagna sendi Kristmann frá sér smásagnasöfn, ljóðabækur, útvarpsleikrit, fræðslurit um garðrækt og hina umdeildu Heimsbókmenntasögu. Þá þýddi hann bækur eftir Sigrid Undset og Thornton Wilder og Elskhuga Lady Chatterleys eftir D.H. Lawrence. Þótti sú þýðing djörf á stríðs- árunum. Átta binda ritsafn Kristmanns kom út árið 1978 en ekki eru öll skáldverk hans í því. Kristmann andaðist 20. nóvember 1983. Verk Kristmanns Guðmundssonar munu hafa verið þýdd meira en verk nokkurs annars íslensks höfundar á 20. öld að Halldóri Lax- ness frátöldum. Á fjórða áratugnum var hann feikivinsæll höfundur í Noregi og raunar einn- ig í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Það má því sæta nokkurri furðu hvers vegna honum var tekið svo illa á Íslandi. Af hverju náði hann sér aldrei á strik hér á landi? Kristmann taldi Íslendinga sýna sér mikinn fjandskap. Í Ísold hinni svörtu (bls. 311–12) segir hann: „Allmargir Íslendingar hafa fyrr og síðar talið óhætt að sýna mér dónaskap og ruddahátt, af því að ég er venjulega kurteis og brosleitur […] Ég hef sjaldan tekið mér þetta nærri.“ Hann mætti þannig greinilega mótlæti landa sinna strax í æsku. Á árum hans erlendis var hið sama upp á teningnum (Dægrin blá, bls. 320): „Í Kaupmannahöfn hafði ég talað við allmarga landa mína, eftir að vínið var búið að losa um tungu þeirra, og fundið hvernig hat- ursfyllt öfundin gaus á móti mér eins og þefur úr fúlu díki.“ Þegar hann er á ferð um Ísland á 4. áratugnum þykja honum landar sínir fjand- samlegir (Loginn hvíti, bls. 94): „Illa kunni ég við hið sérkennilega, íslenzka glott þeirra, er á mig störðu hvarvetna.“ Og þegar hann er flutt- ur heim sýna menn honum ósjaldan „haturs- fulla harðýðgi, ef þeir gátu komið því við, og þetta er eitt af mörgum dæmum um, hvað ég átti við að stríða“ (Ísold hin gullna, bls. 77). En hvers vegna naut Kristmann ekki sömu hylli hér og í Noregi? Skapgerð hans kann að hafa átt nokkra sök á. Níu sinnum gekk hann í hjónaband en oftast lauk því með skilnaði inn- an fimm ára. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að hann hafi verið erfiður í skapi og skort dóm- greind í samskiptum við aðra. Þó að hann teldi sig óáleitinn og skapgóðan lenti hann ítrekað í illdeilum og virðist hafa verið meinyrtur og stóryrtur á köflum. Í sjálfsævisögu hans má sjá að hann hafði tilhneigingu til að afgreiða gagnrýnendur sína sem illmenni eða mann- leysur. Þannig er einn fárra norskra gagnrýn- enda hans í Noregi sagður „rottulegur maður“ (Dægrin blá, bls. 238) og illar hvatir taldar liggja á bak við neikvæða dóma hans. Mikið var löngum skrafað um einkalíf Krist- manns. Um hann voru skrifaðar persónulegar níðgreinar og sumar ótrúlega grófar. Þó að Kristmann endurtaki æ ofan í æ í ævisögu sinni að hann hafi engu skeytt um slíkt umtal er greinilegt á ævisögunni að hann hefur þvert á móti verið afar hörundsár. Greinilegt er að hann telur sjálfur að gróusögur um einkalíf sitt og kvensemi á ofanverðum 4. áratugnum hafi átt mestan þátt í að honum tókst ekki að koma undir sig fótunum sem rithöfundur á Íslandi þegar hann kom heim árið 1939. Virðist það eiga við nokkur rök að styðjast. Þá kann að vera að nýrómantísk sagnagerð hafi einfaldlega ekki átt upp á pallborðið hér á Handrit og prentuð útgáfa Rökkursöngva. „Þú manst eftir Ísoldunum, já. Önnur er björt og hrein eins og mjöllin. Hún bíður eftir að hreppa góðan eiginmann, sem veitir henni trygga og örugga afkomu. Hún er eins og botn- varpa, hefur alltaf eitthvað upp úr krafsinu. Og hún hefur almenningsálitið með sér, því hún er andskotanum tryggari og dyggðugri. En Ísold hin svarta, hún er konan sem gefur gjafir án þess að tryggja sér áður mánaðarútborgun og fastar tekjur. Stundum huggar hún þá sem Ís- old hin bjarta særir með fullmikilli tryggð og dyggðum.“ „Og þér hefur líkað betur við þá svörtu?“ „Það skal ég ekkert um segja. Mér hefur líka skollið vel við báðar.“ „Mér er sagt þú hrósir Ólafi Friðrikssyni á hvert reipi í ævisögunni?“ „Það er bara vitleysa. Ég geri kannski dálítið grín að honum, það er allt og sumt. Þeir komu með rússneskan strák hingað, en hann var með trakom og þess vegna ætlaði borgar-íhaldið að reka hann úr landi, bara pólitík, ekkert annað. Ég stóð með Ólafi í þessu máli og var einn þeirra, sem gættu stráksins uppi á háalofti í Suðurgötu. Þetta er byltingarsaga.“ „Varst þú líka byltingarsinnaður eins og Hensi Ottósson?“ „Það kommatetur – nei, ég tel mig algerlega ósinnaðan. Sinnaður er eitt andstyggilegasta orð sem ég þekki. Ég er aðeins venjulegur mað- ur, og fer minn eigin veg.“ „Þann breiða?“ „Breiða? Ég kysi auðvitað helzt þann gullna meðalveg, sem Lord Buddha talaði svo fallega um. En svo villist maður stundum, já karl minn, þetta er nú ekki eins einfalt og þú heldur. Lista- menn verða að kynnast lífinu í öllum sínum margbreytilegu myndum. Maður, sem aldrei hefur lært ensku, getur ekki orðið góður ensku- kennari. En ég hef mínar hugsjónir og mitt ideal og frá því hvika ég ógjarnan.“ „Jæja, átt þú ideal líka?“ Kristmann lyfti sér í sætinu og horfði á mig eins og mannýgur boli. „Ert þú líka einn af þeim, sem halda maður sé rótlaust kvikindi?“ sagði hann. „Nei, ég held ekkert. Mér er bara sagt að þú lýsir því yfir í ævisögunni að þú sért Alþýðu- flokksmaður.“ „Alþýðuflokksmaður! Ekki batnar það. Ég er jafnaðarmaður og hef alltaf verið. Mér er engin launung á því. Þess vegna hef ég kosið Sjálf- stæðisflokkinn. Ég er alltaf að verða róttækari með aldrinum.“ „Segðu mér eitt, Kristmann, af hverju fórstu að skrifa þessa ævisögu þína? Er þetta ekki ein- hver þynnka?“ „Nei, karl minn, þetta er góð bók. Ég skal segja þér, að ég er svo umvafinn allskyns þvaðri að ég vildi gjarnan að nokkrir vinir mínir og af- komendur fengju réttari hugmyndir um mig sem mann. Bókin er hreinskilin. Ég hugsa sum- ir mundu kalla hana full bersögla. Svo er líka gott fyrir gamla menn að rifja upp ævi sína, ja, gamla menn, ég er náttúrlega ekki gamall, en –“ Hann strauk á sér hárið og leit fram í salinn, hélt svo áfram: „Ja, ég á alltaf eftir ein 10–20 ár. Á þeim tíma ætla ég að minnsta kosti að skrifa 12 bækur, sem ég hef gert uppkast að, og svo þessa þriggja binda ævisögu.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon „ Ég er svo umvafinn allskyns þvaðri að ég vildi gjarnan að nokkrir vinir mínir og afkomendur fengju réttari hugmyndir um mig sem mann.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.