Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001 A Ð ÞVÍ er ég best veit hafa einungis þrjár skáldsögur eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness (1902–98) komið út á grísku, Salka Valka, Heimsljós og Íslands- klukkan, allar þýddar úr þýsku í lok sjötta áratugar liðinnar aldar. Einnig munu tvær smásögur hans hafa birst á grísku. Eina bókin sem snúið hefur verið beint af íslensku á grísku var ljóða- safn eftir mig, Dauði Baldurs og önnur ljóð, þýtt af ljóðskáldinu G.S. Patríarkeas í sam- vinnu við höfundinn og gefið út í Aþenu 1960. Það hlaut mjög hlýjar viðtökur af skáldum á borð við Seferís, Elýtís og Varvitsíótís. Síðan ekki söguna meir, nema ég frétti í gær að von væri á barnabókinni Ég heiti Blíðfinnur eftir Þorvald Þorsteinsson í grískri þýðingu á næsta ári. Hún er þýdd úr ensku. Þegar sögunni víkur að íslenskum þýðingum á grískum verkum blasir við allt önnur mynd. Til sanns vegar má færa að rekja megi fyrstu nútímabókmenntir Íslendinga til Hómers, ef „fyrstu nútímabókmenntir“ merkja vatnaskilin sem urðu snemma á 19du öld um svipað leyti og ljóðskáldið Díónýsíos Sólómos innleiddi grískar nútímabókmenntir. Maðurinn sem átti stærst- an þátt í þeim sögulegu þáttaskilum var klass- ískur fræðimaður og ljóðskáld að nafni Svein- björn Egilsson (1791–1852) sem á árunum 1819 til 1846 var rektor einustu æðri menntastofn- unar í landinu og bjó nemendur undir háskóla- nám í Kaupmannahöfn. Hann var bæði orðlagð- ur fræðimaður í latneskum fræðum og kunnur orðabókarhöfundur, var meðal annars einn helsti þýðandi Scripta historica Islandorum, sem kom út í 12 bindum á árunum 1828–46, og höfundur Lexicon poëticum sem kom út 1860. Gríska var á námskrá skólans frá aldamótum 1600 framtil 1904, og Sveinbjörn kenndi málið nemendum sínum, sem sumir hverjir áttu eftir að verða helstu skáld þjóðarinnar á komandi áratugum. Ein af aðferðum hans við kennsluna var að þýða á óbundið mál bæði Ilíonskviðu og Odysseifskviðu og lesa þýðingarnar fyrir nem- endurna. Undir ævilokin þýddi hann líka Odys- seifskviðu á bundið mál, en fékk ekki lokið við hana. Sonur hans, skáldið Benedikt Gröndal (1827–1907), lauk verkinu sem var gefið út á ár- unum 1853–54. Hinsvegar var lausmálsþýðing- in á Ilíonskviðu ekki gefin út fyrren 1855, og síðan endurútgefin 1949 og 1973. Lausamáls- þýðingin á Odysseifskviðu kom fyrst á þrykk árið 1912 og var endurútgefin 1948 og 1973. Þessar tvær lausamálsþýðingar á snilldarverk- um Hómers reyndust marka kaflaskil í íslensk- um bókmenntum, meðþví þær hurfu aftur að uppsprettum tungunnar og endurnýjuðu rit- málið sem öldum saman hafði verið mengað málfræðilegum og setningafræðilegum dönsku- slettum. Þýðingarnar hafa haft ómæld áhrif á seinni tíma bókmenntir Íslendinga, og jafnvel enn þann dag í dag, hálfri annarri öld eftirað þær komu fyrst fram, eru þær lesnar einsog tærustu samtímabókmenntir. Margir af sporgöngumönnum Sveinbjarnar Egilssonar, einkanlega skáldin Steingrímur Thorsteinsson (1820–96) og Grímur Thomsen (1831–1913), þýddu forngrísk ljóð með minn- isverðum árangri. Meðal grískra skálda sem þannig voru kynnt íslenskum lesendum með dreifðum þýðingum í tímaritum og safnritum voru Sapfó, Alkeos, Alkman, Anakreon, Arkí- lokkos, Bíon (Víon), Kallímakkos, Mímnermos, Moskos, Pindaros, Símonídes og Þeókrítos. Sumar af þýðingum Steingríms Thorsteinsson- ar á fornum höfundum komu ekki á prent fyrr- en löngu eftir dauða hans. Dæmisögur Esóps birtust 1895 og voru gefnar út aftur 1904 og 1942. Karon eða áhorfendur eftir Lúkíanos birtist 1945 [Skírnir], en Samdrykkjan eftir Platon kom ekki út fyrren 1959. Önnur grísk verk sem prentuð voru á 19du öld voru Sögur Sólons hins spaka, löggjafa Aþenuborgar- manna, og Platons heimspekings, þýddar af Jóni Espólín (1858) og Austurför Kýrosar eftir Xenófon í þýðingu Halldórs Kr. Friðrikssonar og Gísla Magnússonar (1867). Á 20stu öld varð hægfara þróun í þýðingum grískra verka á íslensku og náði hámarki með einskonar grískri „vakningu“ á liðnum aldar- þriðjungi. Snemma á öldinni gerði fræðimað- urinn, skáldið og orðabókarhöfundurinn Sigfús Blöndal (1874–1950) garðinn frægan með fyrstu þýðingu á forngrískum harmleik, Bak- kynjunum eftir Evrípídes, sem kom út árið 1923. Að honum látnum kom frá hans hendi hin einstæða Væringjasaga (1954) sem fjallar um norræna kappa í lífverði keisaranna í Mikla- garði á 10ndu og 11tu öld. Í kjölfar Blöndals kom fræðimaðurinn og skólastjórinn dr. Jón Gíslason (1909–79) og gaf í öndverðu út kennslubókina Goðafræði Grikkja og Rómverja (1944), en varði síðan frístundum sínum til að þýða og gefa út lausamálsþýðingar á forngrískum harmleikjum, í mörgum tilvikum með ýtarlegum formálum um leikmenntir Grikkja til forna. Samtals gaf hann út þýðingar á 13 harmleikjum í 7 bindum á árunum 1961– 1978. Þeir voru Antígóna, Agamemnon, Óres- teia, Persar, Prómeþeifur fjötraður, Sjö gegn Þebu, Alkestis, Medea. Hippólýtos, Oidipús konungur og Oidipús í Kólónos. Jón Gíslason var hvorki skáld né skapandi rithöfundur, þannig að engin af þýðingum hans þótti hæfa leiksviði, en þær eru til vitnis um fræðilega holl- ustu hans og uppeldislega einbeitni, og teljast á sinn hátt markvert brautryðjandaverk. Rúmri öld eftir Sveinbjörn Egilsson kom frammá sjónarsviðið annar snilldarandi. Sá var Helgi Hálfdanarson (f. 1911), lyfjafræðingur sem á fimmtugsaldri hafði getið sér orð fyrir frábærar ljóðaþýðingar og vann sér það líka til ágætis að þýða öll leikrit Williams Shake- speares á íslensku. Það átak hófst með þýðingu á Sem yður þóknast fyrir Þjóðleikhúsið 1951, og hélt síðan áfram þartil öll 37 leikrit meistarans birtust í 8 þykkum bindum á árunum 1982 til 1991. Leikfélag Reykjavíkur leitaði líka til hans og bað hann þýða Antígónu eftir Sófókles á bundið mál fyrir leiksvið, sem hann og gerði við frábærar undirtektir jafnt leikhúsgesta sem gagnrýnenda. Leikurinn var sviðsettur 1970 og gefinn út á prenti 1975. Síðan þýddi hann bæði Ödípús konung og Ödípús í Kólónos, sem komu út 1978 og 1979, og þvínæst Óresteiu (Agamem- non, Sáttafórn og Hollvætti) eftir Eskýlos, sem var sviðsett og gefin út 1983 – sama ár og fjórar heimsfrægar sviðsetningar á þríleiknum komu fyrir sjónir leikhúsgesta. Hann var settur á svið af Peter Stein í Schaubühne í Berlín, Peter Hall í Þjóðleikhúsinu í London, Tadasji Suzuki í Skot-leikhúsinu í Tókýó og Karolos Koun í Aþenu. Og sjö árum síðar, 1990, birtust allir varðveittir grískir harmleikir, 32 talsins að meðtöldum púkaleiknum Jötninum eftir Evr- ípídes, í einu stóru bindi, 1200 blaðsíður. Þar- með hafði Helgi Hálfdanarson unnið annað ótrúlegt stórvirki. Þýðingar hans eru ekki ein- asta gæddar frábærum ljóðrænum þokka, held- ur hæfa þær flutningi af leiksviði einsog best verður á kosið að mati margra dómbærra leik- húsmanna. Hitt er kannski ennþá merkilegra, að Helgi Hálfdanarson kann að eigin sögn enga grísku, en notaði þýðingar á tungumálum sem hann kann, og að sögn fræðimanna eru þýð- ingar hans svo trúar frumtextanum, bæði um merkingu og bragarhætti, að betur verður tæp- lega gert. Seinna sneri Helgi Kóraninum á ís- lensku og varpaði fram þessari glettnu athuga- semd í eftirmála: „Þýðandi þessarar bókar hefur stundum kallað það sérgrein sína að þýða úr málum sem hann skilur ekki.“ Íslendingar hafa líka fengið nasasjón af Ari- stófanesi fyrir tilverknað fræðimannsins og skáldsins Kristjáns Árnasonar (f. 1934). Hann tók við af mér sem formaður Grikklandsvina- félagsns Hellas, sem stofnað var árið 1985. Kristján þýddi gamanleikina Lýsiströtu og Þingkonurnar sem báðir hafa verið sviðsettir og komu út á bók 1985. Lýsistrata hefur reynd- ar verið sviðsett nokkrum sinnum síðan 1972 og jafnan átt miklum vinsældum að fagna hjá leik- húsgestum jafnt sem gagnrýnendum. Ef við snúum okkur að forngrískri heim- speki, þá höfum við aðra og engu veigaminni vísbendingu um grísku „vakninguna“ sem vikið var að hér að framan. Hópur yngri og eldri fræðimanna hefur á síðustu þremur áratugum tekið sér fyrir hendur að kynna samlöndum sín- um helstu verk hinna fornu heimspekinga. Frumkvöðull þessa framtaks var heim- spekiprófessorinn Þorsteinn Gylfason (f. 1942) sem árið 1973 hóf að ritstýra og gefa út safn þýddra fræðirita undir samheitinu „Lærdóms- rit Bókmenntafélagsins“. Meðal grískra rita í safninu eru eftirfarandi sjö verk eftir Platon: Málsvörn Sókratesar, Kríton og Faídon í einu bindi (1973), Gorgías (1977), Menón (1985), Rík- ið I–II (1991) og Samdrykkjan (1999). Fyrsta bindið var þýtt af Sigurði Nordal og Þorsteini Gylfasyni, Menón var gömul þýðing Svein- bjarnar Egilssonar, en hin þrjú ritin þýddi Eyj- ólfur Kjalar Emilsson sem nú er prófessor í Osló. Fimm af ritum Aristótelesar hafa komið út hjá Bókmenntafélaginu: Um skáldskaparlistina (1976) í þýðingu Kristjáns Árnasonar, Um sál- ina (1985) í þýðingu Sigurjóns Björnssonar sál- fræðings, Umsagnir (1992) í þýðingu Sigurjóns Halldórssonar, Siðfræði Níkomakkosar I–II (1995) og Frumspekin I (1999) í þýðingu Svav- ars Hrafns Svavarssonar. Tveir síðastnefndu þýðendurnir eru ungir fræðimenn. Loks hefur þriðji ungi fræðimaðurinn, Gottskálk Þór Jóns- son, þýtt Manngerðir eftir Þeófrastos (1990). Áðuren „vakningin“ hófst höfðu komið út þrjú rit sem ekki má gleyma. Sálfræðingurinn og skólastjórinn Broddi Jóhannesson (1916–94) birti árið 1955 rit Epiktets, Hver er sinnar gæfu smiður, og bekkjarbróðir minn, Friðrik Þórð- arson (f. 1928), þýddi Grískar þjóðsögur og æf- intýri (1962) og Söguna af Dafnis og Klói eftir Longus (1966). Verk sem átti talsverðum vinsældum að fagna á Íslandi var tveggja binda sagnfræðiritið Grikkland hið forna I–II eftir Will Durant í þýðingu dr. Jónasar Kristjánssonar. Fyrra bindið kom út 1967 og það seinna 1979. Árið 1979 kom líka út ný þýðing á Dæmisögum Esóps, gerð af skáldinu Þorsteini frá Hamri (f. 1938). Loks víkur sögunni að þýðingum grískra samtímabókmennta og umfjöllun um Grikkland nútímans. Ég hef birt tvær ferðabækur um Grikkland, Gríska reisudaga (1953) og Grikk- landsgaldur (1992). Ég var sömuleiðis einn af ritstjórum safnritsins Grikkland ár og síð, sem kom út 1991. Það hefur að geyma 26 ritgerðir eftir 22 höfunda sem fjalla um flesta þætti grískrar menningar frá upphafi vega framtil dagsins í dag. Þar eru líka birtar þýðingar á 14 ljóðum eftir fornskáldin sem fyrr voru nefnd ásamt 12 þýðingum á ljóðum eftir þá Kavafis (5), Seferís (3), Elýtís (2) og Ritsos (2). Meðal þýðinga minna á grískum samtíma- bókmenntum eru skáldsagan Sól dauðans eftir Pandelís Prevelakís (1964), ljóðabálkurinn Goð- saga eftir Gíorgos Seferís (1967) og Naktir stóðum við – Fimm grísk nútímaskáld (1975). Skáldin sem þar koma við sögu eru Seferís, Gatsos, Ritsos, Papakongos og Kindýnis. Bókin er myndskreytt af Mínos Argýrakís. Loks þýddi ég úr ensku bókina Goð, menn og mein- vættir úr grískum sögnum eftir Michael Gibson með myndskreytingum eftir Giovanni Caselli. Í þessari löngu upptalningu sakna áheyrend- ur þess vísast að Nikos Kazantzakis hefur ekki verið nefndur á nafn. Því fer samt fjarri að hann hafi farið framhjá Íslendingum. Tvær af skáld- sögum hans hafa verið gefnar út á Íslandi og notið mikilla vinsælda. Frelsið eða dauðann var þýdd úr ensku af Skúla Bjarkan og kom út 1957. Alexis Sorbas var þýdd úr þýsku af Þor- geiri Þorgeirssyni og kom út 1967. Þriðja skáld- sagan, Síðasta freistingin, var þýdd úr ensku af lækninum Kristni Björnssyni og lesin af mér sem framhaldssaga í íslenska Ríkisútvarpinu 1981, en mér hefur ekki enn tekist að finna út- gefanda þessarar hrífandi og umdeildu sögu um líf Krists. Sé litið yfir síðustu fjóra áratugi, hafa sam- tals verið þýdd úr grísku á íslensku 55 verk og 19 þeirra komið út í tvígang. Að auki hafa komið út fimm bækur um Grikkland fyrr og nú, þrjár þýddar og tvær frumsamdar. Getur það þá kall- ast goðgá að tala um gríska „vakningu“ á Ís- landi? Í samhengi við „vakninguna“ er kannski ekki úr vegi að geta þess, að Ríkisútvarpið helgaði fyrri helming ársins 1992 vikulegum þáttum um Grikkland með fyrirlestrum, upplestrum á fornum og nýjum textum og grískri tónlist. Í janúar 1996 var líka efnt til einstæðra hljóm- leika í einu af minni leikhúsum höfuðstaðarins þarsem ljóð og lög eftir Míkis Þeódórakís voru kynnt. Þar söng íslensk söngkona bæði á grísku og íslensku við undirleik píanós og bouzoukís, en heyrnarlaus kona túlkaði söngvana með lát- bragði – sem hafði aldrei fyrr verið gert á Ís- landi og reyndist mjög áhrifaríkt. Ég var kynn- ir á þessum sérstæðu hljómleikum, sem ráðgert var að endurtaka svosem tíu sinnum, en þeir urðu svo vinsælir að haldið var áfram fyrir fullu húsi frammá vor og þráðurinn tekinn upp aftur um haustið í nálægu bæjarfélagi, aukþess sem farið var á tvo staði útá landsbyggðinni. Meðþví íbúafjöldi Íslands er einungis kring- um 280.000, kann ýmsa Grikki að undra, að þessi fámenna og fjarlæga eyþjóð á mörkum hins byggilega heims skuli hafa lagt svo ríka áherslu á að treysta böndin sem tengja saman þjóðirnar tvær. Að sjálfsögðu liggja til þess augljósar menningarlegar ástæður, en orsak- irnar eru líka sögulegar og tilfinningalegar. Báðar þjóðir státa af „gullöld“ sem var und- anfari langra alda erlendrar kúgunar og mis- réttis. Báðar komu þær tiltölulega seint inní samfélag frjálsra þjóða, Grikkland í byrjun 19du aldar, Ísland á öndverðri 20stu öld, og hafa leitast við að vinna upp hinar „týndu aldir“. Þaráofan – og það kann að láta kynlega í eyrum margra viðstaddra – telja margir sem eru til- tölulega vel kunngir báðum þjóðum, þeirra á meðal ég sjálfur, að Grikkjum og Íslendingum svipi í mörgu tilliti einkennilega saman, bæði í viðhorfum, hátterni, siðvenjum og umfram allt í ástríðufullum áhuga á pólitík. Gestrisni var óskráð en heilagt lögmál í báðum löndum frá upphafi vega: ekkert var til sparað að veita ókunnum aðkomumanni eða góðum gesti kon- unglegar viðtökur. Þetta hefur enn á ný ásann- ast með atlætinu sem forseti Íslands og föru- neyti hans njóta í Aþenu þessa dagana. Erindi flutt á grísku við opnun Laxnesssýn- ingar í Aþenu 18. september sl. BÓKMENNTALEG SAMSKIPTI GRIKKJA OG ÍSLENDINGA Höfundur er rithöfundur. Pandelís Prevelakís Jannís RitsosNíkos Kazantzakis Georgos Seferís E F T I R S I G U R Ð A . M A G N Ú S S O N „Sé litið yfir síðustu fjóra áratugi, hafa samtals verið þýdd úr grísku á íslensku 55 verk og 19 þeirra komið út í tvígang. Að auki hafa komið út fimm bækur um Grikkland fyrr og nú, þrjár þýddar og tvær frumsamdar. Getur það þá kallast goðgá að tala um gríska „vakningu“ á Íslandi?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.