Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001 13 B LÍÐFINNUR stundar garðinn sinn og ræktar þar af alúð tré og rósir. Spekingurinn situr uppi í tré og Smælkið er á ferðinni allt um kring. Umhverfis er skógur- inn sem Blíðfinnur óttast og hef- ur aldrei hætt sér inn í. Þá birtist Barnið og Spekingurinn hefur þá visku að færa að Barnið muni birtast og dvelja í garðinum þar til það hverfur. Síðan ekki söguna meir. Þetta gengur eftir en Blíðfinnur getur ekki hugsað sér þessi sögulok og ást hans á Barninu er slík að hann tekst á við óttann og hefur leit að barninu ásamt Smælkinu og ýmsu gagnlegu dóti í gamalli tösku. Á leið þeirra verða margar skrýtnar verur, s.s. dvergarnir Vöðull, Söðull og Engumlíkur. Einnig Gúbbarnir, Klóbítarnir, Akademónarnir, Hlunk- urinn, Drullumalli, Bókavarðan, og fallega stúlk- an hún Merla. „Þetta er stórkostlegt ævintýri um kærleikann og bernskuna, ástina og mildina sem býr í hjart- anu,“ segir leikstjórinn og höfundur leikgerðar- innar, Harpa Arnardóttir. Hún segir bókina hafa heillað sig strax í upphafi en hún hafi kynnst henni í tjaldi uppi í sveit fjarri heimsins glaumi. „Gíó (Guðjón Pedersen leikhússtjóri) og Hafliði (Arngrímsson leiklistarráðunautur) báðu mig að lesa bækurnar. Ég fór með þær upp í sveit og tjaldaði yfir okkur. Það var mjög skemmtileg úti- lega. Síðan leið nokkur tími þar til þeir spurðu mig hvort ég vildi gera úr þessu leiksýningu. Ég var til í það en aftur leið nokkur tími þar til leik- Sýningin er afskapleg litrík og myndræn og heiðurinn af því á Snorri Freyr Hilmarsson leik- myndahönnuður. „Við unnum samhliða að leik- gerðinni og útliti sýningarinnar svo hugmynd- irnar fylgdust að. Hilmar Örn Hilmarsson var svo strax tilbúinn að semja tónlist við sýninguna þegar talað var við hann svo þetta hefur verið af- skaplega skemmtilegt og gefandi samstarf. “ Harpa er að leikstýra í fyrsta sinn hjá Leik- félagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu en hún hefur rekið leikhópinn Augnablik ásamt fleirum og tekið þátt í rómuðum barnasýningum, s.s. Dimmalimm og Júlíu og Mánafólkinu. Fyrir tveimur árum leikstýrði hún Leikfélagi Mennta- skólans við Hamrahlíð í Náttúruóperunni eftir Andra Snæ Magnason. Sú sýning vakti mikla at- hygli, ekki síst á hæfileikum Hörpu sem leik- stjóra. Hún leikstýrði einnig sýningunni Tristan og Ísól sem sýnt var á Stóra sviði Borgarleik- hússins sumarið 1997 svo hún hefur reynslu af því. „Stóra sviðið hérna er skapað fyrir ævintýra- sýningar. Hér er hægt að gera svo margt og við höfum nýtt okkur tæknimöguleika sviðsins út í æsar. Það er einmitt svo gaman að gera æv- intýrasýningar fyrir börn sem þekkja ekki tækni sviðsins og verða alveg gagntekin af þeim göldr- um sem þeim finnst eiga sér stað. Börnin eru líka svo tilbúin að taka þátt í ævintýrunum og láta segja sér svona sögur.“ Harpa segir að eitt af meginþemum sögunnar um Blíðfinn sé óttinn við hið óþekkta sem búi í okkur öllum. „Þetta er saga um að takast á við óttann með kærleikann að vopni. Ég heyrði svo fallega líkingu eitt sinn þar sem sagði að óttinn bankaði á dyrnar og kærleikurinn opnar og þá er enginn í gættinni.“ Reynsla Hörpu af leiklistarkennslu barna á ýmsum aldri skilar sér vafalaust einnig í vinnu hennar núna en hún kenndi börnum leiklist á námskeiðum í Kramhúsinu í nokkur ár. „Ég hef lært svo margt af börnunum um sköpunargleð- ina og hversu mikilvægt er að halda leiðinni að hjartanu opinni. Sem fullorðnir listamenn erum við oft svo upptekin af fullkomnunaráráttu en það getur heft sköpunargleðina ef ekki er gætt að.“ Hún segir að leikhópurinn hafi nálgast verk- efnið af opnum hug og hjarta en þó hefði verið gaman að hafa meiri tíma til þess að velta fyrir sér heimspekilegu inntaki verksins. „Tíminn er naumur og þetta er kapphlaup við að klára sýn- inguna á tilsettum tíma. Maður vildi auðvitað óska þess að hafa meiri tíma til þess að fínpússa smáatriði en barnið verður einhvern tímann að fá að fara eitt út í skóginn og horfast í augu við heiminn,“ segir Harpa að lokum. gerðin fór að verða til. Þetta hefur því allt átt sér nokkuð langan aðdraganda en í fyrravor var svo komið að ég hitti leikhópinn vikulega og kynnti fyrir þeim hugmyndir mínar og við unnum útfrá þeim. Í sumar skrifaði ég svo leikgerðina end- anlega og byggði hana aðallega á fyrri bókinni en þó langaði mig að hafa dvergana úr seinni bók- inni með. Þorvaldur (Þorsteinsson) brást vel við beiðni minni um að skrifa sérstakan leikþátt í bundnu máli fyrir dvergana inn í sýninguna. Að öðru leyti hefur hann gefið mér og leikhópnum frjálsar hendur með þetta,“ segir Harpa. Ævintýri um ástina og mildina havar@mbl.is Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir barnaleikritið Blíðfinn eftir Þorvald Þorsteinsson á stóra sviðinu í dag kl. 14. HÁVAR SIGURJÓNSSON fylgdist með æfingu og ræddi við höfund leikgerð- arinnar og leikstjórann, Hörpu Arnardóttur. Morgunblaðið/Þorkell Gúbbarnir eru matglaðir og vinalegir og gæðastúlkan Merla er perlan þeirra. Barnið unir sér í boltaleik í garðinum. STJÓRN Bandaríska dans- flokksins tilkynnti nú í vikunni að Wallace Chappell hefði verið valinn nýr fram- kvæmdastjóri dansflokksins. Ráðning Chap- pells kemur í kjölfar storma- sams tímabils hjá ballettinum sem einkennst hefur af deilum baksviðs og uppsögnum bæði starfsmanna og stjórnar. Chappell, sem áður hefur far- ið fyrir Forum leikhúsinu í Los Angeles, Alliance leikhúsinu í Atlanta og Repertory leikhúsinu í St. Louis, tekur við af núver- andi framkvæmdastjóra, Louis G. Spisto, sem sagði af sér eftir tveggja ára starf hjá dans- flokknum. Hinn nýi framkvæmdastjóri lýsti því síðan yfir í viðtali við bandaríska dagblaðið New York Times að hann hefði mikinn hug á að auka ráðstöfunarfé dans- flokksins, auk þess sem hann vildi koma á samstarfi við nýja danshöfunda sem sett gætu upp áhugaverð ný dansverk sem sér- staklega höfðuðu til yngri áhorfenda. Galway verðlaunaður WILHELM Hansen sjóðurinn mun í lok októbermánaðar af- henda listaverðlaun þessa árs og koma heiðursverðlaunin að þessu sinni í hlut írska flautu- leikarans James Galway. Verð- launin nema rúmum þremur milljónum íslenskra króna og eru veitt Galway fyrir framlag hans til heimstónlistar. Galway, sem hefur sent frá sér yfir 50 metsöluplötur og komið fram á tónleikum víðs- vegar í heiminum, á að baki fjöl- breytta verkaskrá en hann hef- ur sinnt jafnt klassískri tónlist, kammermúsík og írskum þjóð- lögum, auk þess að bjóða upp á námskeið í flautuleik fyrir flautuleikara í fjölmörgum lönd- um. Alls munu verða veittar 43 viðurkenningar að þessu sinni og falla þær að venju í skaut listamönnum sem með starfi sínu hafa vakið athygli á leiklist, dansi eða tónlist. En á síðasta ári var bætt við verðlaunaflokki til að unnt væri að styðja við bakið á ungum og upprennandi listamönnum ekki síður en þeim sem þegar hafa hlotið við- urkenningu fyrir list sína. Útgáfu Lingua Franca hætt AKADEMÍSKA tímaritið Ling- ua Franca, sem notið hefur vin- sælda meðal fræðimanna í há- skólum víðsvegar, hefur verið hætt í kjölfar þess að stuðnings- aðili tímaritsins hefur hætt fjár- stuðningi sínum. Lingua Franca hefur aldrei skilað hagnaði en blaðið hefur til þessa verið gefið út í um 15.000 eintökum. Tíma- ritið var stofnað 1990 af Jeffrey Kittay, fyrrum prófessor við Yale háskólann, sem sá þar vett- vang fyrir líflegar frásagnir af hinum akademíska vettvangi og ekki hvað síst af skoðanaskipt- um fræðimanna. Að sögn dagblaðsins Int- ernational Herald Tribune vöktu fréttirnar af andláti Ling- ua Franca mikla óánægju meðal fræðimanna og hefur Kittay fullan hug á að leita nýrra stuðningsaðila. Chappell fram- kvæmdastjóri ERLENT Wallace Chappell eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikgerð: Harpa Arnadóttir. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Gunnar Hansson, Jón Hjartarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Jón Hjartarson. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Lýsing: Kári Gíslason. Blíðfinnur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.