Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. NÓVEMBER 2001 Í VIKUNNI kom út á ensku fræðiritið Acts of Religion (Trúarlegar gjörðir) og er þar um að ræða safn skrifa franska heimspekingsins Jacques Derr- ida um trúarleg efni. Í heim- speki sinni hefur Derrida hreyft við viðteknum hugsunarhætti í nútímasamfélögum. Sjálfur hef- ur hann lýst reynslu sinni af fordómum og flóknu trú- arumhverfi á uppvaxtarárum sínum sem alsírskur gyðingur í Frakklandi og dregur heim- spekingurinn jafnan fram áleitnar spurningar í skrifum sínum þar sem trú, hefð og helgi eru skoðaðar í heim- spekilegu og pólitísku ljósi. Í safninu er að finna fyrri skrif Derrida um trúmál, auk tveggja ritgerða sem ritstjóri bókarinnar Gil Anidjar hefur þýtt á ensku. Ritgerðirnar tvær hafa ekki áður verið birtar á opinberum vettvangi. Bætist í vampíruhópinn Bandaríski hrollvekjuhöfund- urinn Ann Rice hefur bætt nýrri skáldsögu í vampíruröð sína, og ber hún titilinn Blood and Gold (Blóð og gull). Þar er sjónum beint að vampírunni Marius the Wanderer, eða Maríusi gangandi, sem brugðið hefur fyrir í öðrum sögum. Sá er kenndur við hinn einmana, tregafulla og hjartsjúka, enda harmar hann enn brotthvarf sitt úr heimi manna fyrir tvö þúsund árum. Vampíruannálar Rice (The Vampire Cronicles) eru löngu orðnir frægir, en vinsæl sam- nefnd kvikmynd var gerð eftir fyrstu skáldsögunni í röðinni, Interview With the Vampire, en aðrar sögur raðarinnar eru The Vampire Lestat, The Queen of the Damned, The Tale of the Body Thief, Memnoch the Devil og The Vampire Armand. Í bókaröðinni vinnur höfundur með sagnahefð og táknheim vampírunnar, auk þess að lýsa aðalpersónum (eða aðalvamp- írum) sagnanna í tilvistarlegu ljósi. Ævi J.H.O. Djurhuus Út er komin ævisaga Hanus Kamban um færeyska ljóð- skáldið J.H.O. Djurhuus hjá Há- skólaútgáfunni í Óðinsvéum. Verkið sem ber heitið J.H.O. Djurhuus: En litterær biografi er það fyrsta sem skrifað er um ævi og feril ljóðskáldsins. Djurhuus (1881–1948) er í huga margra Færeyinga fyrsta stór- skáld landsins, þó svo að aðrir tengi færeyskar bókmenntir fyrst og fremst nöfnum á borð við William Heinesen og Jørgen Frantz Jacobsen. Djurhuus fæddist og ólst upp í Þórshöfn í Færeyjum, en settist að í Dan- mörku eftir að hann hélt þang- að til lögfræðináms í Kaup- mannahöfn og bjó lengst af í Árósum og Fjerrisslev. Djur- huus gaf út sitt fyrsta ljóðasafn Yrkingar, árið 1914, og lagði stund á skáldskapinn samhliða starfi sínu sem lögmaður. Ævisagan veitir að sögn út- gefenda í senn bókmennta- fræðilega og sálfræðilega inn- sýn í líf skáldsins, sem jafnframt er sett í samhengi við menningarlegar hræringar í Færeyjum og Danmörku á fyrri hluta 20. aldar. ERLENDAR BÆKUR Derrida og trúmál Anne Rice Í KJÖLFAR hryðjuverkanna 11. september síðastliðinn hefur pólitískur rétttrúnaður nokkuð verið í umræðunni í Bandaríkjun- um. Hugtakinu hefur á síðustu árum fyrst og fremst verið beitt sem skammaryrði af hægrisinnuðum íhaldsmönnum á Vestur- löndum og í þeirra búningi hefur það öðl- ast vægi. Það hefur gjarnan verið notað sem samnefnari fyrir þær „vafasömu“ félagslegu umbætur sem jaðarhópar boða, hvort sem þeir berjast fyrir réttindum kvenna, stöðu svartra, samkynhneigðra, fatlaðra eða annarra minni- hlutahópa. Pólitískur rétttrúnaður í samtímalegri mynd sinni nær líklega fótfestu á Vesturlöndum seint á sjöunda áratugnum og leiddar hafa verið að því líkur að hugmyndina megi rekja til kenninga Mao Tse-tung en í ritum hans má finna ríka þörf fyrir að greina milli réttra og rangra hugmynda. Að mati formannsins heldur „lýðræði“ sósíalismans aðeins velli ef lögð er áhersla á að kenna fólki rétta hugsun. Lesendum til fróðleiks má nefna greinina „Um leiðréttingu rangra hugmynda í flokknum“ og kaflann „Nokkrar rangar hugmyndir um eðli menningar“ úr ritinu Nýtt lýðræði. Þrátt fyrir vafasaman uppruna hugtaksins og söguleg tengsl þess við vinstri hreyfingar á Vest- urlöndum var aðferðafræðin strax í upphafi gagn- rýnd af frjálslyndum menntamönnum sem vöruðu við því að ganga of hart fram í uppreisn gegn vest- rænum valdakerfum enda væri þá hætta á að nýr rétttrúnaður tæki við af þeim gamla. Það er því firra að ætla að samstaða hafi nokkru sinni ríkt meðal þeirra hópa sem hægrimenn kenna gjarnan við pólitískan rétttrúnað og aðeins örlítið brot þeirra hefur prédikað svo einstrengingslega lífs- gildum sannindum og sögð þjóna öllum án tillits til samfélagsstöðu. Ráðandi kerfi er lagt að jöfnu við almenna vel- sæld án þess að farið sé í saumana á því hvort nokkur fótur sé fyrir slíkum staðhæfingum. Þeir sem leyfa sér að gagnrýna kerfið eru gerðir að tortryggilegum fulltrúum minnihlutahópa fremur en að vera talsmenn heildarinnar. Þeir eru sagðir pólitískir í stað þess að ganga fram af sanngirni og svona mætti lengi telja. „Pr“-stimpillinn er því fyrst og fremst notaður til að þagga niður í and- stæðingum og loka á lýðræðislega umræðu með því að vefengja hana í nafni hlutleysis. Andmæl- endur pólitísks rétttrúnaðar þykjast gjarnan vera hafnir yfir dægurþras og segjast fulltrúar heil- brigðrar skynsemi. Af þessum sökum hefur um- ræðan einnig snúist um sannleikshugtakið, en pólitískur rétttrúnaður er sagður ógna málfrelsi, list- og bókmenntahefðinni, vestrænum gildum, menntakerfinu og sannleikanum sjálfum. Í gagnrýni á fjölhyggju ná marxistar og hægri- sinnaðir íhaldsmenn saman. Íhaldsmennirnir sjá í henni afstæðishyggju og siðleysi sem leiði að lokum til hruns allra góðra gilda, á meðan marxistar telja hana gjarnan af- sprengi síðkapítalisma og mikilvægt vopn í bar- áttunni gegn hinum vinnandi stéttum. Þeir telja fjölhyggju drepa umræðunni á dreif með því að horfa til ótal minnihlutahópa. Þannig veiki hún stéttahugtakið og styrki kapítalísk öfl í sessi. Hjá þessum tveimur hópum liggur að mínu mati hinn raunverulegi rétttrúnaður. Þegar allir eru hættir að hugsa, hugsa allir eins. sýn. Í rétttrúnaðarásökuninni liggur forvitnileg þversögn. Í Bandaríkjunum hefur þessi skilgrein- ing fyrst og fremst verið notuð á þá sem vilja opna umræðuna með því að boða vaxandi afstæðis- hyggju í mati á vestrænni menningu og gildum. „Pr“-stimplinum er því gjarnan beint að fulltrú- um fjölhyggju, einstaklingum sem vilja hvetja til umræðu fremur en að halda í boðorð sem hvorki má gagnrýna né ræða af alvöru. Með því að hvetja til gagnrýni og almennrar umræðu um stöðu vest- rænnar valdastéttar hafa þeir þannig verið tengdir þeim rétttrúnaði sem þeir leitast við að uppræta. Í lýðræðislöndum hefur opinber mismunun sjaldan þótt góður siður og í iðnríkjum nútímans liggur valdbeitingin á mun óræðara sviði. Franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu hefur vísað til þessarar samfélagsstjórnunar sem „symbólsks ofbeldis“. Með henni er sýn ráðamanna tengd al- FJÖLMIÐLAR PÓLITÍSKUR RÉTTTRÚNAÐUR Í rétttrúnaðarásökuninni ligg- ur forvitnileg þversögn. Í Bandaríkjunum hefur þessi skilgreining fyrst og fremst ver- ið notuð á þá sem vilja opna umræðuna með því að boða vaxandi afstæðishyggju í mati á vestrænni menningu og gild- um. G U Ð N I E L Í S S O N viðkomustaður. Smáralind sem einskonar útlönd. Fólk að leggja uppí langferð þangað, hringja það- an. Útlönd í miðri Reykjavík. Ætli útlandahugmyndin sem auglýsing- arnar leika með sé einskorðuð við eyríki? Einskorðuð við lönd þaðan sem fólk þarf að fara langan veg til að komast í önnur lönd. Auglýsing- arnar vísa í verslunarferðir Íslend- inga til stórborga í Evrópu. Auðvit- að er þekkt að farið sé yfir landamæri til að versla. Spánverjar yfir til Portúgal til að kaupa jóla- gjafir, stundum líka fyrir helgar; allt ódýrara handan landamæranna. Kannski þó ekki eins mikið „hér“ og „þar“ á ferðinni. Og engum dytti í hug að auglýsa „veljum spænskt“ eða að það að borða ekki tiltekna pylsugerð sé nánast daður við föð- urlandssvik. Enda svo mörg „hér“ og mörg „þar“ innan svo stórra ríkja. Hermann Stefánsson www.kistan.is BÓKMENNTAVEFUR Borg- arbókasafns Reykjavíkur hefur nú ver- ið opnaður í nýrri og breyttri mynd. Hér má finna upplýsingar um íslenska samtímahöfunda; skáldsagnahöf- unda, ljóðskáld, barnabókahöfunda og leikskáld. Vefurinn mun stækka hratt en ætlunin er að höfundum hafi fjölgað í u.þ.b. 90 um mitt ár 2002. Vefnum er ætlað að kynna og auka áhuga á íslenskum samtímabók- menntum innan lands og utan en vef- urinn verður allur þýddur á ensku. Kynningarnar eru ítarlegar, lesa má nýjar yfirlitsgreinar bókmenntafræð- inga um höfunda, persónulega pistla sem höfundar skrifa fyrir vefinn, ævi- atriði, ritaskrár og brot úr verkum höfunda. Einnig má hlusta á höfunda lesa úr verkum sínum. www.Bókmenntir.is Smáralind eins konar útlönd Ekki er hægt annað en að dást að auglýsingunum frá Smáralind: NýrMorgunblaðið/ÁsdísKlæddur eftir veðri. NÝR OG BREYTTUR BÓKMENNTAVEFUR IÞÁ ER Harry Potter komin í íslenskar bókaversl-anir og löng bið íslenskra aðdáenda á enda; hægt að fara heim með Potter og hafa það gott lengi, því bókin er nærri 700 síður og tekur tímann sinn að lesa hana. Það þykir sönnum Potteraðdáendum ekki slæmt því margir segja það verstu tilfinn- inguna við lestur Potterbókanna að vita að ólesnu blaðsíðunum fækkar eftir því sem líður á bókina. Harry Potter er einstakt fyrirbrigði í nútíma- bókaútgáfu; barnabók sem höfðar jafnt til barna, unglinga og fullorðinna; söguþráðurinn spunninn úr ótal mörgum þekktum þráðum en jafnframt frumlegur, orðfimi og stílgáfa höfundarins er óum- deilanleg þótt aðalstyrkur hennar sé fólginn í frá- sagnargáfunni, Rowling er sögumaður í sérflokki. IIHarry Potter hefur endurvakið trú manna álestraráhuga barna og unglinga og greinilegt að 10–12 ára krakkar víla ekki fyrir sér að hefja lestur 700 síðna bókar. Dæmi eru um að íslensk börn á þessum aldri hafi stautað sig í gegnum frumútgáfurnar á ensku aðeins til þess að að geta státað sig af því í vinahópnum að hafa lesið þær á undan hinum. Það er ekki ónýtt að búa einn í heilt austurlenskum bardagaíþróttum og nær sér ekki niðri á andstæðingunum með barsmíðum. Þó er Harry Potter engan veginn laus við ofbeldi en það er ofbeldi ævintýranna, ofbeldi þjóðsagnanna, þar sem illviljaðir galdramenn leysast upp í frum- eindir sínar og hinir góðu beita töfrabrögðum til að ná sínu fram. Það er leyfilegt. Eins og í Grimmsævintýrum þar sem pilturinn dvelur næt- urlangt í höllinni og niður um eldstæðið rignir lík- amspörtum sem raða sér svo saman í mannsbúka og halda mikla veislu á hverri nóttu. IVHarry Potter á margt sameiginlegt meðsagnaarfi þjóðanna og líklega þess vegna hef- ur hann fundið sér svo greiða leið að lesendum sínum. Heimur Harry Potters er heimur ævintýr- anna þar sem hinni frumstæðu löngun mannsins til að yfirvinna náttúrulögmálin er fengin útrás; að verða ósýnilegur, geta flogið og gert andstæð- inga sína að steini með því að benda á þá með kræklóttu priki. Þegar þessi frumstæða löngun fær útrás í veruleikanum hjá þjóðarleiðtogum er fyrst hætta á ferðum. Það er ekki Harry Potter að kenna. ár yfir vitneskju um hvað kemur fyrir Harry Potter í fjórðu bókinni. Enskukunnáttan eflist um leið og þótt leggja eigi áherslu á íslenskukunnáttuna á undan enskunni fer ekki hjá því að áhugi af þessu tagi skili sér á fleiri vegu en einn. IIIHarry Potter er nánast hafinn yfir gagnrýni.Hvaða tilgang hefur það að gagnrýna bækur sem selst hafa í 160 milljón eintökum? Það er ótrúlegt en satt. Sagan um höfundinn Johanna Kathleen, sem átti ekki málungi matar og skrifaði fyrstu bókina á kaffihúsum í Edinborg af því að hún hafði ekki efni á að kynda híbýli sín, er orðin að öskubuskuævintýri sem á sér varla hliðstæðu nema þá í Harry Potter. Sagan segir jafnframt að útgefendurnir hafi ráðlagt henni að skammstafa skírnarnöfn sín svo að ekki mætti sjá af nafninu hvort höfundurinn væri karlkyns eða kvenkyns. Getur verið að þeim hafi þótt sem það myndi draga úr sölumöguleikum fyrstu bókarinnar ef höf- undurinn væri kvenkyns. Að strákar myndu síðar treysta bók um strák eftir konu. Kannski er kven- legi þátturinn fólginn í því að Harry Potter er snjall fremur en sterkur. Hann er ekki snillingur í NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.