Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. NÓVEMBER 2001 T ÓNLIST fyrir alla er heiti á sam- starfsverkefni ríkis og sveitarfé- laga um kynningu á tónlist og reglubundið tónleikahald í grunn- skólum landsins. Í tæpan áratug hafa tugþúsundir barna notið þessa verkefnis með reglulegum heimsóknum tónlistarmanna í skólana. Tónlist fyrir alla hefur skipað sér fast- an sess í starfi fjölmargra skóla, og orðið til þess að lifandi tónlist hefur náð eyrum barna sem mörg hver færu á mis við hana ella. Það er stefna Tónlistar fyrir alla að kynna íslenskum skólabörnum ólíkar tegundir tónlistar sem þau fá að njóta í lifandi flutningi okkar bestu tón- listarmanna. Margir af fremstu tónlistarmönn- um landsins hafa verið í samstarfi við kennara og skóla um tónleikana, og unnið að tónlistar- fræðslu með þátttöku nemenda. Með Hermesi yfir hafið bláa hafið Þegar komið er inn í Árbæjarskóla á falleg- um föstudagsmorgni fyrir skömmu berst fram á ganga ómurinn af söng: „fyrir stafni er haf og himinninn.“ Það er Hermes sem stendur fyrir þessum söng; skrýtinn karl með græna húfu og í flugskóm. Hann er með undirleikara sinn með sér, sem hann kallar QX-103, og þegar búið er að syngja Hafið bláa hafið tekur QX-103 völdin og vill syngja lagið aftur; – ekki alveg að syngja; – hann vill rappa; – og börnin taka und- ir; – gaman að fá að rappa, og það lag sem þau kunna. Hermes leggst í för með Sæmundi á selnum, og leiðir börnin um heimsins höf, með viðkomu á ýmsum stöðum. Á viðkomustöðum Hermesar er tónlist sem krakkarnir fá að kynnast og heyra. Eftir viðkomu í Kaupmanna- höfn og kynnum af listaskáldinu góða, Jónasi, er flogið heim yfir hafið, „með fjaðrabliki, háa vegaleysu“. Börnin ljóma og einbeitingin er al- gjör. Það er Guðni Franzson sem leiðir börnin í gegnum þetta ævintýri í gervi Hermesar, en Guðni er meðal þeirra listamanna sem oftast hafa komið fram á tónleikum Tónlistar fyrir alla. Guðni segir að þetta verkefni hafi sprottið af lítilli hugmynd. „Hermes er reyndar orðinn tíu ára gamall, og kom fyrst fram í Gerðubergi. Hann er sendiboðinn sem ferðast með sálirnar, og hann gerir mér kleift að fara í þessi ferðalög. Hermes er auðvitað persóna úr grísku goðsög- unum, en ég þarf ekki annað en hattinn og skóna; – á Sinfóníutónleikum er ég í kjólfötum en hérna er ég bara í mínum venjulegu fötum – en alltaf með hattinn og skóna. Þetta pró- gramm setti ég saman út frá hugmyndinni um hafið og strendurnar, og það að þetta er allt saman sami sjórinn, og að hvert sem hann ber okkur þá sjáum við sama tunglið og sömu sól- ina. Þetta er sameign okkar allra, hvar sem við erum. Tónlistin er af ýmsum toga, og ég er líka að nota efnivið fyrir börnin, sem ég nota fyrir fullorðna; – bara í allt öðrum búningi, sem nær vel til krakkanna.“ Guðni segir viðtökur barnanna mjög góðar, þau gleymi sér alveg í sögunni og ferðalaginu, þar til þau eru loksins komin heim aftur. Þar sem þá Guðna og Her- mes ber niður eru víða furðuleg hljóðfæri, kín- verskar og írskar flautur, klarinettan er auðvit- að með í för, afrískar trommur og svo hið dularfulla didjeridú, sem er hljóðfæri frum- byggja Ástralíu. „Sumt af þessu eru melódíur skáldaðar af mér, en þarna eru líka verk eða brot úr verkum eftir Þórólf Eiríksson, Atla Heimi Sveinsson og fleiri auk þjóðlaga og stefja sem ég bý til í þjóðlegum stíl.“ Engin hræðsla við skrattann hans Sæmundar Hrafnhildur Leósdóttir og Birgir Kjartans- son eru sex ára. Þau voru sammála um að heim- sókn Hermesar hefði verið skemmtileg. „Við vorum að hlusta á hann. Hann var að syngja einhver lög,“ segir Hrafnhildur. „Við kunnum eitt lagið,“ segir Birgir, „það var Hafið bláa haf- ið.“ Hrafnhildur segist líka hafa þekkt söguna um Sæmund og selinn, en var ekki vitund hrædd þegar skrattinn kom. „Mamma mín er fyrir löngu búin að segja mér þessa sögu.“ Tónlistarmenn leggja til hugmyndir Áætlanir fyrir starf Tónlistar fyrir alla í vet- ur gera ráð fyrir að alls sæki 43.475 börn 373 tónleika í 73 sveitarfélögum. Fjöldi tónleika og tónleikagesta hefur meira en tvöfaldast frá því á síðasta ári. Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari er framkvæmdastjóri verkefnisins. „Ríkið og sveitarfélögin hafa samvinnu um verkefnið. Menntamálaráðuneytið skipar starfshóp, eða baknefnd, sem í eru fulltrúar frá Félagi ís- lenskra hljómlistarmanna, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Tónmenntakennarafélaginu og Félagi íslenskra tónlistarmanna. Ég er ráðin verkefnisstjóri í hálfu starfi, og fylgi þeim reglum sem um starfsemina hafa verið settar, og í samráði við baknefndina vel ég þau verk- efni sem sett eru á dagskrá.“ Áshildur segir að verkefnin skapist með tvennum hætti, annars vegar fái Tónlist fyrir alla tilboð frá tónlist- armönnum sem séu þá með hugmyndir að ákveðnum verkefnum, en hins vegar sé hún sjálf með augun opin fyrir því sem er að gerast í tónlistarlífinu, með það fyrir augum að þar leynist ýmislegt sem geti orðið að hentugum verkefnum í Tónlist fyrir alla. Þeir sem slást í hópinn vilja ekki hætta Áshildur segir að það hafi gengið blessunar- lega vel að skipuleggja dagskrána. „Þetta hefur gengið undantekningarlaust mjög vel. Það sem er erfiðast er auðvitað fjáröflunin. Við höfum ekki nægilegt fjármagn til að fara um allt land- ið, núna erum við bundin við höfuðborgarsvæð- ið, Suðurland, Austurland og Vestfirði. Við höf- um verið gagnrýnd fyrir að fara ekki um allt landið; – að við ættum að fara sjaldnar, en víð- ar. Við höfum hins vegar kosið að bíða með það og reyna að þrýsta á að fá hærri fjárveitingar til þess. Við fengum núna einnar milljónar króna styrk frá Íslandsbanka sem gerði okkur kleift að komast austur og á Vestfirðina, en á þá staði hafði ekki verið farið í mörg ár. Við höfum kosið að rjúfa ekki það uppeldisstarf og sam- starf við sveitarfélögin sem þegar er komið á til að geta komist á fleiri svæði, því við viljum ekki að þetta verði eins og flugeldasýning sem kem- ur annað slagið, heldur viljum við að það sé samfella í þessu og að dagskráin sé fastur liður í skólastarfinu þar sem á annað borð er búið að koma þessu á. Við vonumst til að komast á Norðurland með auknum fjárveitingum á næsta ári, þannig að við verðum alls staðar á landinu. Hins vegar vantar enn á það að við get- um komið á hvern stað tvisvar á ári, sem er okkar draumur.“ Áshildur segir að starfsemi Tónlistar fyrir alla sé í mikilli sókn, og hafi tvö- faldast frá síðasta ári með hækkuðum styrk frá ríkinu og framlagi Íslandsbanka. Skólarnir og sveitarfélögin á landsbyggðinni taka líka þátt í kostnaðinum með því að greiða ákveðið gjald fyrir hvern nemanda sem nýtur góðs af verk- efninu. Sú upphæð er um 155 krónur á hvert barn. Skólarnir sem vilja vera með geta þó sótt um styrki í sjóð sem heitir Listkynning í skól- um til að standa straum af þeim kostnaði. Ás- hildur segir að skólarnir séu yfirleitt mjög ánægðir með samstarfið við Tónlist fyrir alla. „Það er mjög sjaldgæft að skólar sem taka þátt í þessu vilji hætta að vera með. Það gerist ekki nema að skólarnir ráði engan veginn við þetta fjárhagslega. Þegar fólk sér hvernig undirbún- ingnum er háttað, hvernig að þessu er staðið og sér dagskrána sem í boði er, þá verða menn hissa á því hvað þetta er mikið og merkilegt.“ Klassík, djass, vísur og brúður Á árinu 2001 er áætlað að 29 listamenn auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands komi fram á tón- leikum Tónlistar fyrir alla. Meðal þeirra eru Djasskvartett Reykjavíkur, Hljóm- skálakvintettinn, Diddú og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari, Margrét Örnólfs- dóttir og Hákon Bjarnason ungpíanisti, Sigurður Flosason og norska ásláttardúóið Rubbel og Beat, Margrét Bóasdóttir sópran og Miklos Dalmay píanóleikari, Anna Pálína Árnadóttir og félagar Bernd Ogrodmik brúðu-, flautu- og píanóleikari, KK og Guðmundur Pét- ursson gítarleikarar, Egill Ólafsson og Tríó Björns Thoroddsens auk Guðna Franzsonar í gervi Hermesar. Tónlist fyrir alla á aðild að Norrænu Neti fyrir skólatónleika, NNS. Meðlimir NNS deila með sér reynslu, svo sem um skipulag tónleika, efni dagskráa og kynningarstarf. Þeir hafa samvinnu um ákveðin verkefni, halda ráðstefn- ur og fagnámskeið, skiptast á hugmyndum, efni og flytjendum. Samtök sambærileg við Tónlist fyrir alla starfa víða um heim. Nægir að nefna fjölþjóðlegu samtökin Jeunesse Musicales sem stofnuð voru árið 1945. Í þeim eru fulltrúar frá 47 löndum og er þau stærstu menningarsamtök innan UNESCO. Þessi mikla þátttaka fjölda þjóða er til marks um það hve tónlistaruppeldi í skólum er víða litið mikilvægum augum. VERKEFNINU TÓNLIST FYRIR ALLA FRAMHALDIÐ Í GRUNNSKÓLUM LANDSINS Í VETUR STARFSEMIN HEF- UR TVÖFALDAST FRÁ FYRRA ÁRI Tónlist fyrir alla er verkefni sem unnið hefur verið að í grunnskólum landsins í tæpan áratug. BERGÞÓRA JÓNS- DÓTTIR ræddi við Áshildi Haraldsdóttur verkefnisstjóra, Guðna Franzson tónlistarmann og nemendur í Árbæjar- skóla sem lögðust í ferðalag um heimsins höf með Hermesi. „Ekkert hrædd þegar skrattinn kom.“ Hrafnhildur Leósdóttir og Birgir Kjartansson. Börnin fylgjast einbeitt með. Morgunblaðið/Kristinn Áshildur Haraldsdóttir, verkefnisstjóri Tónlistar fyrir alla. Hermes fer með börnin um heimsins höf. Guðni Franzson og börnin í Árbæjarskóla. begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.