Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. NÓVEMBER 2001 E YJAN heillaði hann svo mikið að hann byggði sér þar síðar sum- arhús fyrir fjölskylduna. Það var við Miðjarðarhafið ofan á klettabelti í grennd við Porto Pietro og nefndi hann það eftir konu sinni, Lis. Árið 1994, fann Utzon sig tilneyddan að flytja burtu vegna þess að húsið hafði orðið að píla- grímsstað fyrir arkitekta. Hann byggði sér annað hús, Can Feliz, líka á Mallorca, en í þetta sinn er staðsetningu hússins haldið leyndri. Til þess að fá viðtal við Jørn Utzon höfðum við samband við afkomendur hans. Þeir skýrðu okkur frá því að húsið þar sem foreldrar þeirra bjuggu, en hann er nú kominn á eftirlaun, væri í skjóli milli fjalls og fjöru. Húsið er athvarf sem næstum ómögulegt er að nálgast, jafnvel með hjálp korta. Eina leiðin til þess að ná tali af Ut- zon var að fara til Mallorca, hringja í hann og biðja hann vinsamlegast um að sækja okkur í nálægt þorp. Skilyrðið fyrir að fá símanúmerið var að lofa þeim að hringja í hann aðeins eftir að við værum komin á eyjuna. Ef við myndum reyna að gera ráðstafanir um viðtalið fyrirfram myndum við einfaldlega fá góðlátlega neitun. Við fylgdum leiðbeiningunum og hringdum í Utzon við lendingu og jú, hann féllst á að hitta okkur. Við mæltum okkur mót við knatt- spyrnuvöll þorpsins, þar sem hann og kona hans, Lis, komu akandi til móts við okkur. Utzon er orðinn áttatíu og þriggja ára gamall en við gátum auðveldlega þekkt hann frá lýs- ingu Peters Rice, verkfræðings óperuhússins í Sydney á töfrum hans: „Utzon var hár, vel til fara og mjög heillandi.“ Hann leiðbeindi okkur um krókótta leiðina milli trjánna þangað til, loksins, húsið birtist, gert úr sandsteini frá staðnum. Okkur var boðið inn í stofu. Þar var hátt til lofts og hvít motta á gólfi sem algjör synd hefði verið að stíga á. Við settumst niður í ruggustólana og horfðum á sígrænu grenitrén sem náðu niður að sjónum. Glugginn var stór og var karmur hans falinn að utanverðu þannig að maður hafði það á tilfinningunni að engin rúða væri í glugganum. Það vakti undrun þína við upphaf starfsfer- ilsins að heyra um dánarorsök Gunnars Asp- lunds. Hann dó aðeins fimmtíu og sex ára úr of- streitu. Áður en hann dó hafði Asplund spurt son sinn Hans, sem einnig var arkitekt, hvort allt þetta erfiði hefði verið þess virði. Hvernig túlkar þú þessi ummæli, núna þegar þú ert kominn á eftirlaun? Svo er sagt að arkitektar setjist aldrei í helg- an stein. Ég á tvo syni sem báðir eru arkitekt- ar, og þeir halda starfinu áfram miklu betur heldur en faðirinn gerði, vegna þess að unga fólkið gerir alltaf betur en fyrri kynslóðir. Ef svo væri ekki myndum við enn búa í hellum. Synir mínir reka arkitektastofuna, en ég hug- leiði enn byggingarlistina og nýt hennar í rík- um mæli þótt ég stundi hana ekki. Ég þekkti son Asplunds. Hann þjáðist mikið, held ég, vegna föður síns. Í fyrsta lagi, bjó fað- irinn yfir eiginleikum sem ekki var hægt að standa jafnfætis við. Hann var stórkostlegur maður, byrjaði með Sýningunni í Stokkhólmi árið 1930 þar sem hann breytti algjörlega stefnu byggingarlistarinnar. Síðar varð stefnan kölluð norræn mannúðarstefna. Ég þekkti Asplund ekki persónulega. Hann dó árið 1942, rétt áður en ég fór til Svíþjóðar að vinna á með- an á stríðinu stóð. Ég hef aðeins hlustað á einn fyrirlestur með honum, haldinn í Akademíunni. Ótrúlegt en satt, þá hélt Asplund fyrirlesturinn um stærðfræði. Þið vitið að stærðfræði er um samsetningar. Ein af myndunum sem hann sýndi, ég man það vel, var frá útvarps- samkomusal í Bandaríkjunum. Þar sýndu kon- ur dans sem var mjög í stíl hermanna. Hann sýndi líka mynd af hermönnum Hitlers með þráðbeina fætur, alveg nákvæmlega eins. Síðan sýndi hann mynd af hermönnunum og stúlk- unum saman. Þau voru öll saman í veislu, sum- ar sitjandi í költu hermannanna og aðrar dans- andi. Hann sagði að ekki væri hægt að öðlast mannlega húsagerð út frá einum staðli, út frá einu kerfi. Það er samsetningin sem gefur lausnina fyrir alla þá ótal möguleika sem segja til um aðstæður skjólstæðingsins, það sögusvið sem hann lifir í. Asplund vann hörðum höndum allt frá því snemma á morgnana. Hann kom stanslaust með nýjar lausnir. Þegar hann dó var hann mjög veikur. Mátti rekja það til vinnu hans við hönnun Líkbrennsluhússins. Hann tók sér hlé í tvo mánuði, vegna streitu og ágrein- ings við prestinn, skjólstæðing sinn. Eftir það kom hann aftur, en var ennþá svo örmagna að hann dó með þau orð á vörum að allt þetta erfiði hefði verið tilgangslaust. En fyrir okkur hafði það tilgang. Þið getið rétt ímyndað ykkur að margir stór- kostlegir arkitektar hafa dáið vegna of mikillar streitu. Arkitekt Vínaróperunnar dó daginn fyrir vígslu hennar. Ég held að það hafi verið vegna streitu – að ljúka fyrir tiltekna dagsetn- ingu. Þrátt fyrir að einn arkitektanna sagði mér að það hefði verið vegna þess að hann hefði haldið að inngangurinn væri of lágur. Hann var dauðhræddur um að horfa upp á fimm þúsund manns koma að svo lágum inngangi. Svo dó hann. Frægur arkitekt, Larsson, vann fyrstu verð- laun fyrir byggingu í Kanada. Arkitekt, sem var heimamaður og vann fyrir hann tækni- teikningarnar, bætti við röð af skrifstofum og eyðilagði þar með hugmyndina. Þá dó Larsson. Þetta eru sorglegar sögur. Danski arktektinn sem hannaði Bogann í La Défense-hverfinu í París, vildi halda áfram við hönnun smáatriðanna. Arkitektarnir sem unnu fyrir ráðuneyti opinberra framkvæmda, vildu það ekki svo honum var sagt upp. En hann var vongóður um að koma aftur þegar þeir myndu átta sig á því að þeir þyrftu á honum að halda. Hann flutti því arkitektastofuna með stórum vörubílum til landamæra Belgíu, Belgíumegin, og þar beið hann þar til hann dó. Svo vinsamlegast, allir stórkostlegir við- skiptavinir framtíðarinnar, ekki drepa arki- tektinn! Haft er eftir Alvar Aalto að ekki sé hægt að dæma byggingarlist fyrr en liðin eru fimmtíu ár. Hvaða skýring er þá á því að Óperuhúsið í Sydney, bygging frá fimmta áratugnum, er í dag ein vinsælasta nútímabygging heims? (Augu Lis og Jørn Utzon geisla af gleði.) Ástæðurnar eru margar. Í fyrsta lagi, var það forsætisráðherrann sem gerði Sydney- búum kleift að fá ósk sína uppfyllta um að eign- ast hús fyrir tónlist og óperu, ósk sem var mjög heit. Hann vildi leggja nafn sitt við óperuhúsið. Þetta er einn af kostum stjórnmálamanna. Þeir vilja gera það sama og konungarnir gerðu forð- um. Staðsetningin var við höfnina. Maður gat séð hana frá gömlu götunum, og nú sér maður hana frá skýjakljúfunum. Þetta er falleg höfn. Hún liggur á skaga þar sem margir skýjaklúfar eru og ég vissi að allt í kring sigldu seglbátar. Ég vildi gera skúlptúr. Einn af þeim sem hafði ver- ið meðlimur dómnefndarinnar í samkeppninni sagði mér í London að hann yrði að vera hvítur, hvítur skúlpúr sem endurvarpaði birtunni. Byggingin okkar var kennd við samtímann, gríðarstórt verkefni sem leiddi af sér geysi- mikla möguleika líkt og fyrir þá skjólstæðinga sem byggja dómkirkjur. Miklar kröfur voru gerðar til okkar sem sýndi sig mest þegar við vorum önnum kafnir við vinnu, þá fundum við fyrir sérsökum krafti og tilfinningum frá tón- listar- og söngfólkinu. Við vorum undir álagi að gera eitthvað alveg sérstakt. Byggingin varð hötuð fyrir það, fyrir þann gífurlega kostnað sem fór fram úr öllum áætlunum. Ég hef fengið fjölmörg bréf. Tvö þeirra stað- festa að ég á einstaka eiginkonu og að ég sé heilbrigður maður vegna þess að ég hef ekki hálsbrotnað við bygginguna sem mér var hent út úr. Þessi tvö bréf hafa haft mikil áhrif á mig. Annað þeirra var frá konu sem skrifaði þegar ég var að fara í gegnum versta tímabilið. Stjórnvöldin höfðu skattað mig og mér hafði verið sagt upp án þess að vera borgað fyrir síð- ustu ellefu mánuði, og gat því ekki haldið áfram Eftir að hafa sagt skilið við óperuhúsið í Sydney árið 1966, sem ennþá var í byggingu, ákvað danski arkitektinn Jørn Utzon að hafa stutta viðkomu á eyjunni Mallorca á Spáni. Jørn Utzon í Can Feliz (1994). DANSKI ARKITEKTINN JÖRN UTZON MESTA ástarskáld 19. aldar á Íslandivar Páll Ólafsson, bóndi austur áHéraði.“ Þetta skrifar ÞórarinnHjartarson sagnfræðingur í pésa með geisladiski, þar sem hann, Ragnheiður Ólafsdóttir og tónlistarmennirnir Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Reynir Jónasson harmón- ikkuleikari, KK gítarleikari og Birgir Braga- son bassaleikari flytja lög við ljóð Páls. Þór- arinn og Ragnheiður gefa diskinn sjálf út, en Edda –miðlun sér um sölu og dreifingu. Heilmikil ljóðanáma, óátekin Ragnheiður Ólafsdóttir, sem syngur með Þórarni á diskinum, er flutt til Ástralíu, og það kemur því í hlut Þórarins að segja frá tilurð disksins. „Ég gerði útvarpsþætti fyrir nokkr- um árum um Pál Ólafsson. Ég var á þeim árum að syngja í Minjasafnskirkjunni á Akureyri þjóðlegt vísnaprógramm með Ragnheiði og Rósu Kristínu Baldursdóttur. Þar söng ég meðal annars lagið Án þín, eftir Hörð Torfason við ljóð Páls. Ég hafði rekist á ljóð Páls í Ís- lenskum úrvalsljóðum í samantekt Kristjáns Karlssonar. Það blasti mjög beint við að þessi ljóð buðu sig til söngs, meira en annað sem ég hef rekist á í íslenskri ljóðagerð. Þegar ég fór að skoða þetta betur gróf maður sig inn í heil- mikla námu, óátekna. Það voru til fáein lög eft- ir Inga T. Lárusson við ljóð Páls – við erum með tvö þeirra þarna – og svo auðvitað lagið hans Harðar. Við fórum út í það að fá höfunda til að semja lög og létum þá hafa ýmist ljóða- bækurnar eða stök ljóð sem okkur þótti fýsi- legt að syngja. Við leituðum fyrst til Hróðmars I. Sigurbjörnssonar, sem bjó þá fyrir norðan, og hann samdi strax fjögur lög fyrir okkur. Ragnheiður samdi tvö lög meðan við vorum að vinna að útvarpsþáttunum, þar sem hún las með mér og flutti ljóð Páls. Við sungum líka og kváðum við íslensk þjóðlög og gamlar útlendar sálmadruslur, þannig að það varð svolítið söngprógramm úr þessu. Þetta gekk vel og var mjög gaman, þannig að við ákváðum að halda áfram og safna fleiri lögum. Stuttu seinna var haldin þjóðlagahátíð á Akureyri sem ég tók þátt í, og þar sungum við ljóð Páls, og síðar á Hallormsstað og í Reykjavík. Þá hafði bæst í sarpinn, bæði lög eftir hana og Eirík Bóasson. Undir lokin fengum við svo þrjú lög í viðbót; frá Hróðmari, Heimi Sindrasyni og Árna Hjartarsyni bróður mínum.“ Léttkvæðar vísur sem bjóða sig til söngs Alls eru 26 lög á geisladiskinum, bæði þau nýju, lög Inga T. Lárussonar og loks gamlar stemmur sem þau Ragnheiður og Þórarinn völdu við ljóð- in eftir andblæ þeirra og formi. Þór- arinn segir að vísur Páls hafi verið svo léttkvæðar og legið vel á tungu að auð- velt hafi verið fyrir fólk að læra þær, þetta geri það líka að verkum að gott sé að syngja þær. „Ég held að þetta fari oft saman; ljóðin eru svo létt á tungu og bögglast ekkert uppi í manni, þannig að það er létt að syngja þau, – þannig var Páll líka, vísurnar hans lærðust nánast sjálfkrafa og fyrir vikið flaug hann svo vítt sem hann gerði, – hann var mjög vinsælt lausavísnaskáld. Þar að auki er innihaldið líka áhrifamikið, ástríðuhitinn í ljóðunum hvetur líka til söngs. Það er ekki tilviljun hvað margir kjósa að semja lög við ástarljóð. Páll var þannig, hann orti í stemmningu og hrifningu og ástarbríma.“ LÖG VIÐ LJÓÐ PÁLS ÓLAFSSONAR SEM ORTI 500 LJÓÐ TIL EINNAR KONU SÖNGUR RIDDARANS Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórarinn Hjartarson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.