Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. NÓVEMBER 2001 7 Á STRALSKI rithöfundurinn Peter Carey hlaut nýverið hin virtu Booker-verðlaun fyrir bók sína True History of the Kelly Gang, sögulega skáldsögu um ástralska goðsagnapersónu, útlag- ann Ned Kelly. Þetta er í annað sinn sem Carey hreppir þessi eftirsóttu verðlaun; árið 1988 hlaut hann þau fyrir bókina Oscar and Lucinda sem einnig fjallar um ár- daga hvítra í landinu neðra. Segja má að þessar verðlaunabækur hans séu nokkurs konar Ís- landsklukkur Ástralíu. Nýlendan gamla er því farnin að skrifa herraþjóðinni með góðum ár- angri en skrif úr þeirri átt hafa ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá Bretum. Carey hefur True History of the Kelly Gang á frægri tilvitnun í William Faulkner þess efnis að fortíðin sé ekki dauð, hún sé ekki einu sinni liðin. Þessi orð bandaríska suðurríkjahöfundarins gætu sem best verið einkunnarorð andfætlings- ins Careys því höfundarverk hans er að miklu leyti helgað samhenginu milli nútíðar og for- tíðar; fortíðin er sprelllifandi í verkum hans. Hjá Faulkner þeystu riddarar þrælastríðsins um héruð, hjá Carey er krökkt af misvönduðum landnámsmönnum, nú eða misvel höldnum eft- irkomendum. Annað skegg, skylt hökunni, sprettur vel í verkum Careys en það eru sam- skipti Ástralíu við umheiminn, ekki síst við fyrr- um herraþjóð, Bretland, og þá þjóð sem kannski getur talist arftaki þess sem herraþjóð, Banda- ríkin. Gullkálfurinn Carey Peter Carey fæddist í Bacchus Marsh í Vikt- oríuríki árið 1943. Hann stundaði nám í efna- fræði og dýrafræði við Monash-háskóla í Mel- bourne en gekk úr skaftinu án þess að ljúka prófi. Þá sneri hann sér að auglýsingagerð, hon- um varð mjög vel ágengt í þeim bransa og hann rak um tíma sína eigin auglýsingastofu. Fyrstu tvær bækur Careys voru smásagnasöfn, The Fat Man in History (1974) og War Crimes (1979), og með því síðarnefnda byrjaði hann að vinna sér inn gullmedalíur eins og heppinn gull- grafari á landnámstímanum. Hann hefur t.d. unnið Miles Franklin-verðlaunin, virtustu bók- menntaverðlaun Ástrala, í þrígang, auk þess að hafa þrisvar verið tilnefndur til Booker-verð- launa en að Nóbelnum frátöldum þykja þau toppurinn í landinu neðra. Það er engu líkara en maðurinn megi ekki setja staf á blað án þess að ástæða þyki til að verðlauna hann fyrir. Fyrsta skáldsaga Careys, Bliss, kom út árið 1981, síðan kom Illywhacker 1985, Oscar and Lucinda 1988, The Tax Inspector 1991, The Unusual Life of Tristan Smith 1994, Jack Maggs 1998 og True History of the Kelly Gang 2000. Þá hefur hann samið eina barnabók, The Big Bazoohley (1995), ritið A Letter to Our Son (1995) og handrit að kvikmynd Wims Wenders Until the End of the World (1991). Nýjasta verk hans er bókin 30 Days in Sydney (2001) en þar er á ferðinni persónuleg og afar skemmtileg ferðahandbók um þá góðu borg. Þó að Carey fáist mikið við Ástralíu í verkum sínum hefur hann verið búsettur í New York frá 1989 og kennt ritsmíðar við New York-háskóla. Ekki fer sögum af því hvort hann hafi hlotið verðlaun fyrir kennsluna þar en eitthvað virðist skáldjöfurinn vera farinn að lýjast á verðlauna- stússinu því að hann komst í fréttirnar fyrir skömmu fyrir að nenna ekki til Bretadrottn- ingar þegar hún vildi heiðra hann; vildi koma næst þegar hann ætti leið um. Beta var víst ekki par hrifin. Sem rithöfund skortir Peter Carey ekki kjarkinn heldur. Ekki er annað að sjá en hann hafi unun af því að taka áhættu í verkum sínum. Óhræddur eltir hann nýstárlega og glannalega hugmynd í allt að 500 blaðsíður. Í Bliss býr hann til karlinn Harry Joy og drepur hann þrisvar sinnum. Jack Maggs er endurskrifuð persóna úr Great Expectations eftir Charles Dickens. Her- bert Badgery í Illywhacker er 139 ára lygalaup- ur. Oscar Hopkins siglir með glerkirkju inn í land. Ned Kelly er látinn segja sína eigin sögu kommulaust, 424 síður takk fyrir. Í smásögum sínum kom Peter Carey fram sem magnaður fantasíuhöfundur. Einhvern tíma hefði verið sagt hástemmdum rómi að þar hefði kveðið við nýjan tón. Að vísu á sá tónn svo- lítið skylt við Kafka, Cortázar, Marquez, Beck- ett, Orwell, Auster og fleiri spunakarla en þó væri mikil goðgá að kalla Carey apakött. Nær væri að halda því fram að hann skrifi eins og Cortázar eða Kafka hefðu skrifað ef þeir hefðu fæðst í Bakkusarmýri árið 1943 enda mikið fyrir hamskipti. Í smásögum hans breytast persón- urnar í forljóta dverga og akfeita karla sem éta foringja sína, aðrar hverfa, verða blámenn eða jafnvel safngripir. Allar þessar umbreytingar spegla löngun mannskepnunnar til þess að ganga fyrir gafl en þá blasir einungis við annar gafl; fagnaðarerindið virðist ekki vera fólgið í breytingunni einni og sér enda er hún iðulega sprottin af fáránlegum sögulegum aðstæðum, s.s. alls kyns kreddum sem nútíminn vill tengja sig við hverju sinni og arfleiðir síðan komandi kynslóðir að. Þar beinir Carey t.d. spjótum sín- um að auglýsingamennsku og nýaldar- predikurum sem heita fólki heill og hamingju ef það lætur rétta fúlgu af hendi rakna. Sumir hafa notað tækifærið til að núa Carey því um nasir að hann sé nýstárlegur og uppá- finningasamur höfundur með íhaldssöm gildi. Kannski er það illskárra en að vera íhaldssamur höfundur með nýstárleg gildi. Eplið fellur nú ekki langt frá ömmu sinni, eins og múrarinn sagði. Rómantíkerinn Carey Hvað sem kommum líður þá á Ned Kelly aldrei möguleika. Hann er Robin Hood, hann er Fjalla-Eyvindur, hann er Grettir og Bjartur. Hann er maður sem sáir í akur óvinar síns og verður beygður í duftið hvað sem hann gerir, ef ekki af mönnum, þá af draugum. Það er nefni- lega vitlaust gefið – samfélagið, þar á meðal lög- reglan, er spilltara en sakamennirnir. Sagan af Ned Kelly hefur heillað Ástrala í rúma öld. Hann fæddist fyrrverandi sakamanni árið 1855 og virðist hafa verið vel gerður. Snemma komst hann þó í kast við lögin, var dæmdur til sex mánaða þrælkunarvinnu þegar hann var einungis 15 ára og eftir að hafa átt þátt í að skjóta þrjá lögreglumenn til bana var hann gerður útlægur og tókst honum að komast hjá handtöku í næstum tvö ár, ekki síst sökum þeirrar samúðar sem óbyggðafólkið hafði með honum. Hann náðist síðan árið 1880 og var tek- inn af lífi. Sagt er að síðustu orð hans hafi verið: „Such is life.“ Svona er lífið. Þau orð urðu síðar titill á frægri ástralskri skáldsögu. En Ned Kelly hefur lifað góðu lífi með þjóð- inni allar götur síðan, um hann er til fjöldi kvæða og bóka. Ástæðan fyrir þessu er talin vera samúð almúgans með þeim sem áttu á brattann að sækja. Kelly var af fátækum kom- inn, fólki sem sat ekki við sama borð og þeir efn- aðri við úthlutun lands, hann var sonur írsks sakamanns og hann og fjölskylda hans fórnar- lömb miskunnarlausra hegningarlaga. Carey klæðir þessa goðsögn í viðeigandi larfa. Það er Kelly sjálfur sem skrifar söguna á flóttanum og stílar hana á dóttur sína sem hann nær aldrei að kynnast; hún er framtíðin, frá- sögn hans fortíð hennar. Þetta er sumsé saga um tilurð áströlsku þjóðarinnar, þeirrar hvítu vel að merkja, um sakamannaupprunann sem Carey segir hafa haft mikil og að mörgu leyti góð áhrif á ástralskt samfélag. Það vekur at- hygli í þessu sambandi að Carey gefur Kelly ödipusduld, lætur hann elska móður sína jafnvel heitar en konu sína og reyna hvað hann getur að vera henni innan handar. Hann er trúr sínum uppruna að því leyti. Það kemur þó á óvart, og hefur vakið spurningar, hversu ótvíræð hetja Ned Kelly er í meðförum Careys. Þetta er allt að því rómantísk bók um mann sem var þó all- tént morðingi. Af bókinni að dæma er góður drengur rekinn út í afbrot af illskeyttu heims- veldi. Kannski Carey hafi valið þessari skáld- sögu sinni þetta heiti til að benda á það, þetta sé sannleikurinn um Ned Kelly. Ég býst við að þessi bók geti talist töluvert af- rek, þó ekki sé nema fyrir stílgaldurinn. Hér býr Carey til rödd sem virkar afar trúverðug fyrir 19. aldar mann á borð við Ned Kelly, sam- töl eru vel gerð og margar senur listavel útfærð- ar. Carey hefur svo sannarlega tekist að blása nýju lífi í fortíðina. Arftakinn Carey Þegar allt kemur til alls virðist Peter Carey halda áfram því verki sem Patrick White, eini nóbelsverðlaunahafi Ástrala í bókmenntum til þessa, var atkvæðamestur við: að skrifa ástr- ölsku þjóðina ef svo má segja, reyna að átta sig á hverjir Ástralar eru og hver staða þeirra í heim- inum er. Það er úr mörgu að greiða, s.s. saka- mannaarfleifðinni og meðferðinni á frumbyggj- unum, sem lýsir sér í samviskubiti ástralskra menntamanna eins og Carey kemur inn á í 30 Days in Sydney. Eitt stærsta viðfangsefnið er þó eftirlendustaða Ástrala, uppgjörið við gömlu herraþjóðina, og í seinni tíð bandarísku áhrifin. Þetta eru ekki ný viðfangsefni, hvorki í Ástr- alíu né í öðrum löndum sem eins er ástatt um, en Carey nálgast þau með sínum hætti. Sögur hans eru í senn kunnuglegar og framandlegar, spaugilegar og óhugnanlegar. Hann býr til nýj- an heim í hverri sögu, heim sem lýtur sínum eig- in lögmálum en skírskotar þó ævinlega til þess sem kunnuglegt er og það gerir þær oft og tíð- um sérlega áhrifamiklar. Kannski er þetta bara heimurinn sem blasir við okkur á hverjum morgni; tveir turnar í dag, enginn á morgun; nú eða öfugt ef vel tekst til. Alltént er hér á ferðinni höfundur sem býr yfir ómældum skáldþrótti. Hann er galdrakarlinn frá Oz en það orð hafa Ástralar iðulega um land sitt. GALDRA- KARLINN FRÁ OZ Reuters Peter Carey kampakátur eftir að hafa hreppt hin eftirsóttu Booker-verðlaun. Höfundur er rithöfundur. E F T I R R Ú N A R H E L G A V I G N I S S O N Dürrers eru á sinn hátt raunsæjar og yfirþyrm- andi útfærslur sýnanna. Stíll hans er markviss og myndmálið formfast. Maður skynjar í teikningum hans bæði liti og hreyfingu, ekki síst tindrandi ljósið, og hið stórkostlega drama frásagnanna lifnar og verður eftirminnilegt. Samtímamenn Dürrers þurftu nákvæma leiðsögn enda höfðu þeir fæstir Biblíuna við höndina. Leifur notar aðra aðferð. Textinn sem liggur til grundvallar myndunum er á spjaldi við hverja mynd fyrir hvern og einn að lesa. Myndirnar verða áhorf- endum eins konar afurð textans. Myndmál Leifs er bæði markvisst og trúverðugt og samspil for- ma og lita leikandi létt um leið og það krefst inn- lifunar. Hver mynd er á sinn hátt trúarreynsla sem opnar þessa merkilegu bók. Við opnun sýn- ingarinnar heldur Pétur Pétursson prófessor er- indi um Leif Breiðfjörð og kirkjulist hans. Nýr söngur um vonina Sýning Leifs, sem áður hefur verið sett upp m.a. í Skálholtsskóla, myndar umgjörð nútíma- kirkjukantötu fyrir kór, hljómsveit og einsöngv- ara sem byggist einnig á Opinberunarbókinni og ber heitið Víst mun vorið koma. Heiti hennar skírskotar þannig til þeirrar vonar sem ber uppi kristna trú á að vorið sé í nánd þótt helkuldi sé í heimi. Þessi kantata var fyrst flutt á Íslandi á Skálholtshátíð í sumar sem leið við frábærar und- irtektir. Verkið er eftir Norðmanninn Sigvald Tveit sem er prófessor í tónlistarfræðum við Tón- listarháskólann í Osló og hefur samið fjölda tón- verka af ýmsu tagi, m.a. fyrir kvikmyndir. Hann starfaði um árabil sem tónskáld og stjórnandi við norska ríkisútvarpið en hefur einnig stundað tón- smíðar og kennslu í öðrum löndum, m.a. við há- skóla í Bandaríkjunum. Hann er án efa eitt þekkt- asta núlifandi tónskáld Norðmanna. Verkið er spannar ýmis svið tónlistar. Þar má finna þjóðlög, djass og popp og tónskáldið lætur gríska tóna leika um það til að undirstrika uppruna textans. Umfram allt er það gleðin sem ber verkið uppi og það er óhætt að fullyrða að hinn torræði texti Op- inberunarbókarinnar opnast áheyrendum. Þeir verða þátttakendur í þeirri gleði og dýrð sem fanginn upplifði í dýflissunni er hann sá hásæti Drottins og himneska herskara í hvítum klæðum. Söngtextarnir, sem eru þrettán ljóð, eru nú- tíma túlkun á boðskap Opinberunarbókarinnar og eru þeir eftir Eyvind Skeie og Jan Arvid Hellström og þýðinguna gerði séra Árelíus Níels- son heitinn. Fimmta ljóðið sem heitir Þú kemur vinur minn túlkar á nútímamáli þá eftirvæntingu sem krist- inn maður ber í brjósti í þrengingum. Það hefst þannig: Dómurinn, hvítt hásæti í himnum og bók- unum er upp lokið. Hinir dauðu dæmdir eftir verkum þeirra. Hafið og Hel skila hinum dauðu. (Opb. 20.11–13). Höfundur er prófessor í kennimannlegri guðfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi rektor Skálholtsskóla. Ég sé þig nálgast. Ó, hve heilög hyldjúp þrá brennur þér í augum. Ég horfi hærra. Ég finn hve ljúft þú vekur ástúð, er þú lítur á mig. Ég hlýt að syngja – hlæja. Ég hlýt að hefja fagnaðaróp. Hjarta mitt hoppar af gleði. Og vangar mínir vökvast tárum. Þú kemur til mín vinur. Verkið er flutt af Skálholtshátíðarkórnum ásamt einsöngvurunum Páli Rósinkrans og Maríönnu Másdóttur og hljómsveit Carls Möll- er. Söngstjóri er Hilmar Örn Agnarsson. Það verður flutt í Langholtskirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 16 og í Þorlákskirkju í Þorláks- höfn kvöldið áður kl. 20.30. Á milli ljóðanna eru lesnir textar úr Opinberunarbókinni. Í tengslum við opnun sýningarinnar á morgun flytur Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Þeir tónleikar hefjast kl. 17.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.