Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. NÓVEMBER 2001 11 á sama hátt. Bréfið sem konan skrifaði mér var á þessa leið: „Ég tók ferjuna vegna þess að ég vildi stökkva í sjóinn. Eiginnmaður minn hafði látist og ég vildi ekki halda áfram að lifa. Allt í einu sá ég óperuhúsið endurspeglast í sjónum. Þá hugsaði ég með mér að ég gæti ekki fyr- irfarið mér.“ Hitt bréfið var frá ungum manni í fangelsi, dæmdum í lífstíðarfangelsi. Hann skrifaði mér að hann hefði reynt að nálgast teikningarnar af óperuhúsinu í Sydney, á bóka- safninu en, sagði: „Ég lamdi höfðinu við múr- steinsvegginn. Ég gat ekki fengið teikning- arnar.“ Við höfðum marga mjög góða arkitekta sem unnu með okkur. Byggingarmeistarinn sem reisti grindina var líka frábær. Á meðan þeir voru að vinna, lausir í loftinu, féll enginn. Einn verkamannanna var heillaður af því að standa uppréttur á grindinni án þess að vera bundinn við neitt og með hendurnar útréttar. Við eigum myndir af honum, og auðvitað, var hann kallaður James Bond. Ég veit ekki hvort James Bond sé enn á lífi, en hann var virkilega hættulegur! Svona er lífið með byggingunni alveg stórkost- legt. Þá er mesta upplifun arkitektsins í ferlinu. Það var finnskur smiður sem gerði undirstöð- urnar fyrir stóru salina. Þær voru mjög flóknar vegna þess að þær náðu allt upp í, nákvæmlega, sextíu metra hæð. Sneiðing undirstaðnanna var þess vegna mjög mikilvæg. Við kölluðum þær númer 1, og á finnsku kölluðum við þær „sisu“. „Sisu“ er eingöngu til á finnsku. Orðið merkir síðasti krafturinn. Þegar menn hafa gert það sem þeir geta og geta ekki meir. Finnar hafa auka kraft; þess vegna náðu Rússar aldrei yf- irráðum yfir Finnlandi. Næsta spurning! Mikið hefur verið skrifað um uppsögn þína. Hver var raunveruleg orsök hennar? Er það satt að þú hafir aldrei farið til baka til þess að sjá Óperuhúsið? Já, það er rétt. Ég fór aldrei niður eftir til að sjá það. Það fór bara svo. Í fyrsta lagi var það einfaldlega vegna þess að byggingin fékk á sig svo mikla gagnrýni. Og formaður andstöð- unnar, Alþýðuflokksins, notaði óperuhúsið sem dæmi um skandal, sem hafði farið fram úr öll- um reikningsáætlunum. Það var til fjármagn. Það voru engar takmarkanir með peninga. Þeir voru aldrei vandamál, en síðan vildu þeir nota fjármagnið til annarra hluta, eins og að byggja sjúkrahús o.fl. Á hinn bóginn, var hann með áróður og var nefndur ráðherra yfir opinber verk og sagði, allt frá byrjun, að hann vildi losa sig við mig. Og auðvitað, að vera laus við mig var lítið mál. Hann gerði það á einfaldan hátt, hætti að borga mér. Ég skrifaði að ég þyrfti á peningum að halda. Ef ég fengi þá ekki myndi ég ekki geta haldið áfram. Hann svaraði að ég fengi þá fyrir páska, en hann borgaði aldrei. Ég hefði auðveldlega getað hætt, en hélt þó áfram í eitt ár. Þá gafst ég upp. Maður yfirgefur ekki svona verk af fúsum og frjálsum vilja. Hann hafði teikningarnar en bjó til allt aðra áætlun. Aðalleiksviðið, sem byrjað var að reisa úr brenni, reif hann niður. Hann lét gera tónleika- rhús í stað óperuhúss og gerði þrjá sali í kjall- aranum í stað verkstæða. Hann bjó til málað leikhús úr óperunni. Þegar hann skipaði fyrir um niðurrif leiksviðsins, þá fór yfirsmiðurinn fram á að fá í hendur undirskrifaða beiðni, vott- aða af lögfræðingum. Yfirsmiðurinn var sjálfur sérfræðingur í niðurrifi bygginga. Það var mik- ill uppvöxtur og margar byggingar þurfti að rífa en hann vildi ekki vera sakaður um mistök. Að öllu afstöðnu skrifaði yfirsmiðurinn fallegt ljóð. Það er bréf mitt númer þrjú: fyrir hann hafði niðurrifið verið eins og verið væri að skera hreindýr á háls sem enn væri lifandi. Slík voru öflin. Ég segi ykkur þetta á þennan hátt, eitthvað sem ég hef hingað til geymt með sjálf- um mér. Það er líka rétt að vesalings ráð- herrann hefði getað rifið allt saman niður. Að rífa allt saman niður hafði líka verið hugmynd, en þrátt fyrir það, nefndi hann það öðru hvoru að ég ætti að segja af mér. Nýlega var haft eftir honum að „annar hvor okkar yrði að deyja, Utzon eða ég“. Hann lifir einnþá og, á einn eða annan hátt, þjáist hann af öllu þessu. Við sáum lýsandi ljósmynd af arkitektanem- um með mótmælaendaspjöld þar sem þú ert beðinn um að koma aftur. Er ekki rétt að þú hafir átt fylgi almennings? Jú, það er rétt. En stjórnmálamenn eru háðir atkvæðum sínum. Hann hafði lofað því að stöðva þessa vitleysu og hann reyndi það. Ég held að hann sé ekki vondur maður en lenti í hringiðunni. Hverjar eru þínar persónulegu ástæður fyrir því að þú vilt ekki fara til baka að sjá bygg- inguna? Ég held að heilsan myndi þjást fyrir það eða, réttara sagt, ég myndi rifna sundur af gleði. Mér hefur verið boðið nokkrum sinnum. Síðast kom borgarstjóri Sydneyborgar hingað með lykil af borginni. Ég spurði hann að hverju þessi lykill gengi en hann svaraði að hann væri að vínkjallara ráðhússins. Hann vildi ná í okkur Lis á einkaþotu. En flugið tekur allan daginn og nóttina, og núna er hjartað ekki nógu sterkt fyrir slíkt ferðalag. Viðtal sett saman af Javier Sánchez Merina með Halldóru Arnardóttur í Can Feliz, Mallorca (31.3. 2001). Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka? Silfurskottur (Lepisma saccharina) eru með algengari dýrum sem finnast í húsum hér á landi. Silfurskottan telst til kögurskottanna (Thysanura) sem taldar eru einn af elstu og frumstæðustu ættbálkum skordýra. Silf- urskottur eru stór skordýr á íslenskan mæli- kvarða því að fullorðin dýr geta orðið rúmur sentímetri á lengd. Þær eru vængjalausar og þaktar silfruðu hreistri. Silfurskottur eru óvenju langlífar af skordýrum að vera og geta orðið allt að fimm ára, en að sama skapi er frjósemin ekki mikil. Ástæða þess að silfurskottur finnast í hús- um hér á landi er einfaldlega sú að þær sækja í aðstæður þar sem þeim líður vel. Í baðher- bergjum er oft hátt rakastig sem eru kjör- aðstæður fyrir silfurskottur og sækja þær því gjarnan þangað, vaxa þar og tímgast. Hér má hafa í huga að rakastig í lofti í baðherbergjum tengist hitastiginu því að heitt loft getur tekið í sig meiri raka en kalt. Silfurskottur eiga mjög erfitt uppdráttar utanhúss hér á landi vegna óhagstæðs veðurfars, en sunnar í Evr- ópu lifa þær utanhúss. Kvendýrið verpir eggjum víða í sprungur og smáglufur í baðherberginu þar sem þau loða vel við undirlagið. Verulegar líkur eru á að fólk beri þessi egg milli húsa án þess að vita af því, og þannig flytjast silfurskottur frá ein- um stað til annars. Þó að silfurskottur finnist er það engin staðfesting á því að raka- skemmdir séu í baðherbergi, heldur aðeins að þar sé þokkalega hátt rakastig eins og tíðkast í flestum baðherbergjum, ekki síst ef þar er heitt eins og áður sagði. Silfurskottur eru ekki mikill skaðvaldur hér á landi. Eini hugsanlegi skaðinn sem þær valda eru minniháttar skemmdir á hlutum sem innihalda sterkju, eins og til dæmis vegg- fóðri eða blöðum. Smá matarmylsna á gólfi er kærkomin búbót fyrir silfurskotturnar, svo og dauð skordýr. Jón Már Halldórsson. Hvers vegna myndast kuldi þegar salti er stráð á ís, til dæmis á tröppum húsa, og hvers vegna breytist ísinn þá í vökva? Vatnssameindirnar eru á stöðugri hreyf- ingu en þegar hitastigið lækkar hægja þær á sér og aðdráttarkraftar milli þeirra fara að hafa meiri áhrif. Við frostmark (0°C) fara sameindirnar svo hægt að þær ná að festast saman og mynda ískristal. Slíkt köllum við hamskipti efnis eða fasaskipti og eðlisfræð- ingar tala um að vatnið breytist úr vökvaham í gasham. Við þekkjum það að saltur sjórinn frýs við lægra hitastig en ferskt vatn. Bræðslumark íssins (eða frostmark vökvans) hefur sem sé lækkað. Í stað þess að frjósa við 0°C getur sjórinn haldist á vökvaformi þrátt fyrir tals- vert frost. Á yfirborði íss eru alltaf einhverjar vatns- ameindir að losna úr ískristallinum („bráðna“) og aðrar að festast í honum („frjósa“). Við frostmark eru ís og vatn í jafnvægi; jafn- margar vatnssameindir breytast þá úr ís í vatn og öfugt. Þegar salt er sett í fljótandi vatn leysist það upp í rafhlaðnar eindir sem nefnast jónir. Sé salti dreift yfir ís blandast það fljótandi vatn- inu sem situr alltaf utan á ísnum, en fer ekki inn í ísinn. Að sama skapi verður þá minna af vatnssameindum í vökvaham á hverri flat- areiningu á yfirborði íssins en þéttleiki sam- einda í ísnum breytist ekki þannig að fyrr- nefnt jafnvægi raskast; færri sameindir úr vökvaham breytast í ís en jafnmargar fara hina leiðina. Ísinn og vatnið þurfa því að kólna ennþá meira til þess að jafnvægi náist og síð- an fari að frjósa meira vatn en það sem þiðn- ar. Venjulegt matarsalt (NaCl) getur til dæmis lækkað bræðslumarkið niður í -21°C en þá er saltstyrkurinn orðinn svo mikill að vatnið er orðið mettað. Viðbótarsalt leysist þá ekki lengur upp heldur botnfellur. Saltvatn sem er undir frostmarki fyrir hreint vatn er kallað kuldablanda. Til að breyta ísnum í vatn þarf varma sem ísinn tekur frá umhverfinu og því má til sanns vegar færa að það „myndast kuldi“ við þetta eins og spyrjandi segir; umhverfið kólnar. Samsvarandi skýring er á því að suðumark saltvatns er hærra en fyrir hreint vatn. Saltið gufar ekki upp með vatninu en tekur sitt pláss. Vökvinn þarf því að hitna upp fyrir venjulegt suðumark til þess að ná jafnvægi við vatnsgufuna sem er alltaf fyrir hendi við yf- irborð vatnsins. Í hefðbundinni varmafræði er beitt hugtökum eins og gufuþrýstingi (vapour pressure) til að leiða fram þær niðurstöður sem hér hefur verið lýst. Þá kemur meðal annars við sögu jafna Clapeyrons sem svo er kölluð, en hún fjallar um breytinguna á gufu- þrýstingi vökva með hita. Sjá til dæmis hina sígildu bók Enrico Fermis, Thermodynamics. New York: Dover, 1956 [upphafleg útg. 1936]. Halldór Svavarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingar. Af hverju koma silfurskott- ur í hús? Tengist það raka- skemmdum eða leka? Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um uppruna íslensku gæsalapp- anna, hvað nanótækni er og um undirstöður talnafræðinnar. Einnig er fjallað um það hvort ólík trúarbrögð jarðarbúa ýti undir hættuna á þriðju heimsstyrjöldinni. VÍSINDI Þórarinn segir að það sem geri Pál Ólafsson einstakan meðal íslenskra skálda sé það að Páll er í ljóðum sínum að útmála ást til einnar konu; eiginkonunnar, Ragnhildar Björnsdótt- ur, og það í ótal myndum. Meðan rómantísku skáldin voru að yrkja um ástarharma og sökn- uð og þrá eftir ástinni sem ekki er endurgoldin var Páll að lofsyngja ástarlífið með konunni sem er til staðar, eiginkonunni. Ótal vísur um kossa hennar og lítil brjóst, hvíta handleggi, hendur og hár lýsa hlýju og ástúð, jafvel erótík og losta, en umfram allt einlægri og skilyrð- islausri ást hans til Ragnhildar. Þegar fundum þeirra bar saman var Páll giftur fyrri konu sinni, Þórunni Pálsdóttur, efnaðri ekkju sem var talsvert eldri en hann. Björn faðir Ragn- hildar var góðvinur Páls. Páll orti til ástkonu sinnar í meinum í fimmtán ár, og er það nær helmingur ástarljóðanna til hennar, en tíu mánuðum eftir lát Þórunnar gáfust þau Ragn- hildur hvort öðru, og hún var þá komin langt á leið með fyrsta barn þeirra. Páll hélt áfram að yrkja ástarljóð til Ragnhildar alla ævi, og ef eitthvað var urðu þau heitari en áður. Vanmetið skáld Nokkur ljóða Páls gaf bróðir hans, Jón Ólafsson, út í tveimur ljóðabókum um aldamót- in. Þar voru aðeins fáein af ástarljóðunum til Ragnhildar. Önnur ljóð Páls fóru á flakk og týndust og fundust ekki fyrr en löngu seinna. Margt af þessu voru ljóðabréf sem Páll hafði sent vinum sínum. 65 árum eftir lát skáldsins komu einnig í leitirnar ljóð sem Þórarinn telur að Ragnhildur hafi sjálf haldið til haga, en þetta voru eingöngu ástarljóð til hennar, ná- lægt 500 að tölu. Ljóðasafn Páls Ólafssonar var svo gefið út árið 1971, en Þórarinn segir að það hafi farið frekar hljótt og því lítill áhugi sýndur. Þórarinn segir að Páll hafi ekki verið metinn að verðleikum. Hann var ekki mennta- maður og átti ekki samleið með rómantísku skáldunum sem þá voru í mestu uppáhaldi hjá þjóðinni. Hann hafi staðið utan við strauma samtímans og stíll hans og yrkisefni hafi lík- lega þótt gamaldags, en í reynd hafi yrkisefnin verið nýstárleg og stíllinn tær klassík. Hljóðfæraleikararnir sem leika á geisladiski þeirra Þórarins Hjartarsonar og Ragnheiðar Ólafsdóttir eru allir landskunnir fyrir leik sinn á ýmsum vettvangi. Útsetningar á lögunum á diskinum voru í þeirra höndum, en Eyþór Gunnarsson stjórnaði upptökum. Ljóð Páls eru birt bæði á íslensku og í enskum útdrætti í pésanum, sem einnig er prýddur fallegum teikningum eftir son Þórarins, Þránd Þórar- insson. „Þannig var Páll líka, vísurnar hans lærðust nánast sjálf- krafa og fyrir vikið flaug hann svo vítt sem hann gerði.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.