Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. NÓVEMBER 2001 Hið tvínefnda fólk skiptist jafnt eftir kynjum, en það er óvenjulegt á þessum tíma. Víðast hvar voru tvínefni tíðari meðal stúlkna en drengja. Þá er athyglisvert hvernig tvínefnin skiptast eftir uppruna. Framan af voru þau yf- irleitt af framandi uppruna, hebresk, eða grísk-latnesk, en hér eru hin germönsku (nor- rænu) sýnu flest: germönsk 52, hebresk 32, grísk-latnesk 19, slavn. eitt, óvíst eitt. Nú skal grípa af handahófi ofan í nafnaskrá Barðstrendinga 1845: Beata er latneskt, kvenkyn af lýsingarorð- inu beatus = sæll. Af þessum stofni eru al- þekkt erlendis nöfnin Beatrix og Beatrice. Jó- hanna Beata Kristjana Gísladóttir í hann kemur fyrir í nokkrum íslenskum nöfn- um. Best er að leita til þýsku. Þar eru nöfnin Hunbert (verður á ítölsku Umberto) og Hun- berta. Þjóðverjar segja að fyrri hlutinn tákni eitthvað stórt og mikið, sbr. Hune = risi. Ekki hef ég betri skýringu að bjóða. Þegar leið á 19. öld, varð Húnbjörg mjög sjaldgæft nafn hérlendis, en það hjarir aðeins, ein í þjóðskrá síðustu árin, 1989 ein sem fædd er 1941. Jedorski er fjarskalega erfitt nafn. Ég hef flett þessu upp í öllum mögulegum og ómögu- legum nafnabókum og alfræðibókum, en finn það hvergi. Ekkert dæmi hef ég annað en framangreindan Tómas Jedorski Knudsen á Vatneyri 1845. Kannski er það sami maðurinn og Sigurður Hansen skráir Jedrosky 1855, en ég er eftir sem áður á flæðiskeri staddur. Nafnið virðist vera slavneskt. Márus er hrein latína, nema stafsett þar Maurus. Það merkir „maður frá Máritaníu, Mári“. Oft komu Márar við sögu, einkum á Spáni. Náskyld gerð er Máritz og verður þetta stundum ekki aðskilið með vissu, né heldur gerðin Moritz. Einn maður í Mýrasýslu er bókaður Máritz 1703, en enginn Márus. Árið 1801 eru tveir skráðir Márus, en enginn Má- ritz. Árið 1845 voru sex Márusar á landinu öllu, einn þeirra í Barðastrandarsýslu, hinir í Döl- um og Skagafirði. Nafnið hefur lifað, og er aðeins að hressast upp á síðkastið. Í þjóðskránni 1989 eru 12. Bækur greina frá því að Maurus komi fyrir í nöfnum dýrlinga. Ólína er myndað á 19. öld að dönskum hætti af Ólafur eða Óli, eða þá tekið beint úr dönsku, Oline. Norsk personnanmnleksikon telur að stundum hafi þetta í Skandínavíu verið stytt- ing úr Nikoline eða Karoline. Þetta nafn var ekki komið til Íslands 1703, né heldur 1801, en 1845 voru 11 og þá flestar í Barðastrandarsýslu, eða fjórar Í manntalinu 1910 voru langflestar Ólínur, eða 35, fæddar í Barðastrandarsýslu, en nafnið var miklu algengast um Vesturland og Vest- firði. Það lifir góðu lífi, 118 meyjar skírðar svo 1921–50, og nú eru í þjóðskrá eitthvað á þriðja hundrað. Sakarías (Zakarías) er úr hebresku, Zech- arja, en er þýtt á mismunandi vegu: „guð er frægur“, „guð hefur munað“, „hugmynd eða hugdetta guðs“. Þetta var konungs- og spá- mannsheiti. Óvíst hversu gamalt það er hér- lendis, en 1703 var einn: Sakarías Ólafsson vinnumaður, 43 ára, Ási Álftaneshreppi. Gullbr. Síðan urðu þeir langflestir vestanlands, og 1845 voru fjórir í Barðastrandarsýslu og hvergi fleiri nema í Ísafjarðarsýslu, sex. Nafn- inu hefur ekki vegnað vel, en hélst helst á Vestfjörðum. Í þjóðskrá 1989 eru sex, fimm þeirra skráðir með Z. Stef(f)án er mikið nafn, bæði hérlendis og erlendis. Það er úr grísku stephanos = „blóm- sveigur, kóróna, krans“. Nafnið hefur tekið margvíslegum breytingum, t.d. í ungversku Istvan, frönsku Etiénne og spönsku Esteban. Að minnsta kosti fjórir Stefánar eru í dýr- lingatölum, kunnastur Stefán „frumvottur“ (protomartyr), dáinn um það bil 35 eftir Krist, sjá Postulasöguna 6–7. Messudagar eru 26. og 27. des. og 3. ágúst. Stefán er orðið skírnarnafn á Íslandi á 13. öld, og einn er nefndur í Sturlungu. Nafnið átti ekki eins greiða leið að Vestlendingum eins og flestum öðrum landsmönnum. Árið 1845 voru komnir yfir eitt hundrað í Múlasýslum, en þá voru aðeins sex í Barðastrandarsýslu. Þá voru 57 í hvorri, Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslu. Snemma fór að bera á þeirri framburðar- breytingu að f-ið tvöfaldaðist. Í nafnaskrá Sig- urðar Hansen 1855 lætur hann prenta Steffán. Þetta er eins og þegar Sofía verður Soffía. Hins vegar vantar skýringu á því, hvers vegna tvö- földunin gekk til baka í Stefán, en ekki í Soffía. Nafnið Stefán hefur náð geysimiklum vinsæld- um, svo sem sagan og merkingin gefa efni til. Í þjóðskrá 1989 eru 2.321, þar af síðara nafn 299. Þórður er fornnorrænt, miklu eldri mynd er Þórfröðr, og svo Þórröðr, „sá sem er í vinfengi við það goðmagn sem menn nefndu Þór“, skylt sögninni að fría sem varð frjá og merkti að þykja vænt um. Gömlu gerðina Þórröðr má bera saman við Kriströðr, en það nafn náði engri táfestu. Þór virðist upphaflega hafa verið einhvers konar frjósemdartákn, sbr. hvelfisk- úrina sem fylgir þrumunni. En sjálft orðið Þór er skylt sögninni að duna, sjá þýsku Donner = þruma. Síðar varð Þór í vitund forfeðra okkar verndari guða og manna gegn jötnum og öðru illþýði. Nöfn mynduð af Þór eru margir tugir og margt fólk sem hét þeim nöfnum, en Þór eitt og sér varð ekki mannsnafn fyrr en 1893. Fyrrmeir var Þórður meðal allra vinsælustu nafna. Í Landnámu eru nefndir 69, og í Sturl- ungu 89 og eru ekki önnur nöfn algengari. Síð- an dró nokkuð úr, og 1703 er Þórður í 9. sæti karla, 2 eða 2%. Það var lengi öllu algengara fyrir sunnan og vestan heldur en norðan og austan. Nú eru í þjóðskránni nær níu hundr- uðum Þórða. Þess má geta að um 1860 var skírður í Ak- ureyrarsókn Þórður Hallgrímur Eggert Jón Thorlacius. Helstu niðurstöður: 1) Breytingar á nafnavali Barðstrendinga voru ekki stórkostlegar 1703–1845. 2) Nöfnum af öðrum uppruna en germönsk- um fjölgaði þó heldur, úr u.þ.b. 20% í svo sem 25%. 3) Engin fleirnefni voru 1703, en voru orðin 52 1845, þar af þrínefni tvö. 4) Engin skrípanöfn eða afkáralegar sam- setningar tóku Barðstrendingar upp, en fyrir koma eitt og eitt erlent heiti sem stundum er erfitt að skýra til fulls. 5) Eins og annars staðar á landinu fjölgaði fólki sem hét biblíunöfnum eða nöfnum sem kóngafólk hafði borið. 6) Íslenskar fornsögur virðast engin áhrif hafa haft á nafnavalið. 7) Ættarnöfn voru fátíð, helst Knudsen, Kúld, Briem, Sievertsen og Thorlacius. 8) Allan tímann 1703–1845 voru Jón og Guð- rún óumdeildir höfðingjar í nafnaríki Barð- strendinga. Ef menn vilja bera nöfn Barðstrendinga saman við nöfn í öðrum sýslum, vill höfundur geta þess að hann hefur samið alveg sambæri- legar ritgerðir um þau. Prentað er: Um nafn- gjafir Eyfirðinga og Rangæinga í Sögu 1989, Nöfn Norð-Mýlinga í tímaritinu Íslenskt mál 1988–1989, Um nafngjafir Ísfirðinga í Heima er best 1990, Um nöfn Strandamanna í Heima er best 1990 (og aftur í Strandapóstinum 1996– 1997), Um nöfn Skaftfellinga í Heima er best 1990, Nöfn Skagfirðinga í Skagfirðingabók 1990, Lítilræði um tvínefni í Eyjafjarðarsýslu á fyrrihluta 19. aldar í Súlum 1991, Nöfn Árnes- inga í Lesbók Morgunblaðsins 1990, Um nöfn Húnvetninga í Húnavöku 1995, Nöfn Þingey- inga í Árbók Þingeyinga 1993–1995, Nöfn Sunn-Mýlinga í Múlaþingi 1993 og Nöfn Dala- manna í Skírni 1991. Óprentaðar, varðveittar á Héraðsskjalasafn- inu á Akureyri: Nöfn í Gullbringusýslu, Kjós- arsýslu, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu. Höfundur er íslenskukennari. Sauðlauksdal var hin eina á landi hér 1845 og kannski hin fyrsta. Heilög Beata dó píslardauða í Norður-Afr- íku snemma á miðöldum. Dagur hennar er 8. mars. Í manntalinu 1910 er ein Beata og virðist hin sama og áður getur. Engin mær fékk þetta nafn hér á landi 1921–50, en í þjóðskrá 1989 eru þrjár, víst allar af erlendum toga. Húnbjörg er norrænt nafn, en óvíst hvenær það var gert að skírnarheiti á Íslandi. Nafnið kemur þó fyrir í skrá sr. Odds 1646. Árið 1703 höfðu tvær Húnbjargir verið á landinu öllu, önnur þeirra í Barðastrandarsýslu. Nú, 1845, voru þær orðnar sjö, allar sunnan og vestan. Fyrri hluti þessa nafns er vandskýrður, en Fleirnefni í Barðastrandarsýslu 1845 I. Þrínefni Nöfn Aldur Heimili Kirkjusókn 1. Anna Magdalena Guðrún Halldórsdóttir 12 Kollsvík Breiðuvíkur 2. Jóhanna Beata Kristjana Gísladóttir 12 Sauðlauksdal Sauðlauksdals II. Tvínefni 1. Anna Ingibjörg Jónsdóttir 2 Fjósakoti Reykhóla 2. Anna Margrét Knudsen 30 Vatneyri Sauðlauksdals 3. Anna Jóhanna Sigurðard. 4 Girði Haga 4. Axel Friðrik Þórólfsson 54 Múla Múla 5. Árni Óli Halldórsson 15 Kollsvík Breiðuvíkur 6. Bjarni Einar Magnússon 15 Flatey Flateyjar 7. Dagur Jens Jensson 46 Flatey Flateyjar 8. Daníel Eggert Briem 2 Múla Múla 9. Einar Tómas Halldórsson 8 Kollsvík Breiðuvíkur 10. Einar Kristján Torfason 9 Hvallátrum Flateyjar 11. Friðrik Axel Axelsson 19 Múla Múla 12. Guðrún Pálína Einarsdóttir 13 Kvígindisfirði Gufudals 13. Guðrún Sólborg Gísladóttir 7 Kollsvík Breiðuvíkur 14. Guðrún Helga Joch- umsdóttir 5 Skógum Reykhóla 15. Halldór Hallgrímur Bjarnas. 7 Garpsdal Garpsdals 16. Halldóra Mikelína Hall- dórsd. 4 Kollsvík Breiðuvíkur 17. Hannes Kristján Ólafsson 8 Flatey Flateyjar 18. Helga Margrét Jónsdóttir 1 Bæ Gufudals 19. Ívar Ingi Gíslason 11 Mýrartungu Reykhóla 20. Jens Nicolai Knudsen 5 Vatneyri Sauðlauksdals 21. Jóhanna Friðrika Andrésd. 9 Flatey Flateyjar 22. Jóhanna Sólveig Gunnarsd. 9 Suðureyri Stóra-Laugardals 23. Jóhanna Ektalína Jónsdóttir 12 Saurbæ Saurbæjar 24. Jóhanna Ólöf Jónsdóttir 6 Fjósakoti Reykhóla 25. Jóhanna Friðrika Kúld 1 Flatey Flateyjar 26. Jóhanna Friðrika Sievertsen 47 Flatey Flateyjar 27. Jón Guðmundur Helgason 5 Reykjarfirði Otrardals 28. Jón Eggert Jónsson 2 Moshlíð Brjánslækjar 29. Jón Jósafat Jónsson 40 Bæ Reykhóla 30. Jörgen Lúðvíg Moul 11 Deildará Múla 31. Kristín Þóra Pétursd. 4 Reykjarfirði Otrardals 32. Kristjana Margrét Arad. 1 Hjöllum Gufudals 33. Kristján Jóhann Jónsson 18 Gillastöðum Reykhóla 34. Kristján Páll Jónsson 5 Lambeyri Stóra-Laugardals 35. Kristján Friðrik Kristjánss. 1 Rekstöðum Haga 36. Lárus Mikael Knudsen 5 Vatneyri Sauðlauksdals 37. Óli Kristján Ólafsson 8 Flatey Flateyjar 38. Ólína Jóhanna Friðriksdóttir 25 Svefneyjum Flateyjar 39. Ólína Guðrún Helgadóttir 5 Bíldudal Otrardals 40. Ólína Kristín Þorsteinsdóttir 18 Gröf Gufudals 41. Sigríður Pálína Bjarnadóttir 8 Miðhúsum Gufudals 42. Sigríður Lovísa Friðbergsd. 1 Skyttudal Sauðlauksdals 43. Skúli Sigurður Þorvaldss. 10 Flatey Flateyjar 44. Sveinn Samúel Andrésson 6 Gautsdal Garpsdals 45. Tómas Jedorski Knudsen 4 Vatneyri Sauðlauksdals 46. Þóra Friðrika Friðriksd. 12 Hamarlandi Garpsdals 47. Þóra Sigríður Jochumsdóttir 3 Skógum Reykhóla 48. Þórarinn Ingimundur Ólafss. 9 Otrardal Otrardals 49. Þórunn Ingibjörg Þórðard. 4 Gröf Gufudals 50. Þrúður Ingibjörg Einarsd. 3 Hofstöðum Gufudals SÍÐASTA rit Biblíunnar er Opinberunar-bók Jóhannesar. Hún hefur í tímans rásverið umdeilt rit og ekki voru kirkjunn-ar menn á eitt sáttir um það hvort hún ætti heima meðal annarra rita helgrar bókar. Prestar veigra sér oft við að predika út frá text- um þessarar einkennilegu bókar. Hún er tor- ræð, full af kostulegum myndlíkingum og tákn- um þar sem himinn og jörð fara hamförum og englar þeysa milli himins og jarðar, ýmist með sverð eða básúnur. Hún er rituð á ofsóknartím- um Domitianusar keisara gegn kirkjunni. Skrá- setjaranum, Jóhannesi, hefur verið varpað í dýflissu á grísku eyjunni Patmos en hann fær þar köllun til að færa kristnum söfnuðum upp- örvunar- og leiðbeiningarorð. Dómur í skýjum Hann lýsir mögnuðum sýnum, himnarnir opnast og hann sér hásæti Drottins, lambið og öflin, ill og góð, birtast í stórkostlegum myndum sem hafa orðið listamönnum óþrjótandi brunn- ur innblásturs. Alltaf þegar þrengt hefur að kristnum mönnum hafa þeir þó munað eftir þessu riti og þeir hafa séð fyrir sér stríðandi dreka, skrímsli, djöfulinn sjálfan Satan, og ridd- ara. Fyrir miðju hásætinu og umhverfis það má sjá verur sem minna á drekann, uxann, risann og örninn sem skilað hafa sér inn í skjaldar- merki íslenska ríkisins. (Opb 4. 6–8). Þekktar eru myndir þýska sextándu aldar listamannsins Albrechts Dürrer sem gerðar eru út frá textum Opinberunarbókarinnar. Enn í dag er tekist á í sölum himins og skrímsli og englar takast fang- brögðum í ferlegum bardaga sem engan enda virðist hafa – og Hel er í för með riddaranum og augu hans eru sem eldslogi (Opb 6. 8; 19.12). Við sjáum þennan bardaga á sjónvarpsskerminum full undrunar og skelfingar en kirkjan boðar endurkomu Krists. Opinberunarbókin er til umræðu á allra heil- agra messu sem fellur á 1. nóvember eða næsta sunnudag þar á eftir. Þá minnist kirkjan sér- staklega þeirra votta sem hafa lifað og dáið fyrir fagnaðarerindið. Hún sameinast himneskum herskörum í Paradís með sigursöng sem aldrei þverr. Sterk myndlistarsýning Í tilefni allra heilagra messu er Opinberunar Jóhannesar minnst á sérstakan hátt í Lang- holtskirkju í guðsþjónustu kl. 11 og með opnun sýningar í kirkjunni að henni lokinni. Þar sýnir Leifur Breiðfjörð myndverk út frá textum Op- inberunarbókarinnar sem unnin eru í pastel og vatnsliti. Þau eru römmuð inn í svokallað fjór- blaðaform, eða quadrofoil, sem þróaðist í kirkju- list miðalda og býr yfir myndrænni fyllingu sem skírskotar til íhugunar og samræmis ef marka má listfræðinga og sálfræðinginn Carl Gustaf Jung, sem fjallaði mikið um sammannlegt trúarlegt táknmál í ritum sínum. Teikningar NÝR HIMINN Í tilefni allra heilagra messu er Opinberunar Jóhannesar minnst á sérstakan hátt í Langholtskirkju við guðsþjónustu í dag kl. 11 og með opnun sýningar í kirkjunni á myndverkum Leifs Breiðfjörðs útfrá textum Opinberunarbókarinnar. E F T I R P É T U R P É T U R S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.