Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. NÓVEMBER 2001 13 TÓNLISTARSTJÓRNANDINN James Levine hefur verið ráðin stjórnandi Boston-sinfóníunnar, að því er greint var frá í banda- ríska dagblaðinu New York Times nú í vikunni. Levine sem einnig gegnir hlutverki listræns stjórn- anda Metropolitan-óperunnar í New York mun halda því starfi áfram er hann tekur við Boston- sinfóníunni árið 2004. Levine tek- ur þar við af Seiji Ozawa sem stjórnað hefur sinfóníuhljómsveit- inni í tæp 30 ár, en Ozawa mun hefja störf hjá ríkisóperu Vín- arborgar haustið 2002. Að sögn dagblaðsins hefur lengi verið uppi orð- rómur um að Levine tæki við sinfóníunni þar sem ráðn- ingin mun veita honum aukið listrænt frelsi sem stjórn- andi, nokkuð sem Levine hefur lengi haft áhuga á. Störf Levine hjá Metropolitan-óperunni og Boston-sinfóníunni eru hins vegar talin munu koma í veg fyrir þátt- töku hans í tónlistarhátíðum á borð við Tanglewood og Berks- hire, þá er einnig talið að hann verði að hætta hljómsveit- arstjórnun hjá fílharmóníusveit Münchenborgar í kjölfarið. Sirkusinn að tónleikahöll? NOKKUR áhugi virðist vera með- al danskra menningarstofnana á landsbyggðinni á að gera sirk- usbygginguna í Kaupmannahöfn að föstum sýningarstað sínum í höfuðborginni. Núverandi leigu- samningur í sirkusnum rennur út í lok næsta árs og hafa þegar borist fjórar umsóknir um leigu á hús- inu. Að sögn danska blaðsins Berl- ingske Tidende fæst ekki upp gef- ið hverjir hafa lýst áhuga á byggingunni, en ljóst er þó að 10 menningarstofnanir á lands- byggðinni hafa tekið sig saman um að óska eftir leigusamningi. Menningarstofnanirnar hafa áhuga á að gera sirkusbygginguna að „þjóðarmenningarmiðstöð“, líkt og verkefnið hefur verið nefnt, og myndu leikhús, óperuhús og dansflokkar utan Kaup- mannahafnar þar með eignast fastan sýningarstað í borginni. Meðal þeirra sem að verkefninu koma eru Peter Schaufuss ballett- inn, sinfóníuhljómsveitir Álaborg- ar, Árhúsa og Óðinsvéa, borg- arleikhús borganna þriggja, Jótlandsóperan og sinfón- íuhljómsveit Sjálands. Balthus í Feneyjum VERK franska málarans Balt- husar er þessa dagana að finna í Palazzo Grazzi höllinni í Fen- eyjum. Alls eru 250 verk lista- mannsins á sýningunni sem nær að sýna fram á fjölbreytileika Balthusar. Þótt dálæti listamanns- ins á goðsagnakenndum dísum fari ekki fram hjá neinum ber sýn- ingin þess einnig merki að Balthus skildi ekki síður eftir sig torráðnar landslagsmyndir, götumyndir, leikhústeikningar og portrett. Ít- arleg sýningarskrá þykir þá að mati vefsíðu listatímaritsins Art Forum ekki síður gefa góða mynd af lífi og ævi listamannsins en list hans, m.a. þeirri mynd sem Balt- hus dró upp af sjálfum sér sem ómannblendnum aðalsmanni. Levine til Boston-sin- fóníunnar ERLENT James Levine R EYKJAVÍK samtímans heitir samsýning 17 ljósmyndara sem efnt er til á vegum Ljósmynda- safns Reykjavíkur, í tilefni af 20 ára afmæli þess. Á sýningunni, sem verður opnuð í dag kl. 16 í Grófarhúsinu, er Reykjavíkur- borg viðfangsefni margra af fremstu ljósmyndurum landsins, af eldri og yngri kynslóð. Verkin á sýningunni eru á sjöunda tug alls og endurspegla þau þá margbreytilegu mynd sem borgin tekur á sig þegar hún verður mynd- efni 17 ólíkra ljósmyndara. „Við lögðum upp með spurninguna: Hver er Reykjavík samtímans, og leituðum til ljósmyndaranna um þátttöku. Allir höfðu þeir frjálsar hendur um túlkun og fram- setningu hugmyndarinnar og er niðurstaðan einkar athyglisvert yfirlit yfir þá grósku sem ein- kennir listræna ljósmyndun hér á landi um þessar mundir,“ segir Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir listfræðingur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Eldri og yngri ljósmyndarar Í túlkun sinni á borginni beina ljósmyndarar sjónum að öllu frá þekktum kennileitum til ein- stakra persóna úr bæjarlífinu. Sýnd eru upplits- djörf börn, sorptunnur, golfsett og sundlaugarlíf. Í augum annarra birtist Reykjavík sem mannlaus borg, úthverfabær, og borg sem „álfar hafa yf- irgefið“, svo vitnað sé í orð Sigurþórs Hallbjörns- sonar ljósmyndara í sýningarskrá. Auk þess að bregða upp mynd af borginni gefur menningi kost á að kynnast listrænni ljósmynd- un í íslensku og erlendu samhengi.“ Ljósmyndararnir sem sýna nú verk sín í Gróf- arhúsinu eru Atli Már Hafsteinsson, Bára Krist- insdóttir, Berglind Björnsdóttir, Brian Sweeney, Einar Falur Ingólfsson, Friðþjófur Helgason, Guðmundur Ingólfsson, Gunnar Svanberg Skúlason, Ilmur Stefánsdóttir, Katrín Elvars- dóttir, Kjartan Þorbjörnsson (Golli), Kristín Hauksdóttir, Kristján Pétur Guðnason, Páll Stefánsson, Ragnar Axelsson (RAX), Sigríður Kristín Birnudóttir og Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi). Sýningin stendur til 3. desember og er Ljós- myndasafnið opið kl. 12–17 virka daga og 13–17 um helgar. sýningin innsýn í ólíkar aðferðir, nálganir og stíla ljósmyndaranna. Hanna Guðlaug segir að langt sé síðan jafn breiður hópur íslenskra ljós- myndara hafi komið saman til að sýna verk sín og hugðarefni. „Í hópi sýnenda, eru allt frá þekktum og gamalreyndum ljósmyndurum til fulltrúa yngstu kynslóðar ljósmyndara. Það á hins vegar jafnt við um þátttakendurna, að þeir hafa ekki mikla reynslu af því að halda sýningu á verkum sínum. Mjög lítil og slitrótt hefð er fyrir því að framsetja ljósmyndaverk með því móti hér á landi enda er ljósmyndun enn að festa sig í sessi sem sjálfstæð listgrein hér. Fáir ljósmynd- arar hafa haft tækifæri til að helga sig listrænni ljósmyndun, en fást við hana meðfram öðrum störfum. Það er því athyglisvert að sjá hvernig hinir eldri ljósmyndarar sýningarinnar eru að þreifa fyrir sér jafnt og hinir yngri.“ Viðhorfin að breytast Hanna bendir á að viðhorfin til ljósmyndunar séu greinilega að breytast, og sú mikla gróska sem finna má meðal yngri kynslóðar listamanna, beri því vitni. Segir hún það svigrúm sem Ljós- myndasafnið hafi fengið til reglulegs sýningar- halds, í vel staðsettu húsnæði, vera mikilvægan þátt í að ýta undir þá grósku. „Mikil ásókn hefur verið í það að sýna í safninu og höfum við því get- að boðið upp á góðar sýningar á verkum ís- lenskra ljósmyndara. Stefnan hjá okkur er að halda reglulega slíkar sýningar en fá jafnframt inn þekkt erlend nöfn. Með því viljum við gefa al- REYKJAVÍK Í MARG- BREYTILEGRI MYND Upplitsdjörf börn, sorptunnur, golfsett og sundlaugarlíf eru meðal þeirra mynda sem íslenskir ljósmyndarar bregða upp af borginni Reykjavík. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur um sýninguna sem verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Í ljósmyndum sínum leitast Katrín Elvarsdóttir við að ná fram stemmningu sundlaugarlífs borgarinnar í litum, formum og áferðum. Upplitsdjörf börn að leik í Reykjavík. Ljósmyndin er eftir Guðmund Ingólfsson. Gunnar Svanberg Skúlason segir fólkið sjálft vera hin raunverulegu kennileiti samtímans. Hér er „Stebbi“ í túlkun Gunnars. heida@mbl.is DRAUMAR á jörðu, skáldsaga Einars Más Guðmunds-sonar, fékk lofsamlega dóma hjá dönsku dagblöð-unum Information og Politiken á miðvikudag og sagðigagnrýnandi Information Einar Má einn fremsta rit- höfund Norðurlanda í svo kölluðu töfraraunsæi. Draumar á jörðu er framhald skáldsögunnar Fótspor á himni sem kom út á dönsku fyrir tveimur árum. Politiken kall- ar nýju bókina meistaralega „nútímasögu“ sem einkennist af „dulúð, töfrum og nálægð“. Information bendir þá á að hún sé um margt sorgleg saga samfélags sem komi sér hjá því að halda úti félagsþjónustu með því að senda börn fátækra til fóst- urforeldra gegn greiðslu. „En líkt og alltaf í sögum Guðmunds- sonar verður heimurinn og óréttlæti hans ekki einungis útskýrt út frá efnahagslegum eða stjórnmálalegum forsendum,“ segir gagnrýnandinn og kveður Einar Má þannig sleppa því að láta sögupersónur sínar verða að viðbrögðum við tækifærum sam- félagsins. Politiken bendir þá á að með því að segja söguna í fyrstu persónu frá sjónarhóli níu systkina nái rithöf- undurinn að veita lesendum aðgang að minningum allra systkinanna og „tónninn sveiflist frá blíðri fjar- skyggni yfir að knöppum orðstíl Íslendingasagn- anna“, enda séu sterk tengsl efnis og anda í sögunni. Draumar á jörðu taka hins vegar ekki bara á fá- tækrahjálpinni, misnotkun og ömurleikanum, að mati Information, heldur er þar einnig fjallað um drauma og álfatrú, sem í meðförum höfundar verða fullkomlega eðlileg í augum lesandans. „Við lestur á bókum Einars Más Guðmundssonar eru aðeins tveir möguleikar, annaðhvort gefur lesandinn sig full- komlega eða hann fitjar upp á nefið og gengur í burtu. Maður lætur í öllu falli plata sig ef maður er svo heiladauður að leyfa færasta töfraraunsæisrit- höfundi Norðurlanda ekki að tæla sig,“ eru lokaorð Information. Einar Már Guðmundsson Meistari töfraraunsæis

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.