Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. NÓVEMBER 2001 5 að „renna úr greipum okkar“ og „smjúga milli fingra okkar“. Mikil gleði fylgir þessum frös- um: Þvílík nautn, þvílík Sysifosarsæla þegar hlutirnir eru ekki einræðir, þegar þeir renna úr greipum okkar; er ekki einsog við verðum alltaf hreinni og hreinni á höndunum af því að handleika margræðnina? Við hreinsumst af öllum veraldlegum og pólitískum hugmynd- um, allir ismar hverfa, allir fordómar, loksins verðum við hafin yfir hversdagslegt fyrirbæri einsog skoðanir. Samt er það ekki nákvæm- lega það að við komumst út fyrir okkur sjálf, út fyrir tennur okkar, heldur frekar upp fyrir okkur. Endrum og eins læðist að okkur grun- urinn um að þó að við finnum ekki fyrir því séum við að tyggja eitthvað eða bíta en við hristum hann af okkur og hömpum sápunni góðu af auknum krafti. En hún minnkar alltaf, sápan, er það ekki? Að endingu verður ekkert eftir af henni, það renna ekki einu sinni neinir taumar milli fingra okkar þegar við fórnum höndum sigri hrósandi og hefjum þær til him- ins og hrópum „margræðni!“. Við réttum hendur okkar til himins, þær eru tómar. Við höfum þvegið hendur okkar af henni. 2 Fyrst er einræðni, síðan tvíræðni, svo kem- ur margræðni og síðast hlýtur að koma óræðni. Hvenær breytist margræðni í óræðni? Við breytum henni í óræðni þegar hugtakið er orðið að yfirvarpi þess að við annaðhvort skiljum ekki eða nennum ekki. Það er svo margt í mörgu, sagði kallinn og átti við að það væri svo margt í mörgu að það hefði ekkert upp á sig að velta fyrir sér nákvæmlega hvað væri í hverju. Það er svo margt í mörgu að manni finnst maður knúinn til að taka það fram að í rauninni hafi maður ekki tæmt möguleika verks, að í reynd sé ekki búið að bergja á bikarnum nema til hálfs eða jafnvel rétt að dreypa á honum og að maður sé þegar orðinn svo ölvaður af óendanleika mögu- leikana að ekki sé annað fært en að láta fleyg- inn ganga áfram hringinn, rétta hann næsta drykkjufélaga. Margt í mörgu verður ekkert í engu. Hið endalausa sund á dýptarlausu yfirborði mynda sem póststrúktúralisminn ógnaði okk- ur með, flekakenning táknanna, raskaði ekki jafnvægi okkar hið minnsta. Við fórum bara að sörfa og seinna fannst okkur sörfið ríma vel við skriðsundið á Netinu. Það sem áður var ógn möguleikanna gegn einveldi takmark- ananna varð að engu gegn einu. 3 Samband orða og hluta hefur ekki tekið neinum eðlisbreytingum heldur hafa hug- myndir okkar um það samband breyst. Það er jafnvel ekki víst að þær hafi tekið jafn miklum stakkaskiptum og menn vilja vera láta: flotið fræga, ekki það sem er með fiski heldur það sem er með táknum, þegar mynd vísar á mynd sem vísar á mynd og vísunin kemst aldrei á stig þess raunverulega, hið eilífa skrið táknmynda, okkur hefur fundist það vera dá- lítið seigfljótandi sósa á okkar þjóðlega fisk. Okkur hefur verið hugsað aftur til 18. aldar þegar samband orða við hluti var friðsam- legra og minna um milliliði, svo ekki sé talað um þá 17. þegar það var beinlínis magískt og yfirnáttúrulegt. Hvað var það sem rak 17. aldar manninn John Wilkins til að smíða frá grunni nýtt tungumál? Ef til vill komu til pólitískar ástæð- ur, samrunaþörf og ekki síst húmanísk hug- sjón. Fordómum og misskilningi á milli manna og þjóða yrði eytt fyrir fullt og allt ef mannkyn gæti sameinast um að tala tungu Wilkins; hún var sprottin af sömu hugsjón og esperantó. En umfram allt hafði hann eina ástæðu: margræðni þess tungumáls sem fyrir var. Með tungumáli sínu vildi hann að svo miklu leyti sem hægt væri koma í veg fyrir margræðni tungunnar. Tungumálið skyldi vera röklegt, samband orða og hluta skilj- anlegt en ekki handahófskennt og hér yrðu ekki orð yfir hluti sem eru ekki til: músur jafnt sem álfar heyrðu sögunni til og sögulega séð fæli tungumál Wilkins í sér framúrstefnu- legt rof. Tungumálasmíð Wilkins ber þess merki að hann hafi áttað sig fyllilega á ýmsu sem við eignum málspekingum 20. aldar þótt hann hafi haft þveröfuga afstöðu til þess. „Lykill“ 1 Tungumál John Wilkins var tilraun til að gera margræðnina brottræka úr veröld orðanna og tilveruna þar með skiljanlega, orð- um að henni komandi. Tilraunin fórst fyrir. En hún var heiðarleg; hún var í senn ídealísk og vísindaleg, hún var af stærðfræðilegum ættum en ekki síður ættuð úr heimi ævintýr- isins, draumur um að smíða einn orðalykil að heiminum, Sesam, opnist þú, sagði Wilkins, en ekkert gerðist. Næsta orð sem verður fyrir okkur þegar við flettum upp af handahófi í orðabók ríkjandi viðhorfa er hugtakið „lykill“. Við sitj- um uppi með lykilhugtakið misdjúpt grafið í hugtakahaugnum þótt við höfum látið af hug- myndinni um bókmenntir sem gátu, eða öllu heldur: þótt bókmenntir hafi að mestu hætt að vera gátur, því það hafa þær verið á ýmsum tímum og ýmsum stöðum. Við látum okkur dreyma um risavaxnar lyklakippur eða nokkra vel sniðna master- lykla eða fáeina þjófalykla sem gætu opnað allar skrár. Martraðir okkar fullar af lokuðum hurðum, löngum dýflissugöngum og í höndum okkar aðeins einn lykill. Eitthvað við þessa hugsun, eitthvað við venjulegan húslykil, gengur þversum ofan í tíðarandann og ofaní mig. En sömuleiðis er martröð að af sjálfu leiði að aðeins sé til eitt lykilhugtak. Að höndla það er að höndla guðdóminn, hina altæku þekk- ingu; sá sem nær því (og það les næstum eng- inn skrift Guðs) missir þörfina fyrir að tjá sig, fyrir að nota lykilhugtakið. Hann verður eng- inn. 2 „Öðrum megin veggjarins er ég, Tzinacán galdramaður Qaholom píramíðans, þess sama og Pedro de Alvarado eyddi í eldi. En hinum megin er jagúar, og fetar þar um gólfið dul- arfullum jöfnum skrefum og mælir þannig tíma og rúm fangavistarinnar.“ Þegar Tzinac- án galdramaður í sögu Borgesar hefur lesið skrift Guðs í munstri jagúarsins stendur hann uppi með lykilhugtakið í höndunum, lykilinn að dýflissunni. „Ég leit svo á að eins og alltaf stæðum við á enda tímans og þau örlög mín að ég skyldi verða hinstur helgra manna, veittu mér þau forréttindi að ráða skriftina.“ Skrift- in reynist ekki vera setning, einsog hann held- ur fyrst í barnaskap sínum, heldur orð, eitt orð. Einsog alltaf stöndum við á enda tímans. Okkur verður starsýnt á orðin, á einstök orð; líkt og við hyggjumst stara þau niður, maður og orð horfast í augu sem grámyglur tvær, ætla að kveða hvort annað í kútinn. Ef maður horfir nógu lengi eða síendurtekið á nákvæm- lega sama fyrirbærið, á táknið, sagði fagur- fræði framúrstefnunnar á sjöunda áratugn- um, ummyndast það í ekkert, verður að hreinu yfirborði sem ekkert býr undir. Það hlutleysist og tilvísunarmerkið hverfur af því, yfir okkur hellist þessi sæla tómleikatilfinn- ing, að vera hol, sem var það sem við vorum að sækjast eftir. Skelfing og vorkunn Aristótel- esar fjarri góðu gamni og líka „samúðin“. Táknið „heldur“ okkur ekki, við höldum því. Kúgun merkingarinnar er aflétt. Veruleikinn, það reala í hugmyndum Baudrillards, hvarf og skildi okkur eftir með dýptarlausa sýnd, en nú er hann kominn aft- ur. Fjarvist hans var tímabundinn og nauð- synlegur léttir, söguleg nauðsyn jafngild því að ganga á vatni og þurfa ekki að kafa í und- irdjúpin. En nú viljum við ekki lengur tæmast heldur fyllast þar sem við störum á jagúarinn sem æðir fram og aftur í búri sínu. Við viljum að okkur skriki sem snöggvast fótur til að finna að það er botnlaust hyldýpi fyrir neðan okkur. Samt viljum við snúa bakinu í fallið og stara á jagúarinn í leit að lyklinum, að lyk- ilhugtakinu. Ekki algildunum, nei, þeim höf- um við varpað fyrir róða og einmitt þessvegna er okkur svo frjálst að sitja í dýflissunni og leita að lyklinum en óttast þó stundina þegar við finnum hann því þá verðum við engin. 3 Hinn heilagi gral var afmiðjaðasta fyrir- bæri mannkynssögunnar. Hann var fyrirheit um nýja miðju sem væri alltaf annarsstaðar. Kirkjan hlýtur að hafa áttað sig á þessu og fyllst samsæriskennd yfir möguleikanum á að gralinn kæmi í stað krossins sem miðlægt tákn, sem staðurinn sem allt sörf stefnir að og þar sem það endar. Ef hún hefur áttað sig á þessu brást hún hárrétt við: hún þagði. Það var skvaldrað og skrifað um leynilega kirkju hins helga grals en kirkjan þagði. Hann var annarsstaðar og enginn vissi hvar, kastalinn þar sem fiskakóngurinn þjáð- ist af sínu ólæknandi síðusári sem einnig var eyðilandið umhverfis kastalann. Inní honum gralinn. Gralinn var betri miðja en krossinn; í honum var ekkert sem mátti skilja táknræn- um skilningi einsog blóðið í altarisgöngu kirkjunnar sem í rauninni var messuvín. Jósef af Arimaþeu fangaði raunverulegt — ég sagði raunverulegt — blóð Krists í bikarinn og það var magnaður mjöður, summan af öllum slík- um, og eins var gralinn þess megnugur að inn- lima öll önnur tákn í veldi sitt, djásn heim- spekinganna, ást riddaranna, og skírlífi munkanna, upprisuna, brotabrotið úr almætt- inu. Það gátu allar leiðir legið til gralsins. Hann gat verið lykillinn að öllum skrám. Þriðja hringborðið (hafið biðlund með goð- sagnavaðlinum), hringborð Merlins, er hring- borð afmiðjunarinnar: hér er enginn gral. Og nákvæmlega hér erum við stödd í dag, lykla- laus og allslaus, umhverfis miðju sem er ann- arsstaðar. Siege Perilous — hættulega sætið — bíður enn síns Galahads, riddarans eina sem ætlað var og óhætt að setjast í það, þeim sem myndi finna gralinn. Er ekki freistandi að fá sér sæti sem snöggvast? Tylla sér? Góði gagnrýnandi, þér er alveg óhætt að fá þér sæti. Morgunblaðið/Golli „Dýpt fræðanna byggist á því að dægurþrasið sé léttvægt og að sú andstæða skarist aldrei. Gagnrýnendum er nauðugur einn kostur að halda áfram með ritun orðabókar ríkjandi hugmynda, þverstæðukennda, öfgafulla, uppfulla af útúrdúrum og hlykkjum.“ Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi bókmenntagagnrýnandi. „Það skiptir engu máli þó bókmenntaumræða geti verið að megninu til yfirborðskennd. Bók- menntagagnrýni er ekki og hefur aldrei verið neitt vandamál. Enginn vandi steðjar að henni, það er enginn vandi að skrifa ritdóma, segi ég og ek mér ónotalega í sætinu.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.