Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. NÓVEMBER 2001 Þ ANNIG spurði Jón Dúason í bréfi til Guðmundar Finnboga- sonar landsbókavarðar árið 1934 er frænka hans, Björg C. Þorláksson, lá banaleguna í Kaupmannahöfn, langt leidd af brjóstakrabbameini.1 Hún var of máttfarin til að halda á penna og Jón Dúason annaðist bréfaskriftir fyrir hana og gekk þeirra erinda er hún bað hann um. Sársaukinn sem Björg fann fyrir þegar hlutur hennar í Íslensk-dönsku orðabókinni var dreg- inn í efa kann að hafa brotist fram í banaleg- unni, og víst er að Jón tók upp þykkjuna fyrir Björgu í umræddu bréfi. Fyrsti íslenski kvendoktorinn Í ár voru liðin 75 ár frá því Björg C. Þorláks- son lauk doktorsprófi, fyrst íslenskra kvenna. Af því tilefni lét hópur áhugafólks gera brons- afsteypu af andlitsmynd þeirri er Ásmundur Sveinsson myndhöggvari gerði í París árið 1928.2 Háskóli Íslands fann henni stað á lóð Odda, húsi félagsvísindadeildar. Má þá segja að Háskóli Íslands hafi loks sýnt Björgu C. Þorláksson þá virðingu sem Jóni Dúasyni og fleirum fannst hún eiga skilið. Kvennasögusafn Íslands heiðrar einnig minningu Bjargar með sýningunni Maður, lærðu að skapa sjálfan þig, sem opnuð hefur verið á sýningarsvæði Landsbókasafns Ís- lands-Háskólabókasafns í anddyri Þjóðarbók- hlöðu. Yfirskriftin er sótt til lokaorða Bjargar í handriti að riti er hún nefndi Lífþróun og lauk við á árinu 1933 en aldrei kom út.5 Sýningin var opnuð almenningi á Degi íslenskrar tungu til þess að heiðra þátt Bjargar í varðveislu og viðreisn íslenskunnar. Á sýningunni er ævifer- ill dr. Bjargar rakinn í máli og myndum. Að- standendur hennar hafa notið ómetanlegrar aðstoðar og stuðnings Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur prófessors en ævisaga hennar um Björgu C. Þorláksson, er ber nafnið Björg. Ævisaga Bjargar C. Þorláksson, kom út hjá JPV Forlagi hinn 15. nóvember sl. Án þeirrar bókar hefði sýningin orðið til muna fátæklegri því lítið hefur verið ritað um Björgu áður.3 Mikilvirkur fræðimaður og þýðandi Á sýningunni er dregið fram það helsta úr ævi hennar og störfum. Í stuttu máli má segja að Björg C. Þorláksson hafi verið allt í senn, fræðimaður, rithöfundur, ljóðskáld, þýðandi, ferðalangur, Íslendingur, eiginkona, húsmóð- ir, kvenréttindakona og sjálfstæð kona. Eftir hana liggja ótalmörg fræðirit og greinar og ein ljóðabók og leikrit. Hún þýddi nokkur rit nor- rænna höfunda á íslensku, þ.á m. Jerúsalem Selmu Lagerlöf. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu hinn 1. desember ár- ið 1926 fyrir fræðistörf sín. Úr Húnaþingi... Björg Karítas Þorláksdóttir fæddist að Vesturhópshólum í Húnaþingi hinn 30. janúar 1874. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Jónsdóttir húsfreyja og Þorlákur Símon Þor- láksson, bóndi og hreppstjóri í Vesturhóps- hólum. Margrét var dóttir séra Jóns Eiríks- sonar, prests á Undirfelli í Vatnsdal, og Bjargar Benediktsdóttur Vídalín. Þorlákur Símon var sonur séra Þorláks Stefánssonar, sem tók við Undirfelli er séra Jón lést, og síð- ari konu hans, Sigurbjargar Jónsdóttur. Systkini Bjargar þau er upp komust voru Sig- urbjörg Þorláksdóttir, kennslukona í Reykja- vík, Jón Þorláksson forsætisráðherra og Magnús Þorláksson, bóndi að Blikastöðum í Mosfellssveit. Magnús var sá eini systkinanna sem eignaðist afkomendur. Til frænda Bjarg- ar má meðal annarra telja Sigurð Nordal pró- fessor og Þórarin B. Þorláksson listmálara. ... til útlanda Björg Karítas stundaði nám við Kvenna- skóla Húnvetninga að Ytri-Ey á árunum 1891- 1894 og gerðist þar kennslukona árin 1894- 1897. Í ágúst árið 1897 sigldi Björg með Jóni bróður sínum til Kaupmannahafnar, hann til að nema verkfræði við Kaupmannahafnarhá- skóla en hún til að setjast á skólabekk hjá Nat- alie Zahle. Hugur hennar stefndi að því að læra til kennslukonu og árið 1898 sótti hún um starf forstöðukonu á Ytri-Ey. Hún hafði þá hætt námi í skóla Natalie Zahle, annaðhvort af fjárhagsástæðum eða henni líkaði ekki vistin. En Björgu var ekki veitt starfið og við það tók líf hennar aðra stefnu en hún hafði ætlað. Hún ílentist í Kaupmannahöfn og kom aðeins til Ís- lands sem gestur eftir það. Neitað um stúdentspróf frá Lærða skólanum Hugur Bjargar stóð til mennta og árið 1900 lauk hún kennaraprófi í Kaupmannahöfn. Síð- ari veturinn í skólanum stundaði hún einnig nám í latínu og grísku við kennslustofnunina Aþenu í Kaupmannahöfn og mun þá hafa stefnt að því að taka stúdentspróf. Hún sótti um að fá að setjast í 6. bekk Lærða skólans í Reykjavík og ljúka þaðan stúdentsprófi. Beiðni hennar var hafnað. Konur höfðu þá rétt til að taka próf við skólann en ekki til að stunda nám við hann. Einnig var gerð krafa um að tvö ár liðu milli fjórðabekkjarprófs kvenna og stúdentsprófs. En í kóngsins Kaup- mannahöfn voru konum ekki settir aðrir kostir en karlmönnum og árið 1901 lauk Björg stúd- entsprófi frá Nörrebro Latin- og Realskole. Árið 1902 lauk Björg cand.phil. prófi við Kaup- mannahafnarháskóla. Stóra orðabókin Björg giftist Sigfúsi Blöndal, bókaverði við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, ár- ið 1903, en haustið 1902 hafði hún innritast til cand.mag. prófs við Kaupmannahafnarhá- skóla. Það er því ljóst að hugur hennar stefndi til enn frekari mennta, en með hjónabandinu tók líf Bjargar nýja stefnu. Skömmu eftir gift- inguna hófu þau Björg og Sigfús störf að Ís- lensk-danskri orðabók, og mun hugmyndin að því verki hafa verið Bjargar. Vinnan reyndist drýgri en bæði hugðu, og bókin kom ekki út fyrr en árin 1922 og 1924. Hlutur Bjargar var mjög stór og má draga í efa að bókin hefði nokkurn tíma orðið að veruleika eða komið út ef hennar vinnu hefði ekki notið við. Björg hlaut aldrei viðurkenningu fyrir þessi störf sín meðan hún lifði, heldur var þvert á móti dregið í efa að hún ætti nokkurn markverðan hlut í henni. Háskóli Íslands sæmdi Sigfús Blöndal heiðursdoktorsnafnbót árið 1924 fyrir verkið, en Björg orti að þessu starfi loknu: Ó, þrautirnar unnar, sem Skapanorn mér skóp, er skráfestı́ hún urðarrúnir mínar! Þó orðabókin þegi um anda míns óp, um aldir þögul ber hún minjar sínar. Doktorspróf – og veikindi Hjónaband þeirra Bjargar og Sigfúsar raknaði í sundur og árið 1922 ákváðu þau að skilja. Það ferli var mun flóknara en í dag og gekk skilnaður þeirra ekki í gegn fyrr en árið 1925. Björg var þá komin í nám í París og hinn 17. júní árið 1926 varði hún doktorsritgerð sína um lífeðlisfræðilegan grundvöll eðlishvat- anna.4 Hún hafði þá breytt nafni sínu í Björg C. Þorláksson og undir því nafni gekk hún það sem hún átti eftir ólifað. Björg stríddi við ýmis veikindi sem nútíma- mönnum og konum stafar lítil hætta af, en reyndust mörgum lífshættuleg langt fram á 20. öld. Árið 1907 greindist hún með berkla og var á sjúkrahúsi fram á haust 1908 en náði sér ekki til fulls fyrr en um 1911. Árið 1919 var hún skorin upp á ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn vegna gruns um krabbamein í brjósti. Það mein var úrskurðað góðkynja, en svo reyndist þó ekki vera. Björg fór í geisla- meðferð í París árið 1928, en allt kom fyrir ekki og hún lést af völdum brjósta- krabbameins í Kaup- mannahöfn árið 1934. Þá stríddi Björg við hugsýki frá vori 1922 til dauðadags. Hún lýsti sér í því að Björg taldi tiltekið fólk elta sig og njósna um sig. Þótt sýk- in litaði líf hennar og hennar nánustu vina og vandamanna hafði hún þó engin áhrif á fræða- störf hennar eða skrif. Saga Bjargar C. Þorláksson er einstök saga kjarkmikillar konu sem fór ekki troðnar slóðir. Saga hennar speglar einnig öðrum þræði ís- lenskan samtíma hennar þar sem konum gekk erfiðlega að brjótast til mennta og mannvirð- inga. Hvort tveggja var mun auðveldara á er- lendri grund og segir sína sögu um ástand mála hér á landi. Kvennasögusafn Íslands og Landsbókasafn vilja að endingu færa innilegar þakkir þeim fjölmörgu sem veittu aðstoð við að koma á fót sýningu um ævi og störf Bjargar C. Þorláks- son. Sérstakar þakkir fá Jóna Hansen og Sig- steinn Pálsson, ættmenni Bjargar, sem og Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor og JPV Forlag. Sýningin er opin á opnunartíma Þjóðarbókhlöðu: 8:15-22:00 mánudaga-fimmtudaga 8:15-19:00 föstudaga 9:00-17:00 laugardaga 11:00-17:00 sunnudaga Heimildir: 1) Sjá Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur Björg. Ævisaga Bjargar C. Þorláksson. JPV Forlag, 2001, bls. 276-277. 2) Áhugahópinn um minnisvarða Bjargar C. Þorláksson mynduðu: Áslaug Ottesen og Geirlaug Þorvaldsdóttir frá Félagi háskólakvenna, Björg Einarsdóttir og Kristín Þóra Harðardóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands, Guðrún Kvaran frá Vísindafélagi Íslendinga, og Jóna Hansen og Magnús Sigsteinsson úr röðum ættmenna Bjargar. 3) Eintak af handritinu er varðveitt í Þjóðarbókhlöðu ásamt nokkrum öðrum handritum Bjargar. 4) Aðeins þrjár greinar hafa birst opinberlega um ævi- feril Bjargar C. Þorláksson. Hin fyrsta var grein Ingi- bjargar Hafstað, ‘Björg C. Þorláksdóttir Blöndal – Fyrsti íslenski kvendoktorinn’, í ritinu Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur. Sögufélag, 1980. Hin önnur var grein Bjargar Einarsdóttur, ‘Fánaberi íslenskra kvenna: Björg C. Þorláksson 1874-1934’, er birtist í riti hennar: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, I. bindi, Bókrún, 1984. Þriðja greinin var grein Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, ‘Um ævi konu og sannleikann í fræðunum’, er birtist í rit- inu Íslenskar kvennarannsóknir, Háskóli Íslands og Rannsóknastofa í kvennafræðum, 1997. 5) Ritgerðin ber heitið Le fondement physiologique des instintcs, des systèmes nutritif, neuromusculaire et gèni- tal. Paris, Les Presses Universitaires de France, 1926. Ritgerðin er til á Landsbókasafni eins og önnur prentuð rit Bjargar. „Saga Bjargar C. Þorláksson er einstök saga kjark- mikillar konu sem fór ekki troðnar slóðir. Saga hennar speglar einnig öðrum þræði íslenskan samtíma henn- ar þar sem konum gekk erfiðlega að brjótast til mennta og mannvirðinga. Hvort tveggja var mun auðveldara á erlendri grund og segir sína sögu um ástand mála hér á landi.“ ,,HVERS VEGNA GLEYMDUÐ ÞIÐ BJÖRGU?“ Kvennaskólinn á Ytri-Ey á Skagaströnd og námsmeyjar skólans um 1890. Björg stundaði nám við skólann á árunum 1891–1893 og var kennslukona við hann frá 1894–1897. E F T I R A U Ð I S T Y R K Á R S D Ó T T U R Höfundur er forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands. Björg C. Þor- láksson og móð- ir hennar, Margrét Jónsdóttir. Silfurfestina sem Björg ber um hálsinn fékk hún frá móður sinni og systkinum í tilefni doktorsvarnarinnar, að sögn Jónu Hansen, dóttur Sigurbjargar Magn- úsdóttur er var bróðurdóttir Bjargar. Festin er nú í hennar eigu og hefur hún góðfúslega lán- að hana á sýningu Kvennasögusafns Íslands í Þjóðarbókhlöðu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.