Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. NÓVEMBER 2001 E IRÍKUR Þorláksson, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, var í vor endurráðinn til fjög- urra ára. Á þeim fjórum árum sem hann hefur verið við störf hafa umsvif safnsins aukist tölu- vert, m.a. með tilkomu Hafnar- hússins og eflingu fræðslustarf- semi á vegum safnsins. Í kjölfarið hefur heimsóknum í safnið fjölgað, en það er sá mæli- kvarði á frammistöðu safna sem helst er litið til. Eiríkur segir að reynt hafi verið að efla fræðslustarf safnsins enn frekar síðustu ár. „Þegar ég kom hingað til starfa ’97 sinnti einn starfsmaður fræðslustarfi í stöðu fræðslufull- trúa sem hafði verið sett á laggirnar ’91. Þótt mikið og gott starf hafi verið unnið á þeim tíma taldi ég, sem gamall kennari verðandi mynd- menntakennara í Kennaraháskólanum, að það sem skorti einna mest í listmenntun meðal þjóðarinnar væri kannski ekki það að börn hefðu tækifæri til að skapa list og vinna með listrænum hætti, heldur skorti meira á að þau kynntust myndlistarsögunni. Mér fannst þurfa að fjölga þeim tækifærum sem nemendur fengju til að læra að njóta og fá þeim þar með í hendur einhverja aðferðafræði eða venjur sem þau héldu eftir til lífstíðar, sem listneytendur. Mig langaði að efla þetta starf og starfsfólkið hér tók mjög vel undir það. Í ársbyrjun ’98 gaf Listasafn Reykjavíkur stóra bókagjöf til allra grunnskóla í borginni. Þetta voru nálægt hundrað bækur til hvers skóla, einkum sýning- arskrár sem við höfðum gefið út. Þar á meðal var heilt sett, u.þ.b. þrjátíu bækur, um Jóhann- es Kjarval. Þessum pakka var dreift í alla grunnskóla í Reykjavík og mér skilst að hann hafi reynst þeim vel,“ segir Eiríkur. Efling skólaheimsókna og leiðsagnar Í kjölfarið segir hann að Kjarvalsstaðir hafi farið að leita hófanna með að fá fjárstyrk til að kosta akstur skólabarna til safnsins, en það hafði verið þröskuldur í hugum skólastjórn- enda sem höfðu ekki fé til þess. „Það gekk eftir og allt frá því ári hafa skólaheimsóknir aukist mjög mikið. Við réðum því annan starfsmanna til að anna þessu og nú starfa tveir við fræðslu- deildina. Auk skólaheimsóknanna hefur önnur fræðsla aukist því við erum með leiðsögn fyrir almenning á hverjum sunnudegi, bæði í Hafn- arhúsinu, kl. 16, og hér á Kjarvalsstöðum, kl. 15, svo fólk getur gengið að því vísu. Sömuleiðis erum við einu sinni í mánuði með leiðsögn tákn- málstúlks um safnið sem einnig hefur reynst mjög vinsælt, auk þess sem sjónskertir geta bókað tíma og skoðað höggmyndir safnsins með leiðsögn og aðferðum sem þeim henta.“ Eiríkur segir að mikilvægur áfangi í fræðslu- starfsemi safnsins hafi einnig náðst með sam- starfssamningi þess við Íslandssíma. „Íslands- sími er styrktaraðili safnsins til þriggja ára og við skilgreinum í þeim samningi að nokkur hluti af því fé skuli fara til að efla fræðslustarf. Það hefur gert okkur kleift að auka útgáfu á fræðsluefni. Við höfum útbúið verkefni sem snúa bæði að Ásmundi og Jóhannesi Kjarval, og nú er einnig nýkomið út verkefni sem snýr að Erró. Þetta eru verkefni sem allir skólanem- endur fá ókeypis og kennararnir geta nálgast þetta efni fyrirfram, til að undirbúa nemendur áður en þeir koma með þá hingað. Við höfum líka búið til ratleiki um sýningar sem foreldrar og yngri börn hafa farið í saman, en auk þess er ýmislegt annað á döfinni. Þar á meðal má nefna leiðsögn sem kynnt var í samstarfi við Íslands- síma núna 20. október síðastliðinn og hægt er að fá í töluðu máli í gegnum farsíma. Sú leið- sögn verður efld á næstu misserum, þannig að hún nái til fleiri sýninga.“ Myndlistarkennsla neðar á markmiðslistanum Í námsskrá fyrir grunnskólana eru sett fram mjög háleit markmið varðandi myndlistar- kennslu, en þó er eins og myndlistarkennsla á Íslandi sé fyrst og fremst miðuð við listræna tjáningu barnanna, en lítil áhersla sé lögð á uppfræðslu um sjálfan myndlistararfinn og tengsl við sjálfan listheiminn. Þar sem Eiríki er greinilega mjög umhugað um uppfræðslu á sviði myndlistar, ekki síst meðal skólabarna, var forvitnilegt að heyra hver viðhorf hans væru til þessa misræmis. „Ja, ég held að þetta sé mjög mikilvægt mál- efni, því ég þekki það frá minni eigin skólatíð og sömuleiðis frá skólagöngu eldri barna minna, að myndlistarnám hefur því miður verið af- gangsstærð í skólakerfinu. Meðvitað og ómeð- vitað er litið á þennan námsþátt sem hvíld frá öðru og „alvarlegra“ námi. Við getum leitað fordæmis um hvernig þetta ætti að vera með því að líta til kennslu í bókmenntum. Þar er það ekki markmið okkar að skapa nýjan Laxness eða finna næsta Þórberg Þórðarson. Markmið bókmenntakennslu er að kenna börnunum að lesa og meta bókmenntir svo að þau haldi því áfram eftir að skóla lýkur. Sé litið til þess að við teljumst enn mikil bókaþjóð verður ekki annað séð en að þetta markmið hafi náðst með ágæt- um. Samsvarandi viðhorf hefur kannski ekki náð nægilega vel fram að ganga í myndlistar- kennslu, þ.e. að kenna nemendum að njóta verka annarra, fremur en að vera sjálfir að skapa listaverk. Ástæðan fyrir því að þetta hef- ur ekki gengið eftir er ekki sú að það vanti í námsskrá, heldur að það er neðar á markmiða- listanum í námsskránni heldur en aðrir þættir. Sömuleiðis kostar það meira í framkvæmd að fylgja slíkum markmiðum myndlistarkennslu eftir. Heimsóknir í söfn kosta tíma og fyrirhöfn, sömuleiðis undirbúningur kennara og tilheyr- andi námsgögn, svo sem litskyggnur og bækur. Það er ekki nóg að segja að fræðsla um íslenska og erlenda myndlist sé nauðsynleg, það þarf að vera til efni inni í skólunum sem gerir þá fræðslu mögulega. Bókagjöfin frá okkur til skólanna hefur von- andi hjálpað eitthvað til varðandi íslenska myndlist, en hún getur auðvitað ekki verið hið endanlega skref í þá átt. Það þarf að gefa meira út um myndlist hér á landi, en ég held að því miður séu söfnin nær einu aðilarnir sem gefa eitthvað út, svo sem með sýningarskrám. Það er aðeins stöku sinnum sem aðrir gefa út bæk- ur um myndlist. Þarna er því að mínu viti van- nýttur markaður og möguleiki.“ Safnaverðlaunin viðurkenning frá fagaðilum Ekki er langt um liðið síðan fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur voru veitt íslensku safnaverðlaunin árið 2001, en þau eru veitt einu safni sem þykir hafa skarað fram úr fyrir að kynna menningararf þjóðarinnar á framsæk- inn og áhugaverðan hátt. Þótti dómnefndinni deildin hafa „sinnt listfræðslu til almennings af fagmennsku og verið leiðandi hvað varðar upp- eldishlutverk innan safnastarfs á Íslandi“, eins og segir í álitsgerð dómnefndar. Eiríkur segir að starfsfólk safnsins hafi að vonum verið ákaflega stolt þegar þau fréttu af verðlaununum. „Þessi viðurkenning er ef til vill mikilvægust í okkar huga fyrir það að hún er veitt af fagaðilum sem starfa á þessum vett- vangi og hefur því mikið gildi í hugum allra sem sinna safnamálum. Nú er verið að vinna mjög gott og mikið starf í fjölda safna allt í kringum landið. Oft eru þau það lítil að tala má um ein- yrkjabúskap í því sambandi, en engu að síður hafa verið unnin mörg þrekvirki á síðustu ár- um. Ég vona að þessi verðlaun séu öllum söfn- um mikil hvatning í starfi, og ef fræðslustarfið hjá okkur getur orðið öðrum til fyrirmyndar hljótum við að gleðjast yfir því,“ segir hann. Nú er ljóst að ekki er löng hefð fyrir mynd- list á Íslandi og Íslendingar hafa ekki kynnst söfnum sem þætti í sínu hversdagslífi á sama máta og margir er búa í rótgrónum erlendum stórborgum þar sem safnahefðin er sterk. Þeg- ar Eiríkur er spurður að því hvort íslensk söfn séu þar af leiðandi að vinna ákveðið brautryðj- andastarf við að koma listneyslu inn í daglegt líf fólks jánkar hann því. „Ég held að það sé rétta nálgunin í okkar starfi og það sem við þurfum að huga að. Ís- lensku listasöfnin eru ekki gömul í hefðinni. Listasafn Íslands eignast ekki eigið húsnæði fyrr en 1987, en fyrir þann tíma voru Kjarvals- Listasafni Reykjavíkur féllu nýverið í skaut hin íslensku safnaverðlaun fyrir árið 2001. Af því tilefni ræddi FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR við Eirík Þorláksson, forstöðumann safnsins, sem nú hefur verið endurráðinn til næstu fjögurra ára, um hlutverk þess og framtíð í menningarlífi borgarinnar. Morgunblaðið/Golli Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. LISTFRÆÐSLA OG LISTNEYSLA Í LISTASAFNI BORGARANNA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.