Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Page 14
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Listamennirnir sem standa að sýningunni
„Air condition“ í Hafnarborg.
SÝNING á verkum fjögurra listamanna undir
heitinu Air condition verður opnuð í dag kl. 15 í
Hafnarborg. Listamennirnir eru Catherine
Tiraby og Vincent Chhim frá Frakklandi og
Gústav Geir Bollason og Jóhann Ludwig
Torfason, en þau tengjast innbyrðis í gegnum
listnám og eiga hér stefnumót. Á sýningunni
eru málverk, tölvumyndir, teikningar og vídeó-
innsetning en listamennirnir eiga það sam-
merkt að leitast við að víkka út hugtakið mál-
verk.
Catherine vinnur málverk og vídeóverk út
frá hugmyndum um landslag. Vincent hefur
portrett að viðfangsefni, Gústav leiðir áhorf-
andann inn í óvænt sjónarhorn og hreyfingu í
málverkum með tilliti til annarra miðla og Jó-
hann sýnir ný leikföng sem tengjast listasög-
unni og meintum áhrifamætti myndlistarinnar.
Þá opnar Hlíf Ásgrímsdóttir sýningu á verk-
um sínum í Kaffistofu Hafnarborgar. Hún hef-
ur unnið hvert verk með ákveðið rými í huga
með samanburði á ljósmynd og vatnslitamynd
sem einu verki. Öll verkin eru unnin á þessu
ári.
Hlíf útskrifaðist úr Myndlista- og handíða-
skóla Íslands árið 1991 og stundaði framhalds-
nám í Listaakademíunni í Helsinki 1994–1996.
Hún hefur tekið þátt í sýningum hér heima og
erlendis. Sýningarnar standa til 3. desember
og opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11–17.
STEFNUMÓT Í
HAFNARBORG
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. NÓVEMBER 2001
Sýning verður opnuð í dag í ListasafniReykjavíkur – Kjarvalsstöðum sember yfirskriftina Leiðin að miðju jarð-ar. Um er að ræða sýningu hóps tékk-
neskra glerlistamanna sem vakið hafa mikla
athygli í Evrópu á síðustu árum.
Efnistök glerlistamannanna sem eiga verk
á sýningunni eru ólík og endurspegla sérstöðu
hvers og eins þeirra. Þannig gefur að líta fjöl-
breyttan þverskurð af þeim ólíku formgerðum
og litadýrð sem glerið hefur upp á að bjóða,
ýmist eitt og sér eða með öðrum efnum. Sýn-
endur eru sjö talsins. Fyrst ber að nefna þau
Stanislav Libenský og Jaroslava Brychtová,
sem eru heimsþekkt eftir áratuga starf á sviði
glerlistar, en auk þeirra sýna meðlimir Rúbí-
kon-hópsins, þeir Bohumil Eliáš, Jaroslav
Matouš, Jan Exnar og Jaromír Rybák. Sýn-
ingarstjóri verkefnisins er Ivo K·en, grafískur
hönnuður og hugmyndafræðingur Rúbíkon-
hópsins. Sjálfur sýnir hann málverk á sýning-
unni, en málverk sem vísa til forma glerlista-
verkanna prýða sali Kjarvalsstaða ásamt gler-
skúlptúrunum.
„Orðið Rúbíkon vísar til þess að fara yfir
mörk, og finnst okkur það hæfa vel því sem
listamennirnir eru að fást við. Annars vegar
vísar það til efnisins sjálfs, sem er vandmeð-
farið og felur í sér ákveðna óvissu, en hins veg-
ar vísar það til þess að kanna hið óþekkta, og
þora að stíga yfir mörk án þess að vita hvort
þar bíða hættur eða hamingja,“ segir Ivo.
Hann segir glerlistasýninguna að mörgu
leyti einstaka, þar sem hún sé unnin sérstak-
lega fyrir sýninguna á Kjarvalsstöðum. „Það
er rúmlega eitt og hálft ár síðan Eiríkur Þor-
láksson kom að máli við mig um að efna til
þessarar sýningar, og höfum við því haft tals-
verðan tíma til undirbúnings. Ég mótaði þegar
í upphafi ákveðna grunnhugmynd, sem lista-
mennirnir unnu verkin út frá,“ bætir hann við.
Í leit að kjarnanum
Þegar Ivo er spurður nánar um grunnhug-
mynd sýningarinnar segir hann hugmyndina
kjarnast í titli sýningarinnar: „Leiðin að miðju
jarðar.“ „Sýningin er byggð upp eins og ferða-
lag, sem hver sýningarhluti er áfangi í. Þetta
ferðalag í gegnum umhverfi sýningarinnar,
milli glerlistaverkanna, er í senn ytra og innra
ferðalag, sem vísar til tilveru okkar sem bygg-
ist á gagnvirku samspili þess sem við sjáum og
skynjum í kringum okkur og þess sem hrærist
innra með okkur.“
Ivo bendir á að sýningunni sé skipt í sex
hluta, í þeim fyrsta, á gangi Kjarvalsstaða
framan við austursal, er að finna stórvirka
skúlptúra þeirra Stanislavs Libenský og Jar-
oslövu Bryctova, og heitir sá hluti Þögulir
verðir tímans. Þar er vísað til þeirra marka
sem við þurfum að fara handan við til að upp-
götva eitthvað nýtt. „Á þessum mörkum metn-
aðar og möguleika bíða varðmenn öryggis og
aðvörunar. Þeir eru í senn englar og varð-
menn og kostar það kjark að halda fram hjá
þeim,“ segir Ivo. Í öðrum hluta, Könnun rým-
isins, reynir listamaðurinn að skilja hið óskilj-
anlega og einkennast verkin af könnun tærra
forma í hinu heillandi efni glersins. Land
margra fundinna heima er sýningarhluti Jar-
oslav Matouš og segir Ivo að þar sé rýnt í hið
ævintýralega og framandi sem er beint fyrir
framan augun á okkur, en við sjáum ekki,
nema við virkilega horfum í kringum okkur.
Í fjórða sýningarhlutanum, sem ber yfir-
skriftina Skepnur úr dýragarðinum, kannar
Jaromír Rybák undirheima sálardjúpanna.
„Þegar haldið er nógu djúpt inn í hafdjúp
mannlegs hjarta finnum við þar ýmsar kynja-
verur. Þar geta búið viðkvæmar verur, rán-
dýr, undraverur og vopnaðar verur,“ segir
Ivo. Í sínum verkum, sem skipa sýningarhlut-
ann Tímalausa merkið, veltir Bohumil Eliáš
fyrir sér endimörkum eða endimarkaleysi ei-
lífðarinnar. „Manneskjan hefur lifað sömu
vonir og þrár, og sams konar hversdaglegar
raunir og hamingjustundir í gegnum aldirnar.
Það eina, sem stendur eftir í þessari eilífu
hringrás tímans, eru minnismerki sem við
reisum. Verk Bohumil Eliáš vísa til þessara
bautasteina í eilífðinni en spyrja um leið hvort
okkar merki verði skráð í þessari framrás.
Hann veit þó að við þeirri spurningu er ekkert
svar,“ segir Ivo. Sjálfur sýnir hann myndir í
lokahluta sýningarinnar, og lýkur þar ferða-
lagi áhorfandans. „Við lok ferðalagsins kom-
um við aftur til barnsins, leitum aftur, enda
stefnum við sífellt aftur á bak í hugsunum okk-
ar. Án minninganna um leiki, ástir, þjáningar
og gleði erum við ekki til. Við lok ferðalagsins
er fólk því minnt á þessi augnablik lífsins, en
kannski liggur leiðin að miðju jarðar einmitt
þangað,“ segir Ivo að lokum og bætir því við
að hann voni að gestir sýningarinnar muni
njóta ferðalagsins um hana.
INNRA OG
YTRA FERÐALAG
„Impress II“, eftir Stanislav Libenský. „Healing Spring“, eftir Jaroslav Matouš. Jaromír Rybák: „Tea-fish“.
SÁLMAR jólanna eru komnir út á sam-
nefndum geisladiski, í flutningi þeirra Sig-
urðar Flosasonar saxófónleikara og Gunn-
ars Gunnarssonar organista. Þeir efna af
því tilefni til útgáfutónleika í Hallgríms-
kirkju í dag kl. 17 þar sem þeir leika sálma
jólanna. Þeir verða líka í Akureyrarkirkju
25. nóvember og víðar um landið þegar
nær dregur jólum.
Í fyrra gáfu þeir félagar út Sálma lífsins
og er nýi diskurinn framhald þar á. En
hvað gengur þeim Sigurði og Gunnari til,
með því að taka upp á því að leika sálma-
lög? „Þetta er framhald á Sálmum lífsins,
en við erum fyrst og fremst að þróa sam-
vinnu okkar og músíktúlkun og sálmarnir
eru okkar leið til þess,“ segir Sigurður.
„Þetta snýst að verulegu leyti um útsetn-
ingar okkar á þessum lögum, sem eru í
sumum tilfellum dálítið róttækar – þetta
snýst um þróun annars vegar á útsetninga-
vinnunni og hins vegar á spunanum, sem er
miðlægur í því sem við erum að gera.“
Margar leiðir að jólalögunum
Það þarf ekki að vera flókið að útsetja
lag, þegar farið er eftir ákveðnum reglum
hljómfræðinnar. Spuni hlýtur að lúta öðr-
um lögmálum, þar er ekki um eiginlega út-
setningu að ræða, heldur mótast verkið af
því sem „spinnst“ í leik hljóðfæraleik-
aranna. En hvernig er lagt af stað til að
nálgast lag í spuna? Gunnar segir að það
geti verið mjög mismunandi eftir lögum.
„Þetta er ekki þannig að við tökum sálma
og djössum þá upp. Spuninn er miðlægur
og með honum erum við að prjóna þessa
sálma lengra en við höfðum sjálfir heyrt.“
Sigurður tekur undir að mismunurinn á því
hvernig lagt sé upp með sálmalag í spuna
geti verið mjög margvíslegur. „Í sumum
tilfellum er textinn uppspretta túlkunar-
innar, í öðrum tilfellum er það eitthvað í
laginu, sem leiðir okkur, stundum er þetta
tilraunavinna þar sem við sitjum með hljóð-
færin og prófum okkur áfram; – við erum
bæði að nota ólíkar spunaaðferðir og út-
setningaraðferðir, stundum erum við að
endurhljómsetja sálmana og kannski förum
við í gegnum nokkrar kynslóðir útsetninga
áður en við erum ánægðir og búnir að
finna rétta farveginn fyrir lagið. Spuninn
getur líka verið ólíkur, allt frá hefð-
bundnum djassspuna til þess að vera fram-
sækinn og frjáls spuni, þar sem hvorki
hljómar, form eða rytmi eru ákveðin fyr-
irfram.“
Þótt þeir Sigurður og Gunnar flytji
Sálma jólanna á mjög nýstárlegan hátt, er
engu að síður að finna í þeim sterkan tón
hefðarinnar. Diskurinn hefst á klukkna-
hljómi elstu kirkjuklukku landsins, sem
jafnframt prýðir kápu disksins – klukk-
unnar frá Hálsi í Fnjóskadal, og hún setur
sannarlega þjóðlega stemmningu. Þarna
eru öll gömlu góðu jólalögin, íslensk og út-
lend sem hafa fylgt okkur um aldir, þau
elstu allt frá miðöldum. Hátíð fer að hönd-
um ein, Það aldin út er sprungið, Sjá him-
ins opnast hlið og Heims um ból eru þarna,
en yngsta lagið er Maríukvæði Atla Heimis
Sveinssonar. Áramótabragurinn Nú árið er
liðið í aldanna skaut er lokalag plötunnar,
en þar má heyra orgelið leika lagið undir
flugeldasýningu sem búin er til með sleðaf-
lautu frá MacDonalds.
Gaman að máta saman raddir
Orgelið er í hugum margra hljóðfæri
jólanna. Frá því hljóma jólasálmarnir í
kirkjum landsins, og oftast er þá allt í sín-
um föstu skorðum – lögin hljóma eins frá
einum jólum til annarra. En hvernig er það
fyrir organistann að fara svona út fyrir
það sem hann er svo gjörkunnugur og van-
ur að gera. „Þegar maður leikur þessa
sálma við venjulegt helgihald í desember
við safnaðarsöng, þá er þetta mjög hefð-
bundið. Það er hins vegar mjög hollt fyrir
organista að skoða og útvíkka möguleika
orgelsins á þennan hátt, því það hefur svo
óendanlega breitt litróf, en í þessu fær
maður tækifæri til að nota raddir og blæ-
brigði sem manni dytti aldrei í hug að nota
við venjulegar aðstæður. Fyrir organistann
er þetta því mjög spennandi að hafa mögu-
leika á að þróa tónlistina svona áfram.
Orgelið í Hallgrímskirkju er gullnáma
hvað raddaval varðar; – ekkert orgel hér á
landi er svona stórt og með svona mikinn
fjölda radda,“ segir Gunnar. Sigurður bæt-
ir því við að það sé ekki síst spennandi í
þessu að máta saman raddir hinna ólíku
saxófóna við fjölbreyttar raddir orgelsins
til að búa til nýja liti tóna og hljóma. Þeir
félagar hafa nýlokið gerð sjónvarpsþáttar
með sálmum jólanna sem verður í jóla-
dagskrá Sjónvarpsins, en þar fengu þeir til
liðs við sig Láru Stefánsdóttur dansara og
danshöfund sem samdi dansa sem félagar
úr Íslenska dansflokknum dansa við sálm-
ana.
Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika sálma jólanna
„SPENNANDI AÐ ÞRÓA
TÓNLIST OG TÚLKUN “
Morgunblaðið/Ásdís
Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson
leika sálma jólanna.