Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. NÓVEMBER 2001 15
MYNDLIST
Árnastofnun: Handritasýning opin
þri.- fös 14-16. Til 15.5.
Galleri@hlemmur.is: Ilmur Stefáns-
dóttir. Til 2. des.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Elín G.
Jóhannsdóttir. Til 18. nóv.
Gallerí Reykjavík: Guðmundur
Björgvinsson. Til 21. nóv.
Gallerí Skuggi: Sara Björnsdóttir. Til
25. nóv.
Gerðarsafn: Fjórir listamenn. Til 2.
des.
Gerðuberg: Þórunn Sveinsdóttir. Til
16.12.
Hafnarborg: „Air conditio“ Fjórir
listamenn. Kaffistofa: Hlíf Ásgríms-
dóttir. Til 3. des.
Hönnunarsafn Ísl., Garðatorgi: Gjöf
Eriks Magnussen. Til 2. des.
i8: Roni Horn. Til 12.1.
Íslensk grafík: Sigrún Ögmundsdótt-
ir. Til 3. des.
Listasafn Akureyrar: Óli G. Jóhanns-
son og Kristján Davíðsson. Til 16.
des.
Listasafn ASÍ: Margrét Jónsdóttir.
Til 25. nóv.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14-17.
Listasafn Íslands: Gunnlaugur Schev-
ing. Til 9. des.
Listasafn Rvíkur - Ásmundarsafn:
Svipir lands og sagna. Til 10.2.
Listasafn Rvíkur - Hafnarhús: Einar
Már Guðvarðarson og Bjarne Lönnro-
os. Til 25. nóv. Erró. Til 1.1.
Listasafn Rvíkur - Kjarvalsstaðir: Jó-
hannes S. Kjarval. Til 31.5. Tékknesk
glerlist.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Vetr-
arsýning.
Listasalurinn Man: Kjuregej Alex-
andra og Ingibjörg Hjartardóttir. Til
4. des.
Listhús Ófeigs: Þrjár skólasysutr. Til
21. nóv.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Sams.
17 ljósmyndara. Til 13. des.
Norræna húsið: Ævintýrasýning. Til
9. des. Myndir úr sænskum barnabók-
um. Til 2. des.
Nýlistasafnið: Omdúrman: Margmiðl-
aður Megas. Til 30. nóv.
Straumur, Hafnarfirði: Birgir Sig-
urðsson. Til 25. nóv.
Stöðlakot: Dominique Ambroise. Til
18. nóv.
Þjóðarbókhlaða: Ævi og störf Bjarg-
ar C. Þorláksson. Til 1.1. Harpa
Björnsdóttir. Til 7. des.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Langholtskirkja: Lúðrasveit verka-
lýðsins. Kl. 14.
Norræna húsið: Norræni vísna-
kvartettinn Nordenom. Kl. 16.
Sunnudagur
Bústaðakirkja: Cuvillés-kvartettinn.
Kl. 20.
Grensáskirkja: Kirkjukór Grensás-
kirkju. Kl. 20.
Hjallakirkja, Kópavogi: Haukur Guð-
laugsson organisti. Kl. 17.
Landakotskirkja: Styrktartónleikar
Caritas. Kl. 16.
Seltjarnarneskirkja: Kaldalónssöngv-
ar. Kl. 17.
Þriðjudagur
Salurinn: Áshildur Haraldsdóttir,
Anna Guðný Guðmundsd. Kl. 20.
Fimmtudagur
Háskólabíó: SÍ. Einleikari: Philippe
Bianconi. Kl. 19:30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigning-
unni, 23. nóv. Laufin í Toscana, 17.
nóv. Blái hnötturinn, 18. nóv. Vatn
lífsins, 18., 22. nóv. Hver er hræddur
við Virginíu Woolf?, 17., 18., 22. nóv.
Karíus/Baktus, 17. nóv.
Borgarleikhúsið: Fjandm. fólksins,
17., 22. nóv. Blíðfinnur, 17., 18. nóv.
Kristnihlad u. Jökli, 18. nov. Með vífið
í lúkunum, 23. nóv. Beðið eftir Godot,
18. nóv. Píkus., 23. nóv.
Íslenski dansflokkurinn: Da, Milli
heima, Plan B, 17. nóv.
Íslenska óperan: Töfrafalutan, 17.,
23. nóv.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Englabörn,
23. nóv.
Möguleikhúsið: Skuggaleikur, 18.
nóv. Lóma, 20. nóv.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
L
ANDSBÓKASAFNI Íslands barst
nýverið að gjöf handrit og fleiri
gögn úr fórum Jóns Óskars rithöf-
undar, en hann hefði orðið áttræð-
ur á þessu ári. Gefendurnir eru
ekkja Jóns, Kristín Jónsdóttir frá
Munkaþverá, og dóttir þeirra, Una
Margrét Jónsdóttir. Þá gaf Kristín
safninu myndlistarverk sem hún hefur búið til
sérstaklega til minningar um eiginmann sinn
og nefnist Blik, blek og litblýantur á pappír.
Af sama tilefni var opnuð sýning á annarri
hæð Þjóðarbókhlöðunnar á gögnum skáldsins
og það er Una Margrét dóttir Jóns, sem leiðir
okkur um hana. „Okkur datt í hug að gera
eitthvað í tilefni af því að pabbi hefði orðið átt-
ræður í ár. Mamma kom með þá hugmynd að
við skyldum gefa stóran hluta af handritum
hans til safnsins, og biðja um leið um það að af
því tilefni yrði haldin sýning á verkum hans.
Forstöðumenn safnsins urðu strax mjög
ánægðir með þessa uppástungu og tóku henni
vel, og einnig því að mamma bauðst til að gefa
þeim listaverk í minningu föður míns.“ Una
Margrét segir að faðir hennar hafi haldið
handritum sínum vel til haga og að það hafi
ekki þurft að hafa mikið fyrir því að taka þau
saman. „Hins vegar er vinna fólgin í því að
flokka þetta, og við reynum að skrá hjá okkur
allt sem við gefum, en það eru ýmis persónu-
legri handrit og bréf sem við höldum eftir. Í
gjöfinni eru handrit að ljóðum, óbirtum þýð-
ingum og endurminningabókunum hans,
teikningar, fyrsta ritvél Jóns og bréf frá ýms-
um rithöfundum og listafólki til hans. Það er
heilmikið safn. Hann handskrifaði verk sín
alltaf fyrst, en vélritaði svo, en í vélrituðu
handritunum flestum er mikið af skrifuðum
breytingum, þannig að þar má rekja hverju
hann vildi breyta, og það er ekki síst í því sem
gildi handritanna liggur.“
„Ég er að stríða honum svolítið“
Á sýningunni kennir margra grasa. Fyrst
ber fyrir augu ljóðahandrit. „Þetta eru ljóðin
úr fyrstu ljóðabók hans, Skrifað í vindinn. Þú
sérð þarna rifið handrit að ljóðinu Þetta
bjarta hús. Ég kom einu sinni að honum í
vinnuherberginu þar sem hann hélt á þessu
handriti. Ég sagði við hann: Þú ert með gam-
alt handrit þarna. Hann sagði: Já, en svo var
eins og hann hugsaði sig aðeins um þar til
hann reif það í sundur. Ég spurði hvað hann
væri að gera, og þreif þetta af honum. Ég
skildi ekkert í þessu, því þetta var ekki líkt
honum, og hann hneykslaðist oft á því að
menn geymdu ekki handritin sín. En þá hafði
honum fundist þetta eitthvað ómerkilegt, og
vildi fá þetta aftur. Ég lét það auðvitað ekkert
eftir honum og stríddi honum með því að ég
myndi selja það fyrir of fjár seinna. Ef það er
til líf eftir dauðann og dánir vita eitthvað um
það sem hér gerist, þá hugsa ég að hann viti
að ég er að stríða honum svolítið með því að
hafa þetta hérna á sýningunni. En þetta er
mjög fallegt handrit.“ Jón Óskar teiknaði tals-
vert sjálfur og Una Margrét segir að hann
hafi jafnvel verið að velta því fyrir sér á ung-
lingsárum að verða myndlistarmaður. Teikn-
ingar hans frá æskudögum bera sannararlega
vitni hæfileikum hans á því sviði.
„Það er ekkert varið í skáldskap“
Meðal teikninga á sýningunni er andlits-
mynd af Hannesi Sigfússyni. „Pabbi bjó í her-
bergi með Hannesi um tíma og þeir voru góðir
vinir. En hér sérðu merkilegt samkomulag
sem þeir gerðu með sér í febrúar 1944, þegar
þeir virðast hafa verið orðnir eitthvað þreyttir
hvor á öðrum. Þar heita þeir því að ræðast
ekki við framar nema í rituðu máli. Eins og
nærri má geta reyndist ekki mikið hald í þess-
um samningi. Hér sérðu líka annað skemmti-
legt handrit frá samskiptum þeirra Hannesar.
Þannig var á þessum árum að Hannesi fannst
að pabba gengi allt svo vel, en sér sjálfum svo
illa. Hannes sagði þá einhvern tíma: „Nú sest
ég hérna og skrifa, og þú lest mér fyrir sögu
jafn óðum.“ Þeir gerðu þetta og saga pabba
byrjar svoleiðis: „Hér verður sagt frá manni
nokkrum, óíslenskulegum á svip …“ og hélt
svo áfram og sagan rann uppúr honum eins og
þú sérð hérna, þrjár uppskrifaðar síður. Þá
sagði Hannes: „Jæja, nú skrifar þú og ég les
þér fyrir.“ Og pabbi settist niður með blýant-
inn og skrifaði þetta eftir Hannesi: „Það er
ekkert varið í skáldskap, mér er óglatt, eigum
við ekki að koma út. Ritari minn húkti á lágum
sessi með blýant og pappír hvítan og auðan og
beið þess að ég læsi honum fyrir. Fölt andlit
hans skein við mér í spurn. Æ, æ, æ, sagði ég.
Eigum við ekki að fara út. Mér er illt í mag-
anum. Mér er illt í höfðinu. Ég vil fara út. Þá
stóð ritari minn á fætur, lagði frá sér blýant-
inn og pappírinn. Æ, æ, æ, sagði skáldið.
Slut.“ Þetta fannst Hannesi vera enn ein
sönnun þess hvað skáldskapurinn rynni út úr
pabba, en ekkert gengi hjá honum sjálfum.
Það átti nú eftir að breytast síðar meir.“
París heillaði
Á einum vegg sýningarinnar hanga opinber
plögg stíluð á Jón Óskar. „Pabba langaði mik-
ið til Parísar. En á þessum árum þurfti að fá
sérstakt leyfi fyrir gjaldeyri. Það var ekki nóg
að hafa efni á utanferðinni, – sem pabbi hafði
svosem varla, – og hér sérðu nokkrar af þeim
tilkynningum sem hann fékk frá gjaldeyrisyf-
irvöldum: Hér með tilkynnist yður að umsókn
yðar um gjaldeyrisleyfi hefur verið synjað.
Svo er hér tilkynning frá 1960 þar sem hann
fær leyfi fyrir gjaldeyri, en þá var hann
reyndar búinn að fara til Parísar. Hann fór
þangað fyrst þrítugur. Og hér sérðu ljósmynd
sem götuljósmyndari tók af honum, þar sem
hann er á leiðinni yfir eina af brúnum á Signu.
Pabbi vissi ekki af þessari myndatöku, en
myndin er alveg sérlega góð.“ Jón Óskar orti
flest ljóðin í ljóðabók sína Nóttin á herðum
okkar, í París árið 1954. Og á sýningunni eru
einstök handrit af nokkrum þessara ljóða.
Bókin kom út árið 1958, en Kristján Dav-
íðsson teiknaði í hana myndir og sá um alla
hönnun hennar. Á sýningunni eru ennfremur
nokkrar teikningar Kristjáns af Jóni Óskari.
„Þegar við komum að
briggunni í Borkarnesi“
Stílabækur frá barnsárum eru líka forvitni-
legar, en fyrir ofan þær hangir mynd af Jóni á
leið í sveit í fyrsta sinn, þar sem hann hafði
þann starfa að gæta barns. Sú dvöl var kveikj-
an að smásögunni Ég, barnið, hundurinn.
Þarna er líka bréf hans úr sveitinni til mömmu
sinnar. „Ég varð nú alveg orðlaus þegar ég sá
þetta bréf, því stafsetningin er svo vitlaus:
„Elsku mamma mín, ég ætla að skrifa þér
nokkrar línur. Ég ætla að birja á ferðinni.
Þegar við komum að briggunni í Borkarnesi,
þá druslaðist ég með pokann minn upp á
briggu, og var að sgignast um eftir þeim sem
áttu að líta eftir mér …“ Ég skildi ekkert í
þessu því ég hafði alltaf ímyndað mér að staf-
setning pabba hefði alltaf verið fullkomin. En
þetta lagaðist nú á unglingsárunum.“ Handrit
að sögunni Leikjum í fjörunni er á sýning-
unni. Það vekur athygli að það er skrifað á
næfurþunnan pappír á baksíðu bréfsefnis frá
einhverju fyrirtæki. Þarna eru líka sýnishorn
úr Endurminningabókum Jóns Óskars sem
urðu alls sex og komu út á árunum 1969 til 79.
Í þeim segir Jón frá lífi skálda og listamanna í
Reykjavík frá því hann byrjaði sjálfur að fást
við skáldskap í lok fjórða áratugarins og fram
undir 1960.
Plötuklúbburinn
Fimmundin
Tónlist kemur talsvert við sögu á sýning-
unni, enda var Jón Óskar ágætur tónlistar-
maður, nam píanóleik hjá dr. Victori Urbancic
í Tónlistarskólanum í Reykjavík, lék vel á pí-
anó; – spilaði lengst með hljómsveit Karls
Jónatanssonar í Vetrargarðinumog samdi
einnig lög. Una Margrét segir að faðir hennar
hafi leikið á píanóið sitt á hverjum degi. Jón
var einnig meðlimur í félagsskap sem kallaði
sig Fimmundina, sem mynd er af á sýning-
unni. „Þetta voru fimm menn, sem allir voru
skáld eða myndlistarmenn; pabbi, Jón Dan,
Kristinn Guðsteinsson, Kristján Davíðsson og
Hannes Sigfússon. Þeir keyptu klassískar
plötur í sameiningu, – fólk var ekki eins efnað
í þá daga og nú, og svo hlustuðu þeir hjá þeim
sem átti grammófón.“ Jón Óskar var líka í
þeim félagsskap listamanna sem gaf út bók-
menntatímaritið Birting á árunum 1955–68.
Ljóðaþýðingar Jóns Óskars eiga sinn stað á
sýningunni í Þjóðarbókhlöðinni, en hann var
afkastamikill ljóðaþýðandi og gaf út þrjár
bækur með ljóðum franskra skálda. Jón Ósk-
ar þýddi einnig úr ítölsku, meðal annars verk
eftir Ungaretti. Eftir ferð til Sovétríkjanna,
Frakklands og Ítalíu samdi Jón bók sína Páf-
inn situr enn í Róm, sem hann kallaði ferða-
þanka, þar sem er að finna hugleiðingar hans
um þessi lönd og heiminn. „Þarna birtist með-
al annars gagnrýni hans á Sovétríkin sem féll
ekki kramið hjá ýmsum kunningjum hans.“
Síðasta verk Jóns Óskars áður en hann lést
árið 1998 var að búa til útgáfu Frakklands-
sögu sem Sölvi Helgason hafði skrifað, en Jón
Óskar skrifaði ævisögu Sölva sem kom út árið
1984. Jón Óskar lifði það að sjá próförk af
kápu bókarinnar, með fallegum teikningum
Sölva, en lést skömmu áður en bókin kom út.
Sýning á handritum og öðrum gögnum Jóns
Óskars í Þjóðarbókhlöðunni stendur út nóv-
embermánuð og er opin á opnunartíma húss-
ins.
ÚR FÓRUM
JÓNS
ÓSKARS
Morgunblaðið/Golli
Una Margrét Jónsdóttir við verk föður síns, Jóns Óskars.
Sýning á handritum og gögnum Jóns Óskars rithöfundar stendur nú yfir í Þjóð-
arbókhlöðunni. Dóttir skáldsins, Una Margrét Jónsdóttir, leiddi BERGÞÓRU
JÓNSDÓTTUR um sýninguna og sagði sögur af skáldinu og samferðamönnum.
begga@mbl.is