Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. DESEMBER 2001 5 grundvöllur hennar er byggður á texta. Hún hefur titlað sig söguþjóð en stundum er eins og hún sé minnislaus. Hún vill stundum lifa virðist manni í fortíðarlausu núi, svo við kom- um aftur að nú-vitundinni. Mér finnst furðu- legt þetta minnisleysi, þetta er ekki bara spurning um almenna þekkingu eða eitthvað sem hægt er að kenna skólakerfinu um; þetta er áunnið minnisleysi hjá þjóðinni. Eft- irstöðvar af því að við vorum fátækasta þjóð Evrópu. Hrollurinn og hatrið á fátæktinni hef- ur kannski haft áhrif á tilfinningu manna fyrir hinum forna tíma, við viljum ekki muna eftir ákveðinni fortíð. En við megum ekki sitja uppi með skyndi- bitaveröld sem byggist á fortíðarlausri neyslu á núinu. Octavio Paz, einn af mínum eftirlætishöf- undum, birti ævintýralegar tölur yfir þá sem hafa ort ljóð í Bandaríkjunum; 42 milljónir. Það er næstum sjötti hluti þjóðarinnar. Þetta er svipað og að flestir Íslendingar hafa ort fer- skeytlur, flestar kannski ekkert sérstakar. Þetta er endurtekning á einhverju sem menn halda að sé ljóð. Paz er að benda á þessa furðu- legu staðreynd í sambandi við það hvað ljóða- bækur seljast lítið í þessu landi. En svo berast fréttir annars staðar frá, eins og Bretlandi, þar sem mun vera roksala á hinum og þessum ljóðabókum. Því minni sem lönd eru því virkari er ljóðlistin. Í Grikklandi fjölluðu bókmennta- fréttir alveg fram á síðustu ár um það hvaða ljóðabækur væru að koma út og þær seldust í skáldsagnaupplagi. Svo er ekki mikið að ger- ast í Frakklandi. Samtímaljóðlistin hálfgerð afgangsstærð þrátt fyrir glæsilegan þátt franskra skálda í nútímaljóðlistinni. En auð- vitað eru þeir allir löngu dauðir. Og látnu skáldin, meira að segja sumir súrrrealistarnir sem þóttu óaðgengilegir, eru að seljast í þjóð- skáldaupplagi. Það eina sem mér þykir hættu- legt ef áhugi dvínar á ljóðlistinni er að missa hugsanlega ljóðlistar-talenta yfir í aðrar greinar. Þess vegna held ég að það merkileg- asta sem kom út úr Listaskáldunum vondu á sínum tíma, var að þau voru köllunarhvetj- andi, hvöttu ýmsa til dáða. Ljóðið var eitthvað sem menn þurftu ekki að skammast sín fyrir, það var einhvers virði í samfélaginu, og ég held það sé mjög nauðsynlegt að halda því við. Annars fara menn yfir í eitthvað annað.“ – Bókin þín er tilnefnd til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna. Hvaða gildi hefur slík tilnefning? „Þetta er mjög ánægjulegt en vissulega er þetta svona samkvæmisleikur og má ekki taka það öðruvísi, hvorum megin hryggjar sem maður lendir. Það eina sem mér finnst skrýtið er hvað það hefur verið mikill vandræðagang- ur með fyrirkomulagið alveg frá upphafi. Ég er hissa á að það hafi ekki verið hugsað niður í kjölinn áður en skipið var sjósett. Það er verið að logsjóða úti á rúmsjó. Tilnefning og verð- laun er ekki endanlegur dómur eða mat um eitt eða neitt en hefur forsendur til að lífga upp á umræðuna og svo fer það eftir þátttak- endum umræðunnar hvort hún lifnar við eða ekki.“ Ljóðið var að smita skáldsöguna Við Sigurður nýtum okkur miðlæga stað- setningu skrifstofu skáldsins og göngum út á nálægt kaffihús. Þegar sterkt kaffið er á borð borið spyr ég um þá breytingu sem prósabæk- urnar Parísarhjól og Blár þríhyrningur mörk- uðu í höfundarverkinu. „Ég fór að gefa út prósa en hann var búinn að vera til staðar í mörg ár,“ segir Sigurður. „Ég vildi ekki gefa hann út, ef ég yfirgæfi ljóðakastalann fannst mér ég vera að lýsa yfir að ljóðlistin væri minniháttar grein. En ein- hvern veginn náði ég samkomulagi við ljóða- gyðjuna þegar ég varð fimmtugur. Ég heyrði ekki betur en hún leyfði mér að skreppa út á frásagnarakrana og eiga innhlaup í skáld- sagnakastalann hinum megin dalsins.“ – Vinnurðu ljóð og prósa núna samhliða? „Já, að viðbættri leikritun! Á góðum degi hjálpar þetta hvað öðru en á vondum degi pirr- ar það. Yfirleitt styður þetta hvað annað, vegna þess hvað þetta er ólíkt. Þetta eru gjör- ólíkar greinar. En eins og ég hef áður sagt: þetta er sama tréð. Ljóðið smitaði skáldsög- una ákaflega mikið alla tuttugustu öldina. Stíl- lega hafði djassinn líka áhrif á skáldsöguna, kvikmyndir höfðu áhrif; á öldinni voru list- formin alltaf að tala saman, stundum að fljúg- ast á. Hinir skammsýnu héldu að eitt dræpi annað. Ljósmyndin átti að drepa málverkið en fjörið hélt bara áfram, allir eru sprelllifandi – en breyttust.“ – Fegurðin hefur löngum verið skáldum hugleikin og í ljóðinu Fegurð segir þú að henni verði ekki þinglýst: Við eigum ansi langt í land Ef orðin í orðabókinni segja satt ætti hún að vera vafningsklukka á daginn undrablóm um nætur Fegurðinni verður ekki þinglýst Hvorki nýrri né gamalli fegurð né heldur aðferðunum að ákvarða hana Við eigum ansi langt í land að skilja vafningsklukku undrablóm Samt heldur hún okkur á lífi daga og nætur „Já, fegurðinni verður hvorki lýst né þing- lýst. Það er ekki hægt að koma með endanlega lýsingu á henni en heldur ekki hægt að eigna sér hana, eins og felst í orðinu þinglýsing. Það er ekki hægt að segja: ég á fegurðina.“ – Þú ert orðinn eitt hinna þroskuðu ljóð- skálda; 26 ár frá fyrstu bók og þær orðnar ell- efu. „Jú, en öll sköpun verður að vera nýsköpun. Þetta er svo þversagnarkennt. Burtséð frá þroska og reynslu er nauðsynlegt að byrja alltaf á auðri síðu. Á margan hátt er það trúar- og dulspekilegt að viðhalda í sér hinum skap- andi byrjanda. Þversögnin er: það kostar ævi- langa þjálfun að verða fullkominn byrjandi.“ Morgunblaðið/Einar Falur „Mér var kennt að forgangs- raða þannig að númer eitt væri það verk sem maður væri að vinna og númer tvö það sem hinir væru að sýsla. Láta aðra í friði og reyna að kveikja ljós ef manni finnst of dimmt. Ekki bölva bara myrkrinu. Hvort sem um skáldskap eða bissness er að ræða þá er það rakin leið til glötunar að forgangsraða vitlaust.“ R ÞETTA KAOS efi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.