Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. DESEMBER 2001 F YRSTU ljósmyndirnar sem vitað er til að hafi verið teknar á Ís- landi eru daguerreótýpur af Reykjavík. Ljósmyndarinn var Frakkinn Alfred des Cloizeaux. Árið var 1845, og erindi des Cloizeaux var vísindaleiðangur sem farinn var til að rannsaka silfurberg í námu í Helgustaðagili við Reyð- arfjörð. Það eru einkum erlendir ljósmyndarar sem mynda Ísland og Íslendinga á þessum fyrstu árum. Flestir eru þeir í rannsóknarleiðöngrum og myndefnið þar af leiðandi landslag og stað- arhættir, þótt ein og ein þjóðlífsmynd slæðist með. Inga Lára Baldvinsdóttir, deildarstjóri myndadeildar Þjóðminjasafns Íslands, hefur nýverið sent frá sér bókina Ljósmyndarar á Ís- landi 1845–1945. Bókin er afrakstur áralangr- ar vinnu sem hófst með cand. mag. ritgerð Ingu Láru er fjallaði um ljósmyndara hér á landi á árunum 1846–1926, árið sem Ljós- myndarafélag Íslands var stofnað. Vinnunni lauk þó ekki með ritgerðinni, heldur vatt verk- efnið upp á sig þar sem æ fleiri heimildir komu fram í dagsljósið. „Þetta er í eðli sínu alveg gríðarlegur sparðatíningur,“ eru fyrstu orð Ingu Láru um rannsóknarvinnuna. „Það höfðu ekki farið fram neinar frumrannsóknir og á litlu að byggja þannig að í sjálfu sér hefur tíminn unn- ið með verkefninu.“ Fyrst var talið að elstu ljósmyndir sem teknar hefðu verið hér á landi væru frá 1846, en nú er vitað það var ári fyrr. „Á þessum tíma frá 1984, þegar ég klára rit- gerðina, hefur komið töluvert af nýjum upplýs- ingum fram. Þetta er svo nýtt rannsóknarsvið. Það er svo mikið af nýju efni sem er orðið að- gengilegt og vitneskjan er sífellt að breytast. Við getum nefnt sem dæmi það efni sem Æsa Sigurjónsdóttir hefur verið að vinna í Frakk- landi, en þekking okkar á þessum erlenda efni- viði hefur aukist til muna.“ Töluvert vantar þá á að til séu viðhlítandi frumrannsóknir á einstökum hérlendum ljós- myndurum líkt og algengt er erlendis, en slík- ar rannsóknir liggja ekki fyrir á nema örfáum íslenskum ljósmyndurum. Nefnir Inga Lára sem dæmi ritgerð Einars Fals Ingólfssonar sem skrifuð var í tilefni af aldarafmæli Jóns Kaldal og úttekt Æsu Sigurjónsdóttur á störf- um Sigríðar Zoëga. Engar frummyndir eru til eftir fyrstu ís- lensku ljósmyndarana, þá Helga Sigurðsson og Siggeir Pálsson, sem störfuðu á fimmta og sjötta áratug 19. aldar. Eftirtökur hafa þó ver- ið eignaðar þeim, m.a. mynd af séra Guttormi Pálssyni sem líkur benda til að sé eftir Siggeir. Fyrstu íslensku ljósmyndararnir sýna þá port- rett-myndum hvað mestan áhuga, enda var það að sögn Ingu Láru „aðalviðskiptagrund- völlurinn sem atvinnuljósmyndarar störfuðu við“. Ljósmyndin er ein af örfáum tækninýjung- um sem Íslendingar tileinka sér á 19. öld, enda mættu ljósmyndararnir ýmsum erfiðleikum fyrstu árin. „Ljósmyndin er í eðli sínu þétt- býlisfyrirbæri í útlöndum og þéttbýli var ekki fyrir hendi á Íslandi. Það var ekki hefð fyrir því að fólk léti gera af sér mannamyndir, líkt og víða tíðkaðist í Evrópu,“ útskýrir Inga Lára og bætir við að ljósmyndin sé í raun eins konar framhald þessara mannamynda. „Hér urðu menn að skapa þessa hefð og fátækt, dreifbýli og skortur á portrett-myndahefðinni stóð í veginum. Við eigum góðar og nákvæmar lýsingar á ferli Siggeirs Pálssonar, sem stóð í bréfasam- bandi við bróður sinn sem hélt bréfum hans til haga. Þar lýsir hann erfiðleikum sínum, en Sig- geir lærir ljósmyndun í Noregi og stendur síð- an frammi fyrir þeim vanda að enginn sýnir þessu áhuga. Þá er svo dimmt hér stóran hluta ársins að hann getur í raun ekki fengist við ljósmyndunina nema örfáa mánuði á ári vegna slakra birtuskilyrða og auk þess lendir hann í erfiðleikum með efnin sem hann þarf að nota af því að þau skemmast í rökum húsakynnum og annað slíkt.“ Inga Lára segir minna vitað um viðbrögð al- mennings við ljósmyndinni, en samkvæmt hennar heimildum myndar Siggeir aðeins örfáa einstaklinga á starfsárum sínum frá 1858–60. Staðan er strax önnur hjá Tryggva Gunnarssyni (1864–70), sem virðist ferðast töluvert milli staða á norðausturlandi og taka myndir. Þeim fjölgar þannig hægt og bítandi sem láta mynda sig, þótt efnameiri fjölskyldur séu að sjálfsögðu í meirihluta þar sem aðrir höfðu illa efni á slíkum munaði. Inga Lára nefnir sem dæmi verðupplýsingar sem birtust í auglýsingu danska ljósmyndarans Rasmus Peter Hall, sem hóf störf í Reykjavík 1861. Myndin hjá Hall, einum fárra ljósmyndara sem gefa upp verð, kostaði þá 10 mörk og er það samkvæmt þágildandi verðlagsskrám jafnvirði tuttugu para af sjóvettlingum. „Þetta var því ekki á færi hvers sem er, enda er ljós- myndin í eðli sínu yfirstéttarfyrirbæri.“ Sprenging upp úr 1890 Bókin Ljósmyndarar á Íslandi skiptir ljós- myndasögunni fyrstu öldina í fjögur tímabil og verða fyrstu kaflaskiptin upp úr 1860 með komu þeirra Sigfúsar Eymundssonar og Tryggva Gunnarssonar, nokkrum árum áður. „Sigfús er í raun fyrsti íslenski ljósmynd- arinn sem við eigum eitthvað af myndum eftir sem sýna annað heldur en fólk. Hann hóf strax annars konar framleiðslu og var mikill braut- ryðjandi og frumkvöðull. Þannig er hann ekki bara fyrsti ljósmyndarinn sem tekst að hafa ljósmyndunina að lífsstarfi, heldur bryddar hann líka upp á mörgum nýjungum í grein- inni.“ Inga Lára nefnir sem dæmi stereóskóp- LJÓSMYNDIN Í EÐLI SÍNU ÞÉTTBÝLISFYRIRBÆRI Ljósmyndin er fastur þátt- ur ýmissa lykilviðburða sem verða á lífsleiðinni, sem og skráningarmiðill sögulegra viðburða. Það var þó ekki fyrr en um miðja 19. öld að fyrstu ljósmyndirnar voru tekn- ar hér á landi. ANNA SIGRÍÐUR EINARS- DÓTTIR fræddist um upp- hafsár ljósmyndarinnar hjá Ingu Láru Baldvins- dóttur, sem nýlega gaf út bókina Ljósmyndarar á Íslandi 1845–1945. Ljósmynd/Jón Guðmundsson Portrett-myndir af fólki fyrir framan bæi sína, eða á hestbaki, eru séríslenskt fyrirbæri. Myndin er af Jóhannesi Þórðarsyni pósti. Ljósmynd/Gunnhild Thorsteinsson Fiskverkakonur er meðal þeirra mynda Gunnhild sem settar voru á póstkort. Lítið af plötusafni hennar hefur varðveist og á hver mynda hennar því stóran þátt í þeirri heildarmynd sem veitt er af vinnu hennar. Myndin, líkt og aðrar myndir sem hér eru birtar, er í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Ljósmynd/Guðbjartur Ásgeirsson Hvíld frá síldveiðum 1938. Guðbjartur var matsveinn á togara og skapaði sér sérstöðu með ein- stæðum ljósmyndum af sjómennsku, lífi og starfi um borð og af skipastól landsmanna. Hann rak jafnframt framköllunarþjónustu í Hafnarfirði ásamt konu sinni, Herdísi Guðmundsdóttur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.