Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. DESEMBER 2001
The motor-barge is
at the bridge the
air lead
the broken ice
unmoving. A gull,
the eternal
gull, flies as
always, eyes alert
beak pointing
to the life-giving
water. Time
falters but for
the broad river-
craft which
low in the water
moves grad-
ually, edging
between the smeared
bulkheads,
churning a mild
wake, laboring
to push past
the construction
with its heavy load
WILLIAM CARLOS WILLIAMS (1883–1963)
THE MOTOR-BARGE
Mótorpramminn
við brúna
loftið blý
brotinn ísinn
hreyfingarlaus. Mávur,
hinn eilífi
mávur, flýgur sem
ætíð, augun hvesst
goggurinn veit
að gjöfulu
vatninu. Tímanum
fatast, að
breiðu árfleyinu
frátöldu sem
sigið vel
mjakast smám
saman, smokrar
sér milli smurðra
hliðanna,
rótar mjúkt
kjölfar, erfiðar
að þokast gegnum þrengslin
með sinn þunga farm.
MÓTORPRAMM
ÁRNI IBSEN ÞÝDDI
I
That is no country for old men. The young
In one another’s arms, birds in the trees
– Those dying generations – at their song,
The salmon falls, the mackerel-crowded seas,
Fish, flesh, or fowl, commend allsummer long
Whatever is begotten, born, and dies.
Caught in that sensual music all neglect
Monuments of unageing intellect.
II
An aged man is but a paltry thing,
A tattered coat upon a stick, unless
Soul clap its hands and sing, and louder sing
For every tatter in its mortal dress,
Nor is there singing school but studying
Monuments of its own magnificence–
And therefore I have sailed the seas and come
To the holy city of Byzantium.
III
O sages standing in God’s holy fire
As in the gold mosaic of am wall,
Come from the holy fire, perne in a gyre,
And be the singing-masters of my soul.
Consume my heart away; sick with desire
And fastened to a dying animal
It knows not what it is– and gather me
Into the artifice of eternity
IV
Once out of nature I shall never take
My bodily form from any natural thing,
But such a form as Grecian goldsmiths make
Of hammered gold and gold enamelling
To keep a drowsy Emperor awake;
Or set upon a golden bough to sing
To lords and ladies of Byzantium
Of what is past, or passing, or to come.
WILLIAM BUTLER YEATES (1865–1939)
SAILING TO BYZANTIUM
Öldungum er ei vært hér. Æskan ör
unir við faðmlög, heyrist kvak í trjám
– allt sem í brjóst er lagið feigð og fjör –
fiskur í sjó og stökkfrár lax í ám,
sumarlangt fagnar, fjöður, uggi, vör,
fæðingu og sköpun alls sem lokar brám.
Flæktir í söng þess unaðs allir smá
þau andans verk sem tíminn brotnar á.
Öldruðum manni fer sem frakka á stöng,
sá fugl er lítils virði ef sála hans
klappar ei saman lófum, lætur söng
lyftast æ hærra tötrum dauðlegs manns
– öll menning sækir mátt og reynsluföng
í meira en söngvatign síns eigin lands;
til helgrar Býsansborgar leið mín lá
er lagði ég á höfin djúp og blá.
Ó, vitringar sem glóið Guði hjá
sem gullin mósaíkveggmynd, stígið þér
niður úr eldi helgum, honum frá
í hringjum, æðri sönglist kennið mér.
Gleypið mitt hjarta er sér ei, sjúkt af þrá
samtvinnað feigri skepnu, hvert það er;
hrífið mig inn í heim þar sem ég skil
þá hugsýn gleggst að eilífðin er til.
Er sjálfs mín fjötrar fjúka út í vind
ei form ég sæki í náttúruna, en þá
slá gullsmiðshendur grískar úr mér mynd
sem geispa bægir keisaranum frá,
því smeltan grip má hamra af slíkri hind;
ef hátt ég sit ei gullnum kvisti á
syngjandi yfir Býsans hefðar-her
um það sem síðar verður, var og er.
HJÖRTUR PÁLSSON ÞÝDDI
SIGLING TIL BÝSANS
Á ANNAÐ hundrað þýðendur tóku þátt í ljóðaþýðingarsamkeppniLesbókar og Þýðingaseturs Háskóla Íslands. Hátt í tvö hundruðumslög bárust dómnefnd, í flestum þeirra voru eitt eða tvö þýddljóð en sum innihéldu þýðingar á mörgum ljóðum eða ljóðabálk-
um. Í fáeinum tilfellum voru nánast fullfrágengin bókarhandrit í bréfunum.
Þessi mikla þátttaka kom dómnefnd þægilega á óvart. Dómnefndin var
sammála um að þýðingarnar væru margar mjög frambærilegar og því var
úr vöndu að ráða þegar kom að því að viðurkenna sérstaklega þrjá þýð-
endur á íslenska tungu og einn þýðanda úr íslensku á erlent mál.
Verk um það bil tíu þýðenda á íslensku komu til greina en þegar upp var
staðið treysti dómnefndin sér ekki til að gera upp á milli þriggja þýðenda en
þeir reyndust vera Árni Ibsen, Hjörtur Pálsson og Ögmundur Bjarnason.
Allir hljóta þýðendurnir þrír viðurkenningu að upphæð kr. 50.000.
Árni þýðir níu ljóð eftir bandaríska skáldið William Carlos Williams,
Hjörtur ljóðið Sailing to Byzantium eftir írska skáldið William Butler Yeats
og Ögmundur nokkur ljóð eftir dönsk skáld, svo sem Emil Aarestrup, Fr.
Paludan-Müller og J.P. Jacobsen.
Allar eru þýðingarnar ákaflega vandaðar og tekst þýðendunum, hverjum
með sínum hætti, að koma formgerð, merkingu og andblæ frumtextanna til
skila á íslensku.
Margar athyglisverðar þýðingar á íslenskum ljóðum á erlend mál bárust
dómnefnd. Meðal þeirra mála sem þýtt var á eru þýska, rússneska, franska,
Norðurlandamál og enska.
Í þessum flokki hlýtur Hallberg Hallmundsson viðurkenningu fyrir ensk-
ar þýðingar á íslenskum ljóðum. Þýðingarnar eru gerðar eftir ljóðum önd-
vegisskálda frá nítjándu og tuttugustu öld og bera þess vitni að Hallberg
hefur óvenju góð tök á ljóðaþýðingum, jafnt háttbundnum sem öðrum. Þýð-
ingarnar eru nákvæmar að efni og formi og miðla sérkennum frumtextanna
prýðilega. Hallberg fær viðurkenningu að upphæð kr. 50.000.
Viðurkenningar verða afhentar á morgun, sunnudag, á lokahátíð ráð-
stefnu Þýðingaseturs Háskóla Íslands, Menningarmiðlun í ljóði og verki, en
hún fer fram í Borgarbókasafni, Grófarhúsinu.
Kristján Árnason
Sigurður Pálsson
Þröstur Helgason
ÁLIT
DÓMNEFNDAR
LJÓÐAÞÝÐINGASAMKEPPNI LESBÓKAR OG ÞÝÐINGASETURS HÍ