Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. DESEMBER 2001
Y
FIRLITSSÝNING sem ber
yfirskriftina „Íslensk mynd-
list á 20. öld“ verður opnuð í
Listasafni Íslands í dag. Þar
verða sýnd verk í eigu safns-
ins eftir 38 listamenn. Sýning-
unni er ætlað að gefa gestum
Listasafnsins kost á að öðlast
yfirlit yfir margt það helsta sem unnið hefur
verið í íslenskri myndlist um 100 ára skeið, og
er í sýningarskrá gerð grein fyrir stefnum og
straumum sem mótuðu íslenska myndlistar-
menn, jafnframt því sem verk þeirra eru sett í
innlent og erlent samhengi. „Sýningin spann-
ar breitt tímabil, fjallað er um brautryðjend-
urna í upphafi aldarinnar, expressjónismann á
fjórða áratugnum og afstraktlistina eftir stríð.
Þá eru sýnd nokkur verk eftir myndlistar-
menn sem talist geta fulltrúar þeirrar end-
urnýjunar sem varð í íslenskri listsköpun um
1965 með SÚM-hópnum og sýnum nokkra
fulltrúa „nýja málverksins“ frá því um 1980.
Það má því segja að sýningin feli í sér mjög
„ágripskennt“ ágrip af íslenskri listasögu á 20.
öld,“ segir Ólafur Kvaran listfræðingur og for-
stöðumaður safnsins. „Hér er ekki markmiðið
að gefa neina heildarmynd, til þess er hús-
næðið einfaldlega ekki nógu stórt, heldur er-
um við aðeins að stikla á mjög grófum dráttum
í listasögunni,“ bendir hann á.
Sýning í fimm hlutum
Sýningunni, sem ber yfirskriftina „Íslensk
myndlist á 20. öld“, er skipt í fimm hluta. Sá
fyrsti er kenndur við „Brautryðjendur í upp-
hafi 20. aldar“ og eru verk þar eftir tvo fyrstu
atvinnulistamenn sem störfuðu hér á landi,
þ.e. Þórarin B. Þorláksson og Ásgrím Jónsson.
Í hlutanum „Upphaf íslensks módernisma“
eru valin verk úr eigu safnsins eftir nokkra þá
listamenn sem settu mestan svip á íslenska
myndlist á fyrri hluta aldarinnar og áttu mest-
an þátt í að innleiða hér myndmál módernism-
ans. Er þar um að ræða verk eftir Jóhannes S.
Kjarval, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur,
Júlíönu Sveinsdóttur, Finn Jónsson, Jón Þor-
leifsson, Gunnlaug Blöndal, Ásmund Sveins-
son, Snorra Arinbjarnar, Gunnlaug Scheving,
Jóhann Briem og Jón Engil-
berts.
Í sýningarhlutanum
„Abstraktlist“ eru sýnishorn af
verkum þeirra listamanna sem
hurfu frá hlutbundinni myndlist
á stríðsárunum, en einkum þó
eftir síðari heimsstyrjöldina.
Myndlist þeirra endurspeglar
umbrotatíma stríðsáranna á Ís-
landi og aukin tengsl íslenskra
listamanna við umheiminn eftir
stríðið. Eru þar sýnd verk eftir
Svavar Guðnason, Þorvald
Skúlason, Sigurjón Ólafsson,
Nínu Tryggvadóttur, Kristján
Davíðsson, Valtý Pétursson, Ás-
gerði Búadóttur, Jóhannes Jó-
hannesson, Hörð Ágústsson,
Guðmundu Andresdóttur, Karl
Kvaran, Hjörleif Sigurðsson og
Gerði Helgadóttur.
„Nýraunsæi áttunda áratug-
arins“ er umfjöllunarefni fjórða
sýningarhlutans, og er þar að
finna verk fulltrúa þeirra nýju
strauma í íslenskri myndlist sem
komu fram á síðari hluta sjöunda
áratugarins undir áhrifum frá
popplist, konseptlist og flúxus-
hreyfingunni. Í verkum er horfið
frá formhyggju eftirstríðsáranna
til hins hlutbundna veruleika
samtímans líkt og sjá má í verk-
um Magnúsar Pálssonar, Braga
Ásgeirssonar, Jóns Gunnars
Árnasonar, Errós, Kristjáns
Guðmundssonar, Sigurðar Guð-
mundssonar, Hreins Friðfinns-
sonar og Magnúsar Tómassonar.
Í fimmta og síðasta sýningar-
hlutanum eru sýnd þrjú verk eft-
ir þrjá fulltrúa þess nýja og hlut-
bundna málverks sem fram kom
upp úr 1980, og er þar um að
ræða verk eftir Helga Þorgilds
Friðjónsson, Georg Guðna og Sigurð Árna
Sigurðsson.
Safneign Listasafns Íslands telur um níu
þúsund verk eftir íslenska og erlenda lista-
menn og leitast safnið við að veita almenningi
aðgang að þeim listsögulega arfi með reglu-
legum sýningum á afmörkuðum hlutum safn-
eignarinnar. Ólafur Kvaran bendir á að vanda-
samt geti verið að skipuleggja sýningar
þannig að sögu og þróun myndlistarinnar á Ís-
landi séu gerð góð skil. „Meginmarkmiðið með
þessari sýningu er að sýna ákveðið flæði í
listasögunni frá aldamótum og fram til 1980.
Þá skiptast á ákveðnir kaflar, og sýnum við
fyrst og fremst fulltrúa þess. Takmarkað sýn-
ingarrýmið í safninu kallar á afmarkað val.
Sýning á borð við þessa getur því ekki end-
urpeglað listasöguna eða safneignina með öll-
um sínum litbrigðum og margbreytileika.
Hins vegar verður að gæta þess að sýningin
verði ekki of ágripskennd, því þá segir hún
ekkert. Við mörkum okkur áherslur vandlega
út frá því rými sem við höfum og gætum þess
að sýningin svari ákveðnum spurningum, eins
og um upphaf íslenskrar landslagslistar um
aldamótin, um expressjónismann á fjórða ára-
tugnum, um abstraktlistina og SÚM-hreyf-
inguna,“ segir Ólafur. „Okkar viðleitni hér er
að fjalla um meginkaflana í íslenskri listasögu
á síðustu öld. En með hverri sýningu, og
hverri samsetningu, verður jafnframt til
ákveðið samtal milli verka, höfunda og tíma-
bila. Það er þessi samanburður og þetta sam-
tal sem gerir yfirlitssýningar á borð við þessa
kannski hvað mest spennandi,“ segir Ólafur að
lokum.
Sýningin Íslensk myndlist á 20. öld stendur
til 15 janúar og er safnið opið frá 11 til 17 alla
daga nema mánudaga. Yfir hátíðarnar verður
safnið lokað frá 20. desember til 2. janúar.
SAMTAL MILLI VERKA,
HÖFUNDA OG TÍMABILA
Með sýningunni „Íslensk myndlist á 20. öld“ sem
verður opnuð í Listasafni Íslands í dag er brugðið upp
mynd af íslenskri listasögu á öldinni í grófum dráttum.
Þar gefur að líta allt frá málverkum brautryðjend-
anna, frumkvöðlum módernismans, til endurnýjandi
verka SÚM-hreyfingarinnar og „nýja málverksins“.
Jón Engilberts (1908–1972): „Kvöld í sjávarþorpi“, 1937.
Karl Kvaran (1924–1989): „Orka“, 1978–79.
Kristín Jónsdóttir (1888–1959): „Við þvottalaugarnar“, 1931.