Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. DESEMBER 2001 Í SLAND er eyja og hefur allt frá því á dögum þjóðernissinnaðrar sjálfstæðis- baráttu 19. aldar skilgreint sérstöðu sína, menningarlega sem aðra, með samanburði við útlönd. Upphaflega andstæðan var íslenskt – danskt, þ.e. það var þjóðlegt sem ekki var danskt. Samanburðurinn var grundvöllur að- skilnaðarstefnunnar. Hugmyndir um það að Íslendingar eigi í menningarlegri varnarbar- áttu eiga sömuleiðis rætur að rekja til þjóðern- ishugmynda 19. aldar. Þá var sett fram sú staðhæfing að vegna þess hversu „fá og smá“ við værum gætum við aldrei keppt við aðrar þjóðir á grundvelli styrkleika heldur hlyti það að vera á forsendum sérstöðu. Þegar leggja skyldi nýjan, þjóðlegan grunn að sjónmenn- ingu okkar, þá reyndi pennavinur Jóns Sig- urðssonar, Sigurður Guðmundsson, „málara- auminginn sem dó úr bjúg og tæringu“ 41 árs gamall árið 1874, að halda á lofti innlendri handverkshefð. Það var þó lítill skilningur meðal samtímamanna á hugmyndum hans (ekki frekar en þeim sem hann setti fram um útivistarsvæði og sundlaug í Laugardal) og því varð það landslagsrómantíkin innflutta sem myndaði grunn þjóðlegrar listar með fyrstu kynslóð íslenskra atvinnumyndlistarmanna um aldamótin 1900. Því hefur jafnvel verið haldið fram að „íslenskt landslag sé eina svæð- ið sem íslenskir myndlistarmenn hafa helgað sér. Og ef landslagið dugir ekki, þá tína menn til ljósið“.1) Fyrir utan landslag og ljós freistast margir til að bæta við þriðja l-inu, ljóðrænu, sem þjóðareinkenni íslenskrar myndlistar á nýliðinni öld. Ljóðrænan hefur reyndar verið skilgreind mjög vítt í samhengi íslenskrar listasögu og talin birtast í gegnum ólíka miðla og aðferðir á ýmsum tímum, á meðan landslag og ljós hefur einkum verið notað í samhengi málverksins. Á myndlistarþingi í Gerðubergi árið 1992 hélt Þorvaldur Þorsteinsson erindi sem mörg- um er minnisstætt. Þar hélt hann því m.a. fram að íslenskir myndlistarmenn streittust „við að láta verkin tala svo að þeir gætu þagað sjálfir“ og tiltók því til stuðnings tugi tilvitnana í koll- ega sína úr nýlegum blaðaviðtölum þar sem þeir voru spurðir út í verk sín. Flestar tilvitnanirnar voru tilbrigði við stef- ið „ég-er-að-fást-við-tilfinningar-mínar“. Enn- fremur fullyrti Þorvaldur að þorri íslenskra myndlistarmanna ynni ekki „með þeirri með- vitund sem vinnan og aðstæðurnar krefðust heldur í þessu óskilgreinda ábyrgðarlausa miðilsástandi sem gerir allar tilraunir til mál- efnalegrar rökræðu um verkin kjánalegar og sveipar þau þægilegri dulúðarslikju“.2) Þótt ís- lenskir myndlistarmenn skírskoti ekki í sama mæli til tilfinningatjáningar í dag og fyrir ára- tug fær hin lífseiga íslenska rómantík útrás eftir öðrum leiðum. Vísun í náttúruna stendur ávallt fyrir sínu og hefur sumpart komið í stað skírskotana til tilfinninga, auk þess má benda á mikla fjölgun barnæskuminna (sbr. einnig bókmenntir), nokkuð sem bendir raunar til þess að tíminn hafi fengið aukið vægi í mynd- listinni, til jafns við yfirburðastöðu alltumlykj- andi rýmisins. „Heimildir“ samtímamyndlist- armanns geta þó verið af ýmsum toga, þannig getur hið persónulega og nálæga „ég“ lista- mannsins allt eins verið sótt í ólistrænar fjöl- skylduljósmyndir bláókunnugs fólks. Íslenskir myndlistarmenn hafa á öllum tím- um tekið mið af alþjóðlegri tækni og aðferða- fræði í verkum sínum. Hins vegar má segja að þeir hafi – a.m.k. framan af öldinni – fremur verið opnir fyrir formrænum nýjungum en stefnum sem fylgdu mikil hugmyndakerfi. Sé litið á dæmi blómstraði hér formrænn express- jónismi í öllum regnbogans litum á fyrstu ára- tugum 20. aldar en litlar sem engar samfélags- legar forsendur voru í sveitaþorpinu Reykjavík, með kálgörðum við hvert hús, til að taka á móti hugmyndafræði erlendra stórborg- arlistastefna sem höfðu sem grunntón myrka og neikvæða sýn á nútímasamfélagið líkt og t.d. dadaismi, súrrealismi og tilvistarlegur ex- pressjónismi. Þá má einnig benda á það sem hluta af eymenningarlegri sérstöðu að braut- ryðjendur íslenskrar myndlistar fylgdu ekki nema að litlu leyti norrænni hefð í lýsandi raunsæi. Erlendir gagnrýnendur fyrri tíma furðuðu sig raunar á því að myndlist bók- menntaþjóðarinnar væri ekki bókmenntaleg, til að mynda hvorki myndskreytingar á forn- um bókum né þjóðháttalýsingar. Þegar farið var að einhverju marki að rýna fræðilega í íslenska listasögu á 5. áratugnum – og bent á þau augljósu sannindi að íslenskir listamenn hafa ávallt sótt sér mikilvægan þroska, reynslu og áhrif í smiðju erlendra sam- tímahreyfinga og einstakra listamanna – þá stóð ekki á harkalegum viðbrögðum þjóðlegri nútímalist til varnar, eins og það var kallað. „Kommúnisti einn, lítt vanur ritstörfum (hér mun átt við Björn Th. Björnsson listfræðing – innskot höf.), hefur nýlega haldið fram þeirri meinloku varðandi uppeldi og listþróun Ás- gríms málara Jónssonar að Á. J. hafi verið eins konar lærisveinn nokkurra franskra málara og geðbilaðs málara í Hollandi. Hið sanna um uppeldi Ásgríms sem málara er að hann varð fyrir sterkum og varanlegum áhrifum af forn- bókmenntum og hinni stórfenglegu náttúru- fegurð ættjarðar sinnar.“3) Höfundur tilvitn- unarinnar hér að ofan, þingmaður bænda og einangrunarsinninn Jónas Jónsson frá Hriflu, var tvímælalaust sá sem gekk harðast fram í því á millistríðsárunum að halda á lofti sjón- armiðum hefðarinnar, sem í hans augum fólst aðallega í rómantískum natúralisma gegn hvers kyns útlendum formalisma. Sem for- maður menntamálaráðs sat Jónas í áraraðir í forsvari þeirrar nefndar sem hafði með hönd- um innkaup listaverka fyrir íslenska ríkið og gat með því haft umtalsverð áhrif á hlutskipti íslenskra myndlistarmanna. Dæmi eru um að innkaupanefnd ríkisins hafi keypt í stórum stíl „þjóðleg“ verk eftir myndlistarmenn sem síðan hafa sjaldan eða aldrei verið tekin upp úr kjall- arageymslum Listasafns Íslands. Það má eflaust færa að því listasöguleg rök að deilur 4. og 5. áratugarins milli málsvara hefðarinnar, þeirra sem boðuðu rómantískt þjóðlegt afturhvarf, og boðbera nýrra rót- tækra viðhorfa í listum hér á landi séu að öllum líkindum inngangur að nútímanum í íslenskum myndlistarheimi. Með abstraktinu rétt fyrir 1950 skerpist síð- an togstreitan Ísland – útlönd eða þjóðholl – óþjóðleg list enn frekar. Það hefur raunar löngum borið við í íslenskum myndlistarheimi að það nýjasta hefur verið talið erlend tísku- stefna, tiktúra sem gengur yfir. Síðan þegar það nýja sýnir ekki á sér fararsnið finna menn í því íslensku elementin; m.a. ljóðrænuna. Að því marki sem nútíminn í íslenskum myndlistarheimi er innfluttur má kannski segja að það sé táknrænt að þegar deilur um ÍSLAND – ÚTLAND HEIMSVELDI HINNAR ÍSLENSKU BAÐSTOFU Morgunblaðið/GolliHverra manna ertu? E F T I R A U Ð I Ó L A F S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.