Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Jonathan Frazen átti líklega inn-
komu ársins í bandarískan bók-
menntaheim með skáldsögunni
The Corrections (Bót og betrun).
Gagnrýnendur á fjölmörgum
miðlum hafa haft stór orð um
ágæti skáldsögunnar og mun það
ekki hafa dregið úr athyglinni
sem bókin hefur hlotið að sjón-
varpskonan Oprah Winfrey valdi
hana í hinn mjög svo söluörvandi
bókaklúbb sinn. Nýverið hlaut
skáldsagan bandarísku bók-
menntaverðlaunin „National
Book Award“ og trónir hún í
öðru sæti ritstjórnarlista bóka-
vefsins Amazon.com yfir bestu
bækur ársins.
Skáldsagan hefur verið sögð
brúa bilið milli póstmódernísks
merkingarspils og gamaldags
sagnalistar, en þar er sögð saga
tilfinningalega heftrar fjölskyldu
úr Miðvesturríkum Bandaríkj-
anna. Bókin tekur, að sögn um-
sagnaraðila, á hnyttinn hátt á
fjölmörgum brýnum spurningum
er varða bandarískan og vest-
rænan samtíma.
Litháar ósammála Frazen
Ofangreind skáldsaga Jonathans
Frazen, The Corrections, hefur
valdið nokkru fjaðrafoki í Lithá-
en, en sagan gerist að hluta til
þar í landi og dregur upp dökka
mynd af glæpamenguðum og
spilltum borgum landsins. Að því
er fram kemur á fréttavef BBC,
hefur Vygaudas Usackas, sendi-
herra Litháa í Bandaríkjunum,
ritað Frazen bréf þar sem hann
segist harma þá mynd sem dreg-
in er upp af landinu. Þá hefur
hann, að sögn baltnesku frétta-
stofunnar BNS, boðið höfund-
inum að heimsækja Litháen til að
upplifa land og þjóð í réttri
mynd. Forstöðumaður samfélags
Litháa í New York hefur sömu-
leiðis látið í ljós óánægju með
ímynd landsins í bókinni og bent
á andstætt við það sem haldið er
fram í bókinni, borði Litháar ekki
hrossakjöt í stórum stíl. Hafa
fleiri komið fram og sagt þá
mynd sem dregin er upp í bókinni
eiga sér takmaraða stoð í veru-
leikanum. Útgefendur Frazens
hafa reynt að svara gagnrýninni
með þeim orðum að höfundurinn
hafa ekki leitast við að draga upp
raunsanna mynd af Litháen, sem
hann hafi valið af handahófi sem
fulltrúa austur-evrópskra landa.
Þrjár bestu að mati Amazon
Efsta sætið á ristjórnarlista bóka-
vefsins Amazon.com yfir hundr-
að bestu bækur ársins 2001 verm-
ir skáldsagan Peace Like a River
(Friðarfljót) sem er fyrsta bók
bandaríska rithöfundarins Leif
Enger. Sagan er sögð frá sjón-
arhóli ellefu ára drengs sem elst
upp í smábæ í Minnesota-fylki í
Bandaríkjunum í kringum 1962.
Sagan er sögð hafa yfir sér ljóð-
rænan andblæ hinna víð-
áttumiklu slétta svæðisins, jafn-
framt því sem Enger tengir
frásagnarhátt sinn þjóðsagn-
arballöðum í anda villta vesturs-
ins.
Í öðru sæti listans er sem fyrr
segir The Corrections eftir Jon-
athan Frazer en í því þriðja situr
Nickel and Dime: On (Not) Gett-
ing By in America (Túkall með
gati: Um afkomu(leysi) í Am-
eríku) eftir greinarhöfundinn og
menningarrýninn Barböru
Ehrenreich. Þar dregur höf-
undur hina ósýnulegu stétt fát-
rækra Bandaríkjamanna fram í
dagsljósið – en rannsóknarvinn-
una vann höfundur með því að
gegna láglaunastörfum víða um
landið um tveggja ára skeið.
ERLENDAR
BÆKUR
Frazen vekur
athygli
É
G VAR ekki hár í loftinu þegar
pabbi tók mig með sér á Laug-
ardalsvöllinn til að horfa á ís-
lenska landsliðið í knattspyrnu
keppa við það austur-þýska. Ís-
land vann leikinn með tveimur
mörkum gegn einu, Ásgeir Sig-
urvinsson skoraði annað markið
og Jóhannes Eðvaldsson það síðara, með hjól-
hestaspyrnu, sagði pabbi mér. Ég sá ekki þetta
glæsilega mark með eigin augum, var að virða
fyrir mér máf sem sat á bita undir þakinu á stúk-
unni, og man enn þá eftir þessari sérkennilegu
tilfinningu þegar ég heyrði fagnaðarlætin, leit út
á völlinn og áttaði mig smátt og smátt á að ég
fengi ekki tækifæri til að sjá markið endursýnt
eins og ég var vanur þegar ég horfði á leiki í
sjónvarpinu heima í stofu. Þetta var raunveru-
leikinn, ekki bein útsending. Það birtist ekkert
stórt R í hægra horninu efst, leikurinn hófst að
nýju, máfurinn breiddi út vængina og sveif aftur
af stað.
Svo liðu árin, það tognaði úr mér og ég settist
á skólabekk í Bandaríkjunum. Síðdegis á laug-
ardögum kveikti ég á sjónvarpinu og fylgdist
með keppni í ruðningi. Þetta virtist í fyrstu vera
villimannleg íþrótt en ég heillaðist brátt af þeirri
legu tilfinningu þegar það rann upp fyrir mér að
leikhléinu sjálfu hlyti að vera lokið á vellinum
þótt auglýsingarnar stæðu enn yfir á skjánum.
Þetta var bein útsending, ekki raunveruleikinn.
Vafalítið biðu leikmennirnir eftir því að auglýs-
ingunum lyki svo þeir gætu hjólað hver í annan.
Hér var spilað eftir leikreglum miðilsins fremur
en íþróttarinnar.
Í hve miklum mæli hafa og geta beinar út-
sendingar í sjónvarpi mótað raunveruleikann og
þau lögmál sem þar ríkja? Mér skilst að fyr-
irhugað sé að stytta lotur í badminton til að gera
íþróttina að betra sjónvarpsefni. Útsendingar
frá ýmsum menningar- og listviðburðum hafa
með sambærilegum hætti mótað dagskrá og
skipulag þessara viðburða. Og það er líka viss-
ara. Sjónvarp frá afhendingu Edduverð-
launanna fyrr í haust er víti til varnaðar í þessu
efni. Við skipulag dagskrárinnar gerðu menn
ekki upp við sig hvort um væri að ræða viðburð á
Broadway eða útsendingu í sjónvarpi. Kynnar
kvöldsins voru ekki vissir um hvort þeim væri
ætlað að ávarpa fólkið í salnum eða áhorfendur
heima í stofu. Þess vegna voru þeir svona tví-
stígandi ... milli raunveruleikans og fjölmiðilsins.
herkænsku sem þjálfarar bestu liðanna beittu.
Þeir gátu á skammri stundu snúið tapaðri orr-
ustu í sigur. Í hvert skipti sem boltinn er úr leik
er klukkan stöðvuð; það getur tekið hálfa
klukkustund að ljúka fimm mínútna leikkafla. Í
hinum fjölmörgu leikhléum eru sýndar auglýs-
ingar og ég man enn þá eftir þessari sérkenni-
FJÖLMIÐLAR
J Ó N K A R L H E L G A S O N
BEIN EÐA ÓBEIN ÚTSENDING
Í h v e m i k l u m m æ l i
h a f a o g g e t a b e i n a r
ú t s e n d i n g a r í s j ó n -
v a r p i m ó t a ð r a u n -
v e r u l e i k a n n o g þ a u
l ö g m á l s e m þ a r r í k j a ?
M é r s k i l s t a ð f y r i r -
h u g a ð s é a ð s t y t t a l o t -
u r í b a d m i n t o n t i l a ð
g e r a í þ r ó t t i n a a ð
b e t r a s j ó n v a r p s e f n i .
ÞAÐ er athygli vert að á Íslandi
hefur í tæpar tvær aldir verið nægi-
lega stór hópur manna úr flestum
stéttum þjóðfélagsins til að halda
uppi fræðafélagi eins og Hinu ís-
lenzka bókmenntafélagi, þ.á m. út-
gáfu tímarits eins og Skírnis. Einn
megintilgangur félagsins var að
koma í veg fyrir skiptingu þjóð-
arinnar í ólíka menningarheima,
þannig að þar myndist annars veg-
ar hástétt með aðgangi að æðri
menntun og svo á hinn bóginn lág-
stétt sem fari á mis við slík gæði.
Þess vegna er nauðsynlegt að sem
flestir þegnar þjóðfélagsins, helzt
allir, séu virkir þátttakendur á sem
flestum sviðum. Vísbendingar eru
um að þetta sé að breytast. Nokkur
hluti þjóðarinnar virðist hafa geng-
ið yfirborðslegri afþreyingu á hönd
og forðast átök við hin flóknari við-
fangsefni, en engum getum skal að
því leitt hvar það endar. Hitt verða
menn að gera sér ljóst að í síbreyti-
legum heimi verður almenn mennt-
un og aðferðir við að afla þekk-
ingar sífellt mikilvægari til þess að
bregðast við óvæntum aðstæðum.
Það er og hefur verið meginhlut-
verk Bókmenntafélagsins og tíma-
rits þess, Skírnis, að halda uppi
merki almennrar menntunar þannig
að öll þjóðin verði ein menning-
arleg heild á grundvelli eigin hefð-
ar með fjölmenningarlegu ívafi. Og
þeirri stefnu mun Skírnir halda
meðan nægilega stór hópur þjóð-
arinnar veitir honum fulltingi til
þess.
Sigurður Líndal
Skírni
Getuleysi útgefenda?
Mér virðist getuleysi útgefenda
helst líkjast því sem Hume nefndi
getuleysi skynseminnar. Markmiðið
er skýrt skilgreint en ótal atriði
trufla verkið. Fullyrðingu hans verð-
ur að afsanna í verki líkt og fjöldi
heimspekinga hefur gert, svo sem
almennt, með því að halda fram
mætti skynseminnar og beita henni
til að finna greiðari leiðir að tak-
markinu. Takist það fjölgar útgáfum
og vinna af þessu tagi verður um
leið áhugaverð fyrir upprennandi
fræðimenn, enda mun koma á
daginn að hún er skemmtileg og
gefandi en ekki bara þraut og pína
sem engir aðrir hafa áhuga á. Það
vantar jákvætt fólk til útgáfustarfa
og má geta þess að árlega hefja
hundrað nemendur nám í íslensku
og sagnfræði við Háskóla Íslands,
en eins og sakir standa fýsir varla
nema einn þeirra þremur árum síð-
ar að leggja fyrir sig útgáfu á text-
um. Þessu þarf að breyta eigi fornir
textar að halda lífi.
Már Jónsson
Skírni
Morgunblaðið/Sverrir
Er mælirinn fullur?
MÁL SKÍRNIS
I Verðstríðið á bókamarkaðnum fyrir þessi jólinhefur tekið á sig ýmsar myndir. Mestur af-
sláttur er gefinn í stórmörkuðunum og verðið í
dag er annað en verðið í gær. Verðið á morgun
er síðan óráðin gáta. Vitað er að í mörgun til-
fellum tapa stórmarkaðirnir á bóksölunni en
eitthvað hljóta þeir að telja sig hafa gott af
henni því annars væru þeir varla að þessu.
Varla skiptir það kaupendur nokkru máli hvar
bókin er keypt, nema að enginn lætur sjálfvilj-
ugur hafa sig að því fífli að kaupa bókina dýrari
en þörf er á einfaldlega vegna þess að andrúms-
loftið í bókabúðunum er svo miklu menning-
arlegra en í stórmörkuðunum.
Það eru hallærisleg rök með afbrigðum að
bókakaup þurfi að eiga sér stað með einhverju
sérstöku menningarlegu yfirbragði; í því efni sé
þá flottast að kaupa aðeins bækur hjá forn-
bókasölum og best sé að vera málkunnugur forn-
bókasalanum og viðræðuhæfur um þessa og hina
frumútgáfuna, þá er bókvitið hafið yfir allan
vafa.
IIStórmarkaðirnir höfða til viðskiptavinasinna með því að bjóða stórfelldan afslátt.
urnar koma út í lok september. Síðan hver af
annarri þar til bókaflóðið nær hámarki undir
lok nóvember og í byrjun desember.
IVNýjar bækur eru umræðuefni manna ámeðal þessar vikur fyrir jólin og fjölmiðl-
arnir sýna bókunum meiri áhuga og veita þeim
meiri umfjöllun en nokkurn annan tíma ársins.
Þetta er skemmtilegt. Þó er viðkvæðið jafnan að
„jólabókaflóðið“ sé svo yfirþyrmandi og hvort
ekki væri miklu betra ef bókaútgáfan væri jafn-
ari allt árið. Vissulega koma bækur út á öðrum
tímum ársins, fleiri en fyrir nokkrum árum, en
nóvember og desember eru engu að síður bóka-
mánuðirnir. Það er eitt af því sem gerir þann
tíma tilhlökkunarverðan. Bókaútgefendur ættu
að leggja af tvískinnunginn gagnvart bókaflóð-
inu og taka heldur höndum saman um að hefja
það á þann stall sem þeir í raun hafa tyllt því á;
í stað þess að taka undir þau rök – að minnsta
kosti í orði – að betra væri að dreifa útgáfunni
yfir árið. Af hverju gera þeir það þá ekki? Ráða
þeir því ekki sjálfir hvenær bækurnar koma út?
Eða eru þeir leiksoppar markaðarins? Reköld í
flóðinu?
Bókaverslanirnar bjóða einnig afslátt en hluti af
söluumhverfi þeirra er fólginn í því andrúmslofti
sem umlykur viðskiptavininn í bókaversluninni.
Andrúmsloft fræða og visku, þar sem starfsfólkið
býr yfir sérhæfðri þekkingu um vöruna. Þá er fyr-
ir jólin boðið upp á alls kyns kynningar,
skemmtiatriði og upplestur, eins og það sé eftir-
sóknarverðast við bókakaup að hlusta á ein-
hvern syngja jólalag eða hlýða á höfunda lesa úr
bókum sínum. Allt gengur þetta út frá þeirri
grunnforsendu, að innkaup séu leiðinleg í sjálfu
sér og eitthvað meira þurfi til að laða að við-
skiptavinina. Þó eru áreiðanlega margir þannig
sinnaðir að þeim líkar best þögn og rólegheit við
bókakaup og geta óáreittir fikrað sig fram að
niðurstöðu um hvaða bók skuli kaupa.
IIIBækur eru eins og hver önnur vara og sölu-tíminn er þessar 4–6 vikur fyrir jólin og
engir eru jafn meðvitaðir um það og bókaútgef-
endur. Þeir miða alla sína starfsemi nánast við
þessar vikur og allt árið á undan eru höfundar
þeirra, ritstjórar og útgáfustjórar að undirbúa
vertíðina. Seinni hluta sumars fer að kvisast út
hvaða bækur séu væntanlegar og fyrstu bæk-
NEÐANMÁLS