Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001 3 MATTHÍAS JOHANNESSEN FRÁ BYRJUN (BROT) Manstu þegar við spegluðum andlit okkar í vatninu og vindurinn gáraði vatnið manstu þegar við spegluðum mynd okkar í himninum og vindurinn gáraði himininn manstu þegar við önduðum að okkur ilmi af skógi og rótum og andvarinn gáraði laufgrænar fléttur þá vorum við ung eins og öskrið í frumskóginum, andlit þitt óx inní augu mín eins og himinn að vatnsgráu logni. ____ Svo hnígur nótt að nýjum björtum degi og nóttlaust hverfur landið með þér inn í draum sem fylgir vegalausum vegi þíns vinalega athvarfs nú um sinn og þó að sólin sígi hægt að vogum það sízt af öllu truflar þessa jörð á löngu ferli dags sem deyr í logum eins og draumkennd minning gleymd við rakan svörð, samt vaxa af hennar rótum blóm sem bíða síns bleika hausts er fölnar sól á ný en draumur þinn er sorglaus sumarblíða og söngur fugls sem kviknar eins og mý, ég þrýsti hönd við lófa minn og leiði þig langan spöl um draum sem varir enn og þó að dauðinn vetrarvæng sinn breiði á visnuð blöð og skóg sem hverfur senn þá finn ég þína hönd í hendi minni og hvíslið sunnanblær við eyra mitt því ástin hefur allt í hendi sinni og allt mitt líf er skuld við hjarta þitt. Ljóðið hefur ekki birst áður. FORSÍÐUMYNDIN er af hluta jólakorts, sem Jóhannes S. Kjarval listmálari sendi vini sínum Kristjáni Kristjánssyni, bílakóngi á Akureyri. Á bls. 12 og 13 er greinin: Kort- in frá Kjarval. Hann nærist á góðum minningum nefnist ný skáldsaga Matthíasar Johann- essen. Hann gefur einnig út ljóðaúrval á þessu hausti sem Silja Aðalsteinsdóttir valdi. Þröstur Helgason ræðir við Matthías um bækurnar og skáldskapinn. Í fótspor Jóns Trausta nefnist grein Aðalgeirs Kristjánssonar þar sem rakin eru textatengsl milli verka Jóns Trausta og Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Yfir Ebrofljótið nefnist ný skáldsaga Álfrúnar Gunnlaugs- dóttur. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræðir við Álfrúnu um bókina. Alþjóðavæðingin er til umfjöllunar í grein Guðmundar Hálf- danarsonar í greinaflokknum Ísland – Út- land. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 5 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI J ÓL! Er til nokkurt orð sem hlýjar manni eins um hjartarætur? Umsvifalaust fer barnið í manni á kreik, þetta ómálga barn sem kann bara að skríkja, hlæja og syngja. Langtímum saman er það læst inni í herbergi sínu upp á vatn og brauð án þess að fá að hitta nokkra lifandi sálu. Ég veit dæmi þess að sum barnanna þurfa ekki aðeins að hírast innilokuð dögum eða vikum saman, heldur svo mánuðum skipt- ir, jafnvel árum. Oft eru það blessuð jólin sem koma þessum gleymdu börnum til bjargar. Þá hrekkur galdralæsingin upp og börn á öllum aldri koma hlaupandi nið- ur stiga, fram ganga og ranghala, skríkj- andi með ljós í augum og útbreiddan faðm- inn. Ekki er að sjá að þau erfi þessa hrottalegu meðferð við nokkurn mann heldur taka þau umyrðalaust að hjálpa til við hvert það verk sem verið er að vinna. Uppþvottur, bakstur, skúringar, tiltekt, skreytingar, innkaup verða leikur einn með aðstoð þessara barna sem alltaf eru í góðu skapi á hverju sem gengur. Þau eru sannarlega betri en engin þegar hliðra þarf til, miðla málum og sætta ólík sjón- armið við hátíðarhaldið, fá nýjar hug- myndir í kortagerð og föndri, velja jóla- pappír og merkispjöld og ákveða hvort nota eigi silfur- eða gullþráð. Þau hnippa svo í mann í öllu atinu og segja að nú sé tími til kominn að setjast niður og fá sér piparkökur og jólaöl, og ef maður bregst ekki skjótt við þessum tilmælum grípa þau traustataki í föt manns og hanga þar og hanga þar til maður lætur loks undan. Þegar önnur piparkakan bráðnar uppi í manni taka minningarnar að streyma. Já, manstu ilminn af bréfinu utan um eplin í kassanum niðri í kjallara, manstu hvað maður var alltaf að bjóðast til að ná í eitthvað þangað niður og læsti á eftir sér? Manstu þegar við vorum að skoða loðnu lappirnar á rjúpunum sem héngu á veggn- um í þvottahúsinu og þegar við skárum tvær af og geymdum undir koddanum til að strjúka fyrir svefninn? Manstu stóru skautana og skrítna skíðasleðann sem við fundum einu sinni undir drasli bakvið gamla skápinn og stálumst til að prófa? Og fórum alla leið á löngu tjörnina bakvið hól- inn, stráðum snjósáldri á svellið og höm- uðumt alveg fram í myrkur, nema hvað það var ekkert myrkur bara flennibjart tunglskin og það gneistaði og lýsti svo skemmtilega af svellinu að við ætluðum aldrei að geta hætt. Svo komu norðurljósin og við lögðumst á svellið, störðum og störðum og fengum fiðring í magann eins og maður væri að fara niður brekku á ofsa- hraða. Við stóðum ekki upp fyrr en við sáum stjörnuhrapið, því það fannst okkur svo sorglegt. Þegar við komum inn á eftir ísköld á puttunum og tánum og fengum kakó og hálfmána með sveskjusultu? Manstu þegar við vorum að velja jóla- gjafir handa mömmu og spurðum pabba? Veriði bara þæg við hana mömmu ykkar, sagði hann, það er besta jólagjöfin. Og manstu hvað hann varð skrítinn á svipinn þegar þú sagðir: Af hverju ert þú þá ekki bara þægur við hana sjálfur? Manstu hvað við vönduðum okkur að velja jólagjafir handa Bjössa frænda og Siggu frænku og hvað við veltum þeim lengi fyrir okkur þegar við komum heim? Þær voru svo fallegar að á endanum tímd- um við ekki að láta þær frá okkur og gáf- um hvort öðru í jólagjöf. Manstu þegar pabbi og mamma voru að setja upp músa- stigana og gátu aldrei ákveðið sig hvaða litur ætti að vera í hverju herbergi? Á end- anum fór mamma að gráta og sagðist ætla að hætta við að halda jól, það væri hvort sem er aldrei hægt að vera sammála um neitt sem ætti að gera, og við störðum á pabba sem stóð enn uppi á stól með lang- an, grænan músastiga í hendinni og við fórum þá líka að gráta og grétum öll í kór. Og pabba varð svo bilt við að hann datt niður af stólnum og lenti á borðinu sem fór um koll og hann fleytti kerlingar á eftir. Og þegar hann lá endilangur á gófinu byrj- aði hann að hlæja eins og fífl og við gátum ekki annað en farið að hlæja með honum. Og manstu endalausan aðfangadaginn þegar þú hamaðist við að sópa og sópa, og ég mokaði snjó eins og vitlaus maður með stóru skóflunni þangað til ég var búinn að fá blöðrur í lófana og sveið alveg brjál- æðislega þegar ég fór í bað? Manstu hjart- sláttinn við þuklið á hörðu pökkunum í kringum jólatréð þegar við vorum ein í stofunni fyrir matinn? Og eldgömlu, öm- urlegu ættjarðarlögin, alla borðsiðina og upplesturinn úr stóru bókinni þegar ég beit svo fast í glasið að það brotnaði og fór að blæða úr vörinni og allt uppistandið? Manstu hvað ég var ergilegur yfir því að þú fékkst alltaf að lesa á pakkana, meira að segja þegar þú kunnir ekkert að lesa? Það mátti aldrei skemma pappírinn þegar verið var að taka utan af, heldur strjúka hann og brjóta eftir kúnstarinnar reglum. Og manstu hver var alltaf svo lengi að þessu að maður var alveg að brjálast? Manstu hver sagði alltaf: Einmitt það sem mig vantaði – einmitt sem mig vantaði? Og andvarpið þegar búið var að taka upp síð- asta pakkann? Hvað maður var allur ynd- islega heitur og saddur, og þó ekki saddur. Og þegar maður teygði úr sér uppi í rúmi á eftir með fulla dós af konfekti og fór að tala við Jonna, Dísu og Kíkí? Og sælan þegar maður sofnaði með bókina í fanginu. MANSTU RABB E Y S T E I N N B J Ö R N S S O N e y s t b @ i s m e n n t . i s Cyranó de Bergerac verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu annan í jólum. Hávar Sigurjónsson fór á æfingu. Engey brosir við þér nefnist grein Baldurs Hafstað um þessa sögufrægu eyju. Einkum er staldrað við nítjándu öldina sem kalla má blómaskeið byggðarsögu eyjarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.