Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001 Á LFRÚN Gunnlaugsdóttir rithöfundur hélt til náms á Spáni þegar einræðisherr- ann Franco var enn við völd. Á þeim árum sem hún dvaldi þar við nám kynntist hún vel þeim veruleika sem fólk í ein- ræðisríkjum þarf að búa við. Veruleika þar sem bannað er að ræða og rannsaka ákveðna hluti á yfirborði samfélagsmyndarinnar, en undir þessu sama yfirborði neytir fólk samt allra bragða til að afla sér upplýsinga um um- heiminn og gera sínum eigin heimi viðunandi skil. Í nýútkominni bók sinni Yfir Ebrofljótið, segir Álfrún sögu þeirra miklu átaka sem voru undanfari þess að fasismi náði yfirhöndinni á Spáni. Saga hennar rekur einnig að nokkru leyti þau hugmyndafræðilegu átök sem voru undanfari heimsstyrjaldarinnar síðari og kalda stríðsins sem kom í kjölfarið. Sjón- arhorninu er þó fyrst og fremst beint að því sem snýr að einstaklingnum í slíkum hild- arleik og öðrum þræði er verk Álfrúnar saga þeirra sem oft verða útundan á spjöldum mannkynssögunnar. Hún segir af örlögum þeirra sem voru tilbúnir til að láta líf sitt fyrir hugsjón sem þeir töldu skipta sköpum í heim- inum, en urðu að lokum einungis leiksoppar ytri afla sem þeir höfðu enga yfirsýn yfir. Afstæði stríðsins og afleiðinga þess er að- alsöguhetjunni, hugsjónamanninum Haraldi, umhugsunarefni og að nokkru leyti tilefni til að rifja upp minningar sínar. „Furðulegt ann- ars, hvað styrjaldir gleymast fljótt, fólk hugs- ar um það eitt að byggja upp og má út menjar og að endingu er líkt og ekkert hafi gerst. Ógnum í mesta lagi snúið upp í tyllidaga með ræðuhöldum, lúðrablæstri og blómakrönsum. Þeir liggja víða grafnir piltarnir úr lýðveld- ishernum spænska og ekki alltaf í kirkjureit. En lítil hætta er á að menn rambi þar um með blómvendi,“ segir hann í upphafi bókarinnar (bls. 35). Ef menn gleyma fortíðinni deyr eitthvað með manni „Þegar ég fór fyrst til útlanda, um ellefu ár- um eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, tók ég eftir því að enn stóðu uppi rústir. Mér fannst merkilegt að sjá þessi ummerki um stríðið og finna að enginn hafði áhuga á að opna munninn um þennan tíma. Ég held það hafi átt við um flestalla þá, nema kannski unga Þjóðverja sem voru börn í stríðinu og fannst vegið að sér af fólki sem talaði af fyr- irlitningu til þeirra fyrir það eitt að vera Þjóð- verjar. Þetta voru erfiðir tímar fyrir flesta og það eitt að hafa deilt erfiðleikunum með öðr- um var kannski nóg til að fólki fannst ekki nauðsynlegt að ræða þá meir,“ segir Álfrún þegar hún er spurð hvaða ástæður hún telji liggja að baki því hve mikill áhugi er á að skrifa skáldverk um stríðið um þessar mundir, ekki síst erlendis. „Öðru máli gegnir svo um unga fólkið sem kom á eftir, svo ætli það sé ekki viss kynslóð fólks sem var börn í heimsstyrjöldinni, sem hefur þessa þörf til þess að halda hugmyndum til haga sem nú eru í þann veginn að hverfa. Eða minna á þennan tíma sem upplifun, frek- ar en sagnfræði. Stríðið mótaði fólk meira en mann grunar. Menn tala svolítið létt um stríðsárin hérna, óþarflega létt finnst mér að sumu leyti, því fólk var hrætt. Hræðslan situr eftir hjá börn- um og gæti hafa haft sín áhrif á höfunda sem langar til að gera þetta tímabil upp, jafnvel fyrir sjálfa sig. Oft er fólk að skrifa sig burtu frá vissum hlutum, eins og sagt er í „ódýrri sálarfræði“,“ segir Álfrún og hlær. „En mín skoðun er sú að ef menn gleyma fortíðinni þá fari eitthvað að deyja með manni. Það eru til hlutir sem má ekki gleyma, vegna þess að það væri þá tákn um vissan dauða. Sumir hlutir gleymast að sjálfsögðu af sjálfu sér, en að reyna að gleyma einhverju vísvit- andi af því það er óþægilegt, það er allt annað mál. Það er hættulegt að lifa í heimi goðsagna, eins og við höfum tilhneigingu til að gera.“ „Það mátti ekki tala um borgarastyrjöldina spænsku á Spáni,“ heldur hún áfram. „Samt sem áður lifði fólk við aðstæður sem leiddu af stríðinu, þ.e.a.s. það bjó við einræði og það skapar auðvitað sérkennilegt andrúmsloft og aðstæður. Síðan kom upp kynslóð ungs fólks sem hafði ekki þekkt borgarastríðið og vildi fá að vita um það. En það gat ekki leitað sér upp- lýsinga, nema ef til vill innan fjögurra veggja heimilisins – stríðið var ekki rætt opinberlega né heldur í sagnfræði. Jafnvel stríð frá öðrum tímabilum, eða borgarastríð á Spáni á nítjándu öld kveiktu óþægileg hugrenn- ingatengsl svo reynt var að sigla svona framhjá þeim á þeim árum sem ég var þar í námi. Ég smitaðist auðvitað af áhuga unga fólks- ins á því að grafa upp fortíðina og það var hvergi hægt að gera það nema með því að fá bækur erlendis frá og horfa á myndir erlend- is. Rannsóknin gat ekki átt sér stað innan frá svo þetta stríð hvíldi dálítið á fólki. Það var eins og það hefði aldrei átt sér stað neitt upp- gjör. Þess vegna var ég svolítið uggandi þegar Franco dó, um að fólk myndi efna til uppgjörs, en sem betur fór var það ekki – kannski mat ég ekki stöðuna rétt. Eftir lát hans ruku menn þó upp til handa og fóta við rannsóknir. En jafnvel þó afleið- ingar stríðsins séu að mestu leyti horfnar nú þá er hugmyndafræðin sem var á bak við þetta stríð ekki alveg dauð. Vinstri öflin hafa ef til vill látið undan, en hægri öflin, eða fas- isminn, er enn aðeins til staðar. Nýverið álpaðist ég t.d. einu sinni inn í götu í borg á Spáni þar sem bláskyrtur voru að halda fund. Þetta var ungt fólk í skyrtum falangista og þótt það hafi ekki verið margir að hlusta þá segir atvikið samt sína sögu. Það sama á við um ný-nasisma í heiminum í dag.“ Fólk getur ekki verið vitrara en tímabilið sem það lifir á – Nú upplifðu mjög fáir Íslendingar upp- gjör sinna hugsjóna á sama máta og Haraldur í Yfir Ebrofljótið, þeir urðu í það minnsta ekki vitni að hinum blóðuga hildarleik. Hvernig sérðu okkar þátttöku í þessum hugmynda- fræðilegu straumum? „Þeir settu líka mark sitt á okkur sem þjóð því hér ríkti kaldastríðsmórall, eins og sagt er. Menn tókust á innan þessara flokka. Nú er ekki talað um þá sem hölluðu sér að komm- únistaflokknum gamla eða sósíalistaflokknum, það er raunverulega litið svo á að þeir þurfi allt að því að iðrast. Ég skil það nú ekki alveg, því sjálfri finnst mér enginn þurfa að iðrast eins eða neins. Fólk lifir ákveðin tímabil og það getur hvorki verið vitrara eða heimskara en tímabilið sem það lifir á,“ svarar Álfrún hreinskilnislega. „Þess vegna skil ég ekki þessa kröfu. Hins vegar þurftu sjálfsagt margir að skoða hug sinn oftar en einu sinni, svo sem ’56 í Ungverjalandi og ’67 í Tékkó- slóvakíu, ef við miðum við síðari tíma. Sjálf hef ég þó aldrei verið í neinum flokki. Við lifum öll við vissar aðstæður og sem rit- höfundur reynir maður að setja sig í spor fólks, burtséð frá pólitískum litum. Það er allt- af dálítið hættulegt að vera boðberi „sannleik- ans“, sérstaklega eftir á. Menn geta ekki ímyndað sér að hugmyndir þeirra hér og nú haldi gildi um aldir alda.“ – Þessi sögurýni sem á sér stað núna í skáldskapnum tengist ef til vill hugmyndum síðustu ára, bæði í sagnfræði og bókmenntum, um að það sé ekki til neinn algildur sann- leikur. Fortíðin er gerð upp útfrá þeim hug- myndum á nýjan leik. „Já,“ segir Álfrún, „í reynd eru menn ef til vill að gera upp kaldastríðshugmyndirnar. Ekki má heldur gleyma að í seinni heimsstyrj- öldinni urðu óbreyttir borgarar svo mikið fyr- ir barðinu á stríðinu. Meira en áður þekktist, skilst manni, og það sama er að gerast núna. Það eru fyrst og fremst óbreyttir borgarar sem þjást og falla í stríði. Þetta er svo óhugn- anlegt, því í þessum stríðsrekstri öllum hirða menn ekki um börn og þá sem eru sjúkir, né um sjúkdómana sem fylgja því að vera á flótta af því líkaminn er svo illa varinn. Það eitt sem skiptir máli eru skotmörk, eins og kannski í fréttaflutningi fyrri tíma. Mér finnst þetta lýsa skeytingarleysi sem nálgast það að vera grimmd í hugsunarhætti okkar hérna vestan megin. Það er enginn sem fylgir þessu fólki og segir sögu þess.“ Sagnfræðin segir söguna utan frá, skáldskapurinn innan frá – Áttu þá við að með þessari „endurritun“ sé verið að segja þá sögu sem aldrei var sögð? „Já, og sömuleiðis það að í sagnfræðinni segja menn söguna meira utan frá, en í skáld- skapnum segja menn hlutina innan frá. Það er að sjálfsögðu allt önnur upplifun, en hvort tveggja þarf að vera fyrir hendi.“ – Þú tileinkar Yfir Ebrofljótið þeim þremur Íslendingum sem tóku þátt í spænsku borg- arastyrjöldinni og orrustunni við Ebro og seg- ir í eftirmála að bók eins þeirra, Hallgríms Hallgrímssonar, Undir fána lýðveldisins. End- urminningar frá Spánarstyrjöldinni sé ein af undirstöðum bókar þinnar. Að hvaða leyti nýt- ir þú þér verk hans? „Maður verður að hafa einhverja viðmiðun og ég nota hana til þess að sýna hvar skáld- sagnapersóna mín er stödd og hvert hún fer í bókinni. Bók Hallgríms er mjög nákvæm og trúverðug þegar hún er borin saman við sögu- legar heimildir. Hann hefur sjálfsagt haldið nákvæma dagbók eða skrifað hjá sér stað- arnöfn og fleira. Ég gat því notað frásögn hans sem grunn til að byggja á og bera saman við aðrar heimildir.“ Aðspurð segist Álfrun ekki muna hvenær hún hóf að vinna verkið. „Maður fer fyrst að velta fyrir sér efninu og svo fer maður að lesa. Ég man þó að ég fór á Ebrostöðvarnar til að litast um 1996. Það var alveg nauðsynlegt, það væri ekki hægt að segja frá þessum atburðum nema hafa séð landslagið, litina og gróð- urfarið.“ – Það vekur athygli hversu mikil óreiða rík- ir í þeim stríðsrekstri sem þú lýsir í bókinni. Örvinglan einstaklingsins er áberandi þar sem söguhetjurnar gera sér smátt og smátt grein fyrir óútreiknanlegum þáttum hild- arleiksins. „Það á auðvitað við um mannlegt atferli, ekki einungis í stríði, heldur bara yfirleitt. Við gerum áætlanir fyrirfram, en mannlegur veruleiki er samt þannig að það er ekki hægt að skipuleggja langt fram í tímann. Í stríði kemur svo margt óvænt upp á að ekki er hægt að stýra framgangi þess. Hið mannlega eðli er yfirleitt ekki tekið með í reikninginn þegar verið er að áætla, okkur hættir til að gleyma, horfa framhjá því hvort einstaklingar bregð- ist, standist álagið eða boðskipti virki. Og það gildir um mannlegan veruleika yfirhöfuð.“ Betra að vera búinn undir það óvænta – Það er einmitt áberandi í fyrri verkum þínum að þar ríkir ákveðin ringulreið – eða „hringsól“ svo vísað sé til titils eins verksins – þrátt fyrir að þau feli einnig í sér sterkar and- stæður ólíkra heima; svo sem hér heima og er- lendis, fátækra og ríkra, o.s.frv. „Já, því í rauninni væri skelfilegt ef við gæt- um skipulagt alla hluti í raun og veru. Nútím- inn gerir kröfu til þess að allir taki ákvörðun um framtíð sína og fylgi þeim markmiðum síð- an markvisst eftir. Það hljóta að vera mikil vonbrigði þegar það gengur svo ekki eftir. Menn hljóta að gleyma svolítið að lifa lífinu ef þeir fylgja svona hugsunarhætti. Ég veit í rauninni ekki hversu alvarlega má taka svona þróun en tilhneigingin er til staðar og ef henni er fylgt verður til staðlað líf, sem aðrir menn skipuleggja í rauninni fyrir mann. Þá held ég að það sé betra að vera búinn undir það óvænta,“ segir Álfrún brosandi. – Nú má kannski segja að þær kven- persónur sem þú skrifar um í Þeli og Hring- sóli lifi ekki þessu hefðbundna skipulagða lífs- mynstri heldur þurfi að fylgja ytri aðstæðum í lífi sínu. Það er athyglisvert að sjá samsvörun á milli þeirra og aðasöguhetjunnar í stríðinu sem þú lýsir í Yfir Ebrofljótið... „...þar sem menn verða ef til vill að lúta boð- um annarra, af því þeir hafa einu sinni gengið þeim á hönd“, skýtur Álfrún inn í. – En þessar konur voru kannski að eiga við önnur öfl, eða hvað? „Já. Staða kvenna hefur sem betur fer breyst þó nokkuð, en konur af kynslóð sem voru eldri en ég höfðu kannski ekki mikið að segja um hlutskipti sitt. Þeirra braut var vörðuð fyrirfram. Karlar höfðu meiri mögu- leika og svigrúm í sínu lífi, t.d. varðandi ferða- frelsi. Nú til dags finnst okkur ótrúlegt að konur af þessari kynslóð hafi t.d. átt erfitt með að fara eitthvað einar, en þannig var það. Þó hefur auðvitað alltaf verið til ein og ein kona sem fór eigin leiðir, en þær voru und- antekning, flestar venjulegar konur þurftu að takast á við sinn smærri heim.“ – Fyrstu verkin þín vöktu athygli hér á landi meðal annars vegna þess hvernig þú notar formið, þú leyfir þér að ferðast mjög frjálslega úr einum heimi í annan. Þetta ger- irðu einnig í síðari tveimur verkum þínum en á þeim tíma er lesandinn orðinn mun kunn- ugri þessu stílbragði. „Allur skáldskapur byggist á formi, ekki satt,“ segir Álfrún og brosir. „En þetta ákveðna form býður upp á möguleika sem Álfrún Gunnlaugsdóttir segir að það sé hættulegt að lifa í heimi goðsagna eins og við höfum tilhneigingu til að gera. Í nýrri skáldsögu sinni, Yfir Ebrofljótið, fjallar hún um reynslu ungs manns í hildarleik borgarastyrjaldarinnar á Spáni og afhjúpar þau ógnvekjandi öfl sem að baki hugsjónum búa þegar tekist er á um völd. Í samtali við FRÍÐU BJÖRK INGVARSDÓTTUR ræðir hún meðal annars um hlutverk fortíðarinnar og sköpunarferlið. ÞAÐ VEITIR MÉR ME AÐ LEGGJA ÚT Í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.