Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Page 9
inni sést stjörnuhrap sem fylgdarmaður henn-
ar segir að boði feigð. Á andliti Péturs bregður
fyrir þrjóskuglotti þegar hann sér hver komin
er. Hann játar sekt sína. Annaðhvort hefði
hann orðið að leita á náðir sveitarinnar eða
halda inn á þessa braut. Á heimleiðinni fram
hjá Bollagörðum skoðar Borghildur fylgsnið.
Geðshræringin og áreynslan leiðir til þess að
hún fær slag og lamast.
Egill í Hvammi tekur Pétur fastan. Hann
sýnir enga mótspyrnu, en opnaði kistil og tek-
ur þar eitthvað sem Egill sér ekki hvað var. Í
fyrstu er undarleg óró yfir Pétri, en svo réttir
hann sig upp „beinn og keikur, léttur í lima-
burði, stálmjúkur, eins og hann ætlaði í dans“.
Hann kveður börnin og segist tilbúinn. Á leið-
inni er áð og Pétur bregður sér í hvarf. Þegar
að honum er komið engist hann sundur og
saman. Hann hefir tekið inn eitur sem dregur
hann til dauða.
Borghildur í Hvammi er flutt á kviktrjám
heim til sín. Hún kemur aftur til meðvitundar,
en er lömuð og niðurbrotin. Hún gerir dóttur
sinni skiljanlegt að hún vilji biðja Höllu fyr-
irgefingar sem báðum verður mikill léttir.
Þorradægur hefst á haustdegi. Sögusviðið
er Heiðarhvammur. Kýrin í kotinu er felld
þann dag og síðasti vetur Ólafs og Höllu í Heið-
arhvammi fer í hönd. Ólafur hefir misst heils-
una, bú hans hefir dregist saman og hann hefir
sagt upp ábúðinni. Halla fær Sölku nýjan
samastað.
Sömu persónur og áður bera söguþráðinn
uppi. Finnur í Bollagörðum er nú beitarhúsa-
maður í Hvammi. Hann færir þeim þær fréttir
að Þorsteinn sé kominn aftur og segir ljótar
sögur af drykkjuslarki hans. Hugsýki sækir að
Ólafi, Halla reynir að hughreysta hann þó að
hún beri kvíðboga fyrir því sem við muni taka
þegar þau flytja frá Heiðarhvammi.
María Ragúelsdóttir og fylgdarmenn henn-
ar komast naumlega í húsaskjól í Heiðar-
hvammi áður en grimmdarstórhríð skellur á.
Þessi gestkoma er kærkomin tilbreyting.
María og Halla ræða margt saman og saga
Maríu verður til þess að Halla lítur komandi
daga bjartari augum en áður. Sólsetrið á kynd-
ilmessu spáir fannfergi og harðindum. Ólafur
ofkælist og veiktist af lungnabólgu sem dregur
hann til dauða.
Þegar hann er dáinn freistar Halla þess að
ná fundi Finns í beitarhúsunum frá Hvammi
og verður að skilja börnin ein eftir. Hún býst
til ferðar og hefir fjárhundinn með sér, og bið-
ur Halldór litla að gæta systur sinnar. Færð er
hin versta, það skyggir og veður harðnar með
renningskófi og frosti. Fyrr en varir er mjall-
rokið svo þétt að hún nær varla andanum.
Henni finnst hún heyra undarleg hljóð ekki
langt frá sér. Hundurinn virðist einnig heyra
þau, stekkur út í myrkrið og geltir, en kemur
aftur og skelfur þá eins og hrísla. Finnur er
farinn af beitarhúsunum þegar hún kemur
þangað, svo að hún ákveður að fara niður að
Hvammi.
Veðurhæðin eykst, hún brýst áfram gegn
veðrinu og frostið nístir hana. Hún heyrir of-
heyrnir og sér ofsjónir. Hávaxinn og herða-
breiður karlmaður gengur á undan henni gegn
veðrinu. Gamla prestsfrúin og Jóhanna birtast
henni og síðast kemur Salka fljúgandi. Hún
hrekkur upp við ýlfrið í hundinum, og sér eitt-
hvað sem líktist eldglæringum í fjúkinu. Þær
koma aftur og verða tveir ljósgeislar sem
teygja sig á móti henni. Hún er komin að
Hvammi og drepur þrjú högg á gluggaþilið þar
sem ljósinu brá fyrir. Þorsteinn kemur til dyra.
Halla sagði honum alla málavöxtu og Þor-
steinn fer þegar upp í Heiðarhvamm til að vera
hjá börnunum.
Í Heiðarhvammi dregur til tíðinda. Börnin
undu sér við leiki og ævintýri fram eftir kvöldi.
Skyndilega heyrast ógnvænleg högg og síðan
er eins og gengið sé uppi á bænum. Þar eru
komnir tveir menn að leita Sölku sem hefir
strokið og ætlað að Heiðarhvammi. Brátt kem-
ur Þorsteinn með þau gleðitíðindi að Halla hafi
komist heim í Hvamm. Allt lifandi er flutt frá
Heiðarhvammi næsta dag. Í Heiðarhvammi
ber fundum Höllu og Þorsteins saman að nýju.
Hann kemur í veg fyrir að hún og börnin lendi
á sveitinni og fer án þess að kveðja móður sína.
Sögunni lýkur þegar komið er fram á sumar
og Halla fer í kaupstað. Þangað á hún fleiri en
eitt erindi. Í kistu Ólafs kemur fram töluvert af
spesíum sem Halla fer með til Þorgeirs versl-
unarstjóra í Vogabúðum. Einnig ætlar hún
reyna að sætta Þorstein og móður hans og ráð-
færa sig við Maríu gömlu Ragúelsdóttur.
Þorgeir er þurr á manninn, en hrósar áræði
Höllu við fráfall Ólafs. Fram kemur að hann
þekkir nokkuð til hennar og bendir henni á að
kofi Maríu gömlu Ragúelsdóttur sé til sölu, og
hjá sér geti hún fengið vinnu.
Þorsteini er vart hugað líf eftir bardaga við
norska sjómenn, Höllu verður ljóst að það eina
sem geti gert honum lífið þolanlegt sé að sætt-
ast við móður sína.
Í sögulok sættast Þorsteinn og Borghildur.
Halla afræður að setjast að í Vogabúðum.
Meðal farþega á gufuskipi sér hún Settu og
Þorbjörn, en í röðum höfðinga sem fagna skip-
komunni kemur hún auga á séra Halldór. Það
snertir hana ekki lengur.
Heiðarbýlið náði miklum vinsældum. Í bók
sinni Í túninu heima lætur Halldór Kiljan Lax-
ness þau orð falla að Jón Trausti standi sér fyr-
ir hugskotssjónum „sem einn mestur undra-
maður að verið hafi í íslenskri sagnasmíð fyr
og síðar.“
Hinn 15. október 1911 skrifaði Gunnar
Gunnarsson greinina Ung islandsk Digte–
kunst. Þar rakti hann rithöfundarferil Jóns
Trausta og segir að Halla hafi vakið óskipta at-
hygli þegar hún kom út.
Eftir Heiðarbýlissögur Jóns Trausta liðu
áratugir þar til saga kotunga í heiðarbýlum og
lífsbarátta þeirra varð viðfangsefni íslenskra
rithöfunda á ný. Halldór Laxness varð fyrstur
til að taka upp þráðinn með Sjálfstæðu fólki
sem kom út í tveimur bindum nær þremur ára-
tugum síðar.
Agnar Þórðarson rithöfundur skrifaði rit-
gerð, sem hann nefndi Heiðarbýlið og Sjálf-
stætt fólk, áratug eftir að sú síðarnefnda kom
út. Þar bar hann þá Ólaf í Heiðarhvammi og
Bjart í Sumarhúsum saman og benti á hlið-
stæður og andstæður í eðli þeirra og örlögum.
Bjartur er söguhetja Halldórs, en Ólafur hálf-
gerð aukapersóna. Halla og Rósa í Sumarhús-
um ganga að eiga þá vegna þess að þær eru
barnshafandi af völdum manna sem þær fá
ekki að eiga. Það sem skilur á milli þeirra er að
Halla fórnar sér til að bjarga séra Halldóri.
Rósa er aftur á móti að komast hjá því að ala
óskilgetið barn með því að ganga að eiga Bjart.
Ári eftir að síðara bindi Sjálfstæðs fólks kom
út, leit fyrra bindi Dalafólks Huldu dagsins
ljós. Síðara bindið kom 1939. Næstur varð
Gunnar Gunnarsson til að fjalla um líf heið-
arbúanna í skáldsögunni Heiðaharmi sem kom
út 1940. Síðastur var Ólafur Jóhann Sigurðs-
son með sögunum um Herdísi Hermannsdótt-
ur. Sú fyrri, Fjallið og draumurinn, kom út
1944, en sú síðari, Vorköld jörð, 1951.
Eitt af því sem einkennir þessar sögur sem
hér eru nefndar, með einni undantekningu, er
að söguhetjan er kona. Halla, Bjargföst í
Heiðaharmi og Herdís eiga margt sameigin-
legt, en Ísól Árdal í Dalafólki eru önnur örlög
sköpuð. Bjartur í Sumarhúsum fer einn og sér.
Ólafur Jóhann Sigurðsson komst svo að orði
í viðtali við Jón Óskar í Birtingi 1958: „Jón
Thoroddsen, Jón Trausti og Einar H. Kvaran
skiptu mér á milli sín þegar eg var á ferming-
araldri“. Hins vegar getur hann að engu hvaða
áhrif þessi lestur hafði á sig. Hér á eftir verður
lítillega hugað að því hvernig áhrifa frá Höllu
og Heiðarbýlinu gætir í sögu Ólafs Jóhanns
um Herdísi Hermannsdóttur.
Fjallið og draumurinn
Fjallið og draumurinn, saga Herdísar Her-
mannsdóttur, hefst á júnídegi, þar sem hún
liggur í grasi sjö ára gömul og hlustar á niðinn í
ánni. Á þessum degi skilst hún við móður sína
og ekkjuna á Fossi og flyst til gömlu hjónanna
Markúsar og Sigurlaugar á Rauðalæk, þar
sem hún er fóstruð upp. Það er Benjamín
Franklín sem sækir hana og uppfræðir á leið-
inni um leyndardóma fjallsins og byggðina og
þá sem þar búa. Lífið á Rauðalæk er fábreytt,
en menn og málleysingjar virðast una því og
Herdís nýtur umhyggju Sigurlaugar fóstru
sinnar. Sveitungarnir koma til sögunnar einn
af öðrum, hver með sín séreinkenni: Grímur á
Hausastöðum, Sigurbergur í Dal, refaskyttan,
Kristján á Hamri séra Pétur og Þrúður vin-
kona Herdísar. Sér í flokki er Ásta vitlausa.
Draumum og þrám lítilmagnans er vel lýst
og lesandinn fylgist með hvernig Herdís vex og
þroskast. Samhliða því unir hún hlutskipti sínu
verr en meðan hún var yngri. Fóstra hennar
skilur þetta og gerir ráðstafanir til að koma
henni í skóla hjá sr. Pétri. Þar kynnist hún
Guðmanni Eiríki syni Gríms á Hausastöðum
og þar með eru örlög hennar ráðin. Sögunni
lýkur með fráfalli Markúsar á Rauðalæk, Her-
dís á von á barni þegar hún kveður æskustöðv-
arnar og fóstru sína og flyst að hinni vorköldu
jörð Hamri.
Ritdómur um Ó.J.S.
Halldór Laxness skrifaði ritdóm í Tímarit
Máls og menningar 1844 um Fjallið og draum-
inn undir fyrirsögninni Ljóðræn skáldsaga.
Þar kemst hann svo að orði að söguefnið sé
„bundið einni sókn, þröngu svæði, án umtals-
verðrar íhlutunar utan frá.“ Ljóðræna stílsins
hafi „hvarvetna yfirhönd yfir inntakinu“. Höf-
undur forðist að skapa átök og stígandi. Sleppa
megi úr nokkrum tugum blaðsíðna hvar sem
er, án þess að missa samhengi: „... maður les
stundum síðu eftir síðu án þess nokkurs staðar
að örli á frásögn eða söguefni.“
Í ritdóminum talar Laxness um afkáralegar
og ámáttlegar myndir af persónum og atvikum
sem raski stíl verksins og nefnir Ástu vitlausu
sem dæmi, en lýkur lofsorði á vandvirkni höf-
undar, en talar jafnframt um „skrifstofulegt“
handbragð. Náttúrulýsingarnar standi hvergi
að baki því besta í óbundnum ljóðrænum stíl.
Þær megi lesa sér til yndis þó að söguna vanti.
Snorri Hjartarson telur mannlýsingar höf-
undar misgóðar. Með ágætum séu lýsingarnar
á gömlu hjónunum á Rauðalæk, fósturforeldr-
um Herdísar. Einnig séu Grímur á Hausastöð-
um og Kristján á Hamri vel gerðir. Lýsingin á
Herdísi sé gerð af miklum næmleik og skiln-
ingi í upphafi, en hún verði að „hálfleiðinlegum
kvenmanni“ þegar dregur að bókarlokum.
Sama máli gegni um Guðmann Eirík, manns-
efni hennar, „og því miður eru margar persón-
urnar því marki brenndar ... að dofna fremur
en skýrast eftir því sem líður á söguna“. Eina
undantekningu nefnir Snorri: lýsinguna á
fóstru Herdísar sem hann telur sterkustu
mannlýsinguna í bókinni. Líkt og Halldór Lax-
ness taldi hann lýsingunni á Ástu vitlausu
ofaukið og hún væri mikið lýti á sögunni.
Snorri Hjartarson leit málfar höfundar öðr-
um augum en Halldór Laxness. Hann dáði
orðauðgi Ólafs Jóhanns og lauk umsögn sinni
með þessum orðum: „Í hópi hinna yngri skálda
kem ég ekki auga á neinn líklegri til stórra af-
reka en Ólaf Jóhann Sigurðsson.“
Vorköld jörð
Vorköld jörð kom út sjö árum síðar. Hún
gerist um áratug síðar en Fjallið og draum-
urinn. Flestar persónurnar eru þær sömu og
áður. Fjölskylda Guðmanns og Herdísar á
Hamri er tveir synir og dóttir í reifum. Fólkið
er á engjum þegar sagan hefst. Jakobína í
Hamarskoti, nágrannakona Herdísar og föð-
ursystir Guðmanns, leitar á náðir hennar. Hún
er að bugast vegna andlegrar veiklunar sem er
kynfylgja ættarinnar. Óráðsdraumar hennar
um óskasteina í tjörninni upp á fjallinu hafa al-
tekið hana. Í augum hennar þekkir Herdís ætt-
areinkenni sem skelfa hana.
Ólína móðir Herdísar kemur og sest upp hjá
þeim vetrarlangt. Guðmann þolir hana ekki,
tilfinningasamband mæðgnanna reynist blá-
þráðótt og svo fer að Ólína hverfur aftur á
braut. Skilnaður þeirra er mjög með öðrum
hætti en í upphafi sögunnar.
Jakobína í Hamarsseli gerir alvöru úr því að
klífa fjallið um hávetur. Þegar Herdís reynir
að koma vitinu fyrir hana, ræðst Jakobína á
hana svo að minnstu munar að bráður bani
hljótist af. Herdís ofreynir sig við heyannir og
missir fóstur. Drengirnir óttast um líf hennar
og Guðmanni farast heimilisstörfin óhöndug-
lega. Um haustið kemur Þrúður Pálsdóttir að
heimsækja þau. Henni fylgir þvílíkt líf og fjör
að Guðmann lifnar allur við. Hann fylgir henni
á leið með örlagaríkum afleiðingum. Um
haustið segir hann upp ábúð jarðarinnar, kem-
ur dauðadrukkinn heim í fylgd Þórarins á
Laxabakka. Þegar Þórarinn kveður Herdísi
biður hann hana að leita til sín fremur en ann-
arra því að hann vilji verða henni að liði.
Guðmann gerir árangurslausa leit að jarð-
næði. Svo berst honum bréf í hendur og við það
þyrmir yfir hann. Hann brennir ljóð sín, fær
byssu að láni undir því yfirskini að hann ætli að
veiða rjúpur. Síðdegis kveður hann dóttur sína
og sviptir sig lífi. Hundurinn fylgir honum en
kemur ýlfrandi heim. Herdís fer að leita og
finnur hann helskotinn við fjallsræturnar. Hún
verður að fara í kaupstað og skilur börnin ein
eftir en lætur hundinn fylgja sér. Á heimleið-
inni hreppir hún versta veður og liggur við að
hún verði úti. Þórarinn á Laxabakka kemur
aftur að máli við hana og leitar eftir að fá hana
fyrir ráðskonu og hún hafi börnin með sér.
Herdís tekur boði hans og sögunni lýkur þegar
hún ríður úr garði ásamt börnum sínum.
Saga Herdísar Hermannsdóttur er hetju-
saga. Hún er heilbrigð, þrekmikil og þrautseig
alþýðukona. Þungamiðja sögunnar er hjóna-
bandsharmleikur hennar og Guðmanns,
sveimhuga skálds, sem gefst upp í lífsbarátt-
unni. Skuldum vafinn og brotlegur í hjóna-
bandi brennir hann ljóð sín og sviptir sig lífi.
Sverrir Kristjánsson komst svo að orði um
Fjallið og drauminn að hann hefði eiginlega
verið „búinn að gleyma söguþræðinum, en
jafnan finnst mér anda einhverri angan að vit-
um mínum, þegar ég minnist þeirrar bókar.“
Um Vorkalda jörð segir Sverrir að hann sé illa
svikinn ef persónur eins og Ólína, móðir Her-
dísar, eða Sigurbergur í Dal, refaskyttan, eigi
ekki fyrir sér langa ævi í íslenskum bókmennt-
um, en lýsingar á lofti og láði beri oftar en ekki
söguþráðinn ofurliði. Í upphafi rithöfundarfer-
ils síns er Ólafur Jóhann greinilega undir
áhrifum frá Halldóri Laxness og jafnvel Hem-
ingway eins og Snorri Hjartarson vék að. Með
auknum þroska fjarlægðist hann fyrirmyndir
sínar og skapar sinn eigin stíl. En hvað um
efniviðinn, var hann þar jafn frumlegur? Til að
kanna þetta betur er forvitnilegt að skoða sögu
Herdísar Hermannsdóttur, en hverfa jafn-
framt aftur til upphafs hinna viðamiklu rit-
verka um heiðarbýlin og líf fólksins þar.
Sögutími heiðarbýlissagnanna er áratugur-
inn fyrir 1880 og Jón Trausti nefnir ár sem
tengist tilteknum atburðum. Saga Herdísar
hefst skömmu fyrir aldamótin síðustu og Vor-
kaldri jörð lýkur röskum áratug síðar.
Hliðstæður og frávik
Hér á eftir verður hugað að því hvaða hlið-
stæður og hvers eðlis er að finna í þessum
tveimur ritverkum. Þar er fyrst til að taka að
Halla er vinnukona á prestssetri í upphafi sög-
unnar. Hún er í uppáhaldi hjá húsmóður sinni
prestsekkjunni sem lætur sér mjög annt um
hana svo að samband þeirra nálgast að vera
eins og milli móður og dóttur. Gömlu hjónin á
Rauðalæk, Markús og Sigurlaug, taka Herdísi
hins vegar í fóstur og umhyggja Sigurlaugar
og lífsspeki hennar verður það veganesti sem
dugar Herdísi best í lífsbaráttunni. Á milli
þeirra ríkir fullur trúnaður og einlægni alla tíð.
Halla kallar hins vegar yfir sig böl með því að
breiða ósannindi yfir leyndarmál sitt.
Hlutskipti Höllu og Herdísar í lífinu er svip-
að á ytra borði. Þær hefja búskap á heiðarkot-
um, Heiðarhvammi og Hamri. Lífsbaráttan er
áþekk hjá báðum. Þær stofna til hjónabands af
ólíkum hvötum, og eiginmennirnir eru þeim
ósamboðnir þótt ólíkir séu. Á báða sækir von-
leysi og þunglyndi undir ævilokin og þeir segja
upp ábúð jarðanna án þess að hugsa um hvað
við taki. Í báðum tilvikum bera konurnar heim-
ilin uppi. Þær drýgja miklar hetjudáðir við frá-
fall eiginmannanna og óvæntir peningar koma
að góðu gagni í viðskiptum við kaupmenn þeg-
ar kemur að skuldaskilum. Hjá Höllu hefst
nýtt líf í sögulok.
Ástarþríhyrningurinn í sögu Herdísar Her-
mannsdóttur er mikill örlagavaldur. Séra Hall-
dór og Guðmann falla báðir í sömu freist-
inguna. Guðmann Eiríkur fellur fyrir
kyntöfrum Þrúðar ólofuðu, fermingarsystur
Herdísar og vinkonu, og svipað hendir séra
Halldór. Líkt og hjá Jóni Trausta veldur þrí-
hyrningurinn óhamingju og í báðum tilvikum
láta veiklyndustu aðilarnir – Jóhanna og Guð-
mann – lífið.
Lýsingunni á Höllu í upphafi sögu hennar
svipar nokkuð til Þrúðar sem kemur í heim-
sókn að Hamri að áliðnum slætti: „hnellin kona
í blárri peysu og dökku pilsi, ... mófreknótt í
framan, kringluleit og glaðleg, hárið rautt ...
barmurinn mikill og hvelfdur.“ Hún var kölluð
Þrúður ólofaða og hefir breyst mikið, fríkkað
og þroskast, ljómar af glaðværð og hlær svo að
skín í hvítar og sterklegar tennur.
Guðmann horfir forvitnislega á þessa rauð-
hærðu, þreknu og blómlegu konu. Kjóldulan
þröngdi allt að því ókurteislega að brjóstum
sem líkjast gíghólum og kröftugum mjöðmum
hennar. Hún er ekki aðeins forkur dugleg,
heldur minna vinnubrögð hennar á leik og æv-
intýri. Guðmann lifnar allur við ákafa hennar
og kátínu. Um kvöldið rakar hann sig og hefir
fataskipti áður en hann fylgir Þrúði á braut.
Hún ríður klofvega í hnakk og kippir pilsinu
upp að hnjám þegar hún stígur á bak. Guð-
mann kemur ekki heim fyrr en undir morgun,
og skýrir fjarveruna með því að honum og Sig-
urbergi í Dal hafi orðið skrafdrjúgt við að ferja
Þrúði yfir fljótið. Þegar hann fær að vita að
Þrúður er barnshafandi af hans völdum brotn-
ar hann niður og fremur sjálfsvíg.
Líkt og í sögu Herdísar sviptir ein af sögu-
persónum Jóns Trausta sig lífi. Pétur á Kroppi
og Guðmann eiga það sameiginlegt að vera
með listræna æð. Pétur leikur á fiðlu, en Guð-
mann yrkir ljóð. Lýsingarnar á því þegar þeir
hafa tekið ákvörðun um að binda enda á líf sitt
og kveðja litlar dætur sínar eru áþekkar. Pétri
er áður lýst, en fastahrukkurnar þrjár á enni
Guðmanns virtust hafa grynnkað, augnaráð
hans bar vitni um óvænta rósemi, en jafnframt
nokkra angurværð. „Litla dóttir mín, sagði
hann við Sigurlaugu og strauk blíðlega mjúka
og viðhrokkna lokka hennar. Skelfing verður
hún litla dóttir mín falleg stúlka þegar hún er
orðin stór. Babbi! hjalaði telpan og klappaði á
andvökubleika vanga föður síns.“
Grími á Hausastöðum, föður Guðmanns, og
Pétri svipar einnig saman bæði í útliti og fram-
komu. Að auki eru þeir bendlaðir við sauða-
þjófnað þótt ekkert sannist á Grím. Pétri er
svo lýst að hann „var stór maður vexti, limaður
vel, herðabreiður og mittisgrannur, með stórar
hnúfaberar hendur. Hann var mikilleitur og
svipmikill, með hátt enni og mikil brúnabein.
Nefið var beint, varirnar þunnar og hakan
nokkuð breið. ... Andlitið var magurt, með
hörðum og þunglyndislegum dráttum, og hör-
undsliturinn öskugrár, ... Augun voru fremur
lítil, grá og hvöss. Í öllum svipnum brá jafnan
fyrir storkunar- og hæðnisglotti, sem mörgum
stóð stuggur af. Fámáll var hann, en ýmsum
þótti kenna kaldrar nepju í orðum hans.“
Grími á Hausastöðum lýsir Ólafur Jóhann
svo: „Hann var meðalmaður á hæð, grannvax-
inn, svartskeggjaður og fölur í andliti. Í dökk-
um augum hans fólst bitur gremja, eins og
hann væri í töpuðu stríði og hefði verið beittur
ranglæti og óverðskulduðum fjandskap, en
þunnt kónganefið virtist bjóða öllu byrginn, –
og drættirnir frá nefinu til munnsins dýpkuðu í
storkandi hæðnisbrosi, þótt augun væru köld
og hvöss.“
Þegar Benjamín Franklín fer að sækja Her-
dísi að Fossi í upphafi sögunnar hittir hann
Grím á Hausastöðum. Þjófaleit berst í tal, enda
hafði verið leitað hjá Grími um veturinn og
grunur um sauðaþjófnað liggur í loftinu. Grím-
ur er ekki sekur fundinn í sögunni þó að við-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001 9
SJÁ NÆSTU SÍÐU