Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Page 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001
K
RISTJÁN Kristjánsson, for-
stjóri Bifreiðastöðvar Akur-
eyrar, BSA, lét sér annt um
meistara Kjarval hvenær sem
hann dvaldi nyrðra, segir Indr-
iði G. Þorsteinsson í Jóhannes
Sveinsson Kjarval – ævisaga,
og var Kristján einn af þeim
fáu, sem fékk að umgangast Kjarval við verk.
„Kristján, sem oft var kenndur við fæðing-
arbæ sinn og nefndur Birningur að fornmanna-
sið, hafði yfir nægum bílakosti að ráða og naut
Kjarval þess vildi hann eitthvað svifa sér um
Eyjafjörð. Þyrfti Kristján Birningur að senda
honum bréf eða ljósmyndir frá sumrinu, sem
gjarnan voru teknar af bílstjóranum, Ragnari
Skjóldal, þá taldi forstjórinn réttilega að hann
þyrfti ekki annað heimilisfang með nafni Kjar-
vals en Reykjavík.“
Kjarval sendi þessum vini sínum og velgjörð-
armanni kort og málverk. Gísli Ólafsson, fyrr-
verandi yfirlögregluþjónn, sem var bílstjóri hjá
Kristjáni og keyrði rútu milli Akureyrar og
Reykjavíkur, segist muna sérstaklega vel eftir
einni sendingu frá Kjarval. Þetta var stór pakki
og allur skreyttur utan með áletrunum og teikn-
ingum.
Og alveg eins og bílakóngurinn taldi nákvæmt
heimilisfang óþarft á sendingum til meistarans,
vissi Kjarval að það myndi duga að setja nafn
Kristjáns og BSA á pakkann. Annað hvort væri
nú, þegar flutningsaðilinn var enginn annar en
bílstjóri í þjónustu bílakóngsins sjálfs!
Tvö kort, sem hér fylgja með, eru jólakort.
Ekkert ártal er á öðru og ekki kemur fram,
hvar sendandinn var staddur. En aftan á kortið
skrifaði Kjarval:
„Herra Kristján Kristjánsson BSA
Akureyri
og Akureyrarbær
Kæri vinur Gleðileg Jól
Jól og Nýjár þakka
ágætar jólakveðjur og
alt gott
Virðingarfyllst
Jóhannes S. Kjarval“
Hitt jólakortið er með ljósmynd af verki eftir
Kjarval og framan á kortið eru prentaðar óskir
um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Kjarval hefur
sent Kristjáni a.m.k. tvö slík kort.
Í texta annars kortsins segir hann, að myndin
sé gerð í Róm 1920 og heiti Jólanótt hjarðmann-
anna. Einnig þakkar hann Kristjáni afmælis-
kveðjur.
Í hitt kortið skrifar hann:
Romaborg 1920
Kristján bílakóngur
Jólanótt
JohSKjarval.
En Kjarval var ósköp vinalegur og elskuleg-
ur.
Ég stóð oft og horfði á hann mála niðri í kjall-
ara. Það var nú verið að segja mér að hafa hægt
Friðrik Kristjánsson, Kristjánssonar, segist
ekki muna eftir Kjarval á æskuheimili sínu;
Brekkugötu 4 á Akureyri.
„Hann kom alltaf að sumarlagi, en þá var ég í
sveit.“
En Friðrik rifjar upp með konu sinni; Berg-
ljótu Ingólfsdóttur, þegar þeir félagar; Kristján
og Kjarval heimsóttu þau í Skaftahlíðina.
„Eitt sinn man ég að Kjarval fékk hjá okkur
kæfu,“ segir Bergljót. „Og mikið dásamaði hann
þessa kæfu.
Hann hafði um hana svo mörg orð og mikil, að
það var bara eins og hann hefði aldrei smakkað
betri mat.“
Öðru sinni komu þeir félagar í baunir. „Ég
man að pabbi sagði þá, að það væri mælikvarði á
gæði bauna, hvort svita slægi út á ennið, eða
ekki,“ segir Friðrik. „Þeir vildu svitna við
baunaborðhaldið!“
Kjarval vildi hafa sitt lag á hlutunum: „Einu
sinni var pabbi að fara með flugvél norður. Hann
var kominn út í vél og allt klárt.
Kjarval hafði staðið við húshorn og beið
átekta, en þegar flugvélin var að síga af stað,
kom hann skyndilega hlaupandi og baðaði út öll-
um öngum. Það fór ekkert á milli mála, hver þar
fór. Vélin var stöðvuð og beðið meðan Kjarval
afhenti pabba stranga, sem efalaust hefur verið
málverk!“
Þau Friðrik og Bergljót eiga bréf, sem Kjar-
val skrifaði sínum kæra vini 1948; þannig dag-
sett. „Reykjavík 20ugasta og eitthvað í septem-
ber.“
Í bréfinu segir hann að myndirnar séu komn-
ar að norðan með ríkisskip og búið að hengja
þær upp í „Íþróttasalnum, hjá Jóni Þorsteins-
syni kappa. Kæri vinur, Herra Kristján Krist-
jánsson Akureyri. Alt óskemt ráð þín eru og
voru góð eins og vænta mátti því þú ert hollur
maður.“
Kolbrún, systir Friðriks, var ekki í sveit á
sumrin og því heima við, þegar Kjarval var gest-
ur foreldra þeirra; Málfríðar Friðriksdóttur og
Kristjáns Kristjánssonar.
„Ég var svo ung, þegar þetta var, innan við
fermingu og því man ég ekkert þannig lagað sér-
stakt.
KORTIN FRÁ
KJARVAL
Kjarval veifar í Lj
Teikning, sem Kjarval sendi Kristjáni á smjör-
pappír, ef til vill í tengslum við Smjörbraginn.
Jóhannesi Kjarval listmál-
ara og Kristjáni Kristjáns-
syni bílakóngi var vel
til vina. FREYSTEINN
JÓHANNSSON ræddi
við börn Kristjáns og
tengdadóttur, gluggaði í
ævisögu Kjarvals eftir
Indriða G. Þorsteinsson og
skoðaði kort sem Kjarval
sendi þessum vini sínum
fyrir norðan.
Myndin er fengin úr J
Kristján Kristjánsson með Jólapakka
„Ég keyrði Kjarval oft,“ segir Ragnar Skjóldal. „Oftast keyrði ég hann í Reykjadal eða sótti.
Ég á enn eina ljósmynd, sem ég tók af honum í þessum ferðum. Þá stoppaði hann hjá stórum
steini í Ljósavatnsskarði, tók ofan hattinn og veifaði í allar áttir.
Kjarval var ágætur farþegi, glaður og ósköp þægilegur. Hann var ekkert voðalega ræð-
inn og aldrei töluðum við um listir. Það var bara svona tal um daginn og veginn, sem á milli
okkar fór.
Hann reykti vindla mikið. Einu sinni gaf hann mér vindil og sá var allur löðrandi í máln-
ingu af höndunum á honum.
Ég á hann enn og hef oft sagt að ég eigi þó alltaf eitt Kjarvalsverk!“
Morgunblaðið/Kristján
Ragnar Skjóldal með vindilinn Kjarvalsnaut.
Ágætur farþegi