Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001 13
lagið á enda og Kjarval
hneigði sig aftur fallega fyrir
Jörundi áður en þeir settust
aftur til borðs."
Á útmánuðum 1948 var
orðið þröngt um smjör, þrátt
fyrir skömmtun. Indriði seg-
ir, að Kristján hafi frétt af
smjörleysi hjá Kjarval og þar
sem hann vissi að maðurinn
neytti harðætis, gerði hann
út menn til að leita viðbitsins.
Fundust þrjú kíló af smjöri
handa Kjarval í Bárðardal og
voru þau send suður með til-
hlýðilegum tilskrifum, eins
og: „Heill sé kvígum og hvöl-
um, ég tek ofan. Vonandi hef-
ur þú fengið smjörhungur-
lúsina frá mér. Þinn
einlægur Kr.Kr.“
Kjarval tók feginn við
smjörinu að norðan og út-
býtti mestu af því meðal vina
sinna. Í þakkarskyni gerði
hann stórt smjörkvæði og
sendi Kristjáni, og í Reykja-
vík spruttu upp mörg smærri
kvæði um bárðdælska smjör-
ið, svona eins og í þakkar-
skyni líka.
Þá er að þakka smjörið,
Bárðdælingamjöðið.
Ekki má vanta ölið
í kveðjusmérsins söng,
kvað Kjarval. Síðan hóf
hann að rekja tilurð smjörs-
ins og byrjaði á tímgun kúa-
kynstofnsins, en um fóðrið kvað hann:
Það er víst að heyið
er alltaf þurrkað legið,
en uppistandandi slegið
með sinuruddanum.
Smérið hér á jörðu
eins og steinn úr vörðu
er mýkra en hart úr hörðu
hjá listamönnunum.
Smér af sméri úr sméri.
Er von að maður þéri
jafnvel hverja meri
síðan maður fékk smér.“
þessa mynd; hann yrði að mála aðra handa
henni. Það gerði Kjarval og tengdamóðir mín
fékk stórfallega mynd af Hrauni í Öxnadal, en
tengdapabbi tók við hinni!
Kjarval var svo kómískur og kátur. Hann
gerði mikið að gamni sínu. Það var ekkert slæmt
í honum, ekki nokkur hlutur. Það var bara gam-
an að karlinum!
Einu sinni erum við setzt til borðs uppi; það
var alltaf borðað í borðstofunni. Jörundur Páls-
son, arkitekt, var þá líka gestur tengdaforeldra
minna.
Svo kemur fallegt lag í útvarpinu og þá stend-
ur Kjarval upp og hneigir sig fyrir Jörundi og
þeir svífa út á gólfið. Kjarval var á ullarsokkum,
en hann var mjög liðugur maður. Svo dansa þeir
hefði alveg bjargað sér með
hugmyndir í málverkið!
Hann var afskaplega kurt-
eis maður, hann Kjarval!
Ég sá hann síðar inni á
Hressingarskála, þegar ég
var orðin stærri, en gaf mig
ekki fram við hann.
Hann var allur annar mað-
ur en í kjallaranum heima á
Brekkugötu. Þarna var
sláttur á honum og hann
hafði hátt.“
En gesturinn í bernsku-
kjallaranum varð með árun-
um uppáhaldsmálari Kol-
brúnar.
„Hvort hann er! Hvort
hann er!
Ég á eina mynd, sem hann
málaði 1918. Hafís á Húna-
flóa heitir hún. Einar Bene-
diktsson átti hana, þeir
skiptu á einhverju, sem ég
veit nú ekki lengur hvað var.
En myndin fór svo á upp-
boð og þar keypti pabbi
hana.“
Stella Sæberg, sem var
gift Kristjáni Kristjánssyni
yngri, bjó lengi hjá tengda-
foreldrum sínum, og man vel
eftir Kjarval á Brekkugöt-
unni.
„Hann fékk stórt herbergi
niðri, sem maðurinn minn
hafði, og þar var stórt hol
fyrir framan og bakgangur
út í port.
Einu sinni erum við að skreppa frá, ég og
tengdaforeldrar mínir, og lítum við hjá Kjarval.
Þá er hann að ljúka við fallegt málverk af
Hraundranga í Öxnadal, sem tengdamóðir mín;
Málfríður, verður mjög hrifin af. „Farið þið bar-
a,“sagði Kjarval. „Ég verð búinn með myndina,
þegar þið komið aftur.“
En þegar við komum aftur, varð okkur ekki
um sel, og sérstaklega varð tengdamóður minni
bilt við. Kjarval hafði þá málað inn í myndina
nakta konu á hestbaki og andlit út og suður.
Okkur fannst þetta eyðilegging á myndinni, en
Kjarval gaf þá skýringu, að dönsk vinnukona,
sem bjó þarna í kjallaranum líka, hefði haft þessi
áhrif á sig. Hún er svoddan engill!, sagði hann.
Málfríður sagðist ekki geta hugsað sér að eiga
um mig til að trufla hann ekki, en ég fór lítið eftir
því, enda amaðist hann ekkert við mér.
Einu sinni man ég, að ég var að æfa mig á pí-
anó. Hann var þá ægilega hrifinn og sagði, að ég
Ljósm./Ragnar Skjóldal
jósavatnsskarði.
Jóhannes Sveinsson Kjarval – ævisögu eftir Indriða G. Þorsteinsson.
frá Kjarval og Kjarvalsverk á bak við.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Málverkið af Hraundranga, sem danska vinnukonan komst í.