Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Page 15
spölinn liggur gatan nærri gljúfrinu sem Fúla-
kvísl fellur um á þessum slóðum og með suður-
hluta Kjalhrauns á hina höndina. Landið er
sléttlent með fremur þunnri jarðvegstorfu sem
fætur hesta og kinda hafa markað í greinilega
götu. Á móts við norðausturhlíð Baldheiðar er
gatan beint eftir þurrlendum hraunjaðrinum
þar sem sveigur er á Kvíslinni suður af Þver-
brekkum. Leiðin nálgast hana síðan aftur við
gljúfrið suðaustur af Þverbrekknamúla. Á
þessu svæði má allvíða sjá götur í stefnu til
norðausturs. Líklega eru þær bæði kindagötur
og merki um leið yfir á hina gömlu Kjalarleiðina
sem lá með Svartá, austan við Kjalfell og þar
áfram inn yfir Kjalhraun.
Vestri leiðin sveigir austur fyrir Kvíslarmúla
en liggur svo áfram inn með Fúlukvísl og svo
nærri henni sem hentugast er til að fá sem
greiðasta og stysta leið. Þegar Fremra-Sandfell
er að verða að baki handan Kvíslarinnar fer að
sjást í Þjófadalakjaft og er þá stefnt nokkurn
veginn beint á hann. Á sléttlendinu suður af
Þjófafelli greinist leiðin í tvennt. Annars vegar
liggur hún fyrir austan það og á litlu bili milli
þess og Kjalhrauns og raunar allvíða yfir hraun-
hellur. Nú er mælt með því að sem mest af
ferðamannahestum fari þarna en ekki um Þjófa-
dali til að hlífa þar viðkvæmu gróðurlendi. Leið-
in í gegnum Þjófadali er meðfram læknum litla
sem úr þeim rennur og inn um þröngt skarð
milli Þjófafells og Þverfells; nefna heimamenn
það Þjófadalakjaft. Leiðin liggur síðan um aust-
anverðan dalinn, upp á Þröskuld sem lokar hon-
um að norðaustan, yfir melöldur og gil þar fyrir
norðan og sameinast svo leiðinni austan við
Þjófafell syðst í Sóleyjardal. Áfram liggur svo
þessi gamla leið um Miðdali norðan við fjalls-
hnúkinn Stélbratt, austur yfir nyrsta tagl Kjal-
hrauns og er þá orðið stutt á Hveravelli. Fram-
haldið er niður með Þegjanda og Seyðisá, yfir þá
síðarnefndu á vaði vestan Biskupsáfanga og
áfram niður Auðkúluheiði í Blöndudal eða aust-
ur yfir Blöndu og um Eyvindarstaðaheiði í
Skagafjörð.
Leið þessi er mikið notuð til að ferðast um á
hestum og er nú yfirleitt upphaf hennar við há-
lendismiðstöð Tungnamanna í Árbúðum við
Svartá. Þaðan er farið í stefnu á Hrefnubúð og
komið á gamla Kjalveginn suðaustur af henni.
Endastöð reiðfólks á þessari leið er yfirleitt við
hesthús Húnvetninga í Tjarnadölum norðan við
Hveravelli. Margir halda áfram niður með Þegj-
anda og Seyðisá og fara yfir Blöndu á vaði nyrst
í Biskupstungum.
Víðast er leiðin vörðuð allt sunnan frá Hvítá
og norður að Blöndu. Líklega eru vörðurnar að
mestu handaverk þriggja manna er unnu að til-
hlutan vegamálastjóra sumrin 1920–1922 við að
hressa upp á gamlar vörður og reisa nýjar á
leiðinni norðan úr Mælifellsdal og suður að
Hvítá. Verki stjórnaði Halldór Jónasson frá
Hrauntúni í Þingvallasveit. Hann var bóndi þar
1922–1934, síðastur þriggja ættliða er þar
bjuggu en afi hans og nafni hafði reist býlið árið
1830. Þar eru enn stæðilegir túngarðar úr
hraungrýti og er líklegt að Halldór hafi í æsku
lært handtök við hleðslu. Sumar af þessum
vörðum kunna að hafa verið hresstar við tæpum
áratug síðar en þær hafa ekki allar enst jafn vel
og fer reisn þeirra nú bæði eftir undirstöðu og
byggingarefni.
Gamli-Kjalvegur eystri
Síðasti spölurinn hér á undan er einnig á
gamla Kjalveginum en þessi liggur austar en sá
sem fyrr var lýst. Á báða var komið hvort sem
var neðan úr Austur-Húnavatnssýslu eða
Skagafirði. Eystri leiðin er með Þegjanda þar til
komið er á móts við norðanvert Dúfunefsfell.
Þarna er hún víða greinilega merkt með vörð-
um. Þær eru misjafnlega reisulegar, sums stað-
ar hefur ekki verið tiltækt nema hnullungagrjót
til að hlaða úr og hafa þær margar hrunið. Aðrar
eru úr molabergshellum og standa þær áratug-
um og jafnvel öldum saman.
Leið þessi lá um Dúfunefsskeið suðvestur af
fjalli því sem eins og skeiðið er kennt við nef
Þóris bónda á Flugumýri í Skagafirði, þess er
þreytti kappreið á Flugu sinni við Örn lands-
hornamann þarna fyrir meira en 1000 árum.
Ekki væri úr vegi að þeir fjölmörgu sem þarna
fara um á hestum reyndu með þeim þar á mel-
unum. Nú er ekki unnt að ríða beint suður af
Dúfunefsskeiði, svo sem gamla leiðin liggur, þar
sem sauðfjárvarnagirðingin er þar fyrir en
skammt er vestur í hliðið á bílveginum.
Áfram liggur þessi gamli Kjalvegur nokkurn
veginn beint í suður eftir melunum og stefnan
vestan við Rjúpnafell. Kjalhraun er á hægri
hönd og eins og víðar er farið milli hrauns og
hlíðar. Þegar komið er suður fyrir Rjúpnafell er
haldið út á hraunið. Þar er greinileg gata og vel
vörðuð. Vörðurnar standa flestar eins og þær
voru hlaðnar enda er hraungrýtið gott bygging-
arefni. Þær eru um 2 m háar og grunnflötur
rúmur hálfur til einn m á kant. Flestar eru þær
með vegvísi til norðurs sem er ílangur steinn út
úr þeim ofanvert við miðju. Þessar vörður munu
flestar hafa verið hlaðnar rétt fyrir aldamótin
1900 og líklega standa margar þeirra óhreyfðar
síðan. Þær eru á þessum slóðum í skipulegri röð,
bil milli þeirra frá um það bil 70 til 150 m og hafa
áreiðanlega þótt til mikilla bóta á sínum tíma
fyrir þá er þar voru á ferð í dimmviðri. Sjaldan
er skyggni svo lítið að ekki sjáist til næstu vörðu
og vegvísirinn sýnir hvort stefnan er rétt.
Gatan liggur svolítið uppímóti fyrst í stað en
brátt er komið að Grettishelli sem er í löngum
hraunhól með nokkrum vörðum. Hér er þessi
leið hæst eða í nær 700 m y.s. Slóðin er milli
hraunhólanna og þeir notaðir sem undirstöður
fyrir vörðurnar og þar ber þær hátt og sjást
langt að í góðu skyggni. Hér er farið að halla
suður af og þangað opnast útsýn. Um þremur
km sunnan við hábungu Kjalar, spölkorn austan
við götuna, er Beinhóll þar sem Reynistaðar-
bræður urðu úti með fé sitt og hross í vetr-
arbyrjun 1780.
Leiðin liggur austanvið Kjalfell og um Kjal-
fellsver suðaustan undir því. Þar er tóft af göml-
um leitarmannakofa í fallegri vin með vatns-
miklar uppsprettur. Hér er stutt að fara yfir á
vestri gamla Kjalveginn. Er þá stefnt til suð-
vesturs og komið á hina leiðina austan við Fú-
lukvísl sunnan við Múla. Á áberandi stað ofan
við gróðurtorfuna á suðausturöxl Kjalfells eru
nokkrir litlir steinar á stórum kletti sem líklega
hafa átt að vísa leið til vesturs en grónar götur
eru nokkru neðar og fleiri slíkar er að finna
sunnar.
Eystri leiðin liggur hins vegar niður með
Kjalfellskvísl og nær 5 km sunnar er komið nið-
ur undir Gránunes. Á þessu svæði er lítið um
sýnilegar vörður og hefur líklega ekki þótt
ástæða til að varða veg sem liggur meðfram á.
Þessi leið hefur nýlega verið merkt með mál-
uðum tréstikum allt sunnan frá Svartárvaði,
skammt fyrir norðan Árbúðir, og inn undir
Beinhól.
Þar sem Kjalfellskvísl fellur niður af klapp-
arbrún rétt áður en hún sameinast Svartá er
gömul fjárrétt á grasflöt vestan við hana. Hún
er kennd við Gránunes þar sem sagan segir að
Grána Reynistaðarbræðra hafi fundist vorið eft-
ir að þeir urðu úti. Nesið það er hins vegar hin-
um megin kvíslarinnar. Áfram liggur leiðin nið-
ur með Svartá og er þarna á sama stað og
Eyfirðingavegur eins og hann hefur verið
merktur á kortum. Þegar kemur niður á móts
við miðja Baldheiði skilur leiðir á stað sem heitir
Svartárbugar. Eyfirðingavegur liggur austur að
Jökulfalli en gamli Kjalvegurinn áfram vestan-
við Svartá. Hann er raunar mjög óljós á þessum
slóðum, ekki sjást neinar greinilegar götur en
helst má ráða leguna af merkingum sem eru
þannig að nokkrir steinar hafa verið settir upp á
stóra kletta. Gætu þær bent til þess að þessi leið
hafi legið til vesturs frá Svartá rétt sunnan við
syðsta tagl Kjalhrauns austanverðs og þaðan á
vestri gamla Kjalveg nyrst í Tjarnheiði eða
norðan hennar. Á þessu svæði hefur verið mikill
uppblástur á síðustu öldum svo að gamlar götur
hafa horfið. Líklegt er að sumir þeir er fóru
eystri leiðina yfir Kjöl hafi farið með Svartá nið-
ur undir Hvítárvatn.
Eyfirðingaleið
Leið þessi hefur löngum verið talin draga
nafn af því er Norðlendingar fóru í skreiðarferð-
ir suður á Eyrarbakka. Þær fólust í því að farið
var suður með ýmsan varning, svo sem smjör,
tólg, ull, skinn, prjónles og smíðisgripi, og hon-
um skipt fyrir harðfisk og herta þorskhausa í
veiðistöðvunum við suðurströndina. Líklega
hafa skreiðarferðir um Kjöl verið algengastar á
átjándu öld en lagst af á síðari hluta þeirrar
nítjándu, en heimildir eru um slíka ferð úr
Skagafirði árið 1888.
Sérstakt vað á Hvítá var kennt við þessar
ferðir og kallað Eyfirðingavað. Nokkuð hefur
verið á reiki hvar það væri en samkvæmt munn-
legum heimildum staðkunnugra virðist mér að
það sé norðan við Lambafell við stóra kvos sem
þar er í suðurbakka árinnar. Landtakan að
norðan er á eyrunum suður af Tangaveri,
skammt fyrir vestan mynni Jökulfalls. Greini-
legar götur eru austast í torfunum í Tangaveri
en ekki er unnt að slá því föstu að þetta séu
ferðamannagötur. Sauðféð markar víða tölu-
verðar götur, þar sem það rennur, og oft dýpka
þær og breikka af vatnsrennsli. Leiðin hefur svo
legið áfram til norðurs skammt vestan Jökul-
falls, austan við Fremri-Skúta og svo norðan
hans vestur í Svartárbuga. Þar er nokkurt gras-
lendi og því góður áningarstaður. Allvíða á þess-
ari leið má sjá að nokkrum steinum hefur verið
hlaðið upp á stór björg. Það hefur verið auðveld-
asta aðferð fyrritíðar manna til að merkja leiðir
á grýttu landi. Leiðarsteinar þessir eru víðast
þar sem hátt ber og ekkert í landslaginu sem
vísar leiðina.
Áfram er þessi leið inn með Svartá, gæti verið
hvorum megin við hana sem er, en öllu slétt-
lendara er vestan hennar. Þá hefur verið farið
yfir Kjalfellskvísl, um Gránunes og áfram til
norðausturs inn í Eystri-Svartárbotna. Ljósari
merki virðast um leið þarna svolítið austar.
Leiðarsteinar eru á melöldu austan Svartár og á
gróðurtorfum austan öldunnar eru sjánlegir
einir 20 götuslóðar sem stefna á leiðarstein
norðan við hlykk á Svartá sunnanvert í Svart-
árbotnum. Gæti það bent til þess að farið hafi
verið austan við Svartá vestan við Innri-Skúta
en trúlega hafa margir farið vestur yfir Svartá
til að á í Gránunesi. Við suðausturhorn Kjal-
hrauns innst í Svartárbotnum er hlýlegur grasi
vaxinn hvammur. Þar er ágætur hvíldarstaður
þreyttra ferðalanga og ekki skortir vatnið því að
töluverður hluti Svartár kemur upp þarna í
næsta nágrenni og hún liðast lygn og tær
framhjá hvamminum og áfram niður milli grasi
gróinna bakka.
Næsti áfangi leiðarinnar til norðurs er grýtt-
ur og lítt grasi vaxinn. Farið hefur verið við
austurjaðar Kjalhrauns og er þar allgóður reið-
vegur á sléttlendum melum. Þegar hraunkant-
urinn sveigir til vesturs er Fjóðungsalda á
hægri hönd. Leiðin er nú eftir greiðfærum mel-
um með lágum öldum. Enn er stefnan í norð-
austur um 5 km að Blöndu. Yfir hana mun hafa
verið farið neðan við Blöndutjörn en við hana er
svolítill gróðurreitur þar sem unnt hefur verið
að á eftir ferð um grýtt land. Áfram liggur leiðin
til norðausturs og nú eftir áreyrum og yfir
Blöndukvíslar og Eyfirðingakvísl sem koma úr
Hofsjökli en hann gnæfir þarna yfir í suðaustri
og austri. Hér verður hætt að lýsa Eyfirðinga-
leið þar sem hún sveigir aðeins til austurs eftir
að komið er yfir Svörtutungukvíslarupptök við
Álftabrekkuhorn.
Kjalvegur – F 35
Mikil framför var það í samgöngumálum á
Kili þegar Hvítá var brúuð norðan Bláfells. Áð-
ur hafði gangandi ferðafólk notast við báta til að
komast yfir ána. Á þeim var einnig farangur
fluttur og a.m.k. stundum fráfærulömbin þegar
þau voru flutt til fjalls á vorin. Annars var áin
riðin á vöðum og fjallféð rekið yfir hana vor og
haust. Var það erfitt og fórst oft eitthvað af
kindum. Það þótti því mikil framför hjá fjár-
bændum í Tungunum þegar brúin kom og mun
hafa verið efnt til hlutaveltu í sveitinni til að afla
fjár til byggingar hennar. Sagt er að gefið hafi
verið lamb á hana frá hverjum bæ. Brúin hafði
verið á Soginu við Alviðru frá 1905 en hún var
tekin í sundur, flutt inneftir og sett á stöpla sem
steyptir voru undir hana. Þetta var sumarið
1935 og um haustið var fjallsafnið rekið yfir ána
á göngubrú sem notuð var við brúarbygg-
inguna. Þegar brúarsmiðirnir voru að ljúka
verkinu um veturnætur fór að snjóa og hröðuðu
þeir sér til byggða og fundu ekki öll verkfærin
sem biðu undir snjónum til næsta vors. Þetta
var hengibrú, mjó og með takmarkaða burð-
argetu, og var ekki fært yfir hana á stórum bíl-
um svo sem vöru- og langferðabifreiðum. Kom
það sér illa eftir að bílar tóku að stækka eftir
miðja öldina. Brúin var notuð þarna til 1973 en
þá var byggð á sama stað öflug stálbitabrú á
steinsteyptum stöplum, miklu stærri en voru
undir gömlu brúnni.
Þegar brúin var komin var haldið áfram að
leggja akfæran veg áfram inn á Kjöl. Sú vega-
gerð fór þannig fram að menn jöfnuðu eitthvað
brautina með skóflum og veltu steinum til hliðar
með járnköllum þar sem þurfti. Þeir völdu jafn-
óðum leiðina þar sem hentugast þótti. Sumarið
1936 komust þeir inn fyrir Innri-Skúta en árið
eftir þurfti að flytja girðingarefni á Kjöl. Þá
mun vegarslóðinn hafa verið kominn upp á öld-
una austan við Svartárbotna en haldið var áfram
með flutninginn á tveimur vörubifreiðum og
röktu bílstjórarnir sig eftir melunum austan
Dúfunefsfells alla leið norður fyrir það. Næsta
sumar var víðast farið í för þeirra með veginn.
Hann liggur hæst á Fjórðungsöldu um 670 m
y.s.
Síðan fyrsta brautin var lögð hafa verið gerð-
ar á henni margháttaðar endurbætur og breyt-
ingar. Vegur var ruddur að Hveravöllum sum-
arið 1938 og haldið var áfram með hann norður
fyrir Seyðisá. Síðar var hann lagður vestan Dúf-
unefsfells. Mikil breyting varð á þessum vegi
þegar farið var að nota jarðýtur og veghefla til
að breikka hann og slétta. Fyrst lá vegurinn
vestur yfir Svartá skammt frá ósum hennar og
var þar byggð á hana brú. Brúna tók af í flóði í
mars 1948 en var endurbyggð um sumarið. Veg-
urinn lá síðan skammt austan við Hvítárnes og
aftur yfir Svartá á vaði svolítið innar. Seinna var
lagður nýr vegur austan við Svartártorfur og
var þá Seyðisá eina vatnsfallið sem enn var far-
artálmi. Hún var svo brúuð 1994 og byggður
upp vegur þar í kring. Enn er samt vegurinn yf-
irleitt lægri en landið í kring og sitja því víða í
honum pollar í vætutíð og hann verður fljótt tor-
fær í snjó. Áform eru um að hlaða hann allan
upp á næstu árum eða áratugum. Þá, og jafnvel
nú þegar, er fólk ekki öllu fleiri klukkutíma að
fara á bíl milli byggða yfir Kjöl en daga meðan
hestar voru einu fararskjótarnir.
Vegur í Kerlingarfjöll liggur af Kjalvegi norð-
an Innri-Skúta. Á vegamótunum var áður fyrr
skilti sem vísaði á Árskarð. Eitt sinn var Helgi
Haraldsson bóndi og fræðimaður á Hrafnkels-
stöðum í Hrunamannahreppi þar á ferð. Hann
kvað þetta nafn rangt því að staðurinn héti Ás-
garður, kenndur við bústað goðanna, hærri og
tignarlegri en flestir aðrir. Hann lét gera skilti
með þessu nafni og festa það á sömu stöngina og
hitt. Fyrrnefnda skiltið brotnaði nokkru síðar
og ríkti skilti Helga þarna um tíma. Síðar hvarf
það einnig og síðan hafa þeir sem vegvísum ráða
ekki tekið afstöðu til þess hvort nafnið væri rétt
en vísað á Kerlingarfjöll.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001 15