Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Side 17

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Side 17
saman, fullyrðir pólski félagsfræðingurinn Zygmunt Bauman, en hann hefur skrifað af skynsemi og sannfæringu um stöðu mannsins á tímum hnattvæðingar: „Veikburða ríki eru einmitt það sem hin nýja heimsregla, sem oft líkist reyndar frekar nýrri heims óreglu, þarfnast til að viðhalda sér. Auðvelt er að draga svo úr valdi veikburða ríkisígilda að þau umbreytast nánast í lögregluumdæmi, þar sem haldið er uppi nauðsynlegri lágmarks- reglu í viðskiptum, en enginn þarf að óttast að þau hefti hnattrænt frelsi fyrirtækja.“2 Með þessu er ekki sagt að almenn sátt ríki í álfunni um starfsemi Evrópusambandsins eða hlutverk, enda er alls ekki ljóst hvert það stefnir. Aftur á móti mótmæla því fáir að tilvist þess hefur skapað óvissu um staðsetningu full- veldis og skipun ríkisvalds í Evrópu. Að hluta til hefur þróun sambandsins bent til þess að fullveldi þjóðríkjanna, eða a.m.k. hluti þess, sé að flytjast til yfirþjóðlegra stofnana, hvort sem þær eru í Brussel eða Strassborg. En þróunin hefur þó einnig stefnt í þveröfuga átt með flutningi valds frá höfuðborgum hinna hefð- bundnu þjóðríkja Evrópu til héraða innan þeirra. Vaxandi sjálfstjórn Skota í innri málum er dæmi þar um og kröfur Korsíkubúa, Kata- lóna og Baska í Frakklandi og á Spáni um auk- ið sjálfstæði í eigin málum gæti leitt til svip- aðrar niðurstöðu. Þótt þessi þróun virðist stefna í ólíkar áttir má þó túlka breytingarnar sem tvær greinar á sama meiði, þ.e. fullveldið er að greinast upp í ólík lög þar sem hluti þess færist nær þegnunum á meðan aðrir hlutar þess flytjast út fyrir þjóðríkin. Enn sem komið er hefur óvissan um framtíð- arskipan fullveldisins ekki haft mikil áhrif á ís- lenska stjórnmálaumræðu. Enginn stjórn- málaflokkur á Íslandi hefur lýst yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu og þótt Hall- dór Ásgrímsson hafi ítrekað hvatt til umræðna um afstöðuna til Evrópusamrunans hefur ríkt nær alger þögn um málið. Í sjálfu sér þarf alls ekki að koma á óvart að margir Íslendingar séu andsnúnir inngöngu í ESB, enda eru bæði gild rök gegn aðild að sambandinu og andstaða við það útbreidd í nágrannaríkjunum. En hvað sem afstöðu manna til sambandsins líður er ljóst að Íslendingar verða að taka meðvitaða afstöðu til þess og standa við hana. Fyrir þessu má færa tvenn rök. Í fyrsta lagi er ljóst að Ís- land er algerlega háð Evrópuríkjunum um við- skipti og íslensku efnahagslífi er því lífsnauð- syn að eiga greiðan aðgang að evrópskum mörkuðum. Þetta var sjálfsagt meginhvatinn að inngöngu Íslands í Evrópska efnahags- svæðið fyrir tæpum áratug, enda litu Íslend- ingar aldrei á EES fyrsta skrefið inn í Evrópu- sambandið. Í öðru lagi má minna á að íslenska þjóðríkið er ekki fyrst og fremst íslenskt að uppruna, heldur íslensk útfærsla á útlendri hugmynd. Gerð íslenska ríkisins og viðurkenn- ing á alþjóðavettvangi tengist því að lýðræð- isleg þjóðríki hafa talist eðlileg skipan ríkis- valds í heiminum, og þróun hins íslenska ríkisvalds mun á sama hátt taka mið af þróun þessara mála í nágrannalöndunum í framtíð- inni. Breytingar í útlöndum munu því hafa áhrif á Íslandi á komandi árum, alveg eins og þær mótuðu íslensk stjórnmál á tuttugustu öldinni. Að síðustu hljóta Íslendingar að fylgjast ná- ið með umræðum í nágrannalöndunum vegna þess að við getum aðeins haft áhrif á gang mála ef við tökum virkan þátt í því sem gerist í al- þjóðamálum. Þá þýðir ekkert að halda því fram að afsal heilags fullveldis komi ekki til greina eða lýsa því yfir að við beygjum okkur aldrei undir vald kommisara í Brussel. Staðreyndin er nefnilega sú að við erum þegar undir valdi þeirra og það án þess að við höfum formleg áhrif á ákvarðanir Evrópusambandsins. Á komandi árum munu íslenskir stjórnmála- menn þurfa að taka afstöðu til þverstæðu- kenndrar stöðu Íslands í alþjóðamálum og bregðast við þeirri endurskoðun sem er að verða á skilgreiningu fullveldishugtaksins í þeim löndum sem standa okkur næst. Okkur er þetta nauðsynlegt vegna þess að í raun eru Ísland og útlönd ekki andstæður – ekki einu sinni tvær hliðar á sama peningi. Í augum út- lendinga er Ísland útlönd, óaðskiljanlegur hluti heimsins, en ekki einangrað eyland sem fer sínar eigin leiðir. Þessi grein er byggð á bók minni Íslenska þjóðríkið – uppruni og endimörk sem kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi og Reykja- víkurAkademíunni fyrr á árinu. Heimildir: 1) Greinin birtist í Independent 22. nóvember 2001 og hægt er að nálgast hana á vefsetri blaðsins, www.- independent.co.uk 2) Z. Bauman, Globalization. The Human Consequences (New York, 1998), bls. 68. Höfundur er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001 17 Hver er saga jólagrautsins? SVAR: Orðið jólagrautur þýðir í munni Íslendinga á 20. öld þykkur hrísgrjónamjólkurgrautur með rúsínum. Grautur af því tagi verður reyndar ekki algengur hér fyrr en upp úr aldamótum 1900 en áður hafði jólagrauturinn oftast verið úr bygggrjónum, mjólk og rús- ínum. Hrísgrjónagrauturinn er borinn fram með kanelsykri og rjóma eða mjólk, stundum saft eða saftsósu og víða er grautur af þessu tagi kallaður jólagrautur hvort sem hann er á borðum á jólum eða aðra daga. Sums staðar á Íslandi var jólagrauturinn hafður fyrir matinn á aðfangadagskvöld þegar líða tók á 20. öld en slíkt mun hafa verið al- gengast í Danmörku. Í Skandinavíu þar sem jólagrautur af þessu tagi er hefðbundinn rétt- ur á jólum er grauturinn venjulega eftirréttur á aðfangadagskvöld. Í skýrslu Þórarins Liljendal um íslenskt mataræði frá því 1783 kemur fram að á jóla- dag ásamt nokkrum öðrum hátíðisdögum reyni Íslendingar að hafa mjólkurgraut kvölds og morgna til hátíðabrigða. Þessum graut bregður oft fyrir í heimildum á 19. öld; nefndur er bygggrjónagrautur með sméri út á, sírópi eða sírópsmjólk. Misjafnt hefur verið hvort jólagrauturinn var framreiddur á jóla- dag eða aðfangadagskvöld. Í sveitarlýsingu úr Breiðdal í Suður-Múlasýslu frá miðri 19. öld segir: Á jólanóttina var nærri alls staðar mat- reiddur (bygg)grjónagrautur úr mjólk og rús- ínum út í og skammtaður fólkinu ... Sumir tengdu jólasveininn Pottasleiki sér- staklega við jólagrautinn; hann færi til fjalla strax þegar hann væri búinn að sleikja jóla- grautarpottinn og kæmi því fyrstur jólasvein- anna. Í byrjun tuttugustu aldar varð vanalegt að jólagrauturinn væri hafður úr hrísgrjónum sem þá voru orðin aðgengileg fyrir alþýðu- fólk, en höfðu áður verið fæða höfðingja. Í heimildum á þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands, sem eiga við fyrstu áratugi 20 aldar, kemur fram að víðast hvar var grauturinn á borðum á jólum en mismunandi hvort hann var etinn á aðfangadagskvöld eða jóladag. Á vestanverðu landinu var algengara að hann væri hafður á jóladag, ýmist í morg- unmat eða sem eftirréttur á eftir miðdeg- ismat. Á austanverðu landinu, einkum að norðanverðu, var algengara að bera hann fram á aðfangadagskvöld og sá háttur vann á eftir því sem leið á 20. öldina. Jafnframt komu til sögunnar möndlugjafir í tengslum við jóla- grautinn en hvort tveggja kemur til okkar frá Danmörku. Mandla var sett í jólagrautinn og sá sem hana fann hlaut verðlaun eða gjöf að launum, venjulega sælgæti eða smáhlut. Eftir að hrísgrjónagrauturinn varð á allra færi varð ris ’a l’amande höfðingjaútgáfan af jólagrautnum og tók jafnframt víða við sem eftirréttur á aðfangadagskvöld á síðustu ára- tugum 20. aldar. Ris ’a l’amande er nafn á dönskum hrísgrjónabúðingi með möndlum sem mun ekki tengjast Frakklandi að öðru leyti en því að innihaldið er talið eiga uppruna sinn í möndlugjöfinni. Hún er aftur talin tengjast frönskum sið sem þekktur er frá miðöldum og felst í því að í samkvæmi daginn fyrir þrettánda borðuðu menn köku sem í var falin baun. Sá sem hana fann réð öllu í samkvæminu það sem eftir lifði kvölds. Hallgerður Gísladóttir þjóðháttafræðingur. Hvað þýðir orðið halelúja? SVAR: Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að hal(l)elúja er hvorugkynsorð. Halelúja er sagt vera upphrópun og fagn- aðarsöngur eða fagnaðarákall í kirkjumáli. Halelúja er tökuorð í íslensku sem er ættað úr hebresku. Orðið þýðir lofaður sé Drottinn og hebreski rithátturinn er hallelu Jah (Jah er stytting fyrir Jahve). Orðið halelúja kemur fyrir í nokkrum af Davíðssálmum Gamla testamentisins, oft bæði í byrjun og lok sálmanna. Í fornum gyð- ingdómi tónaði kór levíta sennilega halelúja í sálma eða víxlsöng við bænagjörð. Levítar voru þeir Ísraelsmenn kallaðir sem voru af ætt Leví og úr þeirra röðum voru valdir þjón- ar presta. Halelúja kemur eingöngu fyrir fjór- um sinnum í Nýja testamentinu og í öll skipt- in í Opinberunarbókinni. Halelúja stendur yfirleitt óþýtt í þýðingum Bíblíunnar. Elst þeirra er gríska þýðingin á Gamla testamentinu sem sagt er að hafi verið unnin af 70 (eða 72) fræðimönnum á 72 dögum að fyrirmælum gríska embættismannsins Ptólemaíosar Fíladelfosar sem var uppi 285 til 246 fyrir Krist. Þýðingin sem heitir Sjötíu- mannaþýðingin (á latínu Septuaginta sem þýðir 70) var sennilega ætluð grískumælandi gyðingum í Egyptalandi. Í latnesku bíblíuþýð- ingunni sem heitir Vulgata og er frá því um 400 eftir Krist var orðið ritað alleluia. Vulgata er bíblía rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Fagnaðarákallið halelúja var notað í frum- kristni. Halelúja kemur nú einnig fyrir í helgi- siðum, messum og sálmum allra kristinna kirkjudeilda og er skemmst að minnast jóla- sálmsins kunna Í Betlehem er barn oss fætt. Einar Sigurbjörnsson, prófessor í guðfræði, og Helga Sverrisdóttir. Hvað hefur þyngsti ísbjörninn verið þungur? SVAR: Ísbjörninn, Ursus maritimus er að jafnaði stærri en náfrændi hans brúnbjörninn Ursus arctos. Nokkrar deilitegundir brúnbjarna geta þó orðið stærri og má þar helst nefna þær sem lifa á Kamtsjatka-skaganum í Síb- eríu og í Alaska. Að jafnaði er fullorðinn ísbjörn um 400 kg en til eru dæmi þar sem ísbirnir geta orðið um 900 kg. Þetta eru yfirleitt karldýr sem hafa fitað sig verulega að haustlagi fyrir komandi vetur. Eitt tilvik sker sig þó úr. Árið 1960 skaut bandarískur veiðimaður, Arthur Dubs að nafni, risavaxinn hvítabjörn við innsigl- inguna í Kotzebue-sund í norðvesturhluta Alaska. Skepnan vó 1002 kg. Dýrið var stoppað upp og mældist það 338 cm á hæð. Það var meðal annars til sýnis á heimssýningunni í Seattle í Bandaríkjunum. Lesefni: Páll Hersteinsson, „Spendýr á norðurslóðum“, í Undur veraldar, Þorsteinn Vilhjálmsson ritstj., Mál og menning 1998. Jón Már Halldórsson. HVER ER SAGA JÓLAGRAUTSINS? Í vikunni sem er að líða bar að venju margt á góma á Vísindavefnum. Meðal þeirra spurninga sem var svarað eru „Hvað er ensím?“ „Hvað hleypur strúturinn hratt?“ „Hvað voru Ný félagsrit?“ og „Hvað þýðir orðið amen?“ Nú eru svör á Vísindavefnum orðin rúmlega 1.900 svo það er af nógu að taka fyrir þá sem vilja forvitnast um hvers kyns fræði og vísindi. VÍSINDI Hylur fjöll og hylur dali hvítur snjór, sem augun lokkar, eins og Drottinn til vor tali um tign og fegurð jarðar okkar. Úti er snjór og ís um lendur. Enn er jólafasta liðin. Drottinn gef oss hjálparhendur, hugarró og sálarfriðinn. Lítið barn ég lít á jólum, ljóssins barn í myrkur-ögun, færir öllum byggðum bólum blessun Guðs og viss’um dögun. Ljós þess bjart á lífs vors arni leiðir ríkan mann og snauðan. Ljósið Guðs í litlu barni: Lífið hefur sigrað dauðann! STEFÁN FRIÐBJARNARSON Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. AÐFANGADAGSKVÖLD Tökum henni opnum huga opnum örmum þegar hún birtist Hún flytur boðskap birtu – kærleiks – friðar Jólastjarnan Í hrakviðrum daganna hún er þarna enn innst í sálarkimanum Hún leiðir og lýsir langþreyttum – fótsárum Friðarstjarnan Leið liggur um skóginn á bökkum Fljótsins síkvika Vandrötuð – villugjörn með sólnærðum lundum og myrkviði Hún er hér innra Ástarstjarnan. GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Höfundur er starfsmaður hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. STJARNAN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.