Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Qupperneq 18

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Qupperneq 18
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001 L EIKRITIÐ um Cyranó frá Berg- erac var frumsýnt í París árið 1897 og öðlaðist þegar í stað miklar vin- sældir. „Síðan þá hefur verkið verið sett upp víða um heim og gerðar hafa verið eftir því frægar kvik- myndir, meðal annars frönsk stór- mynd frá árinu 1990 með Gerard Depardieu í hlutverki Cyranós.“ Leikritið gerist í Frakklandi á frönsku gull- öldinni, 17. öld, nánar tiltekið um og eftir 1640. Á þessum tíma stóð menning og listir með miklum blóma í Frakklandi, og þá voru uppi stórskáld á borð við Corneille, Moliere og Rac- ine. Rómantík, skáldgáfa og hetjuskapur voru höfð í hávegum. Aðalpersóna verksins, Cyranó, býr yfir leiftrandi gáfum, er talandi skáld og vígfimastur allra í París. Hann er hugumstór hetja sem ekkert fær stöðvað – nema nefið! Þetta risastóra nef sem hann fyr- irverður sig svo fyrir, að hann áræðir ekki að reyna að ná ástum konunnar sem hann elskar, hinnar fögru Roxönu, sem er frænka hans og góð vinkona frá bernskuárunum. Bæði eru þau frá Gascogne, héraði í Suður-Frakklandi, og Cyranó tilheyrir herdeild sem eingöngu er skipuð gaskónum. Nýliði í herdeildinni, Christian, verður ástfanginn af Roxönu. Hann er ákaflega fríður maður, en hann er feiminn í návist kvenna og kann illa að koma fyrir sig orði. Cyranó ákveður að þeir Christian skuli í sameiningu mynda hinn fullkomna mann; Cyr- anó leggur til andann, skáldgáfuna og mál- snilldina, en Christian sitt fagra útlit. Endirinn er jafndapurlegur og í 19. aldar óperu og Þór- unn María búningahönnuður segir einmitt að söguþráðurinn sé dálítið „óperulegur“. Þau Hilmar og Þórunn María velta því fyrir sér hvort einhvern tíma hafi verið samin ópera úr þessu verki. Líklega ekki. „En þetta er klass- ísk ástarsaga. Það hafa verið skrifaðar margar slíkar. Ástarþríhyrningur á ýmsa vegu er sígilt efni í ástarsögur,“ segir Hilmar sem er að leik- stýra í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu en hann hefur um árabil stýrt Hafnarfjarðarleikhúsinu og vakið athygli hér heima og erlendis fyrir uppsetningar sínar á vegum þess. Fallegt fólk með fallegar tilfinningar Þau Hilmar, Þórunn María og Finnur Örn hafa unnið saman að á annan tug leiksýninga og þekkjast því orðið býsna vel. „Við gjör- þekkjum smekk hvert annars,“ segir Hilmar, „... þekkjum leikhúsið hvert í öðru,“ botnar Þórunn María. „Það er auðvitað mjög mikils virði að þekkj- ast og geta unnið saman í fullkomnu trausti og afslöppuðu andrúmslofti,“ segir Hilmar. Að öðru leyti segja þau að vinnuaðferð sín við þessa fyrstu uppsetningu í Þjóðleikhúsinu sé ekki svo ýkja ólík því sem þau eiga að venjast úr Hafnarfjarðarleikhúsinu. „Það er auðvitað gríðarlegur munur á aðstöðu,“ segir Finnur Örn og líkir því við að komast í botnlausan dótakassa. „Hér er svið sem snýst og lofthæð mikil, nóg af ljóskösturum og fullt af starfs- mönnum, sem eru boðnir og búnir að hrinda hugmyndum okkar í framkvæmd.“ Hilmar færist undan svörum þegar hann er spurður um hugmyndafræði sýningarinnar – konseptið – eins og það er gjarnan nefnt. „Ég hef ótal sinnum reynt að fá þetta hugtak skil- greint en aldrei fengið nein almennileg svör. Kannski er ég bara svo lélegur leikstjóri að ég veit ekki hvað konsept er. Fyrir mér er kons- eptið byggt á forsendunum sem sýningin byggist á. Rýminu, peningunum, leikurunum og öllu hinu sem skapar þann ramma sem unn- ið er útfrá. Þegar við vitum hvað við höfum er hægt að byrja að móta væntanlega sýningu. Ef CYRANÓ FRÁ BERGERAC eftir Ed- mund Rostand í þýðingu Kristjáns Árna- sonar. Leikarar: Stefán Karl Stefánsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Pálmi Gestsson, Sigurður Sig- urjónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, Hjalti Rögn- valdsson, Inga María Valdimarsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Linda Ásgeirsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Valdimar Örn Flygenring. Tónlistarflutningur: Rússibanar. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Skylmingaatriði: Seppo Kumpulainen. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikmynd: Finnur Örn Arnarson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikarar og listrænir stjórnendur Morgunblaðið/Þorkell Cyranó elskar Roxane en nefið stóra hindrar hann í að tjá henni ást sína. Nanna Kristín Magnúsdóttir og Stefán Karl Stefánsson. Nýtt nef á hverjum degi Skoplegur hetjuleikur er jólafrumsýning Þjóðleik- hússins í ár. Þetta er leikritið um hinn hugum- og nefstóra franska aðalsmann Cyranó frá Bergerac. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við þrjá af listrænum stjórnendum sýningarinnar og leikarann Stefán Karl Stefánsson sem fer með hlutverk Cyranós. Rúnar Freyr Gíslason, Hjalti Rögnvaldsson, Sigurður Sigurjónsson og Valur Freyr Einarsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.