Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001 19
HÚN reifar guðfræðileg viðhorf til ýmissa
siðfræðilegra mála eins og t.d. siðfræði í op-
inberu lífi, samlífs- og fjölskyldusiðfræði, sið-
fræði lífsvísinda og lækninga, umhverfismála,
málefna réttlætis og friðar á alþjóðlegum vett-
vangi.“ Svo stendur réttilega á bókarkápu Sið-
fræði – af sjónarhóli guðfræði og heimspeki,
eftir sænsku prófessoranna Göran Bexell og
Carl-Henric Grenholm.
Í bókinni eru raktir straumar og stefnur inn-
an siðfræði mannsandans og þær mátaðar við
kristna kenningu. Rök og mótrök eru rakin, og
höfundar leyfa sér endrum og eins að taka af-
stöðu. Finna má helstu siðfræðinga sögunnar á
síðunum ásamt nokkrum sænskum. Hún er
einkum ætluð sem inngangsfræði handa nem-
endum í trúarbragðavísindum og guðfræði við
háskóla. Fengur er að bókinni fyrir stúdenta,
og býst ég við að kaflar í henni geti nýst sem
ýtarefni á ýmsum námskeiðum.
Glíman við siðferðileg álitamál í íslensku
samfélagi er áberandi. Þegnarnir eru t.d. enn
að glíma við spurningar sem frumvörp um mið-
lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði vöktu:
„Er brotið á sjálfræði einstaklinga? Er frið-
helgi einkalífsins rofin?“ Þeir sem vilja vera
með í svona umræðum, þurfa að fara í ákveðna
skólun. Siðfræðibókin sem hér er um rætt er
slík skólun. Lesendum er sagt frá ýmsum
kenningum og sjónarhornum um ákveðin efni,
og rökin eru leidd. Kennsla og umræður bæta
svo við hana.
Heill kafli fellur t.d. undir siðfræði lífs og
dauða og er þar stiklað á stórum málum, sem
getur a.m.k. verið byrjun á umræðu: „Ekki má
draga í efa friðhelgi eða gildi nokkurs manns
vegna niðurstaðna erfðatækni. Líffræðileg og
erfðafræðileg niðurstaða er eitt, félagslegt og
siðferðilegt mat er annað.“ (404).
Í bókinni er sérstakur kafli um samlíf. Sá
kafli býr lesandann undir umræður um t.d.
rétt samkynhneigðra til þess að giftast. Höf-
undar rekja þrennskonar guðfræðileg rök um
sambúð samkynhneigðra og taka svo afstöðu:
„Hugsum okkur tvo kristna einstaklinga í
söfnuðinum, tvær konur eða tvo karla, sem
ganga saman til heilagrar kvöldmáltíðar og
eru í sambúð. Sambýlingar líta á sambúðina út
frá sömu forsendum og gagnkynhneigðir:
ábyrgð og ævilanga tryggð við makann.
Frammi fyrir samvisku sinni, fyrir Guðs orði í
Biblíunni, gagnvart maka sínum og öðrum
hafa þessir sambýlingar sannreynt sannfær-
ingu sína. Ef litið er á málið eftir öðru sjón-
armiðinu um afstöðu til samkynhneigðar ætti
að slíta slíkum samvistum, en eftir þriðja sjón-
armiðinu, sem við aðhyllumst, er sambúð
þeirra gild.“ (372).
Þeir sem hafa áhuga á þessari umræðu ættu
að kynna sér þennan kafla, til að efla eigin rök,
kynnast öðrum sjónarmiðum og búa sig undir
árangursríkari umræðu. Bókin er í 18. köflum
og er góður grunnur fyrir alla þá sem vilja vera
með á nótunum í siðferðilegum samræðum í
þjóðfélaginu. Lokakafli bókarinnar heitir
„Friður, réttlæti og umhverfi“ og er ágætur
fyrir umræðuna um stríð og frið í heiminum og
einnig um ábyrgð mannsins á náttúrunni. Þar
er m.a. fjallað um stöðu mannsins meðal dýra:
„Þess í stað kennir „siðfræði með vissri líf-
hyggju“ að maðurinn hafi sérstöðu að því leyti
að hann sé meira virði en aðrar lifandi verur.“
(448). Áhugaverður kafli er um vinnu og fjár-
hag og annar um samfélag og stjórnmál.
Ég fann vel að bókin fellur undir samræðu-
siðfræði, og hefði ég fremur viljað lesa hana í
hóp en einn heima. Ég held að þeir sem fari í
gegnum hana á námskeiði búi sig vel undir
næstu siðferðilegu álitamál í samfélaginu. Þeir
munu krefjast tíma til að ræða málin og mót-
mæla þegar framkvæmdavaldið ætlar að láta
Alþingi afgreiða frumvörp á nokkrum dögum.
Frumvörp sem varða t.d. réttindi sjúklinga.
Ég skil ekki ráðherra sem óttast umræður.
Aðstandendur íslensku útgáfunnar hafa
staðið sig vel. Þeir hafa lagt sitt lóð á vog-
arskálar vitrænnar umræðu. Þýðingin er góð
vegna þess að málsgreinarnar eru skiljanleg-
ar, en ég er viss um að það hafi verið fremur
erfitt að þýða þetta.
Holl fyrir
umræðuna
Gunnar Hersveinn
BÆKUR
Siðfræði
Eftir Bexell og Grenholm í þýðingu Aðalsteins Dav-
íðssonar. Skálholtsútgáfan og Siðfræðistofnun HÍ.
2001. 452 bls.
SIÐFRÆÐI – AF SJÓNARHÓLI GUÐFRÆÐI OG
HEIMSPEKI
Á SÍÐUSTU árum hafa nýjar leiðir verið
farnar til að hjálpa syrgjendum við að takast á
við sorg og missi. Að öðrum ólöstuðum hafa
sjúkrahúsprestar þjóðkirkjunnar
verið fremstir í flokki enda hafa
prestar ávallt gegnt þýðingar-
miklu hlutverki sem sálusorgarar
syrgjenda. Þeim hefur tekist að
gera umræðu um sorg mun opnari
í þjóðfélaginu en áður var og skap-
að skilning á því að sorg sé eðlileg,
að hún geti birst með ýmsum hætti
jafnframt því sem mikilvægt sé að
vinna úr henni. Þetta hefur haft
breytingar í för með sér á vinnu-
tilhögun ýmissa sjúkrastofnana og
sorgarhópar hafa verið starfrækt-
ir í kirkjum víða um landið. Einn
þessara brautryðjenda er höfund-
ur þessarar bókar sem er safn er-
inda og greina er komið hafa frá
hans hendi frá árinu 1989 auk all-
margra frumsaminna ljóða. Hann var um ára-
bil á meðal forsvarsmanna Nýrrar dögunar,
samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, og hefur
þannig unnið að velferðarmálum syrjenda um
langt skeið.
Eðli málsins samkvæmt er efni bókarinnar
samtíningur sem hefur orðið til af ýmsum til-
efnum. Tilgangur þess er þó ávallt að hjálpa
lesandanum að bregðast við eigin sorg og sorg
annarra. Fjallað er um sorgina í ýmsum að-
stæðum, til dæmis missi barna, fósturs, maka
og annarra. Hvað á að segja og hvernig? Hvað
á ekki að segja? Hvernig er hægt að hjálpa?
Tekið er á erfiðum og viðkvæmum viðfangs-
efnum eins og dauðanum sjálfum, sjálfsvígum
og líkbrennslu.
Bókin er laus við málfæri fræði-
mennsku og efni hennar er að-
gengilegt almenningi. Hún er
hagnýt og gott framlag til úr-
vinnslu á sorg og margra tegunda
áfalla þó að umfjöllunin sé stund-
um stutt. Bakgrunnur hennar er
reynsla af vinnu með syrgjendum
og þetta er framlag sálusorgarans
til þeirrar vinnu. Boðskapurinn er
huggun og hjálp við að horfast í
augu við lífið á erfiðum stundum
án þess að víkja úr vegi fyrir því
sem er erfitt eða leggja á flótta og
gefnar eru ábendingar um leiðir
til að lina þjáningu sorgarinnar.
Ljóð höfundar á milli kaflanna
lífga upp efnið og með þeim nær
hann að segja margt sem erfitt er að tjá í
óbundnu máli. Lesa hefði þurft próförk betur
fyrir prentun og eru ritvillur helsti ljóður á
annars ágætri bók.
Kjartan Jónsson
Viðbrögð
við sorg
BÆKUR
Sjálfshjálparbók
Höfundur: Bragi Skúlason. Útgefandi: Bragi Skúla-
son 2001. Stærð: 120 blaðsíður.
SORG Í LJÓSI LÍFS OG DAUÐA
Bragi Skúlason
ég ætti að segja í einu orði hvað sýningin
stendur fyrir þá væri það rómantík. Það segir
allt en um leið ósköp lítið. Þetta er leikrit um
ástina, um fallegt fólk og fallegar tilfinningar.
Ég vona að áhorfendur fari útaf þessari sýn-
ingu með gleði í hjartanu, lífsgleði og von.
Þetta er auðvitað hrikalega væmið en þetta er
efni leikritsins.“
Tilfinningarnar ólga og flæða
Hér grípur Stefán Karl inn í eftir að hann
hefur setið þögull hjá og raðað saman vítam-
ínkúr sem hann bryður hástöfum á meðan. „Ég
verð að taka þetta svo að ég brenni ekki sjálf-
um mér upp til agna á þessum síðustu dögum
fyrir frumsýningu,“ segir hann til skýringar og
skolar hollustunni niður með hálfum lítra af
vatni. Hlutverk Cyranós er það stærsta sem
hann hefur tekist á við til þessa á leikferlinum
og er þá sama hvort mælt er í fjölda orða eða
viðveru á leiksviðinu. „Þetta er frábært hlut-
verk. Ég sótti mjög fast að fá það og lét þá
Hilmar og Stefán (Baldursson) ekki í friði fyrr
en það lá fyrir. En ég held líka að þessa sögu
væri ekki hægt að segja öðruvísi en í bundnu
máli; form textans er svo samgróið efninu.“
Nú upphefst mikill lofsöngur um hversu frá-
bær þýðing Kristjáns Árnasonar sé og eru þau
sammála um að hún sé listaverk í sjálfri sér.
Það er ekki hlaupið að því að þýða heilt leikrit á
bundið og rímað mál svo að vel fari, ná fram
efnislegri merkingu auk þeirrar gamansemi
sem iðulega er fólgin í rími og stuðlum. Allt
þetta tekst Kristjáni og ríflega það því á stund-
um fer þýðingin fram úr sjálfri sér og verður
sjálfstæður skáldskapur sem er afrek útaf fyr-
ir sig.
„Ég var skíthræddur við þennan texta enda
hef ég alltaf verið með minnimáttarkennd
gagnvart ljóðum og ljóðaflutningi. Mér þóttu
t.d. skólafélagar mínir í Leiklistarskólanum
mér alltaf miklu fremri í ljóðatúlkun og þurfti
talsverðan stuðning í byrjun æfingatímabils-
ins.“
Hér stingur Hilmar því að að hann sé sjálfur
ekki mikill ljóðamaður en sér hafi nýst vel leið-
beining Helga Hálfdanarsonar sem fólst í því
að ef skilningur flytjandans á efni textans er
skýr þá sér formið um sig. „Þetta er akkúrat
málið,“ segir Stefán Karl og segir að textinn sé
að öðlast meira líf og aukinn kraft með hverri
æfingu. „Ég finn hvernig tilfinningarnar ólga
og sjóða í textanum og þegar ég er ekki lengur
með mestar áhyggjur af því hvort ég muni
hann eða komi honum rétt útúr mér þá gerist
eitthvað stórkostlegt; tilfinningarnar byrja að
flæða.“
Rímið getur verið tvíeggjað vopn í flutningi
leikaranna og Stefán Karl segir að nauðsyn-
legt sé að gæta að því að lenda ekki í svo tak-
föstum flutningi að áhorfendur fari að reyna að
botna vísuorðin. „Stundum er lykilorð í línu
ekki rímorð og þá þarf að gæta að áherslunum.
Þetta er mjög skemmtileg glíma sem er frá-
bært að takast á við.“
Það er ekki hægt að ljúka þessu samtali án
þess að minnast á nefið; stóra nefið hans Cyr-
anós sem er upphaf og endir alls sem í verkinu
gerist. „Stefán Karl fær nýtt nef á hverjum
degi og það er mótað af slíkum kúnstarinnar
reglum að það fellur fullkomlega að andliti
hans,“ segir Hilmar. „Ég gæti ekki leikið þetta
hlutverk án nefsins,“ segir Stefán Karl graf-
alvarlegur.
havar@mbl.is
Þjónn Roxane ásamt Cyranó. Sigurður Sigurjónsson og Stefán Karl Stefánsson.
Pálmi Gestsson, Atli Rafn Sigurðarson, Linda Ásgeirsdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir.