Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 BRESKI bókmenntafræðing- urinn Terry Eagleton gaf í byrj- un mánaðarins út bókina The Gatekeeper, en þar rekur hann æviminningar sínar. Eagleton er heimsþekktur fræðimaður á sínu sviði og gegnir lykilstöðu í bresku háskólasamfélagi. Fræði- rit eftir Eagleton á borð við Lit- erary Theory og The Ideology of the Aesthetic eru víða grunnrit í bókmenntafræðum, auk fleiri rita höfundarins. Fræðileg sýn Terry Eagleton hefur frá upphafi markast af marxískum við- horfum og hefur hann jafnframt lesið sig og aukið við marxíska bókmenntafræðihefð. Í æviminningunum sem nú eru út komnar lýsir Eagleton upp- vexti sínum í kalþólskri verka- mannafjölskyldu, og uppgjöri við þær aðstæður og þá hug- myndafræði sem hann var alinn upp við. Þá lýsir hann leið sinni til mennta, en hann var meðal fárra af verkamannastétt til að nema við Cambridge-háskóla. Eagleton lýsir jafnframt umgengni sinni við hóp róttækra námsmanna, og kemur víða við í íhugulli frásögn sinni. Gagnrýnandi breska dag- blaðsins The Times telur bókina í senn heillandi og fráhrindandi, þar sem að baki stílsnilld og hug- myndasnilli búi mótsagna- kenndur hroki í uppgjöri Eagle- ton við uppruna sinn. Nóvella frá Carol Oates Joyce Carol Oates hefur gefið út sína fyrstu bók þetta árið, stutta skáldsögu sem ber heitið Beasts. Sagan á sér stað upp úr 1970 og lýsir frjáls- lyndum tím- um, ekki síst í viðhorfum til kynlífs og vímuefna. Þar segir frá hópi háskóla- stúlkna sem haldnar eru ósegjanlegri aðdáun á sjarmerandi og gáfuðum prófess- or, Andre Harrow. Prófessorinn sýnir einni af hlédrægari stúlkum hópsins áhuga og markast brátt samband þeirra af þráhyggju og misbeitingu valds. Joyce Carol Oates kafar jafnan djúpt í sálar- fylgsni öfgafullra persóna í bók- um sínum, sem þykja í senn grót- eskar og heillandi. Hún hefur sent frá sér fleiri tugi skáld- sagna, smásagna, ljóða og ann- arra skrifa. Öfgar Los Angeles-borgar BANDARÍSKI rithöfundurinn Bruce Wagner hefur sent frá sér nýja skáldsögu, I’ll Let You Go (Ég sleppi þér). Þar fjallar Wagn- er um öfgar Los Angeles-borgar, og gjána á milli hinna yfir sig ríku og hinna blásnauðu. Sagan hefst með því að umboðsmað- urinn Marcus Wiener yfirgefur eiginkonu sína, erfingja mikils ríkidæmis, og hverfur af yf- irborði jarðar. Þrettán árum síð- ar fer sonurinn Toulouse á stúf- ana, um undir- og yfirheima borgarinnar, að leita föður síns. Bruce Wagn hefur vakið at- hygli fyrir að gera myrka heima Hollywood-ríkidæmisins að við- fangsefni í bókum sínum. Sjálfur er hann búsettur í Los Angeles- borg og hefur áður sent frá sér skáldsögurnar Force Majeure og I’m Losing You. Kvikmyndin Women in Film er byggð á síð- arnefndu skáldögunni en handrit og leikstjórn myndarinnar ann- aðist Wagner sjálfur. Kvikmynd- in var m.a. sýnd á Sundance- kvikmyndahátíðinni og í Fen- eyjum í fyrra. ERLENDAR BÆKUR Æviminningar Eagletons Joyce Carol Oates U M ÁRAMÓT er ríkjandi sú til- hneiging að líta um öxl, rifja upp gleði og sorgir, sigra og ósigra og meta gengiskúrfu ársins sem er að líða. Allir fjöl- miðlar eru uppfullir af þessari áráttu; yfirliti helstu frétta, sögu stjórnmálanna, stöðunni í efnahagsmálunum, svæsnustu fréttamyndunum, bestu myndböndunum, íþróttaannálum, tölu lát- inna í umferðarslysum o.s.frv. Áramótauppgjör- inu fylgja jafnan hátíðleg ávörp helstu forystu- manna til þjóðar sinnar. Að þessu sinni settust þrír jakkafataklæddir karlar í þægilegan stól við stórt eikarskrifborð með íslenskt landslag, fána eða bóndabæ í baksýn og fluttu landsmönnum boðskap sinn við áramót. Fyrstur á skjáinn var Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra. Ávarp hans var á afleitum útsending- artíma, þjóðin sat prúðbúin undir gnægtaborðum og kjamsaði á veisluréttum, vín glóði í glösum og jólaljósin skörtuðu sínu fegursta. Sumir skrúfuðu niður í sjónvarpinu og gutu augunum aðeins endr- um og sinnum á ráðherrann þar sem hann hreyfði varirnar og horfði alvarlegum augum á lands- menn. Einhverjir heyrðu þó þegar hann varpaði fram þeirri spurningu hvort nýliðið ár væri „hörmungarár“ og svaraði því sjálfur til að svo væri ekki þar sem margar hörmunganna væru mestmegnis „heimatilbúnar hrellingar“ og af því mætti draga drjúgan lærdóm, hver sem hann nú var. Næstur á mælendaskrá var Markús Örn Ant- onsson, útvarpsstjóri, sem tónaði fyrir tómum stofum því þjóðin öll var úti í garði að sprengja upp tertur, flugelda og blys – fyrir um þrjúhundr- uð milljónir króna. Því miður fór framhjá flestum að „ávarp“ hans var býsna poppað. Hann lagði sig allan fram til að brydda upp á nýjungum og þáttur hans höfðaði bæði til heyrnar og sjónar. Síðastur þremenninganna var forseti lýðveldisins og hefði ræða hans inntaksins vegna kannski átt að vera á undan hinum tveimur. Í ávarpi sínu boðaði Ólafur Ragnar þegnunum sparnað; ekki bara í ríkis- rekstri heldur einnig á heimilunum. Ræða hans fór verulega fyrir brjóstið á mörgum timburmann- inum sem á nýársdag staulaðist fram úr bólinu eft- ir flugeldasýningu næturinnar, þrúgaður af vísa- skuldum og viðvarandi láglaunastefnu, til að heyra hvað nýlega skattskyldur og trúlofaður forsetinn hefði fram að færa þessar tuttugu mínútur sem hann ávarpar þjóð sína á ári hverju. Ávörp forystumanna þjóðarinnar voru afar keimlík; búningur þeirra uppskrúfaður, myndmál- ið hefðbundið og rammíslenskt, efnið yfirborðs- legt, landsfeðratónninn allsráðandi en ábyggilega vel viðeigandi á slíkum stundum. Áramótaávörpin skipa virðingarsess hefðar og hátíðleika í huga þjóðarinnar sem sótti í þau bæði huggun, sátt og von. Hér gefst kærkomið tækifæri til að segja eitt- hvað merkilegt, eitthvað nýtt, eitthvað satt. En ræðumennirnir láta það jafnan sér úr greipum ganga og falla í klisjugildrurnar hverja af annarri. Það er löngu ljóst hvað má tala um í ávarpi sem þessu og hvað ekki. Hvernig væri að einstæð móð- ir, gamall maður, nýbúi, sjúklingur, barn, búand- karl, listamaður eða venjulegur launþegi á Dags- brúnartaxta fengi orðið við næstu áramót? Er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að nýr tónn verði sleginn í áramótaræðunum? Og kannski nennir þá einhver að hlusta. FJÖLMIÐLAR HEILÖG ÞRENNING HELDUR RÆÐU Hvernig væri að einstæð móðir, gamall maður, nýbúi, sjúkling- ur, barn, búandkarl, listamað- ur eða venjulegur launþegi á Dagsbrúnartaxta fengi orðið við næstu áramót? S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R EIGUM við ekki að telja að mis- góðar skáldsögur Halldórs Laxness lifi í vitund þjóðarinnar? Hann var ágætur rithöfundur en kannski ekki jafngóður og sumir halda. Síbyljan um „skáldið“, með nóbelslógói á hverri skruddu, og endalaus söfn tilvitnana – allt er þetta á furðulega lágu plani og andhverft þeirri ást sem maður kann að hafa á bók- menntum. Það er klént hvernig lág- kúrulegur útgefandi Halldórs hefur reynt að selja þjóðinni verk hans undanfarna áratugi. Í raun ætti að liggja refsing við svo djúpstæðum plebbaskap. Þar hefur farið saman tækifærisleg sölumennska og af- skaplega vond útlitshönnun. […] Og hvað innihaldið varðar – jæja, reynið til dæmis að mylja grjótið sem Halldór Laxness framreiðir í líki skáldskapar í Sölku Völku, Heimsljósi og Sjálfstæðu fólki. Hvernig síða rekur síðu af væmni og ólgandi patosi! […] Ef eitthvað einkennir Skáldatíma, og önnur skrif Halldórs Kiljans um kollega í rithöfundastétt, þá er það smásál- arleg öfund og yfirgripsmikil van- þekking á bókmenntum. […] Þann- ig sallar hann niður Marcel Proust, Franz Kafka, Bertolt Brecht, James Joyce, T.S. Eliot og Thomas Mann í þessari furðulegu bók. Geri önnur útkjálkaskáld betur! Egill Helgason Strik.is www.strik.is Ekki Halldór heldur Einar Jóhann Sæll kunningi og þakka þér fyrir allt silfrið og margt spaklegt sem þú hefur lagt til málanna. Ég las með athygli uppgjör þitt svokallað við Halldór Laxness. Það er að sönnu óvægið, hreinskilið og op- inskátt eins og ég býst við að upp- gjör eigi að vera. Á því er þó einn hængur. Uppgjörið er ekki við Halldór Laxness – það er við Einar Jóhann Grímsson. […] Hvorki er að finna stafkrók til lofs eða lasts um T.S. Eliot eða Kafka í „þessari furðulegu bók“ sem lifir í minni þínu frá því að þú flettir henni fyrir hundrað árum en hins vegar er mikið tuðað um Kafka í bók Hall- gríms sem ekki kemur á óvart þeim sem þekkja til skoðana höfundarins á ýmsum módernistum 20. ald- arinnar – enn ertu sem sé að rugla saman Einari Jóhanni og Halldóri Laxness. Guðmundur Andri Thorsson Strik.is www.strik.is Morgunblaðið/Sverrir Konur, barn, vagn og bíll. UPPGJÖRIÐ VIÐ GRIMNESS IÍ upphafi frægrar greinar sinnar frá árinu1784, „Svar við spurningunni: Hvað er upplýs- ing?“, varpaði þýski heimspekingurinn Immanuel Kant fram þessari margumræddu skilgreiningu á upplýsingunni: „Upplýsingin er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á.“ Kant sagði að ósjálfræði væri „vanhæfni mannsins til að nota eigið rökvit án handleiðslu annarra“. Hann sagði að manninn skorti ekki hyggjuvit held- ur „einurð og hugrekki“ til að nota það upp á eigin spýtur. „Einkunnarorð upplýsingarinnar,“ sagði hann, „eru því „Sapere aude!“, hafðu hugrekki til að nota eigið hyggjuvit!“ II Upplýsingarmenn settu sér það markmið aðuppfræða alþýðu manna og bæta þannig heim- inn. Það átti að gera hvern og einn færan um að hugsa fyrir sig og verða þannig virkur þátttak- andi í skoðanamyndun og ákvarðanatöku sam- félagsins. Kant trúði því að það væri hægt að frelsa lýðinn með þessum hætti. Hann benti á í fyrrnefndri grein að letin og ragmennskan væru orsakir þess „hve öðrum reynist hægt um vik að gerast forráðamenn meðbræðra sinna. Það er svo þægilegt að vera ósjálfráða.“ IIIÍ þessu verkefni upplýsingarinnar fólst auð-vitað ákveðin mótsögn. Það átti að frelsa lýð- inn frá fáfræði sinni með því að innprenta hon- um nýja hugsun, þá bóklegu þekkingu sem elítan hafði vald á. Það átti með öðrum orðum að steypa almúgann í mót hinna hámenntuðu (og velættuðu), hugsanlega með þeirri afleiðingu að hann hætti að hugsa sjálfstætt. IVVerkefni upplýsingarinnar byggðist á ofurtrúá hinu ritaða orði en bókin var aðalmiðill og -vopn upplýsingarmanna. Á bak við þessa trú á textann var hugmyndin um óvirka neytandann, að almúginn tæki gagnrýnislaust við því sem fyrir honum væri haft. Þessi hugmynd lifir enn góðu lífi og er ástæða þess að menningarvitarnir hafa stöðugar áhyggjur af því að svokölluð lágmenning hafi slæm áhrif á almenning og sé að fella alla í sama mótið. En rétt eins og nú þá voru lesendur ekki þöglir, hlutlausir og aðgerðalausir neytendur á upplýsingaröld, heldur tóku þeir virkan og per- sónulegan þátt í sköpun textans. Þessa má sjá stað í alþýðumenningu, jafnt fyrr á öldum sem nú. Í henni birtist oft heimsmynd sem stangast á við viðurkennda þekkingu, jafnvel í þeim til- fellum þar sem hún er úrvinnsla á„opinberum“ textum. VVerk alþýðufræðimanna á borð við Gísla Kon-ráðsson og Sighvat Grímsson, sem Davíð Ólafsson fjallar um í Lesbók í dag, eru gott dæmi um þetta. Á undanförnum árum hafa íslenskir sagnfræðingar einmitt lagt síaukna áherslu á að rannsaka heimildir um líf og störf slíkra manna. Þessar rannsóknir hafa fyllt talsvert upp í þá mynd sem saga hinna ýmsu „stofnana“ samfélagsins hef- ur dregið. Af þeim má sennilega einnig draga þann almenna lærdóm að sjónarhornin eru aldrei of mörg, að sagan öll verður seint sögð, hvorki saga fortíðar né samtíðar. Á upplýsingaöld opnast reyndar ýmsir nýir möguleikar en það er eigi að síður mikilvægt að hafa í huga hvaðan bróð- urparturinn af upplýsingunum kemur. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.