Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 3 F YRIR þessi jól var rifjuð upp gömul fjölskyldusaga úr Reykjavík í mest seldu skáld- sögu jólabókaflóðsins. Fjöl- skyldufaðir gekk út einn góðan veðurdag og sigldi til Ameríku án þess að kveðja kóng eða prest. Ekki er að efa að þetta brotthvarf sem enginn vissi óyggjandi skýr- ingu á hafði mikil áhrif á börn hans og jafn- vel barnabörn. Úti í Þýskalandi var rifjuð upp fjöl- skyldusaga um þessi jól. Þýska ríkissjón- varpið frumsýndi þriggja þátta mynd um fjölskyldu rithöfundarins Tómasar Mann. Tilefnið er að á síðasta ári voru liðin 100 ár frá útkomu vinsælustu bókar hans Budd- enbrooks, sögunnar um hrun fjölskyldu. En tilefnin eru fleiri. Nýlega kom út saga Mann-fjölskyldunnar: Í neti töframannsins eftir Marianne Krüll. Nafnið vísar til þess að börn Tómasar Mann kölluðu hann töfra- manninn, en það getur líka verið sótt til sög- unnar um Marío og töframanninn eða skáld- sögunnar Töfrafjallsins sem hefur enn ekki verið þýdd á íslensku. Enn eitt tilefnið er að Þjóðverjar glíma stöðugt við vofur nasista- tímans. Mannfjölskyldan fór öll eins og hún lagði sig í útlegð, hafði hina mestu skömm á nasistum og gerði þeim skráveifur þegar hún gat. Fjölskyldusaga Krüll leiðir í ljós að líf Mannfjölskyldunnar var hreint ekki dans á rósum þótt efni væru góð og rithöfundurinn og nóbelsverðlaunahafinn nyti mikillar virð- ingar. Viðtal við Krüll í tímaritinu Spiegel (Nr. 51/17.12.01) ber fyrirsögnina „Óham- ingjan erfist“ og virðast það orð að sönnu. Það sem nú er verið að skoða í sögu Mann- fjölskyldunnar og setja í samhengi varpar nýju ljósi á verk skáldsins og það hvort hver kynslóðin á fætur annari tekur (eða tekur ekki) á sama hátt á þeim andlegu og verald- legu vandamálum sem við er að glíma. Hver er fjölskylduarfurinn, hvaða fylgjur fortíðar berum við með okkur og hver ræður för? Það reynir Krüll að kortleggja í bók sinni. Sagan byrjar hjá móður Tómasar Mann, Júlíu (1851-1923). Hún fæddist í Brasilíu en missti móður sína aðeins tveggja ára gömul. Þá ákvað faðirinn að fara með hana heim til Lübeck þar sem þau settust að. Á þeim tím- um var lítt skeytt um andleg áföll barna, þau voru fengin barnfóstrum eða send í fóstur eftir því sem verkast vildi. Júlía giftist kaup- manninum Mann og eignaðist fimm börn. Hún lifði ákaflega borgaralegu lífi og fékk áreiðanlega ekki að njóta sín fremur en fleiri konur á þeim tíma (þunglyndi?). Júlía var greinilega listræn og fékkst við skriftir, sem gekk í arf til barna hennar. Eftir að hún varð ekkja, seldi hún eignirnar og flutti til München. Báðar dætur hennar sviptu sig lífi, önnur stóð þá á fimmtugu, hin var aðeins 29 ára gömul. Þær voru báðar listakonur en náðu ekkert viðlíka árangri og bræðurnir Heinrich og Tómas. Samkvæmt heimildum stríddu þær við þunglyndi og misnotkun eit- urlyfja sem reyndar var mjög algengt á þeim tíma. Konur áttu erfitt uppdráttar í listaheiminum, en fróðlegt væri að vita meira um þær systur og sögu þeirra. Tómas Mann var aðeins 26 ára þegar Buddenbrooks kom út, en hún færði honum frægð og frama. Hann giftist stærð- fræðinemanum Katia Pringsheim 1905, en hún var af efnaðri gyðingaætt. Þau eign- uðust alls sex börn, þrjár dætur og þrjá syni. Bróðir Tómasar Heinrich var einnig þekktur rithöfundur, skrifaði m.a. söguna Professor Unrat, sem sú fræga kvikmynd Blái engillinn er byggð á og hann lagði í sarpinn eina af minningarbókunum um Mann-fólkið. Mikil togstreita einkenndi fjölskylduna. Bræðurnir Tómas og Heinrich voru keppi- nautar á sviði ritlistarinnar, en meira er um vert ef rétt er að Tómas Mann hafi verið tví- kynhneigður eða jafnvel samkynhneigður eins og fram kemur í þeim greinum sem ég var að lesa (kannski vita þetta allir nema ég?). Hann viðurkenndi það aldrei sjálfur opinberlega, en dagbækur hans afhjúpa eitt og annað. Sagnfræðingurinn Golo sonur hans (sem var samkynhneigður) sagði í sinni æviminningabók að Katia hafi verið stóra ástin í lífi rithöfundarins. Krüll heldur því fram að líf fjölskyldunnar hafi einkennst af leyndarmálum, afneitun og lygum í nafni borgarlegs velsæmis. Þetta voru tímar fyrri heimstyrjaldarinnar og Weimarlýðveldisins þegar allt var prófað og allt var leyfilegt inn- an vissra hópa. Eiturlyf og tilraunir á kyn- lífssviðinu voru algeng. Sú innri togstreita sem Tómas Mann átti í varpar nýju ljósi á sögur eins og Dauðann í Feneyjum og Dr. Faustus og þau miklu andlegu átök og stóru spurningar um mannlega hegðun sem ein- kenna bækur hans. Börn Tómasar og Katiu ólust upp í skugga risans. Tvö elstu börnin Erika og Klaus lögðu út á listabrautina. Þau voru mjög virk og þekkt í listaheiminum á millistríðsárunum. Erika var leikkona og giftist hinum fræga þýska leikara Gustaf Gründgens, en hún átti líka í samböndum við konur. Þegar leikarinn gekk til liðs við nasista reisti Klaus Mann honum þá níð- stöng sem lengi mun í minnum höfð í bók- inni Mefisto, en hún er ekki síst merk fyrir það hvernig Klaus Mann sá fyrir þróun nas- ismans. Erika og Gründgens skildu og hún fór síðar í útlegð. Klaus sem einnig var sam- kynhneigður barðist fyrir tilveru sinni sem rithöfundur við hlið föðurins en varð undir. Hann svipti sig lífi 1949 eins og reyndar yngsti sonurinn Michael löngu síðar. Hluti Mann-fjölskyldunnar var í útlegð frá 1933 og hin bættust við smátt og smátt, þar til stríðinu lauk 1945. Slíkt hlutskipti hlýtur að reyna mikið á. Tómas og Katia settust að í Sviss eftir stríð þar sem hann lést 1955. Mesti rithöfundur Þýskalands á 20. öld (að mati Spiegels) snéri aldrei heim aftur. Saga Mannfjölskyldunnar getur engan veginn talist dæmigerð, en það gerir hana afar spennandi. Hún gerðist á tímum mikilla umbrota og átaka og hún er dæmi um fjöl- skyldusögu þar sem einn andlegur risi gnæf- ir yfir alla hina. Það hlýtur að hafa verið erf- itt að þurfa að sanna sig, ætíð í samanburði við föðurinn eða bróðurinn Tómas Mann. Fjögur þeirra sviptu sig lífi. Svo virðist sem kynhneigð innan fjölskyldunnar hafi verið vægast sagt í ósamræmi við borgaralegar hefðir, en þetta var nú ekkert venjulegt fólk. Voru það tímarnir sem þar réðu mestu, erfð- ir eða mótun innan fjölskyldunnar? Nú er stóra spurningin: hvenær fáum við að sjá þættina um Mannfjölskylduna í sjón- varpi allra landsmanna? AF FJÖLSKYLDU- FYLGJUM RABB K R I S T Í N Á S T G E I R S D Ó T T I R k r a s t @ s i m n e t . i s STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR ÞOLMYNDIR Þegar árin færast yfir hætta menn að þola salt, sykur, einræður undir fjögur augu, ferskan hundaskít við suðumark á gangstéttum duftkenndan hundaskít í tunglskini. - Þegar árin færast yfir hætta menn að þola ofsoðnar kartöflur, hálfhráar kartöflur, einræður, fjölmenni, fámenni, olnbogaskot í fjölmenni, olnbogaskot undir fjögur augu, allan lauslegan hundaskít til sjávar og sveita. - Þegar árin færast yfir hætta menn að þola sandlausar strendur, rok í desember, logn í júlí, glannaakstur mæðra með barnavagna, og það sem í vagninum er, ef það hefur hátt. Og allt sem hefur hátt, þótt það sé ekki í vagni. - Þegar árin færast yfir hætta menn að þola of rúma skó, of þrönga skó, skóhlífar, regnhlífar. - Þegar árin færast yfir hætta menn að þola æ fleiri fæðutegundir, æ fleiri manntegundir, þar á meðal mergsugur, fanta og blíðmenni. Og engin elli er nógu löng til að taka á sig króka framhjá þeim. Steinunn Sigurðardóttir (f. 1950) gaf út fyrstu ljóðabók sína, Sífellur, árið 1969 en sú nýjasta, Hugástir, kom út árið 1999. Ljóðið hefur ekki birst áður. Höfundur heldur að það sé upphaflega samið í París. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI Sighvatur Grímsson og Gísli Konráðsson voru tveir af merkustu fulltrúum alþýð- legrar bókmenningar á 19. öld, segir Davíð Ólafsson í grein sinni um Flateyjarár þeirra tveggja. Lærisveinninn og meistarinn er höfundur bókarinnar Nickle and Dimed:On (Not) Getting By in America sem hefur verið afar umtöluð í Bandaríkjunum und- anfarið. Við undirbúning bókarinnar varði Ehrenreich tveimur árum ævi sinnar í dul- argervi. Þetta gerði hún þó ekki í leyni- legum erindagjörðum, hún var hvorki á mála hjá dularfullri ríkisstofnun né var hún að koma upp um glæpsamlegt athæfi ein- hverrar mafíufjölskyldunnar. Hún var að gera vettvangsrannsókn á kjörum lág- launafólks í Bandaríkjunum. Barbara Ehrenreich Unaðslegt andlegt banamein nefnist grein eftir Friðrik Rafnsson þar sem hann rifjar meðal annars upp fyrsta fund sinn sem ritstjóra Tímarits Máls og menningar með ritnefnd tímaritsins en þar lagði hann til að ritdómar yrðu felldir niður í því. Bernd Koberling opnar sýningu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag. Á sýningunni eru sýnd olíumálverk, akríl- og vatnslitamyndir þessa kunna þýska listamanns, sem eytt hefur öllum sumrum frá 1977 í Loðmund- arfirði. FORSÍÐUMYNDIN er eftir Bernd Koberling, Tregahornið no. 34. Vatnslitamynd 38 x 28 sm, myndskreyting við samnefnda bók Gyrðis Elíassonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.