Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 11 Hvert var fyrsta hljóðfærið? SVAR: Einungis er hægt að geta sér til um það hvert fyrsta hljóðfærið hafi verið. Sumir fræðimenn halda því fram að fyrstu hljóð- færin hafi jafnvel verið gerð úr búsáhöldum eins og leirpottum sem skinn var strengt yf- ir og notaðir sem trommur eða örvabogum sem urðu að strengjabogum. Aðrir fræði- menn segja að hljóðfæri gætu hafa orðið til óháð og á undan hversdagslegum bús- áhöldum. Elsta hljóðfærið sem fornleifafræðingar vita um er hin svokallaða neanderdalsflauta sem gerð er úr holu beini. Hún fannst í Slóveníu árið 1995 og er talin vera 45 þús- und ára gömul. Önnur gömul hljóðfæri sem fornleifafræðingar hafa fundið eru hljóð- pípur og flautur úr dýrabeinum frá því á tímum fornsteinaldar og leirtrommur og skeljalúðrar frá seinni hluta steinaldar sem hófst um 10 þúsund árum fyrir Krist í Mið- austurlöndum en síðar annars staðar. Þróun hljóðfæra hefur verið háð nokkrum atriðum. Máli skipti hvaða efniviður var til- tækur til að búa hljóðfærin til og hversu færir mennirnir voru að vinna með efnivið- inn.Til dæmis notuðu þeir sem bjuggu á norðurskautssvæðinu skinn, steina og bein til að búa til sín hljóðfæri á meðan þeir sem bjuggu við miðbaug notuðu tré, bambus og reyr. Þeir sem höfðu aðgang að járni og færni til að vinna með efnið bjuggu sér til hljóðfæri úr því. Í mörgum menningarsamfélögum er tón- list nátengd trúariðkun og tónlistin sjálf er sögð vera frá guðum og öndum. Ímyndir, goðsögur og tákn hafa því stundum haft áhrif á útlit hljóðfæra. Í sumum sam- félögum veiðimanna og safnara þar sem eitt tiltekið dýr var mikið veitt til matar og gegndi jafnframt hlutverki í trúarlífi fólks- ins var til dæmis ekki óalgengt að hljóð- færin líktust dýrinu í útliti. Þá skiptu kaup- menn, sem ferðuðust um heiminn með vörur sínar, og ferðalangar, sem fluttu með sér hljóðfæri sín, miklu máli. Þeir kynntu hljóð- færin sín fyrir öðrum og kynntust nýjum hljóðfærum. Þannig hafa hljóðfærin þróast og breyst í aldanna rás. Helga Sverrisdóttir. Hvað er absúrdismi? SVAR: Heitið absúrdismi er dregið af latneska lýsingarorðinu absurdus og skírskotar til þess sem talið er fjarstæðukennt eða fárán- legt, en algengt er að absúrdismi sé kennd- ur við fáránleika á íslensku. Hugtakið er komið úr umræðum um nútímabókmenntir og heimspeki og lýsir afstöðu mannsins til heimsins eftir að trúarleg og heimspekileg kenningakerfi fortíðarinnar virðast fallin úr gildi. Er þá jafnan lögð áhersla á að mað- urinn sé orðinn ófær um að finna nokkra merkingu í lífi sínu og þeirri framandi ver- öld sem hann er staddur í. Absúrdismi ein- kennist þó ekki aðeins af angist frammi fyr- ir tilgangsleysi eða ‘fáránleika’ lífsins, heldur felur hann oft í sér jákvætt viðbragð þar sem talið er að uppræting hinna fast- mótuðu merkingarkerfa gefi manninum færi á að takast á við eigin tilvist á sjálfstæðan hátt og ljá umhverfi sínu og lífi inntak. Upptök absúrdisma í bókmenntum eru oft rakin til leikritsins Bubba kóngs eða Ubu roi eftir franska rithöfundinn Alfred Jarry, frá árinu 1896. Verk í anda absúrdisma sækja jafnframt margvíslegar hugmyndir og aðferðir í gagnrýni evrópskra fram- úrstefnuhreyfinga frá fyrstu áratugum 20. aldar (svo sem expressjónisma, dadaisma og súrrealisma) á hefðbundnar borgaralegar bókmenntir. Þau tengsl grundvallast á þeirri trú að til að unnt sé að miðla fárán- leika tilverunnar verði að hafna hverskyns hefðbundnum og röklegum listrænum tján- ingarformum. Blómatími absúrdisma í bókmenntum er gjarnan markaður við fimmta og sjötta ára- tug 20. aldar, þegar heimspekingar og lista- menn taka að skapa ný hugmyndakerfi og frásagnaraðferðir úr rústum þeirrar heims- myndar sem talin var hafa liðið undir lok með heimsstyrjöldinni síðari. Heimspeki- legar forsendur slíkra hugmynda höfðu þó verið settar fram nokkru fyrr, einkum í rit- um tilvistarheimspekinganna eða ex- istensjalistanna og rithöfundanna Jeans- Pauls Sartre og Alberts Camus undir lok fjórða áratugar 20. aldar og í upphafi þess fimmta. Á það jafnt við heimspekileg rit þeirra og fjölda bókmenntaverka þar sem þeir unnu úr hugmyndum sínum. Absúrdismi í bókmenntum er þó jafnan talinn hafa komið fram með áhrifaríkustum hætti innan leiklistar og á það einkum við verk nokkurra leikritaskálda frá fimmta ára- tugnum sem kennd hafa verið við abs- úrdleikhús eða leikhús fáránleikans. Verk umræddra höfunda, en hinir þekktustu úr þeirra hópi eru Eugène Ionesco, Jean Genet, Harold Pinter og Samuel Beckett, einkenn- ast af skýrri viðleitni til að lýsa fáránleika þess nútímalega lífs sem svipt hefur verið öllu trúarlegu og frumspekilegu inntaki. Hér er hverskyns raunsæislegum sviðsmyndum hafnað til að undirstrika tómleika tilver- unnar og allt röklegt samhengi innan at- burðarásarinnar er leyst upp. Lýsing fárán- leikans getur jafnvel leitt til þess að tungumálinu sé sundrað niður í frumeindir uns aðeins standa eftir stök orð eða hljóð slitin úr öllu samhengi, líkt og í verkum Eu- géne Ionesco. Þekktasta verk ‘absúrdleik- hússins’ er án efa Beðið eftir Godot eða En attendant Godot eftir írska rithöfundinn Samuel Beckett, frá árinu 1955, en það lýsir í senn á ærslakenndan og angistarfullan hátt bið tveggja persóna eftir persónu sem aldrei birtist. Af verkum íslenskra leikritaskálda, þar sem sýnt þykir að gæti áhrifa absúrdisma, má nefna verk Odds Björnssonar og Erlings E. Halldórssonar. Benedikt Hjartarson. Heimildir og frekara lesefni: Albert Camus, Le Mythe de Sisyphe, Éditions Gallimard, 1942. Martin Esslin, The Theatre of the Absurd, Penguin Books, 3. útg., 1983. Yfirlýsingar: Evrópska framúrstefnan, Áki G. Karlsson, Árni Bergmann og Benedikt Hjartarson þýddu, Hið íslenzka bókmenntafélag 2001. HVERT VAR FYRSTA HLJÓÐFÆRIÐ? Í vikunni sem nú er að líða svaraði Vísindavef- urinn meðal annars spurningunni „Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?“, þar var líka sagt frá því hver Stephen Hawking er, hvað naívismi er og hversu gamlir nashyrningar verða. VÍSINDI Þessar flautur fundust í Henan-héraði í Kína. Þær eru gerðar úr fuglabeini og eru taldar 9 þúsund ára gamlar. Hver flauta um sig hefur 5 til 8 holur og enn er hægt að spila á eina þeirra. Ef farið er inn á Vísindavefinn má heyra kín- verska flautuleikarann Taoying Ku spila kín- verskt þjóðlag á eina flautuna. hans sé lykillinn að skilningi á torræðustu verk- um Becketts eins og þríleiknum. Orðasalatið hjá þrælnum Lucky í Beðið eftir Godot á sér einnig rót í hugmyndum Mauthners ásamt óþoli Becketts gagnvart því hvað tungumálið bindur notendur sína á klafa rökhyggjunnar. Tónlist og myndlist eru heppnari að því leytinu til að þessar listgreinar kefla listamennina ekki við raunsæi og ljósan skilning. Parið Didi og Gogo í Godot var sem sé þriggja ára gömul hugmynd sem fyrst kom fram hjá Beckett í Mercier og Camier. Ástæð- una fyrir því að Beckett kallaði þetta fyrsta rev- íu- (vaudeville)par gervipar í þríleiknum tel ég vera þá að hann var ekki stoltur af þessu verki sínu, vildi helst grafa það. Hann var aftur á móti nokkuð ánægður með Vladimir og Estragon, hann spilaði þeim út úr listamannshjarta sem hafði fundið sinn eigin frumlega tón, sem var ekki undir áhrifum frá öðrum höfundum. Skáld- sagan Mercier og Camier er skrifuð rétt áður en Beckett byrjaði á þríleiknum og þessi verk eru afar ólík: þríleikurinn ágengur, hásálfræði- og geðveikislegur, Mercier og Camier mein- laust verk um tvo karla sem þvælast um án til- gangs. Í Godot er parið aftur á móti kyrrsett og ekki á neinum þvælingi. Líklega leit Beckett á Mercier og Camier sem æfingu eða tilraun og það var ekki fyrr en árið 1970 sem Beckett fékkst til að gefa verkið út, ári eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin. Þá voru liðin 24 ár frá því að hann skrifaði verkið á frönsku. Beckett var mikill málamaður; enska, franska, ítalska og þýska voru hans mál. Það sem Beckett hefur hugsanlega verið óánægð- astur með í sambandi við Mercier og Camier er að verkið er að miklu leyti útgáfa af hinu fræga ítalska verki Divine Comedy eftir Dante (1265– 1321). Verkið er þriðju persónu frásögn og því eina skáldsaga hans sem skrifuð er á frönsku í þriðju persónu, hinar eru allar fyrstu persónu frásagnir. Líkindin milli Godot og Mercier og Camier eru mörg: Pörin hittast í upphafi á svipaðan hátt, hittast síðan aftur á svipaðan hátt; báðir aðilar parsins hafa þörf fyrir hinn en þó einnig þörf fyrir sjálfstæði; pörin leggja mikla áherslu á samtöl þótt þau hafi ekkert að segja; bæði pörin bíða heil ósköp; tréð í Godot á sér rætur í Mercier og Camier; annar aðili parsins útvegar hinum fæði og sér um hann og svo framvegis. Eitt meginstefið í Godot er efinn en hann kemur snemma fyrir í Mercier og Camier. Því er velt upp hvers vegna þeir hafi hist á þessum ákveðna stað en ekki einhverjum öðrum. Svarið er: „Sumt munum við aldrei vita með vissu.“ Svona beinskeytt lýsing á efanum finnst ekki í Godot, en hún er margoft gefin í skyn, sem er miklu sterkara listrænt bragð. Í Godot er eitt megininntak verksins biðin. Mercier og Camier eru á flækingi en þó þurfa þeir stundum að bíða, til dæmis þegar rignir. Biðin í Godot kemur hins vegar ekki til af ytri aðstæðum í veðurfari heldur vegna væntinga Didis og Gogos um að hagur þeirra muni batna ef þeir hitti Godot; slíkt gerist hins vegar ekki. Mercier og Camier ætla að hittast á ákveðnum stað en koma þangað á misjöfnum tíma. Ein persóna í verkinu að nafni Herra Con- aire bíður einnig og þá eftir höfuðpersónunum báðum. Hann lýsir tilfinningu sinni gagnvart biðinni á þann hátt að um gæti verið að ræða þematíska samantekt á Godot: „Ég bíð. Efinn nær smám saman tökum á mér. Getur verið að ég hafi misskilið hvar við ætluðum að hittast? Hvaða dag? Klukkan hvað?“ (bls. 63). Eitt af því sem er ákaflega fallegt í Godot eru ljóðræn samtöl. Grunninn að þeim má finna í Mercier og Camier. Í Godot eru samsvarandi kaflar byggðir á snilldarlegan hátt utan um þagnir, sem hvergi koma fyrir í Mercier og Camier. Þessar þagnir skóp Beckett fyrstur manna og án þeirra hefði Harold Pinter líklega aldrei skrifað jafngóða texta með snilldarþögn- um (sbr. Húsvörðinn) og þessar þagnir fundu síðan sinn snilling í íslenskri leikritun í Jökli Jakobssyni. Í Mercier og Camier er um tiltölulega ófull- burða atriði að ræða en í einum af þessum köfl- um í Godot (bls. 62–3) fáum við snilldarlegt ljóð sem fellur fullkomlega að atriðunum sem koma á undan og eftir í leikritinu og persónurnar skýr- ast enn betur í þessu samtali. Þær hafa þörf fyrir að hugga sjálfar sig í hörðum heimi þar sem þeim er ekki ætlaður staður, þar sem þær eru barðar og verða vitni að kvalafullri meðferð á öðrum persónum. Ljóðið verður vin í eyðmörk- inni, sem varpar ljósi á hina sorgrænu fegurð persónanna og dýpkar samúð okkar með þeim. Áður en þetta ljóð kemur fyrir í leikritinu hafa Didi og Gogo verið að munnhöggvast. Ljóðið er þeirra aðferð til að sættast aftur. Estragon velur laufblöðin sem tákn til að þókn- ast Vladimir, því laufin tilheyra heimi hans: hann er maður loftsins, trésins og laufsins. Á sama hátt velur Vladimir orð sem tilheyra ver- öld Estragons, hin jarðnesku tákn dauðans og tímans eða ösku og sand. Á æfingunum á Godot í Berlín árið 1975, þegar Beckett leikstýrði verkinu sjálfur, útskýrði hann þessa tvo tákn- rænu heima á eftirfarandi hátt: „Estragon er á jörðinni, hann tilheyrir steininum. Vladimir er léttur, stefnir í átt til himins. Hann tilheyrir trénu.“ (Asmus 282). Í ljóðinu fylla flækingarnir upp í þagnirnar sem þeir þola ekki, með orðum. Á þann hátt forðast þeir að horfast í augu við sjálfa sig og tómleika lífsins. Eftir að Beckett setti verkið upp í Berlín hafa flestar uppfærslur á verkinu fylgt þeim breyt- ingum sem hann gerði á leikritinu þá. Til dæmis situr Estragon á steini í upphafi verksins, en ekki á þúfu, og Vladimir og Estragon eru báðir á sviðinu í upphafi verksins en ekki bara Estra- gon, þeir leiðast í lok verksins þannig að hendur þeirra mynda sama gráðuhorn og er á trjá- greinunum og svo framvegis. Eitt af því sem einkennir þann listaheim sem Beckett skapaði eru persónur sem eru á ystu mörkum mannlegrar eymdar. Í Endatafli geymir sonurinn foreldrana í öskutunnum, til áminningar um boðorðið góða: Heiðra skaltu föður þinn og móður. Didi og Gogo hafa ekki styrk til að bæta sína vesælu stöðu, treysta á að Godot, sem aldrei kemur, muni gera það fyrir þá. Slík vonleysisstaða kemur þegar fram í Mercier og Camier. Mercier segir: „Maður ger- ir eins og maður getur, en maður getur ekkert“ (84). Nokkru síðar heldur hann áfram og þar koma fyrir upphafsorðin í Godot, „ekkert hægt að gera“, sem eru endurtekin nokkrum sinnum í leikritinu, jafnvel með tilbrigðum: „...hin bless- aða tilfinning okkar fyrir engu, ekkert hægt að gera, ekkert hægt að segja“ (87). Og Camier bætir við: „Aðstæður okkar eru vonlausar“ (87). Tungumálið og túlkunin Gagnrýnandi nokkur taldi sig hafa fundið veikan blett á Beðið eftir Godot og bar sig upp við Beckett: Gagnrýnandi: Flækingarnir tala svo fágað mál að halda mætti að þeir væru með dokt- orsgráður. Beckett: Hvernig veistu að þeir eru ekki með doktorsgráðu? Öðrum hefur þótt slæmt að ekki skuli koma fyrir kona í Godot. Hollendingum líkaði þetta svo illa að þeir vildu skipa konur í öll fimm hlut- verk leikritsins. Beckett leyfði það ekki. Hann var spurður hvers vegna og svarið var: „Konur eru ekki með blöðruhálskirtil.“ Fyrir þá sem ekki þekkja vel til verksins skal tekið fram að Vladimir (Didi) á við einhvers konar þvag- vandamál að stríða og er líklega með bólginn blöðruhálskirtil og veikindi í nýrum. Það er þess vegna sem hann segir að það sé búið að banna að hlæja: Ef hann hlær verkjar hann. Hollenskar konur létu kirtlasvar Becketts ekki á sig fá og vildu láta dæma sér rétt til að leika leikritið. Líklega eru ekki margir lögfræð- ingar í heiminum sem hafa fengið svona mál til lausnar en konunum var dæmdur rétturinn. Beckett brást við tapi sínu með því að banna flutning á öllum leikritum sínum í Hollandi. Eitt það versta sem Beckett var gert um æv- ina var að veita honum Nóbelsverðlaunin í bók- menntum. Þá varð hann svo frægur að hin mik- ilsmetna friðhelgi einkalífsins rofnaði og þessi hlédrægi og feimni maður varð að fara í felur undan forvitnum blaðamönnum. Svo var þrýst á hann um að fá verk frá honum til útgáfu og hann afhenti franska útgefandanum sínum þá Mercier og Camier, sem líklega hefði aldrei komið til ef þessum verðlaunum hefði ekki verið þröngvað upp á hann. Að sjálfsögðu fór hann ekki til Svíþjóðar til að veita þeim viðtöku. Hann leyfði ekki einu sinni írska ambassadorn- um sínum að taka við verðlaununum heldur sendi franska útgefandann sinn til Svíþjóðar. Írar móðguðust herfilega og hefndu sín með því að búa til sjónvarpsútgáfur af öllum leikritum hans eftir að hann lést. Þegar Beckett sá fyrstu sjónvarpsútgáfuna af Godot brást hann við með langri þunglynd- isþögn. Leikararnir óttuðust að þeir hefðu stað- ið sig svona illa, en hann huggaði þá fljótlega og sagði að verkið hefði ekki verið hugsað fyrir sjónvarp. Það var skrifað fyrir svið þar sem persónurnar eru litlar á stóru sviði, ekki fyrir skerm þar sem persónurnar eru stórar í litlum ramma. Beckett var beðinn að skrifa stutt verk á kvikmyndaformi og sættist hann á það, þegar Buster Keaton fékkst til að leika í myndinni. Beckett kom aðeins einu sinni til Bandaríkj- anna og þá til að fylgjast með Keaton vinna. Nokkrar heimildir: Asmus, Walter D.: „Beckett Directs „Godot““. 1975. Í On Beckett: Essays and Criticism. Ritstj.: S.E. Gontarski. 1986, Grove Press, New York. Beckett, Samuel: Mercier and Camier. 1970. Grove Press, Inc., New York. Ben-Zvi, Linda: „Samuel Beckett, Fritz Mauthner, and the Limits of Language“. 1980. Í Modern Critical Views: Samuel Beckett. Ritstj. Harold Bloom, 1985. Chelsea House Publishers, New York. Bishop, Tom: „Blin on Beckett“, viðtal. 1976. Í On Beck- ett: Essays and Criticism. Ritstjórn: S.E. Gontarski. 1986. Grove Press, New York. Cohn, Ruby: Casebook on WAITING FOR GODOT. 1967, Grove Press, Inc. New York. Knowlson, James: Damned to Fame – The Authorized Biography. The Life of Samuel Beckett. 1996. Blooms- bury, London. Grein þessi er að hluta til byggð á MA-ritgerð um Beðið eftir Godot, sem höfundur skrifaði við New York-háskól- ann. Höfundur kennir meðal annars um listir og menn- ingu við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.