Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 9 áhrif en ég gat bara ekki farið að gera stórar vatnslitamyndir, það hefði verið of auðvelt.“ Það ómögulega gefur mér orku Koberling fer að tala um samband lista- mannsins og samfélagsins, listamaðurinn geti bara þénað peninga þegar hann framleiðir eftir föstu þekkjanlegu mynstri. „Við lifum í kapital- ísku samfélagi og listmarkaðs-list er bara við- urkennd. Og ef þú ert ekki á listmarkaðinum þá ertu ekki listamaður. Ef þú værir uppi á tímum endurreisnarinnar og hefðir ekki sambönd inn- an kirkjunnar gætirðu ekki orðið listamaður. Ef málarar höfðu ekki verkefni frá kirkju eða kóngi voru þeir ekki til; þeir gátu verið málandi bænd- ur sem gerðu huggulegar sveitalífsmyndir en þeir komust ekki í listasöguna. Í dag er bara áhugi á sérstökum undantekningum og þannig er það með listmarkaðs-listina þar sem er allt þetta fjör augnabliksins, framleiðsla fyrir hítina, fyrir áhuga listmarkaðarins. Þessi framleiðsla, þetta mynstur listamanna, er alltaf nauðsynleg en ef þú heldur þig of lengi við mynstrið, þótt þú hafir verið frægur, dofnar áhuginn og þetta fer allt á ruslahauginn. Þetta getur verið spurning um að falla ekki út úr kerfinu eða að falla ekki vegna kerfisins út úr sjálfum sér.“ Mynd af Hemingway opinberun – Það væri gaman að heyra afstöðu þína til sambands náttúru og forms í verkum þínum. „Þetta er grundvallarspurning um list mína og þess vegna á ég erfitt með að svara henni. Kannski hef ég aldrei komist nær þessu sam- bandi en í nýjustu verkunum. Það eru ekki margir málarar af minni kynslóð sem geta litið aftur yfir heildarverkið og sagt að náttúran sé grunnþáttur. Og ég kann miklu betur við hug- takið náttúru en landslag því að landslag getur táknað iðnaðarlandslag eða borgarlandslag. Vitaskuld var þetta þema ekki skýrt þegar ég var að byrja að finna mig í málverkinu. En fyrir fyrstu yfirlitssýninguna mína, þegar ég var um fertugt, skrifaði ég grein um „náttúruna mína“.“ Koberling talar um að á 20. öldinni hafi eldri málunarformúlum verið blandað við sýn á þróun iðnaðar- og borgarsamfélagsins. „Þau form réð ég ekki við en komst að því að mín form kæmu úr náttúrunni,“ segir hann. „En ég gat ekki bara endurskapað kaótíska náttúru, ég varð að koma henni í form, annars var ekki hægt að ná fegurð- inni fram. Fyrst í stað átti ég í basli með úr- vinnsluna; horfði á þessi miklu form náttúrunn- ar og glímdi við að finna mín form út frá þeim; að einfalda og finna leið til að sýna þau með olíu- litum. Á þessum tíma var mín kynslóð undir miklum áhrifum frá abstrakt expressjónisma, þýsku in- formal-málverki, Cobra-mönnunum og þessum alþjóðlegu abstrakthreyfingum. Við vorum rúm- lega tvítugir gaurar og staddir í þeirri myrku holu sem var skelfing þýskrar sögu; það var núllástand, mínus, og að fara að endurtaka það sem hinir gerðu handan við hafið, fallega Poll- ocka og de Kooninga, var ekki nóg. Nei, við sögðum: Við förum að mála fígúratíft!“ Koberling fór þá að mála myndir sem hann segir hafa verið frekar brjálaðar, blöndu af Cobra og de Kooning. Hann hafði lært til kokks og starfaði um tíma við fagið á Englandi; var um leið undir handleiðslu prófessors í listaskóla og reyndi að finna sína leið í listinni. Einn dag fór hann inn á bókasafn og rakst á ævisögu Ernst Hemingways. „Það var sem opinberun. Þarna var hann í málverki, standandi í vöðlum og með fallega bambusveiðistöng með Hardyhjóli, í hinni hendinni þrír regnbogasilungar; veiðiferð í Idaho. Þetta var svo heillandi mynd að ég fór að hugsa um hvað ég væri eiginlega að gera í mín- um myndum og ef hratt er farið yfir sögu, þá fór ég heim til Þýskalands, hætti í listnáminu, fór fyrstu ferðina af mörgum til Lapplands og tók að mála myndir af náttúrunni þar. Á þessum tíma voru engin landslagsmálverk leyfð, allt varð að vera abstrakt; náttúran var ekki í um- ræðunni. En á sjöunda áratugnum fór ég að mála náttúru Lapplands, ég gekk um mannlaust land með bakpoka og veiðistöng. Þessar upplif- anir urðu miðja myndanna. Ég var alltaf hálfgerður einfari í því sem ég var að gera. Þegar poplistin kom fram fóru margir í að tjá samtímann; ég þurfti alltaf að vera sami einfaldi bændamálarinn. Ég fann ekki til þeirrar ábyrgðar að þurfa að takast á við borgarsamfélagið. Náttúran bjargaði lífi mínu.“ Ekki viss um að málverkið lifi Talið berst aftur að nýjustu verkunum og ein- faldleika þeirra. „Fólk hefur verið að segja að ég sé hættur að mála landslagsmyndir,“ segir Kob- erling. „En ég svara því neitandi, ég hef aldrei verið nær því sem mig dreymdi um að gera. Þegar ég fæ nýja nemendur í listaháskólann í Berlín, þar sem ég kenni, og sé hvað menntun þeirra og þekking á sögunni er lítil, þá hef ég oft sagt: Að sjá allt þetta tilfinningaþrungna dót ykkar, þið skiljið ekki hvað málið er. Að vera listamaður er intellektúal starf! Nemendurnir kyngja því, fara að læra og vinna og eftir eitt, tvö ár er allt orðið svolítið stíft hjá þeim og ég segi: Listin er ekki intellektúal hlutur heldur snýst um tilfinningar. En Bernd, segja þau, þú sagðir að… Já, segi ég þá; það var til þess að þið mynduð fyrst læra heima. Þetta er tilfinn- ingalegt starf, við þurfum intellektúalana í ým- islegt annað í samfélaginu. Nú er komin ný öld og við þurfum að spyrja hvað gert verði í listinni. Að mínu viti er ekki lengur nóg að gera rendur, ferhyrninga og hringi; geómetríu og stærðfræðileg form. Mondrian og Barnett Newman gerðu spennandi hluti en þegar þetta er orðið neo-neo-neo- formalismi hlýtur fólk að sjá að þetta er bara hönnun. Þetta er ekkert líf, ekkert sem er mik- ilvægt fyrir framtíðina. Ég er ekkert viss um málverkið muni halda áfram að lifa vegna þess eins að það hefur þegar lifað svo lengi. Nei, það getur skyndilega hætt að lifa því það hefur ekki lengur hugmyndaflug og skynsemi að nærast á.“ Loðmundarfjörður er minn staður – Þú hefur komið árlega til Íslands síðan 1977. „Árið 1976 bauð Dieter Roth mér að koma til Íslands og ég fór árið eftir. Þá dvaldist ég hér í fjórar vikur, mest hjá honum í Mosfellssveit en við fórum líka í Loðmundarfjörð. Ég heillaðist strax af firðinum. Dieter var mjög merkilegur listamaður og ég man alltaf þegar ég sá fyrstu tvö verkin eftir hann, í Galleri Blok árið 1964. Tvær glerplötur og litamulningur á milli þeirra. Ég vissi að þau hefðu nýja merkingu, þótt ég skildi hana ekki þá. Galleristinn sýndi mér líka eina af fystu bókum Dieters og ég vildi hitta manninn en var þá sagt að hann byggi á Íslandi, ætti þar dal, veiddi og ynni að sinni list. En við hittumst lokst árið 1976, kynntumst og hann bauð mér að koma til sín. Árið 1978 eyddi ég stórum hluta sumarsins austur í Loðmund- arfirði og hef dvalist þar stóran hluta hvers sumars allar götur síðan. Veitt, unnið að laxeldi. Minn staður á Íslandi er þar og hvergi ann- arsstaðar. Með viðkomu á veiðistöðum…“ – En þetta er í fyrsta skipti sem þú sýnir á Ís- landi. „Já. Vinir mínir hafa oft spurt hvenær ég ætl- aði að sýna hér en ég hef verið að yfirgefa list- heiminn í Þýskalandi með því að koma hingað og hafði ekki áhuga á að flytja hann með mér. Einu sinni átti ég þrjú gvassverk á sýningu í Ný- listasafninu og svo fékk Kristján Steingrímur að sandblása eitt verk eftir mig og annað eftir Kristján Davíðsson um leið. Vatnslitamyndirnar við skáldskapinn voru það fyrsta sem ég gerði sem gat tengt mig hið minnsta við menningar- lífið hérna. Ég var á réttara róli sem málandi fjallabóndi en sem listamaður haldandi sýn- ingar.“ – En nú er þessi sýning. „Jájá. Bera Nordal talaði við mig fyrir um tíu árum, þegar hún var enn hjá Listasafni Íslands, og vildi sýna verk eftir mig þar og svo aftur þeg- ar hún var komin til Málmeyjar. Nú er búið að sýna verkin hjá þar og þau komin hingað, til Ei- ríks Þorlákssonar sem var líka búinn að ámálga það við mig fyrir löngu að fá að sýna eitthvað. En ég er ekki einn þeirra listamanna sem geta ekki unnið nema það sé fyrir söfn og sýning- arsali. Ég get unnið að list minni án safnanna; ég er silkiormur sem spinnur sitt silki og hugsar ekkert alltof mikið um hvernig hann eigi að vefa. Myndirnar koma bara.“ RGAÐI LÍFI MÍNU Morgunblaðið/Einar Falur „Hef alltaf verið að breyta um stefnu,“ segir Bernd Koberling. Ljósvefnaður, 1992. 220 x 160 sm. Ég er ekkert viss um að mál- verkið muni halda áfram að lifa vegna þess eins að það hef- ur þegar lifað svo lengi. Nei, það getur skyndilega hætt að lifa því það hefur ekki lengur hugmyndaflug og skynsemi að nærast á. efi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.