Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 Í FLATEY á Breiðafirði er snertipunkt- ur tveggja merkustu fulltrúa alþýð- legrar bókmenningar á 19. öld, Gísla Konráðssonar (1787–1867) og Sighvats Grímssonar Borgfirðings (1840–1930). Þegar Sighvatur kom fyrst í Breiða- fjarðareyjar ungur maður hélt hann beint á fund Gísla, enda þekkti hann til skáldskapar hans og fræðistarfa og þrátt fyr- ir að á milli þeirra væri rúmlega 50 ára ald- ursmunur varð þeim strax vel til vina og Sig- hvatur settist við fótskör hins aldna fræðaþular. Vorið 1867 var Sighvatur alfarinn úr Flatey, útskrifaður úr skóla Gísla Konráðs- sonar, staðráðinn í því að fylgja fordæmi hans og gera skáldskap og fræðistörf að miðpunkti tilveru sinnar. I Nú var það á þessum árum, að hann var kominn í fullkomin kynni við Gísla Konráðs- son, sem léði honum hvert handritið á fætur öðru, eftir því sem Sighvatur gat yfir komizt að afrita, og fræddi hann og leiðbeindi á allar lundir, enda var sem nýr heimur opnaðist fyr- ir Sighvati, þegar hann komst í kynni við Gísla. Og þótt Sighvatur væri vinnumaður og hefði litla tíma, þá notaði hann hverja stund sem mest mátti verða, bæði nætur og daga, til að afrita sögur Gísla og fræðirit. Hvern helgi- dag, sem hann var í Flatey, vóru þeir saman frá morgni til kvelds og þótt Gísli væri hinn mesti gleðimaður fram á hin háu elliár sín, þá var honum oft mikið angur að, þegar þeir þurftu að skilja, og lét hann það oft í ljósi. Þannig vóru öll þau ár, sem þeir höfðu kynni saman, að Sighvatur hafði þar jafnan opinn hinn mikla fræðifésjóð, og var það Gísla hin mesta ánægja. Og þegar Sighvatur var við róðra í útverum, safnaði hann öllu því, er hann á náði, fyrir Gísla, viðburðum ýmsum, yngri og eldri, slysförum, viðaukum til ætta o.s.frv.“1 Þessa lýsingu má lesa í Æviágripi Sighvats Grímssonar Borgfirðings fram til 27. des. 1892 eftir sjálfan hann sem prentað var í Ár- bók Landsbókasafns Íslands árið 1964, en þar talar ritarinn jafnan um sig í þriðju persónu.2 Gísli Konráðsson og Sighvatur Borgfirðingur eru óumdeilanlega stærstu nöfnin í sögu al- þýðlegrar fræðimennsku á Íslandi á 19. öld en æviskeið þeirra spannar næstum eina og hálfa öld, frá fæðingu Gísla 1787 til dánardægurs Sighvats 1930. Sighvatur Grímsson var ungur og bókhneigður vinnumaður, borgfirskrar ættar þegar leiðir hans lágu til Flateyjar á Breiðafirði upp úr miðri 19. öld og hann fór í vist til Ólafs Teitssonar bónda í Sviðnum: „Hann átti nú ekkert til nema aðeins skiptaföt til daglegrar brúkunar og fáeinar bækur, gat skrifað sendibréf nokkurn veginn eftir því sem þá gjörðist með alþýðu, hafði lært fingrarímið á tólfta árinu og kunni það ágætlega, skildi vel dönsku (talaða), sem hann hafði vanizt á Akranesi á vorin, þegar lausa- kaupmenn komu þar til verzlunar, og hafði auk þess oft komið í Reykjavík. Þar með hafði hann eignazt nokkuð af Íslendingasögum, Ár- bækurnar 1.–9. deild og Sturlungu alla og hafði lesið allmikið af ýmsu.“3 Sighvatur þekkti nokkuð til verka fræða- þularins í Flatey, Gísla Konráðssonar, og um sumarið 1861 fylgdi Ólafur bóndi hinum unga vinnumanni á fund Gísla í kirkjuferð til Flat- eyjar og féll mjög vel á með þeim þrátt fyrir rúmlega 50 ára aldursmun. II Gísli Konráðsson fæddist 18. júní 1787 á Völlum í Vallhólmi í Skagafirði hvar foreldrar hans voru bændur. Jón Torfason lýsir ævi Gísla á hnitmiðaðan hátt í formála að Hún- vetningasögu: „Ævi Gísla er heldur fábreytt á ytra borði. Hann vinnur fyrir sér við hversdagsleg störf til sveitar og sjávar. Hann nýtur engrar skólamenntunar og fer aldrei til annarra landa. Hann býr lengi í Skagafirði og helstu ferðalögin eru verferðir suður til Reykjavíkur og Suðurnesja. Lífssvið hans er Skagafjörður og Húnaþing, Vesturland, Suðurnes og loks Breiðafjörður en líklega hefur hann ekki kom- ið í aðra landshluta.“4 „Þess væntir mig, þó skamt eigi eg ólifað, að sá sveinn slíti barnsskónum“ – sagði öldruð yfirsetukonan þegar Gísli leit fyrst dagsins ljós og mæltist henni þar rétt eins og gamalla kerlinga er vani því Gísli lést í hárri elli í Flat- ey árið 1877.5 Nokkrum áratugum fyrir fæðingu Gísla hafði danski klerkurinn Ludvig Harboe ferðast um Ísland og kannað kristnihald og barnafræðslu í þessum afskekkta hluta kon- ungdæmisins og gert tillögur um úrbætur til yfirvalda. Afraksturinn var m.a. húsagatil- skipunin frá 1746 um guðrækni, siðavendi og uppfræðingu á heimilum á ábyrgð húsráðenda og undir eftirliti presta. Öll börn skyldu vera læs fyrir fermingu og standa skil á sínum kristna lærdómi, Fræðum Lúthers hinum minni .6 Þrátt fyrir slíkar skipanir var bókleg- ur lærdómur sjaldnast hafður í hávegum hjá bændafólki og lærdómsfýsn barna af alþýðu- stigum var gjarnan mætt með sinnuleysi í besta falli en oft af megnri andstöðu. Frá- sagnir margra þeirra manna sem helgað hafa líf sitt bókum á 18. og 19. öld. leiða til sömu niðurstöðu, þeim mætti annaðhvort aðstöðu- leysi, almennur menntunarskortur eða bein andstaða, nema allt þrennt væri. Blek- og pappírsleysi, skólaleysi og vinnuharka í fá- tæku samfélagi eru hluti af ytri skýringar- þáttum, en hugarfar og verðmætamat eru einnig gildar ástæður. Í ævisögu sinni skrifar Gísli um menntun sína og Konráðs bróður síns og tengsl hennar við vinnu barna, (og rétt er að taka fram að líkt og hjá Sighvati síðar er sjálfsævisagan skrifuð í 3. persónu): „Gísli var allbókhnýsinn þegar í æsku, en engi var þess kostur, er móðir hans var varla bænabókarfær. Var honum varla meira kent en þekkja stafi, og svo var um þá báða bræð- ur. Gísli fýstist mjög að læra að skrifa, bjó sér til blek úr steinkolum, er hann neri í vatni á tindiski, og hafði í fjárhúsum, er hann skyldi vinsa garðaló og bera moð. Konráð var hneigður til smíða og minna til bókar; kom svo að Gísli nam að lesa skrif og að pára nokkuð. Mjög hélt móðir hans þeim til tó- vinnu og vann Gísli hana jafnan nauðigur, en fyrir því að móðir hans var mjög gefin fyrir að heyra sögur og rímur, freistaði Gísli þess að útvega þær, og frelsti sig með þeim hætti við tóvinnuna á kvöldvökum að lesa sögur og kveða rímur, en þótt hann væri raddstirður.“7 Foreldrar Gísla voru sem sagt hvorki sér- lega hallir undir bókmenntir né sárlega mót- fallnir áhuga stráksins. En vinnan hafði for- gang, innan stokks og utan og þegar þeirri frumskyldu að kenna Gísla að þekkja stafina hafði verið fullnægt stóð hann einn og óstudd- ur með sinn bókmenntaáhuga. Og þó ekki al- veg. Í ævisögunni segir hann frá Jónum tveimur, nágrönnum sínum, sem báðir voru skrifandi og sagðir vel aðsér. Hjá þeim fékk hann léðar sögur og rímur og æfði sig að skrifa eftir handritum þeirra „og nálega hverri hönd annari, er hann sá, svo all- óskipuligt var pár hans í fyrstu, og miklu meiri var námsfýsn hans og iðn við það en næmi og allsnemma tók hann að yrkja, þó lítil kvæðismynd væri á sumu.“8 Gísli var fermdur árið 1799, tólf ára gamall, og var þar með kominn í tölu vinnandi manna. Við þann áfanga taldist lögskipaðri upp- fræðslu lokið og við tók vinnumennskan, hinn raunverulegi skóli bændasamfélagsins. Gísli hélt hins vegar áfram að sina bóklegri mennt- un og gaf sig að lærðum mönnum hvar sem hann fór. Meðal annars fór hann ungur að að- stoða sr. Jón Konráðsson á Mælifelli við prestþjónustubókahald og þegar hann var í verbúðum á Álftanesi hafði hann mikið sam- neyti við Hallgrím Scheving, kennara við Bessastaðaskóla og skrifaði upp handrit fyrir hann. „Má ætla að þaðan hafi Gísla komið áhugi og þekking á fornum kveðskap“ – segir Jón Guðnason í æviþætti Gísla sem birtist í fimmta bindi ritraðarinnar Merkir Íslending- ar.9 Gifturíkast var þó samstarf og vinátta Gísla við Jón Espólín sýslumann og fræðimann. „Er vart of djarft að álykta, að í nærveru Espólíns og með því að kynnast vinnubrögð- um hans, hafi Gísli algjörlega fundið köllun sína sem sagnaritari“, – segir Jón Guðnason og bætir við: „Það er og vitað, að Gísli vann sum ritstörf beint að hvötum Espólíns. Talið er, að þeir Espólín og Gísli hafi verið saman um að rita Húnvetningasögu. Loks ber bæði búningur og mál á ritum Gísla vott um, að hann hefur tekið Espólín sér til fyrirmyndar. Er hvor vel sæmdur af öðrum, meistarinn og lærisveinninn.“10 Á fyrri hluta 19. aldar hafði myndast merkilegur hópur fræðimanna í Skagafirði í kringum Jón Espólín og samanstóð hann einkum af prestum, embættismönnum og bændum sem sameinuðust um áhuga á sagn- ritun og annálaritun. Kristmundur Bjarnason, helsti sagnritari Skagfirðinga á okkar tímum hefur haldið því fram að þessi öflugi hópur fræðimanna hafi glætt mjög skriftaráhuga meðal uppvaxandi sýslunga þeirra og því hafi skagfirsk ungmenni nær undantekningalaust verið skrifandi áður en lögin um skriftar- kennslu gengu í gildi árið 1880. „Ungling- unum þótti hér ekki leiðum að líkjast,“ segir Kristmundur „Handrit gengu í afskriftum sveit úr sveit, og unglingar þráðu að geta tjáð sig með svipuðum hætti.“11 Gísli Konráðsson var lengst af ævi leiguliði í Skagafirði og bjó við knöpp kjör en naut jafnframt samneytis við menn eins og sr. Jón Konráðsson á Mæli- felli, Daða fróða Níelsson, Gunnlaug Jónsson bónda og fræðimann á Skuggabjörgum og annálaritarann Björn Bjarnason á Brandstöð- um.12 Jón Torfason skiptir ritstörfum Gísla niður í nokkur skeið í formála sínum að Húnvetn- ingasögu. Í fyrstu fékkst hann einkum við að skrifa upp handrit annarra og við embættis- skriftir. Síðan hefur hann að þýða ýmis verk úr dönsku auk uppskrifta og um miðjan aldur hefur Gísli að semja sjálfstæð verk, einkum söguleg rit og er Húnvetningasaga ein þeirra. Gísli varð ekkjumaður árið 1847 og flutti stuttu síðar til Flateyjar hvar hann dvaldi til æviloka. Þegar til Flateyjar kom var Gísli orðinn fullmótaður höfundur segir Jón Torfa- son, þar skrifaði hann flesta sagnaþætti sína og samdi söguleg rit eins og Strandamanna- sögu, Vestfirðingasögu og Barðstrendinga- sögu.13 Sighvatur Grímsson segir svo frá í við- auka við ævisögu Gísla, en henni lýkur um það leyti sem hann flytur vestur á Breiða- fjörð: „Allan þann tíma, sem hann var í Flatey, mátti kalla, að hann ritaði nætur sem daga. Á seinni árum sínum orti hann minna, nema ljóðabréf mörg og ýmislegt smávegis […] Flestir af þáttum hans eða sögum munu vera ritaðir í Flatey, sömuleiðis Vestfirðingasaga, framhald árbókanna og Skarðstrendingasaga en Húnvetningasaga er rituð fyrir norðan, Natans saga og jafnvel fleiri. Útleggingar hans voru flestar búnar, áður en hann kom í Flatey, og eru margar aðeins til í frumriti hans. Eftir það að Gísli settist þar að, frumritaði hann geysimikið og mesta af íslenzkri sagnfræði.“14 Saga Gísla fléttast saman við sögu Fram- farastofnunarinnar í Flatey, hins alþýðlega lestrar- og fræðafélags sem stofnað var 1833. Lúðvík Kristjánsson telur að afköst Gísla og afrakstur af starfi hans sé ekki síst því að þakka „að hann fékk í aldarfjórðung að sitja óskiptur og áhyggjulaus við störf sín í skjóli Framfarastofnunarinnar í Flatey.“15 Gísla segist svo frá í ævisögu sinni: „Ár 1851, síðasta dag októbermán. fram fór á Flatey á Breiðafirði svolátandi gjörningur: Á aðra hliðina milli mín, Gísla Konráðssonar og á hina hliðina vor undirskrifaðra manna. Að eg Gísli Konráðsson, gef og ánafna eftir minn dag til átölulausrar og ævarandi eignar og umráða Framfarastofnfélaginu allar þær bækur, furmrit og eftirrit bóka og útlegg- ingar og handrit, er eg nú á, og verð fram- vegis eigandi að, og heiti eg því með þessu skjali, eingri bók eður handriti úr eigu minni hér eftir að lóga eða farga, og skal nú þegar saminn listi yfir allar þær bækur og handrit er eg nú á, og afhendist forstöðunefnd félags- ins.“16 Gegn gjöf þessari áskildi Gísli sér og sínum „sómasamlega og gilda forsorgun“, húsnæði, fæði og aðrar lífsnauðsynjar svo lengi sem hann eða þáverandi kona hans, Guðrún Arn- finnsdóttir, lifðu. Sama árið og Gísli fluttist í Flatey keyptu styrktarmenn hans Norskubúð handa honum og bjó hann þar til dauðadags, en hann andaðist 2. febrúar 1877, níræður að aldri. III Viðauki Sighvats Grímsssonar við ævisögu Gísla má með réttu kallast minningargrein og þar lýsir hann læriföður sínum af mikilli að- dáun: „Hvar sem gripið var í sögu landsins, mátti svo að orði kveða, að hann væri nær ótæm- andi. Hnn var t.d. svo kunnugur Sturlungu, að hann gat í svip sagt, á hverri blaðsíðu hver viðburður stóð, án þess að lúka henni upp, og reyndi eg það oft, sem þetta rita. Í norrænni málfræði og fornum kveðskap mun hann hafa átt fáa líka um sína daga meðal alþýðu, og fékst hann mikið við að skýra ýmsar fornar kviður og vísur. Væri hann spurður einhvers í þeim fræðum, þá rakti hann það út í allar æs- FÁYRÐI UM SJÁLFFENGNA MENNTUN Á ÍSLANDI UM FLATEYJARÁR SIGHVATS GRÍMSSONAR OG GÍSLA KONRÁÐSSONAR Gísli Konráðsson Sighvatur Grímsson E F T I R D AV Í Ð Ó L A F S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.