Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 13 RÓTTÆKAR tillögur Adrians Noble, listræns stjórnanda Kon- unglega Shakespeare-leikfélags- ins í Bretlandi, hafa vakið tölu- vert umtal og gagnrýni undanfarið. Noble hefur þannig lagt til að heimkynni leikfélags- ins í Stratford-upon-Avon, heimabæ skáldsins, verði jöfnuð við jörðu og nýtt leikhús byggt í þess stað, auk þess sem hann sagði upp samningi leikfélagsins við Barbican-leikhúsið í London og hefur þess í stað valið að semja við hin ýmsu leikhús í West End, leikhúshverfi borg- arinnar. Þetta, auk styttri ráðn- ingarsamninga, segir hann auka möguleika leikfélagsins á að laða að þekkta leikara sem að sama skapi laði að fleiri áhorf- endur. „Okkur fannst leikfélagið búa yfir miklum listrænum styrk, en að það hefði einnig mikla mögu- leika á breytingum,“ sagði Noble í viðtali við bandaríska dag- blaðið New York Times. „Við vildum því leita leiða til að finna ný svör við þeim spurningum sem blasa við leikfélagi á borð við þetta. Erum við í dag að bjóða áhorfendum upp á bestu mögulegu kynni við leikhúsið? Við töldum að við yrðum að horfa fram á við og opna dyrnar í átt að hinu alþjóðlega landslagi og kannski bjóða nýjum áhorf- endum upp á nýjar leiðir til að kynnast leikritum okkar.“ Þó efasemdir hafi verið uppi um flutning leikfélagsins frá Barbican, þá er það ekkert á móti þeirri hneykslan sem til- laga Noble um byggingu nýs leikhúss í Stratford hefur vakið. Núverandi heimkynni leikfélags- ins voru byggð 1932 og þykja sérlega gott dæmi um Art Deco- byggingarstílinn. Vissir hönn- unargallar eru þó á húsinu, m.a. er fjarlægðin milli áhorf- endasæta og leiksviðs of mikil. Hafa leikarar líkt því við að flytja leikrit yfir Ermarsundið frá Dover til Calais. Þá hefur kostnaðarsöm tillaga Noble vakið litla hrifningu hjá 20. aldar félaginu, sem ráð- leggur ríkistjórninni um viðhald og verndun bygginga síðustu aldar. Verði hugmynd Noble hins vegar að veruleika má búast við að nýtt Shakespeare-leikhús verði opnað í Stratford-upon- Avon 2008. Leikföng seinni heimsstyrjaldarinnar Ruhrland-safnið í Essen í Þýskalandi hýsir þessa dagana sýninguna Maikäfer flieg: Kindheitserfahrungen 1940– 1960, sem útleggja má sem Mar- íuhæna fljúgðu: Reynsluheimur barna 1940–1960. Á sýningunni má finna leikföng frá þessum tíma, m.a. heimagerð leikföng á borð við bangsa sem stríðsfangi bjó til úr grófu efni her- mannajakka síns og færði bróð- ur sínum við heimkomuna 1945. Að sögn þýska dagblaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung fékk safnið einstaklega góð við- brögð og sendu hátt á annað hundrað manns leikföng, bréf, ljósmyndir og aðra muni er ósk- að var eftir gripum fyrir sýn- inguna. Mörg leikfanganna eru heimagerð og bera vitni um tak- mörkuð fjárráð og lifandi ímyndunarafl. Til að mynda leik- fangalest sem búin var til úr járndósum, viðarkubbum og vír. Ljóst er að ekki tengjast öll leik- föngin hamingjusömum bernskuminningum og lýstu margir blendnum tilfinningum sínum til æskuleikfanganna. Stormur í Stratford ERLENT HANNA Dóra Sturludóttirsópransöngkona verður ísviðsljósinu í Salnum íKópavogi á mánudags- kvöld þar sem hún syngur á tón- leikum með píanóleikurunum Jón- asi Ingimundarsyni og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur. Hanna Dóra hefur sungið við óperuhús í Evrópu undanfarin ár og hefur verið á samningi við Komische Oper í Berlín, en hefur þó gefið sér tíma til að koma heim og syngja, nú síðast í uppfærslu Ís- lensku óperunnar á Töfraflautunni í haust. Á tónleikunum í Salnum verða bæði söngverk og píanó- verk; Jónas leikur með Hönnu Dóru, en auk þess leikur Helga Bryndís með Jónasi í verkum fyrir tvö píanó og fjórhent á eitt píanó. Vorljóð og ástarsöngvar Hanna Dóra segist ætla að syngja lög sem flestir kannist við. „Þetta eru allt fallegar melódíur og ljóð sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef ekki sungið áð- ur, en mig hefur alltaf langað til að syngja. Ég syng frönsk ljóð fyrir hlé. Þetta eru ástarljóð og vorljóð sem passa vel á þessum árstíma. Ég syng Chanson d’avril, eða Aprílsöng eftir Bizet, Je te veux, eða Ég vil þig, eftir Eric Satie, Les Chemins de l’amour, eða Vegi ástarinnar eftir Poulenc, Aprés un rêve, eða Eftir draum, eftir Gabriel Fauré og loks Vor- söng eða Chanson de printemps eftir Gounod. Eftir hlé syng ég svo ítölsk ljóð eftir ýmis tónskáld; Stornello eða Gamanvísu eftir Verdi, lag eftir Puccini sem hann byggði á mel- ódíu úr þriðja þætti La Bohéme, en Puccini tileinkaði lagið fiðlu- leikaranum og tónskáldinu Nicolo Paganini. Þá syng ég lag eftir Donizetti; Me voglio fà na casa, Ég ætla að byggja hús, og tvö lög eftir minna þekkt ítalskt tónskáld, Stefano Donaudy. Ég syng líka aríur, franska fyrir hlé og ítalskar eftir hlé. Þetta er allt fallegt og ljúft; – við Jónas ákváðum að vera með eitthvað sem færi vel í fólk á þessum dimmasta tíma ársins, þegar snjórinn er meira að segja einhvers staðar annars staðar.“ Ljóðræna og lúmskt gaman Það er ekki á hverjum degi sem tónleikagestir fá að heyra minna þekktar hliðar á óperutónskáldum. Lög og ljóð eru ólíkt minni og fín- legri form en stórar óperur, og svigrúmið til að beisla dramatík miklu minna. „Mér finnst óperu- tónskáldin velja sér gífurlega skemmtileg ljóð að semja við, og það er kannski helst lag Puccinis sem minnir eitthvað á óperu, – sennilega af því að laglínan er fengin þaðan. Lög hinna eru lítil og ljóðræn, með mikinn karakter, lúmskt gaman og glettni. Lög Donaudys eru meira í stíl við antikaríurnar.“ Aríurnar sem Hanna Dóra syngur eru Gimsteinaarían úr Faust eftir Gounod og úr Donde lieta úr La bohéme eftir Puccini. Verkin sem þau Jónas og Helga Bryndís leika bæði fjórhent og á tvö píanó, eru eftir Brahms, Schu- mann og Darius Milhaud. Þau Hanna Dóra, Jónas og Helga Bryndís fluttu þetta prógramm fyrir Rótarý-félaga í Salnum í gærkvöld og aftur í kvöld en al- mennir tónleikar í Salnum á mánudagskvöld hefjast kl. 20. Ljúf lög fyrir myrkrið Morgunblaðið/Golli Helga Bryndís Magnúsdóttir, Jónas Ingimundarson og Hanna Dóra Sturludóttir. Hanna Dóra Sturludóttir starfar í Berlín en kemur reglulega heim til að syngja. Á mánudagskvöldið syngur hún í Salnum ástarljóð og vorljóð, sem hún segir henta þessum árstíma vel. Jónas Ingimundarson leikur með henni, en auk söngsins leika Jónas og Helga Bryndís Magnúsdóttir fjórhent og á tvö píanó. TVÍSKIPT heitir sýning sem opnuð verðurí Gerðarsafni í dag og hefur að geymaverk eftir 25 leirlistamenn. Sýningin erhaldin í tilefni af 20 ára afmæli Leirlist- arfélagsins og vísar titillinn til breiddar sýn- ingarinnar sem spannar allt frá hefðbundinni nytjalist til frjálsra forma. „Hugmyndin með sýningunni er m.a. sú að veita innsýn í það sem verið er að gera í leirlist um þessar mund- ir. Hér er um að ræða fag sem býr yfir mikilli breidd, og var titillinn „Tvískipt“ notaður til að skilgreina annars vegar nytjalistina og hins vegar vinnu með frjáls form en verk úr báðum flokkum eru á sýningunni,“ segja Áslaug Höskuldsdóttir og Guðný Hafsteinsdóttir sem eru meðal þeirra leirlistamanna sem standa að sýningunni. Allt frá borðbúnaði til skúlptúra „Þetta eru kannski pólarnir tveir en mörkin þar á milli er erfitt að staðsetja. Á sýningunni er að finna allt frá hefðbundnum borðbúnaði til skúlptúra en einnig er þessum miðlum blandað saman. Það má ef til vill segja að það sé áhorf- andans að skilgreina verkin og kynnast hinum ólíku birtingarmyndum íslenskrar leirlistar,“ segir Áslaug. Guðný bætir því við að athygl- isvert sé að bera verkin saman í ljósi þess hversu ung leirlistin er hér á landi. „Í verk- unum gætir áhrifa frá mörgum löndum þar sem félagsmenn hafa sótt menntun sína mjög víða. Þannig gætir kannski í verkum leirlista- mannanna áhrifa frá Norðurlöndunum, Ung- verjalandi, Belgíu, Frakklandi eða Bandaríkj- unum, svo dæmi séu nefnd,“ segir Guðný. Bókin Íslenskt keramík 2002 Öllum félögum Leirlistarfélagsins var frjálst að taka þátt í sýningunni en óháð nefnd valdi úr innsendum tillögum þau verk sem sýnd eru eftir hvern listamann. Birna Kristjánsdóttir sá síðan um uppsetningu sýningarinnar sem hald- in er í báðum sölum á efri hæð Gerðarsafns. Áslaug minnir á að sýningin hafi jafnframt verið haldin í tilefni tuttugu ára afmælis Leir- listarfélagsins í fyrra en frá stofnun þess árið 1981 hefur félögum fjölgað úr ellefu í fimmtíu. Af því tilefni hefur verið gefin út bók sem ber yfirskriftina Íslenskt keramik 2002 og hefur að geyma upplýsingar um félagsmenn með lit- prentuðum myndum af verkum þeirra. Guðný segir að þó svo að leirlistafólki hafi fjölgað jafnt og þétt á þessum tuttugu árum og fjöl- breytni sé mikil á því sviði sé vert að huga að þeirri breytingu á námi á sviði leirlistar sem stofnun Listaháskóla Íslands hefur haft í för með sér. „Með því lagðist leirlistadeildin sem starfrækt var í Myndlista- og handíðaskólanum niður og því fer engin markviss kennsla fram á sviðinu, þó að verkstæði sé fyrir hendi í hönn- unardeildinni í skólanum,“ segir Guðný. „Þessu er vert að leiða hugann að því að mikilvægur þáttur í vinnu með leir er þekking á eðli leirs- ins sem tekur langan tíma að ná tökum á og í raun er maður sífellt að læra á efnið í vinnu sinni. Þessi þáttur námsins má því ekki glat- ast, og ef til vill mun annar skóli taka við þeirri kennslu. En í raun á tíminn eftir að leiða það í ljós hvaða áhrif þessi breyting mun hafa í för með sér varðandi þróun leirlistar í framtíð- inni.“ Sýningin Tvískipt verður opnuð kl. 15 í dag og stendur hún til 3. febrúar. Gerðarsafn í Kópavogi er opið frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga. Breidd leirlistarinnar Morgunblaðið/Kristinn Aðstandendur sýningarinnar: (f.v.) Þóra Sigurþórsdóttir, Erla Huld Sigurðard., Olga Dagmar Er- lendsd., Áslaug Höskuldsd., Steinunn Marteinsd., Ragna Ingimundard., Guðný Hafsteinsd., Kristín Ísleifsd., Sigríður Ágústsd., Inga Elín Kristinsd., Jóna Thors, Ingunn Erna Stefánsd., Auðbjörg Berg- sveinsd., Ragnheiður I. Ágústsd., Rannveig Tryggvad., Helga Jóhannesd., Árdís Olgeirsd., Sigrún Gunnarsd., Lára Samúelsd., Guðrún Indriðad. og Halla Ásgeirsd. Á myndina vantar Sigríði Helgu Ol- geirsd., Arnfríði Láru Guðnad., Elísabetu Haraldsd. og Önnu S. Hróðmarsd. Bollar eftir Önnu S. Hróðmarsdóttur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.