Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 5 ar og oft lengra en sumir skildu. Hann fékk ást á öllum þeim, er vildu fræðast af honum og vann sér hylli allra þeirra, er eitthvað kyntust honum, eins þeirra, er lítið bókavit höfðu, og hver maður sýndi þessum háaldraða öldungi virðingu.“17 Þetta reyndi Sighvatur allt á eigin skinni á þeim 5 árum sem þeir voru samtíða í Flatey. Sumarið eftir að leiðir þeirra Gísla og Sig- hvats lágu fyrst saman hafði sá síðarnefndi vistaskipti og fluttist til Flateyjar og hóf þeg- ar að sinna ritstörfum og skáldskap af krafti þótt hann væri lengstum í erfiðum sjóróðrum, orti m.a. Formannavísur og rímur af Skáld- Helga sögu. Þann fyrsta janúar 1863 hóf Sig- hvatur svo að halda dagbók, hugsanlega að fyrirmynd Gísla Konráðssonar. Vorið 1867 var Sighvatur alfarinn úr Flatey, nýgiftur Ragnhildi Brynjólfsdóttur og áttu þau von á sínu fyrsta barni. Eftir vistina í eynni var líf Sighvats helgað bókum og fræðistarfi. Kannski sjást þau áhrif sem hann varð fyrir á Flateyjarárum sínum best í því að þegar fyrsti sonur þeirra Sighvats og Ragnhildar fæddist haustið 1868 fékk hann nafnið Gísli Konráð. Sighvatur Grímsson Borgfirðingur er oftast kenndur víð Höfða í Dýrafirði og þar vann hann mest af sínum fræði- og ritstörfum frá árinu 1873 til dánardags 1930. Hann var útskrifaður úr skóla Gísla Konráðssonar, staðráðinn í því að fylgja fordæmi hans og gera skáldskap og fræðistörf að miðpunkti til- veru sinnar þótt oft þyrftu þeir að leita annað eftir lifibrauði. IV Sighvatur Grímsson Borgfirðingur fæddist á Skipaskaga 20. desember 1840, stuttu áður en Gísli Konráðsson flutti úr heimabyggð sinni, Skagafirði, til Flateyjar. Þrátt yfir að liðin hafi verið rúmlega hálf öld frá því Gísli fékk sína barnafræðslu virðist ástandið lítið hafa breyst á þeim tíma, a.m.k. ekki hjá fá- tæku fólki. Sighvatur lýsir bóklegri menntun sinni í æsku á eftirfarandi hátt í ævisögu sinni: „Í æsku vandist Sighvatur við að læra bók- lestur á prentaðar bækur, sem þá var títt, en þó fékk hann enga tilsögn að lesa latínuprent, því móðir hans, sem þó var skarpgáfuð og kunni afar mikið utan bókar, kunni ekki að lesa það prent. En þannig var kennslunni var- ið, að fyrst var honum sýnt letur á Sjöorða- bókinni gömlu, eftir biskup Jón Vídalín, og gekk það allvel í fyrsta sinn; en þegar til kom í öðru sinni, þá mundi Sighvatur ekki fyrsta stafinn í öðru orðinu, og fékk hann þá kinn- hest hjá móður sinni, en það var sá fyrsti og síðasti, því eftir það mundi hann alla stafina og gat lesið bókina viðstöðulaust eftir hálfan mánuð. Þetta var fyrir jól 1847, en eftir nýár- ið barst honum í höndur ein opna úr Alþing- istíðindum með latínuprenti, og fór hann þá að bera sig að bera þá stafi saman við Sjö- orðabókina sína og leita uppi, hverjir líkastir vóru, og gat þannig gizkað á, hverir þeir stafir vóru, sem hann fann engan líkan í eldra prentinu. Þannig smám saman komst hann út úr blaðinu og gat lesið latínustíl um vorið við- stöðulaust. Veturinn eftir fékk hann Eiríks rímur víðförla með hönd Lýðs skálds Jóns- sonar, og hafði þá hið sama ráð, að bera sam- an við prentið, og vannst það vel. Þannig tók hann hverja skrifaða bók eftir aðra, sem hann á náði, og þegar hann var ellefu ára gamall, kom engin sú skrudda fyrir, hversu ramm- bundin og mórauð sem var, að hann ekki læsi viðstöðulaust; og þóttu slík afbrigði, og dáðust menn að, enda fór honum ekkert fram að lesa eftir það.“18 Almennur menntunarskortur meðal alþýðu var ein hindrunin fyrir því að börn fengju að þroska með sér hæfileika og áhuga fyrir bók- legri menntun á 19. öld. Eins og fram kemur í svörum presta í Sýslu- og sóknalýsingum Hins íslenska bókmenntafélags frá því um 1840 var talsverður munur á menntunarstigi milli kynslóða, einkum þegar spurt er um skriftarkunnáttu í sóknunum. Fátækt sveita- samfélagsins hafði einnig mikil áhrif og blek og pappír töldust til munaðarvöru í huga al- þýðu. Um öflun ritfanga um miðja 19. öld seg- ir Sighvatur í ævisögunni: „En nú fór að vakna hjá honum sterk löng- un til að skrifa, en til þess vóru engin ráð; og þó margmennt væri á Skaganum, þá varð enginn til að rétta honum hjálparhönd með neina tilsögn. Samt fór hann að búa sér til blek úr ýmsum efnum, eftir því sem til fékkst í þann og þann svipinn, stundum úr blásteini (indígíói), pottahrími, ljósreyk o.fl., og stund- um sníkti hann sér út hjá öðrum eitthvað þess kyns. Þar með reytti hann saman umslög af bréfum, afreikninga, em eyður vóru á og óskrifað, en stundum varð hann að skera sér penna úr fjöðrum, og stundum gat hann feng- ið hjá öðrum stálpenna, helzt brúkaða, og var hann þegar ráðkænn að brýna þá upp og nota síðan, en ýmsar hafði hann forskriftirnar.“19 Eins og sjá ber þessi frásögn sterkan svip af þeim kafla ævisögu Gísla Konráðssonar sem fjallar um bókafýsn hans í bernsku. Líkt og Gísli lét Sighvatur ekki staðar numið við menntunarleit sína við fermingu eins og tíðast var meðal ungs fólks úr almúgastétt og þegar hann flutti vestur í Breiðafjarðareyjar um tví- tugt vildi hann „freista að verða sjálfs sín maður, því jafnan þráði hann það að vera frjáls, og hneigðist hugur hans jafnan til bók- arinnar, en sá sér engan veg færan að komast áfram.“20 Kvöldvökurnar og innivinnan veitti honum mikilvæg tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum og hann var snemma duglegur við að hafa upp á þeim sem höfðu áhuga á bóklegri iðju og gátu veitt tilsögn og lánað efni: „Jafnan las hann sögur á kvöldvökum og varð þannig mörgu kunnur af því tagi. Mest vóru það útlendar sögur, því annars var þá ekki kostur, en þó hneigðist hugur hans snemma að öllu því, er snerti Ísland á ein- hvern hátt, en ómögulegt var að fá nokkra skímu, sem gæti glætt þá löngun. Þó var hann farinn að afrita nokkuð af Íslendingasögum fyrir sjálfan sig, meðan hann var á Akranesi, eftir því sem hann gat fengið þær til láns, en þá vóru ekki til af þeim nema örfá eintök, og hinar eldri útgáfur, sem hann skrifaði sumar upp.“21 Ekki kemur fram í ævisögunni að Sighvat- ur hafi mætt andstöðu við bókmenntaáhuga sínum, enda sinnti hann honum í frístundum sínum, hvenær sem þær gáfust en sinnti að öðru leyti líkamlegri vinnu til lands og sjávar. Viðhorf samfélagsins til bóklegra mennta voru síst á einn veg á 19. öld og togstreita var í íslensku bændasamfélagi milli vinnu og menntunar, bóklegrar færni og verklegrar. Þrátt fyrir fræðsluátök píetista og upplýsing- armanna var sú skoðun enn ríkjandi á síðari helmingi 19. aldar að hver ætti að vera sæll í sinni stétt og mikilvægur hluti þeirrar heims- myndar var að bókleg iðja ætti að vera í höndum (prest)lærðra manna en bændur og þeirra búalið ætti að vinna í sveita síns and- lits. Frávik frá þessu voru ógnun við hinn við- kvæma stöðugleika bændasamfélagsins sem bjó við stöðuga ógn af hungri og mannfelli. V Í Heimsljósi Halldórs Laxness er ólíkum viðhorfum samfélagsins til bóklegra mennta lýst með afar sterkum andstæðum. Húsfreyj- an á Fæti undir Fótarfæti var hatursmaður allra bókmennta, eins og þar segir og þegar hún vildi útmála þá skoðun sín sagði hún gjarnan sögur af Guðmundi Grímssyni Grunnvíkingi: „Það var voðaleg saga. G. Grímsson Grunn- víkingur var skáldmennisræfill og skrifaði hundrað bækur. Hann var vondur maður. Þegar hann var úngur þá vildi hann ekki gift- ast, heldur átti þrjátíu börn. Hann hataði fólk og skrifaði um það. Hann skrifaði fjölda bóka um saklaust fólk sem aldrei hafði gert honum mein. Einginn vildi eiga samneyti við slíkan mann, nema ljótar kellíngar sem hann hafði dæmt á sig í elli sinni. Menn fá í elli sinni það sem þeir dæma á sig. Sona er að hugsa um bækur. Já ég þekkti hann vel á sinni tíð hann Gvend, altaf var hann í bókum, aldrei vildi hann vinna fyrir sér og öðrum, þetta var fant- ur, og ég var bara únlíngsskjátukvikindi. Hann bjó nú einn síns liðs í hreysi hinumegin við fjöllin, við annan fjörð, og guð refsaði hon- um með húsleka og fleira. Þarna sér hann hvað hann hefur uppúr því. Hann sat í skinn- stakki inni á palli og það lak á hann; það lak og lak, einn dropi í einu ofan á skallan á hon- um, af því að hann vildi ekki vinna fyrir sér og öðrum, tveir og tveir, og sítluðu niður á hálsin á honum af því að hann hafði verið allur í bók- um. Guð var að refsa honum. En hjarta hans var forhert og þekti ekki auðmýkt, og hann hélt áfram að skrifa hundrað bækur í glæt- unni frá daufri týru, tvö hundruð bækur, og þegar hann er dauður þá er sosum auðvitað hvert hann fer, því guði líkar ekki að það séu skrifaðar bækur um fólk, guð einn hefur leyfi til að dæma fólk, auk þess hefur guð sjálfur skrifað biflíuna, bókina þar sem alt stendur sem þörf er á að skrifa, þeir sem hugsa um aðrar bækur sitja einir við týru á elliárum snauðir menn, og sækja að þeim djöflar og andskotar.“22 Þetta vakti forvitni hjá ómaganum Ólafi Kárasyni og aldrei hafði heimur bókanna virst jafn spennandi og forboðinn, „ímynd- unarafl hans fjallaði af tvíefldum krafti um bækur, eftir að hann hafði heyrt um víti hins einmanna þular, hans hundrað bækur“. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Halldór var innblásinn af vestfirskri alþýðumenningu þegar hann skrifaði Heimsljós á árunum 1937–1940, einkum eftir lestur dagbóka Magnúsar Hj. Magnússonar. Og í þeim heimi varð ekki sneitt hjá Sighvati Grímssyni Borg- firðingi þó ekki sé hann einn um að búa í G. Grímssyni Grunnvíkingi.23 Magnús má telja lærisvein Sighvats í fræðum og skáldskap og Magnús tíundar fjölmarga fundi þeirra í dag- bók sinni og ræddu þeir þá hugðarefni sín löngum stundum og skiptust á efni.24 Þannig barst bókmenntalegur áhugi, færni og þekk- ing milli manna og kynslóða í samfélagi sem hafði fáar formlegar stofnanir utan um menntun og menningarmál, hvorki skóla, prentsmiðjur né bókabúðir. Óformlegt net fræðimanna og áhugamanna um bókmenntir og fræði varð til og efldist um leið og lestrar- og skriftarkunnátta breiddist út og ýtti um leið undir enn frekari útbreiðslu í gagnverk- andi ferli. Eins og fyrr sagði hóf Sighvatur að halda dagbók á Flateyjarárum sínum, nánar tiltekið á nýársdag 1863 og veitir hún okkur innsýn í ritstörf hans, sem og önnur störf, um tæplega 70 ára skeið. Sé rennt yfir fyrstu tvö árin í dagbókum Sighvats, árið 1863 má sjá að strax upp úr tvítugu voru bækur og ritstörf farin að skipa mikilvægan sess í lífi hans þrátt fyrir að hann væri vinnumaður til lands og sjávar að aðalstarfi. Einnig má sjá að sem bókmennta- maður og skrifari veitti hann nágrönnum sín- um margvíslega þjónustu jafnframt því sem hann átti í miklum samskiptum við aðra bók- hneigða menn, lærða sem leika. „Þá fékk ég hjá Jakop fyrir skrift á Fóst- bræðrasögu, utanhafnsbugsur, vesti, sokka, skyrtugarm, allt bætt og ónýtt,“ – segir í færslu 25. janúar 1863 og víða má sjá færslur um uppskriftir Sighvats fyrir aðra.25 Sighvat- ur þjónar einnig hlutverki bókasafns ef marka má færslu hans 11. febrúar en þar segir: „Jó- hann á Firði kom, ég ljeði þángað sögur, skrifaðar af mér, Krókrefs rímur, Gíslasögu, Segs sögu þættir, Mannkynssögu, Hellis- manasögu.“26 Þetta virðist eiga bæði við um handrit og prentaðar bækur. Sighvatur og Gísli Konráðsson voru í stöð- ugu sambandi og báru saman bækur sínar í bókstaflegri merkingu þeirra orða meðan þeir dvöldust í Flatey og jafnan eftir það til dauða- dags Gísla. „Hvern helgidag, sem hann var í Flatey, vóru þeir saman frá morgni til kvelds,“ – segir í sjálfsævisögu Sighvats og því til stuðninga má grípa niður í dagbók ágústmánaðar 1863 og sjá hvað þar er skráð við sunnudaga.27 „9. ágúst 1863. 10 s. ept. trin […] Gísli Konr.s ljeði mér sögu Króks á Sandi m.m., eg fékk 3 dali hjá Jóhanni, svo fékk ég hjá Gísla viðauka við Árbækur, gamalt handrit og Flat- eyjarsögu. Hann gaf mér leiðarvísir í ensku. Eg keypti af Sveini 1½ bók pappír 36 sk., penna 6 sk., borgaði 48 sk., á til góða 32 sk., keypti hjá Bent 1 fl. brennivín 15 sk., brauð á 16 sk., hníf á 40 sk. og hjá Sveini 1 fl. brenni- vín sem eg gaf Gísla og ½ bók pappír. 16. ágúst 1863. 11. s. ept. trin. – Norðan stórviðri. – Ég skrifaði sögu Króks á Sandi. Ég fékk 1 fl. hjá Sveini, sem ég gaf Gísla og lagði inn 1 rd, ég á til góða 7 mörk. Ég fékk hjá Gísla Konráðssyni: 1) Gamla bréfabók af Barðaströnd. 2) Safn bundið saman til Flat- eyjarsögu o.fl. 3) Húnvetningasögu alla. 4) Snorraeddu. 5) Kakalarímur. 6) Annáll Gunn- laugs prests í Vallholti. 7) Bárðar saga m.m. óvitandi. 23. ágúst 1863. 12 s. ept. trin. […] Ég fékk hjá Gísla ljeð safn við lögmenn prentað 1861. Þá byrjaði eg fyrst fyrir hann Flateyjarsögu við árið 1700. Eg fékk flösku hjá Sveini á 16 sk. Þá er eptir 4 mörk og 8 sk. 29. ágúst 1883. Höfuðdagur […] Í gær fékk eg léð hjá Gísla copiusafn in folio. 30. ágúst 1863 13. s. ept. trin. Ég fékk hjá Sveini 2 potta br.vín á 40 sk. og gaf Gísla flösku.“28 Þjónusta Sighvats sem skrifara var marg- vísleg eins og sjá má í dagbók hans. Á örfáum dögum á sjá að Sighvatur orti ljóðabréf fyrir Axel nokkurn til maddömu Jóhönnu, ekkju Ólafs Sívertsen, gjörði erfiljóð eftir Guðmund Jónsson frá Bræðraparti og skrifar upp skýr- ingar við Nýja-testamentið. Sighvatur hefur allar klær úti með að útvega sér bækur og all- ur hans frítími fer í að svala þeirri ástríðu eins og sjá má í færslum dagbókarinnar, m.a. hinn 27. desember 1863: „Ég beiddi Árna, mann Sigþrúðar fyrir í band Snarfararímur og Ljósvetningasögu og hver fyrir Raunku, og beiddi hann að taka Sturlungu hjá Snorra í Magnússkógum úr láni og að útvega mér til kaups Eiglu, gömlu Eyrbyggju, Landnámu, Laxdælu, Kristni- sögu, Kormákssögu, Færeyingasögu, Annála Rafnkelssögu, Vopnfirðingasögu.“29 Árin 1864–1865 reri Sighvatur frá Bolung- arvík fram til sláttar og á heimleið úr verinu sumarið 1964 skrifar hann ennfremur: „5. júlí. […] ég fór sjóveg með Þórði Magnússyni að Borg í Skötufirði. Verð þar í nótt. Fékk þar Eyrbyggjasögu í handr. með fleiri sögum á 9. mörk.“30 Í ævisögu sinni segir Sighvatur um bók- menntastörf sín: „Á þessum árum kvað hann og margt fleira, þó ei sé hér talið, bæði rímur, ljóðabréf og fjölda kveðlinga, sem lítilsvert var sumt, en afritaði jafnan bækur í land- legum, þegar aðrir sátu við spil eða gengu til og frá; og var það eigi allítið, er hann skrifaði á þeim árum. Höfðu nú bækur hans aukizt að mun, eftir það hann kom í Flatey.“31 Bókmenntastörfum Sighvats, eins og þau birtast í dagbókum Flateyjaráranna má skipta í nokkra flokka:  Eftiritun handrita og prentaðra bóka. Stærri rit.  Ritun bréfa og kveðskapar fyrir aðra  Yrkingar. Ýmis tækifæriskveðskapur, erfi- kvæði, afmæliskvæði o.fl.  Lestur á kvöldvökum  Lánun bóka  Skriftir fyrir Gísla Konráðsson.  Eigin fræðistörf Handritasafn það sem liggur eftir Sighvat er gríðarlegt að vöxtum, um 180 bindi og eftir því fjölbreytt að efni. Prestaævir Sighvats eru eitt merkasta og mest ívitnaða handrit hand- ritadeildar Landsbókasafns Íslands-Háskóla- bókasafns. Verkið, sem Sighvatur spáði sjálf- ur að myndi halda nafni hans á lofti, er 22 bindi og rúmlega 14 þúsund blaðsíður. Hann hóf að safna til þess um 1870 og vann að því svo að segja fram á síðasta dag, eða í um 6 áratugi. Meðal annars efnis eru ættartölu- bækur í 6 bindum, 8 binda kvæðasafn, rímna- söfn og riddarasögur í mörgum bindum og þykkar samtíningsbækur. Í handritasafni Sig- hvats Grímssonar er einnig að finna miklar heimildir um líf hans. Þar eru dagbækur hans frá 1863–1930, 8 bindi, um 1700 bréf sem hon- um bárust auk bréfa Sighvats í söfnum ann- arra manna og loks sjálfsævisöguágrip, skrif- að 1892.32 VI Sighvatur Grímsson Borgfirðingur er ásamt læriföður sínum, Gísla Konráðssyni merkasti og afkastamesti fulltrúi þessa tíma- bils í íslenskri menningarsögu og þeirrar handritahefðar sem hafði víðtæk áhrif á bóklega menningu 19. aldar þegar lestrar- kunnátta verður almenn og skriftarkunnátta breiddist út meðal alþýðu manna fyrir tíma formlegs skólakerfis. Handritamenning síð- ustu þriggja alda er ákaflega mikilvægur, en að sama skapi lítt rannsakaður hluti af menn- ingarsögu þjóðarinnar og veitir margvíslega innsýn inn í hugarheim hennar, bókmennta- ástundun, vísinda- og trúarhugmyndir, sjálfs- mynd og heimsmynd. Æviskeið þeirra nær yfir rúm 150 ár, frá 1787–1930 og má segja að þeir tengi aldir bændasamfélagsins við nú- tímann með fræðastörfum sínum, hand- ritasöfnun og uppskriftum. Árið 1905 samdist svo um að Landsbókasafn Íslands veitti hon- um árlega nokkurn lífeyri gegn því að það fengi handritasafn hans eftir hans dag. Safn Sighvats er annað stærsta safn einstaklings sem Landsbókasafninu hefur borist, á eftir safni Gísla Konráðssonar og er afrakstur af ævistarfi þeirra ein af helstu undirstöðum rannsókna á sögu og bókmenntum fyrri alda.33 Bókakista Gísla Konráðssonar. Ljósmyndina tók Halldór Bragason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.