Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JANÚAR 2002 5 nafni sem þýða mætti Víðernin í brjósti mér. Ljóðasafn þetta var lagt fram af Sama hálfu í samkeppni um bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1986. Ljóðin eru fjölbreytt að efni en einföld að gerð og lágvær. Í fyrsta hluta (fyrstu bók) er þungamiðjan persónubundin ljóð – skáldið yrkir sem ungra manna er vandi um tilfinn- ingar sínar, uppruna sinn og umhverfi, viðhorf sitt til lífs og lands. Í öðrum hluta (miðbók) er ættjarðar- og þjóðskáldatónn ríkjandi. Skáld- ið mælir nú af myndugleik í nafni þjóðar sinn- ar, fjallar um sögu hennar, menningu og dag- legt líf, undirokun og vaknandi frelsishvöt, baráttu hennar fyrir varðveislu þjóðernis síns og tungu, fyrir rétti sínum til landsins. Hann teflir fram lífsháttum þeirra sem búa í sátt við land og sjó gegn lífsfjandsamlegu atferli iðn- aðarsamfélagsins sem beitir náttúruna ofríki, „dregur meira en drottinn gefur“, eitrar vötn og deyðir skóga, drekkir byggðum og beiti- löndum, fórnar æðri lífsgildum á altari stund- arhagsmuna. Í þriðja hluta hefur skáldið enn víkkað sviðið og stígur nú fram sem málsvari allra kúgaðra frumþjóða, þeirra sem eru horn- reka í eigin landi, fólks sem hrakið var frá eignum sínum og óðulum, ofsótt og unnvörp- um drepið af aðvífandi landvinningahrottum uns menning þess og þjóðirnar sjálfar voru að því komnar að líða undir lok. Á síðum þessarar bókar mætir manni ákaf- lega geðfellt skáld og drengilega vaxið, stoltur frelsisunnandi með ríka réttlætiskennd og enginn veifiskati – hann „heimtar kotungum rétt“ og segir kúgurum til syndanna. Í ljóðum hans birtast þau heilbrigðu viðhorf til lífsins á jörðinni sem hugsandi menn um heim allan gera sér æ betur ljóst að sitja verða í fyr- irrúmi eigi mannkynið ekki að farast. Árið 1988 gaf Áillohas út geysimikla bók og glæsilega hvar sem á er litið. Hún heitir Beaivi, Áhcázan (Faðir minn, sólin). Þetta eru að meginhluta stórmerkar ljósmyndir af sam- ísku fólki og þjóðlífi frá 19. öld og fyrri hluta 20. aldar eftir myndasmiði af ýmsu þjóðerni. Innímilli eru ljóð eftir skáldið. Fyrir þessa bók hlaut Áillohas bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs 1990. Þegar ég hafði lokið lestri hennar hvarflaði mér í hug kvæði Jóhannesar úr Kötlum Þegn- ar þagnarinnar, einkanlega þetta erindi: Þá sjónir mér lokast að liðinni öld, ég legg frá mér bókina góðu. Nú geng ég með ljós yfir landið í kvöld og leita að gröfunum hljóðu, er aðeins í hillingum hjartnanna sjást og hníga að takmarki einu: að geyma í mold sinni alla þá ást, sem aldrei var getið að neinu. Niðurlagsorð þessa mikla lofsöngs Nils-Aslaks til lífsins eru: og þegar öllu er lokið heyrist ekkert lengur ekkert og það heyrist Undarlega mögnuð lokalína, ekki síst nú: og það heyrist [sem ekki heyrist]. Áillohas kom nokkrum sinnum til Íslands sem fulltrúi samískrar menningar og aflaði sér mikilla vinsælda og virðingar. Síðast kom hann hér við í boði Norræna hússins í lok febr- úar 1991 á leið til Kaupmannahafnar að veita viðtöku bókmenntaverðlaunum Norðurlanda- ráðs. Þá var efnt til veglegrar dagskrár í hús- inu um samískar bókmenntir með höfuð- áherslu á skáldskap Nils-Aslaks. Komust færri að en vildu hlýða á upplestur skáldsins og jojk. Lestur hans á ljóðum sínum er ógleymanlegur. Hann hvíslaði þau fremur en las. Ég sat á fremsta bekk og heyrði þó ekki orðaskil sem mátti raunar einu gilda því sam- ísku skil ég ekki hvort eð er. Þeir sem fjær sátu heyrðu ekki annað en lágan óm. En slíkir voru töfrar listamannsins og seiðmagn máls- ins að salurinn var gjörsamlega heillaður. Þegar hann veitti bómenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn dró hann fram úr úlpub- armi sínum samíska fánann, breiddi úr honum og lét hann hanga framan á ræðupúltinu með- an hann flutti þakkarávarp sitt. Þannig vildi hann minna á og mótmæla að í Norðurlanda- ráði væri enginn fulltrúi þeirra þjóðar sem lengst allra hefur byggt Norðurlönd. Nils-Aslak Valkeapää Höfundur er skáld. HÖFUNDUR Heiðu lést fyrir hundr-að árum. Í tilefni af því hafa veriðhaldnir fyrirlestrar, sýningar ográðstefna um Johönnu Spyri í Sviss. Hún var komin yfir fimmtugt þegar Heiða sló í gegn, var gift æðsta embættis- manni Zürich og bjó í ráðhúsi borgarinnar. Hún var aldrei tekin hátíðlega sem rithöf- undur í hópi menningarvita og hafði sig lítið í frammi. Áður en hún lést, 7. júlí 1901, brenndi hún öll bréf og uppköst og bað vini sína að gera hið sama við bréf sem hún hafði sent þeim. Það er því tiltölulega fátt vitað um höfund Heiðu, þekktasta Svisslendings heims. Johanna Spyri var fædd 12. júní 1827 í þorpinu Hirzel, um 20 km sunnan við Zürich. Það er safn um hana í húsinu þar sem hún bjó. Þorpið er fallegt og Alparnir blasa við á heiðskírum sólskinsdögum. Faðir hennar var læknir og móðir hennar heittrúað skáld. Þau voru sex systkinin og ólust upp í stór- fjölskyldu með afa og ömmu, ömmusystrum, frænkum og frændum. Læknastofan var heima fyrir. Þar voru alls kyns kvillar lækn- aðir og skorið upp ef nauðsyn krafði. Trú- systkini móður hennar sóttu einnig á heim- ilið. Það var því léttir fyrir Johönnu Spyri að komast burtu, fyrst í gagnfræðaskóla í Zü- rich og síðan í frönskunám í franska hlutann í Sviss. Sagan segir að hún hafi verið óhamingju- samlega gift. Nýjar heimildir benda þó til að hjónabandið hafi verið í lagi samkvæmt grein í Neue Zürcher Zeitung í tilefni af 100 ára andláti rithöfundarins. Eiginmaður hennar, Johann Bernhard Spyri, var lögfræðingur og blaðamaður á Eidgenössischen Zeitung áður en hann varð borgarritari. Hann var mjög önnum kafinn. Hann var meðal annars mikill tónlistarunnandi og velvildarmaður Richards Wagners þegar hann var í útlegð í Zürich frá 1849 til 1858. Það voru skiptar skoðanir um tónskáldið í Zürich. Borgarbúar skiptust í tvær fylkingar með og á móti honum. Spyri lofaði hann upp í hásterkt á síðum Eidge- nössischen Zeitung fram á mitt sumar 1956. Þá þagnaði lofsöngurinn skyndilega. Wagner hafði leyft sér að heimsækja Johönnu þegar hún var ein heima skömmu fyrir 29. afmæl- isdaginn hennar og talað við hana um hans innstu hjartans mál, ástina. Hann var ekki velkominn á heimilið eftir það. Þau hjónin áttu einn son. Johanna lagðist í þunglyndi eftir að hann fæddist og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en á fertugs- aldri. Hún var ávallt mjög trúuð, kvaldist af samviskubiti og sá lausnina í dauðanum. Vin- ur hennar í Bremen, séra C. R. Vietor, hvatti hana til að skrifa og gaf út hennar fyrsta verk árið 1871. Í stuttri ævisögu um Johönnu Spyri sem kom út árið 1986 segir að Blað á gröf Vrony sé væmin, ótrúverðug, kvenniðrandi og hræsninsfull saga. Hún fjallar um unga stúlku sem verður ástfangin af dökkeygðum útlendingi. Hann lofar henni öllu fögru en læsir hana inni í litlum fjalla- kofa með nýfætt barn og ber hana eins og harðfisk þegar hann fær sér neðan í því. Hún er komin á fremsta hlunn með að farga sér þegar prestur úr þorpinu þar sem hún ólst upp kemur í heimsókn. Hann veitir henni sálarró með því að sannfæra hana um ágæti hjónabandsins, hvetur hana til að vera manni sínum trú og trygg og bara spenna greipar og fara með orðin „leið oss ei í freisni“ þegar hann leggur til höggs. Vrony heldur kyrru fyrir en deyr skömmu seinna, sátt við sig og sína, á sjúkrahúsi. Johanna Spyri byrjaði að skrifa barnabæk- ur árið 1876. Það átti betur við hana. Fyrra bindi Heiðu kom út skömmu fyrir jólin 1879 og náði strax miklum vinsældum. Seinna bindið fylgdi í kjölfarið tveimur árum síðar. Litli munaðarleysinginn, sem Dídí frænka skildi eftir hjá afa í Ölpunum, höfðaði til barna og fullorðinna úti um allan heim. Geitapétur, Klara og ungfrú Rottenmeier eru ógleymanleg. Allir sem hafa einu sinni fengið heimþrá vita hvernig Heiðu leið „í stóra hús- inu hans herra Sesemanns í Frankfurt“. Og enginn þarf að efast um að hreint fjallaloft og geitamjólk veitti Klöru kraft í fæturna. Heiða hefur verið þýdd á um 50 tungumál, seld í um 50 milljón eintökum og um 20 kvik- myndir verið gerðar eftir sögunni. E.P. Briem gaf bókina út í heild sinni árið 1934 og 1935 í íslenskri þýðingu Laufeyjar Vil- hjálmsdóttur. Sagan var birt sem myndasaga í Morgunblaðinu og gefin út í bókarformi ár- ið 1958. Vitað er að ólæs börn á þessum tíma kunnu myndasöguna utanbókar og leiðréttu fólk sem las hana upphátt og slepptu úr línu eða setningu. Sagan hefur verið gefin út á Íslandi nokkrum sinnum síðan, síðast árið 1990 í þýðingu Guðna Kolbeinssonar hjá Vöku-Helgafelli. Heiða naut vinsælda heima fyrir sem ann- ars staðar fyrst um sinn en smátt og smátt fór hún að fara í taugarnar á Svisslend- ingum. Söguhetjan þótti einum of yndisleg. Það bætti ekki úr skák að Þjóðverjar voru mjög hrifnir af henni. Hinn heilagi heimur og heilbrigði fjallanna áttu upp á pallborðið hjá nasistum og Heiða fékk neikvætt orð á sig fyrir vikið. Stór hluti Svisslendinga kann alls ekki að meta Heiðu. Japanir eru hins vegar miklir aðdáendur stúlkunnar. Ein ástæðan er talin vera sú að hámark frelsisins fyrir börn sem þekkja ekki annað en stranga skólagöngu, skólabúninga og stórborgaramstur er að rífa af sér fötin og hlaupa berfætt í fersku grasi, gæta geita í fjöllunum og sofa í heyi. Japanir flykkjast til Sviss. Þeir vilja flestir fara til Luzern og á Jungfraujoch. Þeir þurfa ekki endilega að fara til Maienfeld og Bad Ragaz þar sem sagan um Heiðu gerist. Allt Sviss er Heiðu- land í þeirra augum. Það eru ekki nema rúm 10 ár síðan íbúar Bad Ragaz fóru að nota Heiðu í alvöru til að draga til sín ferðamenn. Heiðu-aðdáendur vissu náttúrlega hvar sagan gerðist og gerðu sér ferð til þorpanna, sérstaklega þó Maien- feld, án auglýsingabrellna markaðsmanna. En nú er svæðið allt kallað Heidiland, Möv- enpick matstaður við hraðbrautina heitir líka Heidiland og það er hægt að skoða Heidihús, panta Heidimatseðil og fara í Heidi- gönguferð. Í Maienfeld og Bad Ragaz. Samkvæmt bókinni bjó afi fyrir ofan Maienfeld, austan megin við Rín. Amma Klöru og herra Sesemann gistu í Bad Ragaz, hinum megin við ána, þegar þau komu í heimsókn. Ferðamálastjóri Bad Ragaz áttaði sig á aðdráttarafli Heiðu og fór að nota nafn- ið hnitmiðað í markaðssetningu árið 1988. Hann átti auk þess þátt í því að farið var að setja vatn á flöskur og selja það undir nafn- inu Heidiland (aðallega til Japan) og fegr- unarlyf eru seld undir sama nafni. Íbúar Maienfeld voru ekki hrifnir af uppátækinu og neituðu að taka þátt í því. Þeir opnuðu sitt eigið Heiðuhús og nú sitja skeggjaðir karlar í fjallakofum sitt hvorum megin við Rín og leika Fjallafrænda fyrir ferðamenn. Þeir sem sóttu fyrirlestra um Johönnu Spyri og Heiðu í lýðháskólanum í Zürich voru upp til hópa á móti því að nota sögu- persónuna í söluskyni. Þeir töluðu um hana eins og gamlan vin og stundum mátti halda að þeir hefðu þekkt hana í raun og veru. Þeir þrættu um smáatriði í bókinni en voru allir sammála um að Johanna Spyri hefði ekki kært sig um að Heiða yrði notuð í markaðssetningu. En tímarnir hafa breyst. Heiða er með blátt hár í Berlín í nýjustu bíómyndinni um hana, sendir Geitapétri, sem ferðast um fjöll- in á fjallahjóli, tölvupóst og kvartar undan Klöru, sem er gjörspillt dóttir Dídíar frænku. Dídí er upptekin fatahönnuður en mamma Heiðu ... Það er hægt að kalla allt Heiðu en það er ekki allt sama Heiðan og Johanna Spyri varð þekkt fyrir. Johanna Spyri óx kraftur við vinsældir Heiðu og skrifaði fjölda bóka og sagna til viðbótar við hana. Engin þeirra er sér- staklega þekkt. Hún missti son sinn vorið 1884 og maður hennar lést úr hryggð um áramót. Hún skrifaði hægar eftir það en reyndi að gefa út bók fyrir hver jól. Bestu vinkonur hennar voru í kvenréttindahreyf- ingunni, Heiða var frelsið og ákveðnin upp- málað en Johanna Spyri sjálf var íhaldssöm til dauðadags. SPYRI Í HEIÐULANDI E F T I R Ö N N U B J A R N A D Ó T T U R Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.