Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. FEBRÚAR 2002
ÚT er komin í Þýskalandi ný
skáldsaga eftir nóbelsverðlauna-
hafann Günter Grass sem vakið
hefur mikið umtal þar í landi. Um
er að ræða 224
síðna verk er
nefnist Im Krebs-
gang: Eine Nov-
elle (Hnignun:
Skáldsaga). Þar
tekst Grass sem
fyrr á við óupp-
gerð efni í þýskri
sögu, og verður
tilraun fjölda
Þjóðverja til
flótta úr austurhluta landsins við
lok síðari heimsstyrjaldar við-
fangsefnið í þetta sinn.
Hverfist sagan um afmarkaðan
sögulegan atburð, þ.e. þegar sov-
éskt tundurdufl sökkti skipinu
„Wilhem Gustloff“ sem innihélt
6.100 Þjóðverja er freistuðu þess
að flýja austurhluta Þýskalands,
áður en járntjaldið yrði reist.
Fimm þúsund manns týndu lífi er
skipið sökk hinn 30. janúar árið
1945. Í bókinni leitast Grass við
að varpa ljósi á flóttatilraunirnar
sem, að því er gagnrýnendur bók-
arinnar segja, strangur þagnar-
múr hefur ríkt um í þýskri þjóð-
arsál. Færir Grass átökin við
þessi fortíðarsár inn í samtímann,
með því að gera Paul nokkurn
Pokriefke að sögumanni bók-
arinnar. Sá fæddist eftir að móðir
hans Tulla Pokriefke, sem kom
m.a. við sögu í skáldsögu Grass
Katz und Maus, bjargaðist naum-
lega af „Wilhem Gustloff“. Á full-
orðinsárum fer sonurinn að graf-
ast fyrir um bakgrunn þessa
afdrifaríka atburðar.
Gagnrýnandi Der Spiegel fer
lofsamlegum orðum um skáldsög-
una Im Krebsgang og telur hina
samtímalegu sýn sem brugðið er
á fortíðina einkar vel til fundna.
Ævisaga Teds Hughes
NÝLEGA kom út ævisaga ljóð-
skáldsins Teds Hughes, sú fyrsta
sem rituð er um skáldið eftir
dauða hans árið
1998. Titill ævi-
sögunnar er Ted
Hughes: The Life
of a Poet (Ted
Hughes: Líf ljóð-
skálds) og höf-
undur hennar er
Elaine Feinstein
sem áður hefur
skrifað ævi-
söguleg ritverk
um höfunda á borð við D.H.
Lawrence, Marinu Tsvetayevu og
Aleksandr Pushkin.
Í ævisögunni er fjallað um líf
skálds sem af mörgum er álitið
eitt af mestu ljóðskáldum breskra
20. aldar bókmennta. Einkalíf
Hughes var þó stormasamt og
áföllum stráð en Hughes var gift-
ur skáldkonunni Sylviu Plath sem
átti við geðröskun að stríða og
framdi sjálfsmorð árið 1963. Að
eiginkonu sinni látinni gaf Hug-
hes út síðustu ljóð Plath undir yf-
irskriftinni Ariel. Upphófu ljóðin
mjög minningu Plath, sem varð
nokkurs konar goðsögn á tímum
femínískrar og frjálslyndrar
vakningar sjöunda og áttunda
áratugarins. Eitt af athugunar-
efnum Feinsteins í ævisögunni er
sá skuggi örlaga eiginkonu sinn-
ar sem Hughes mátti lifa við, en
margir hafa viljað tengja
framhjáhald Hughes og óreglulíf-
erni sjálfsmorði Plath.
Ted Hughes skrifaði á ferli sín-
um bæði ljóð og barnabækur, auk
þess að vera einkar fær greina-
höfundur. Hughes var útnefndur
Lárviðarskáld Breta árið 1984.
ERLENDAR
BÆKUR
Grass sendir
frá sér
skáldsögu
Günter
Grass
Ted
Hughes
F
JÖLMIÐLAR eru spegill sam-
félagsins.“ Leynist einhver sann-
leikur í þessari lúnu klisju? Víst
er að fjölmiðlar eiga stóran þátt í
þeirri glansmynd sem sköpuð hef-
ur verið af íslensku þjóðinni í ár-
daga og við tökum henni sem heil-
ögum sannleik. Við rekum jafnvel
þessa mynd frekjulega upp að nefinu á öðrum
þjóðum. Við Íslendingar erum glaðir, gáfaðir
og ríkir. Bílarnir okkar eru nýir, híbýlin glæsi-
leg, fötin smekkleg og líkaminn hraustur. Við
erum sterkastir, fallegastir, hamingjusamastir,
mesta bókmenntaþjóðin og bestir í íþróttum.
Landið okkar er fagurt og frítt – og hreint.
Endurspeglast veruleikinn í fjölmiðlunum eða
búa þeir hann til? Þessi spurning hefur verið
áleitin á síðustu áratugum og svarið er ekki
einhlítt.
Í hverju felst rómuð hamingja Íslendinga?
Að kaupa nauðsynjavörur hæsta verði með
bros á vör? Að njóta lágra innvaxta en greiða
himinháa skuldavexti með glöðu geði? Vinna
baki brotnu og fá jólabónus? Bíða þolinmóðir
eftir dagvist fyrir börn og gamalmenni meðan
unga fólkið sér um að halda þjóðfélaginu gang-
andi? Vita að á ævikvöldinu fáum við, ef guð
lofar, inni á elliheimili og getum æft okkur í
ensku eða lært taílensku? Við lifum á tímum
sýndarmennsku, öfga og tvöfalds siðgæðis. Ef
marka má sjónvarpsþætti eins og Innlit-útlit
og Sjálfstætt fólk (poppuð útgáfa af Maður er
nefndur) lifir goðsögnin um hamingjusömu ey-
þjóðina. En öfgarnar eru gríðarlegar; hvaða
mótsagnakenndu samfélagssýn veitir viðtal við
Lilju Pálma og heimildamynd um Lalla Johns?
Eða opnuviðtal DV við þjálfara íslenska hand-
boltalandsliðsins sem skyndilega er orðinn
þjóðhetja? Á sama tíma og öll þjóðin, frá rón-
um til ríkisbubba, mænir á landsleikina í
beinni útsendingu er HSÍ enn að greiða niður
skuldirnar frá þátttöku í síðustu heimsmeist-
arakeppni. Íslendingar eru þar á ofan reyk-
lausir í orði kveðnu. Verðir laga og siðgæðis
hafa bannað reykingar á almannafæri og op-
inberum stöðum. Hvar eiga þá vondir að vera?
Hinsta glóðin deyr í sígarettustubbunum sem
fólk fleygir út úr dýru og fínu bílunum sínum á
regnvota götuna, þar safnast þeir í skítuga
hauga og berast svo burt með vindum.
Kannski felst hamingjan í því að sjá ekkert
illt, heyra ekkert illt. Ef útsendarar hins vonda
koma hingað til lands í leðurjökkum með nauð-
rakaðan haus, vísum við þeim óðara til föð-
urhúsanna. Við skulum vona að hinir mót-
orhjólatöffararnir elti þá þangað. Allir eru
áfram hressir og segja allt gott. Harmleikurinn
í New York er þegar orðinn fjarlæg saga en
ekki samtími og hver man lengur út af hverju
Ísraelar og Palestínumenn eru að berjast? Og
„hver vill heyra um vandamálin sem ekki er
hægt að leysa, sorg sem engan endi tekur?“
eins og segir í Vitleysingunum eftir Ólaf Hauk
Símonarson. Það er bæði þægilegt og fyr-
irhafnarlítið að fá heimsmyndina skraddara-
saumaða í fyrirsagnastíl fjölmiðla. Æsifréttir,
velgengniviðtöl, frægðarsólir og sorgarsögur
dynja á okkur úr öllum áttum. En spegilmynd
fjölmiðlanna er auðvitað tvívíð eins og aðrar
spegilmyndir og getur því aldrei verið annað
en sýndarveruleiki. Þriðja víddin heldur áfram
að vera mótsagnakennd og ókunn ef andlegur
doði og hugarleti meina okkur að leita veru-
leikans sjálf. Á meðan getum við tekið undir
með meistara Altúngu í Birtíngi eftir Voltaire
(þýðing Laxness): „þeir sem segja að alt sé í
lagi eru hálfvitar; maður á að segja að alt sé í
allrabesta lagi“.
FJÖLMIÐLAR
ALLT ER Í ALLRA BESTA LAGI
S T E I N U N N I N G A
Ó T T A R S D Ó T T I R
„Ef marka má sjónvarpsþætti
eins og Innlit-útlit og Sjálfstætt
fólk (poppuð útgáfa af Maður er
nefndur) lifir goðsögnin um
hamingjusömu eyþjóðina.“
SVEI mér þá ef ég er ekki bara kom-
in á skrið í aðhaldinu. Búin að
strauja skyrturnar sem héngu á
„orbitrekkinu“ og þá lá beinast við
að skella sér upp á blessaðan ræf-
ilinn. Ég þurfti reyndar að byrja á
því að þurrka af græjunni og smyrja,
því óhljóðin sem hún gaf frá sér þeg-
ar ég skellti mér upp á hana fyr-
irvaralaust voru með hreinum ólík-
indum … sjaldan heyrt annað eins
kvalræðisöskur … en ég lét það ekki
slá mig út af laginu heldur fór í það
að græja greyið og skellti mér svo af
stað. Svo orbaði ég stanslaust í fjór-
ar mínútur og þar með var fyrsta lota
búin … síminn hringdi og að sjálf-
sögðu varð ég að svara … ég gat nú
voða lítið sagt vegna mæði … laug
því eins og ég er löng til að ég hefði
verið að orba og væri búin að vera í
tuttugu mínútur … hehehehe … þar
með var undirmeðvitundin komin
með sammara svo ég skellti mér aft-
ur upp á orbið og orbaði í heilar tólf
mínútur samfleytt og þá var frúin bú-
in á því í það skiptið og lak niður í
sófann … þvílíkt og annað eins …
það mætti halda að ég hefði aldrei
hreyft mig áður. Og þarna lá ég á
bakinu í einar fimm mínútur og
glápti á „Bóld end ðe bjútífúl“ …
ótrúlegt … hef ekki séð þátt í svona
þrjá mánuði og ekkert breytist á
þeim bænum. Teylor á enn í mestu
vandræðum með Rits. Brúkk og Erikk
alltaf í vinnunni að bjarga tískuheim-
inum og Sallý Spektra er ennþá jafn
óheppin með hár og förðun … hver
sér eiginlega um herdúið á þeirri
konu … fyrir utan það að frammi-
staða leikkonunnar sem leikur hana
er algjörlega afleit … en það er allt-
af gaman að hlæja að þessu öllu
saman, þvílík þvæla og endemis vit-
leysa … ðets wæ wý lovvit!
Nema hvað, þegar ég var búin að
liggja þarna í fimm mínútur þá dreif
ég mig á lappir og gerði níutíu
magaæfingar og æfði upphand-
leggs- og brjóstvöðva með fínu lóð-
unum sem ég keypti mér í fyrra. Ég
þurfti nú reyndar líka að þurrka af
þeim … já já … ekki orð um það
meir! En ég er semsagt komin af stað
og búin að orba tvisvar síðan þá …
komin með strengi og allt … hehehe-
hehe … ég ætla að verða mjoóhóó
liggaliggalálálá!
Bjútíbolla
Femin
www.femin.is
ORBAÐ
TIL SIGURS
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Brunnu beggja kinna / björt ljós á mig drósar.“
I Heyrst hafa raddir um að þessi eilífa leit að höf-undi Njálu sé orðin svolítið vonleysisleg og rugl-
ingsleg, ekki síst nú þegar farið er að tala um að
það séu fleiri en einn höfundur að Njálu og þessa
menn sé að finna á öllum öldum frá tilurð sög-
unnar og í flestum vestrænum ríkjum ef ekki víðar.
Hvernig má þetta vera, spurði kerlingin og fussaði
ásamt karli sínum sem sagðist ekki taka mark á
svona tali, höfundur Njálu hafi annaðhvort verið
Sturlungaættar eða alls ekki til.
II Hvort tveggja kann að vera rétt hjá karli. Þaðhafa verið færð rök fyrir því að höfundur Njálu
hafi sannarlega verið Sturlungaættar en jafnframt
liggur það fyrir að Njála er höfundarlaus eins og
allar aðrar Íslendinga sögur – það setti sem sé eng-
inn nafn sitt á handritið og sú er jú ástæðan fyrir
leitinni. Þessi „ek“ sem segir sögu sinni lokið í síð-
ustu málsgrein hennar hefur aldrei haft neitt nafn,
hann/hún hefur bara verið þetta dularfulla, óper-
sónulega persónufornafn miðalda.
III En hvers vegna setti ritari sögunnar ekkinafn sitt við hana og hvers vegna að reyna að
komast að því hver hann var fyrst hann vildi ekki
láta sín getið í upphafi? Hugmyndin um höfund-
inn sem upphaf og miðju skáldskaparins er aðeins
um tvö hundruð ára gömul. Ritarar Íslendinga
sagna litu ekki svo á að þeir væru upphafsmenn
sagnanna. Þeir litu ekki svo á að þeir væru að
semja sögurnar í sama skilningi og við tölum nú
um að höfundar semji til dæmis skáldsögur. Þeir
töldu sig vera að „setja saman“ sögur eins og sagt
er í Sturlungu að Snorri hafi gert. Þeir voru með
öðrum orðum að setja saman sögur úr eldri sög-
um, varðveittum í munnmælum eða á bókum. Það
var ekki fyrr en á átjándu og nítjándu öld sem far-
ið var að tala um að textar væru afsprengi ímynd-
unarafls skálda og varð þá til hugmyndin um höf-
undinn eins og við þekkjum hana í dag, höfundinn
sem miðju og upphaf verks. Og þetta hugtak hefur
drottnað yfir bókmenntunum og umfjöllun um þær
síðan eins og sést hvað best á rannsóknum á ís-
lenskum fornsögum sem að stórum hluta hafa snú-
ist um að finna höfundana að sögunum og þar
með einhvers konar lykil að merkingu þeirra, bak-
grunni og áhrifum.
IV En hvað er þá átt við með því að margir höf-undar séu að Njálu og þeir hafi verið uppi á
nánast öllum tímum og dreifðir um allar koppa-
grundir? Hér er í raun um ákveðinn viðsnúning á
höfundarhugtakinu að ræða sem á rætur í svoköll-
uðum viðtökufræðum. Þar er gert ráð fyrir að
merking verks verði ekki til fyrr en við lestur, að
lesandinn taki með öðrum orðum þátt í merking-
arsköpun verks ásamt höfundinum. Þannig eru les-
endur og túlkendur Njálu í vissum skilningi höf-
undar hennar, eða réttara sagt skilnings okkar á
henni. Þeir sem kallaðir hafa verið höfundar Njálu
eru þannig þeir sem hafa með einhverjum hætti
endurtúlkað söguna í fræðiritum, þýðingum, leik-
gerðum o.s.frv. Sé þessi skilningur hafður að leið-
arljósi er það réttnefni að kalla Njálu „söguna
endalausu“ eins og Pétur Gunnarsson gerir í Les-
bók í dag.
NEÐANMÁLS