Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Side 14
S ÝNINGIN Byggt yfir hugsjónir er samsett úr skipulagsupp- dráttum, ljósmyndum – göml- um og nýjum – blaðagreinum frá þeim tíma er Breiðholts- hverfin voru að rísa, líkönum er gerð voru af hverfunum og ýmsum öðrum fróðleik er teng- ist þessu merkilega efni úr samtímasögu okkar Íslendinga. Ágústa hóf undirbúning að sýningunni fyrir tveimur árum en áhugi hennar á sögu skipu- lagsmála í borginni nær lengra aftur því hún skrifaði BA-ritgerð sína í sagnfræði um fjöl- býlishús í Reykjavík. Hún ólst sjálf upp í Ár- bænum og segist alltaf hafa hlýjar taugar til þess hverfis. „Árbær og Neðra-Breiðholt voru fyrstu raunverulegu úthverfi Reykjavíkur- borgar sem skipulögð voru eftir hugmynda- fræði aðalskipulagsins. Hverfi af þessari gerð eru stundum kölluð svefnhverfi því íbúarnir sækja atvinnu annað. Hverfin eru tengd við borgarkjarnann með hraðbrautum og á milli þeirra liggja græn, opin svæði,“ segir Ágústa. Þrjú sjálfstæð hverfi „Þó að stundum sé talað um Breiðholtið sem eina heild verður að líta til þess þegar rætt er um skipulag hverfisins að hér er í raun um þrjú sjálfstæð hverfi að ræða. Breiðholt I – Neðra- Breiðholt, Breiðholt II – Seljahverfið – og Breiðholt III – Efra-Breiðholt, “ segir Ágústa. „Breiðholtshverfin þrjú eru fyrir margra hluta sakir merkileg hverfi. Þau voru árið 1999 fjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar með 22.030 íbúa sem bjuggu þar í 7.611 íbúðum. Þar af eru 1.957 einbýlishús og eru þau hvergi fleiri í einu hverfi, næstflest í Grafarvogi 1.747. Íbúðir í fjölbýli eru líka flestar í Breiðholti, 5.317, á meðan þær eru 3.084 í Vesturbæ þar sem þær eru næstflestar. 18% af íbúðarhús- næði í borginni var í Breiðholti árið 1999. Breiðholtið er í hugum margra nátengt miklum framkvæmdum á vegum hins opinbera til lausnar á húsnæðisvanda láglaunafólks í Reykjavík á 7. og 8. áratugnum. 1965 var sett á fót svokölluð framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar sem hafði það hlutverk að byggja húsnæði sem selja átti láglaunafólki á góðu verði með hagstæðum lánum. Þessar íbúðir eru allar staðsettar í Breiðholti. Í Breiðholti eru 1.786 íbúðir sem reistar voru með opinber- um stuðningi eða 23,4% af heildarfjölda íbúða í hverfinu en þar sem um var að ræða stærsta átak ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar í hús- næðismálum fram að því fengu þær mun meiri athygli en það húsnæði sem reist var á almenn- um markaði. Þó að flestir væru sammála því að húsnæðisvandi láglaunafólks væri verkefni sem hið opinbera ætti að leysa þá spunnust samt miklar deilur á síðum dagblaða og jafnvel inni á Alþingi um hús þar.“ Breiðholt I, Neðra-Breiðholt „Breiðholt I er skipulagt þannig að þær þrjár mismunandi húsgerðir sem í hverfinu eru eru aðgreindar með safnbrautum. Raðhús á móti vestri, einbýlishús á móti norðri og fjöl- býlishús uppi á hásléttunni. Var þetta skipu- lagt með það í huga að sem allra flestir gætu notið útsýnis úr íbúðum sínum. Miðað var við að frá efri hæð raðhúsanna væri ávallt útsýni yfir næsta hús fyrir neðan og út yfir Foss- vogsdal og Kópavog. Raðhúsabyggðin er all- þétt og húsin keimlík enda skipulagsskilmálar strangir. Einbýlishúsin standa við botnlanga- götur á nokkuð stórum lóðum. Einbýlishúsa- hverfið er ekki tengt með umferðargötum við byggðina uppi á holtinu, sem gerir það nokkuð einangrað og enginn gegnumakstur er um hverfið. Skipulag fjölbýlishúsahverfisins í Breiðholti I var algjört nýmæli á Íslandi, þar sem hver blokk myndar U utan um garð sem snýr að opnu svæði sem allar blokkirnar 22 deila. Þar er að finna leiksvæði, skóla, dagheimili og verslun, bílaumferð á aðeins aðgang úr vestri og þá að bílastæðum við þjónustustofnanir. Að- koma að bílastæðum fyrir íbúa blokkanna er um stuttar götur á jaðri fjölbýlishúsabyggð- arinnar. Þetta var nýbreytni sem átti að auka öryggi gangandi vegfarenda.“ Breiðholt III, Efra-Breiðholt „Þetta hverfi var utan þess svæðis sem áætl- að var að byggja á samkvæmt tillögum í að- alskipulagi og höfðu áætlanir miðað að því að í fjarlægri framtíð risi þar um 5.000 manna byggð. Framkvæmdanefnd byggingaráætlun- ar sóttist eftir byggingarlandi undir næstu áfanga og fór fram á að fá að skipuleggja svæð- ið sjálf, ákveðið var að afhenda henni svæðið uppi á Breiðholtshvarfinu, umhverfis Sauð- hólsmýrina. Starfsmenn nefndarinnar, arki- tektarnir Geirharður Þorsteinsson og Hró- bjartur Hróbjartsson, voru fengnir til verksins og lagði nefndin áherslu á að hægt væri að koma við stórvirkum vinnuvélum og fjölda- framleiðslu við byggingu húsanna. Þeir Geirharður og Hróbjartur lögðu til mun þéttari byggð en gert var ráð fyrir í aðalskipu- lagi, með allt að 12.000 íbúum. Til að ná þessum þéttleika var lagt til að stór hluti íbúða í hverf- inu væri í fjölbýli, niðurstaðan varð að 82% íbúða eru í fjölbýlishúsum. Þéttleikinn átti að auka á átthagatilfinningu sem var eitt af því sem skipulagshöfundarnir lögðu áherslu á að ná fram. Reynslan í Breiðholti I hafði kennt fram- kvæmdanefndinni að dýrt var að byggja U laga hús og frábað hún því strax í upphafi allar slíkar æfingar. Það hafði einnig komið í ljós að einn dýrasti þátturinn í hverju húsi voru gafl- arnir og því var lögð áhersla á að hafa sem fæsta gafla í hverfinu. Varð það niðurstaða arkitekta og skipulagshöfunda að hanna lang- ar blokkir sem væru algjörlega án uppbrota. Módernistar höfðu lengi hrifist fyrir hinni löngu óbrotnu línu og nú fékkst tækifæri til að byggja hús sem náði samfellt í 300 metra frá austri til vesturs og stendur við hvorki meira né minna en þrjár götur og telur 20 stiga- ganga. Hlaut blokkin langa gælunafnið „Langavitleysa“. Að sögn Geirharðs var einn kosturinn við að hafa húsið svona langt og án undirgangna að það stýri umferð gangandi vegfarenda út úr hverfinu, sérstaklega vonuðu skipuleggjendurnir að húsið beindi umferð gangandi skólabarna að ákveðinni gangbraut. Löng hús má finna víðar en í Breiðholti og hafa þau sjaldan þótt koma vel út. Þau þykja skera hverfi í sundur og virka líkt og gjár í landslagi, verða hindrun gangandi vegfarendum og loka á útsýni.“ Breiðholt II, Seljahverfi „Þegar ákveðið var að hefja byggingu Breið- holts II, Seljahverfis, höfðu forsendur fyrir byggð á svæðinu breyst, því áður var gert ráð fyrir að þar risu eingöngu einbýlis- og raðhús en vegna krafna frá litlum byggingarverktök- um var ákveðið að reisa þar hverfi lágra og lít- illa fjölbýlishúsa sem minni fyritæki réðu við að reisa, ólíkt stórbyggingunum í Efra-Breið- holti. Var fjölbýlishúsabyggðinni valinn staður efst á Fálkhól sem áður hafði verið talinn óbyggilegur sökum hæðar yfir sjávarmáli. Aðalskipuleggjendur Seljahverfisins voru arkitektarnir Guðrún Jónsdóttir og Knútur Jeppesen. Þau skipulögðu blandað hverfi fjöl- býlis- og raðhúsa sem féll vel að landslaginu og húsin vörpuðu sem minnstum skugga. Þau skipuðu húsunum í þyrpingar sem hver um sig myndaði skjólgott útirými þar sem kröfum um aðgang að garði fyrir hverja og eina íbúð var mætt að einhverju leyti. Sérkenni húsanna samkvæmt skipulaginu átti að vera bratt, ein- halla þak. Þetta sögðu þau geta boðið marg- víslega möguleika á nýtingu. Þar sem áherslan var á að hafa íbúðir af mimunandi stærðum í hverjum stigagangi héldu þau að byggingar- verktakar kæmu til með að sjá þetta sem tæki- færi. En svo var ekki, eftir að skipulagið hafði hlotið formlegt samþykki og hefjast átti handa við lóðaúthlutun kom í ljós að byggingarverk- takar settu sig upp á móti skilmálunum og töldu sig ekki geta byggt hús samkvæmt þeim. Borgaryfirvöld ákváðu að taka tillit til þessa og gáfu verktökunum leyfi til að hafa húsin öðru- vísi en ráð var fyrir gert. Þau hafa þó öll ein- halla þök en yfirleitt ekki eins brött og ætlunin var. Hæð húsanna varð einnig meiri en ráð var fyrir gert í skipulaginu og sú hugsun að húsin mynduðu líkt og hettu á Fálkhólnum fór út um þúfur. Eitt sinn þegar Guðrún var beðin að skýra skipulagið á Fálkhólnum líkti hún því við rós og hefur það fest við hverfið, sumir héldu jafn- vel að eina hugmyndin á bak við röðun húsanna hefði verið að það liti út eins og rós úr lofti. Í upphafi skipulagsins var ákveðið að mið- hverfi þess skyldi vera í dalverpinu sem skiptir því í tvo hluta og litu höfundarnir til Þingholt- anna hvað varðaði fyrirmyndir um þéttleika og umferðarkerfi. Nokkrar athyglisverðar tilraunir voru gerð- ar af hálfu skipulagshöfunda til að fá tilvonandi íbúa til að taka þátt í mótun skipulagsins. Við Kögursel, Kambasel, Hálsasel og Heiðarsel er að finna svo kallaða tilraunareiti. Þar er ein- býlishúsum komið fyrir í þéttum þyrpingum, með sameiginlegu leiksvæði á milli húsa auk þess sem hvert hús á sína einkalóð. Íbúarnir fengu að vera með í ráðum, ekki verður annað sagt en vel hafi tekist til og þó að húsin standi þétt eru þetta vinalegar götur sem leiða hug- ann til gömlu hverfanna í miðborginni. Mörgum sem fara um Seljahverfi finnst sem það hljóti að vera skipulagt af mörgum mis- munandi höfundum sem hafi ólíka sýn á um- hverfið en staðreyndin er sú að allt hverfið er skipulagt af sömu arkitektum sem reyndu að ná fram fjölbreytni og skapa aðstæður fyrir margar gerðir af íbúðarhúsnæði. Í hverfinu má finna allt frá pínulitlum fjölbýlishúsaíbúðum upp í einhver stærstu einbýlishús í Reykjavík. Hugsunin á bak við þessa fjölbreytni var að all- ir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi svo fjölskyldur þyrftu ekki að flytja úr hverfinu þótt þær stækkuðu. Nú er þar jafnvel að finna íbúðir ætlaðar eldriborgurum og elli- og hjúkr- unarheimilið Seljahlíð.“ Í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu verður opnuð í dag sýningin „Byggt yfir hugsjónir, Breiðholt frá hug- mynd að veruleika“. Sýningarstjóri er Ágústa Kristjánsdóttir og reifar hún hér byggingarsögu hverfisins og skipulagshugmyndir. Efri mynd: „Langavitleysa“ í byggingu. Neðri mynd: Fjölbýlishús í Fellahverfi. SKIPULAGSSAGA BREIÐHOLTS- HVERFANNA 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. FEBRÚAR 2002 l i s t a s a f n k ó p a v o g s gerðarsafn, hamraborg 4 , kópavogi 9 . febrúar–3. mars 2002 opnunartímar: þriðjudagur–sunnudagur kl . 11–17 leiðsögn: guðbjörg kristjánsdóttir , forstöðumaður fimmtudagur, laugardagur og sunnudagur kl . 15 aðgangur ókeypis www.carnegieartaward.com

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.