Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002 9 (1993) og um síðarnefnda flokkinn Íslandssögu til okkar daga eftir Björn Þorsteinsson og Berg- stein Jónsson (1991), rit sem náði mikilli út- breiðslu meðal almennings. Nú á afmælisárinu kemur út mikið rit um sögu Íslands á tuttugustu öld eftir Helga Skúla Kjartansson. Félagsleg hollusta Starfsemi Sögufélags hefur löngum byggst á ósérhlífinni hollustu við söguleg fræði og minn- ingar. Það vekur eftirtekt hve margir af for- ystumönnum félagsins hafa setið í stjórn langan tíma af starfsævi sinni. Jón Þorkelsson var for- seti félagsins í meira en tvo áratugi og Einar Arnórsson prófessor í heila þrjá áratugi (1935– 1955), en í stjórn hafði hann setið allt frá 1910. Guðni Jónsson magister (síðar prófessor) sat í stjórn í þrjá áratugi, þar af sem forseti í fimm ár; mætti svo enn telja. En kalla má táknrænt að kona tók fyrst sæti í stjórn Sögufélags árið 1978, það var Sigríður Th. Erlendsdóttir. Nú skipa konur þrjú af sjö sætum í stjórn félagsins. Víst er að án tryggra óbreyttra liðsmanna hefði Sögufélag ekki þrifist í heila öld. Ekki er óalgengt að menn fylgi félaginu í marga tugi ára. Nú mun elsti félaginn vera Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli, 95 ára að aldri. Hann gekk í félagið árið 1933. Þá má nefna Guðbrand Þorkelsson, fyrrv. lögregluvarðstjóra, sem gekk í félagið árið 1942. Guðbrandur, sem er nú 86 ára gamall, átti fyrsta forseta félagsins fyrir afa- bróður. Slíkum dæmum um félagslega hollustu er vert að halda á loft á tímamótum sem þessum. Sögufélag eignast samastað Lengi framan af átti Sögufélag sér engan fast- an samastað í tilverunni. Fundir voru lengi vel haldnir á vinnustað eða heimili forseta. Á þessu varð breyting árið 1975 í forsetatíð Björns Þor- steinssonar; þá fékk félagið inni í leiguhúsnæði í Garðastræti 13b (Hildibrandshúsi). Fyrir ellefu árum eignaðist félagið svo eigið húsnæði, Fisc- hersund 3, og naut þar góðrar fyrirgreiðslu Reykjavíkurborgar. Öll þessi ár hefur Ragn- heiður Þorláksdóttir, starfsmaður félagsins, verið persónugervingur þess í augum fé- lagsmanna og viðskiptavina. Til móts við nýja öld Á langri vegferð hefur margt breyst í starfs- umhverfi Sögufélags. Margir aðilar sinna nú út- gáfu rita um söguleg efni og því liggur ekki jafn- beint við og áður fyrir áhugamenn um þau efni að halla sér að Sögufélagi. Það er ekki aðeins heimildaútgáfa sem á á brattann að sækja, heldur verða vönduð sagn- fræðirit nú vart gefin út án verulegra styrkveit- inga af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila. Í daglegri starfsemi félagsins kemur þó ekkert í stað þess liðsinnis sem hver og einn getur veitt félaginu með því að ganga í það og gerast þar með áskrifandi að tímaritinu Sögu. Hvað sem líður hremmingum tímans er engan bilbug að finna á afmælisbarninu. Á síðasta ári setti félagið sér ný lög. Þau bera vott um að það vill áfram þjóna upprunalegu hlutverki sínu, treysta grundvöll rannsókna á sögu Íslendinga og veita almenningi hlutdeild í niðurstöðum þeirra. Á tímum óvissu og örra breytinga eins og þeim sem nú ganga yfir er ljóst að Sögufélag hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku þjóð- og menningarlífi, ekki síður en í upphafi. Í þeirri fullvissu gengur félagið ótrautt á vit nýrr- ar aldar í starfsævi sinni. r árið 1901. Þá var það notað sem kökubúð. Höfundur er forseti Sögufélags. AÐ ÁR ÞAÐ VAR Björn Þor-steinsson, þáverandi forsetifélagsins, sem fékk Ragn-heiði til starfa 1974 í sam- bandi við sýningu á Kjarvals- stöðum. „Ég þekkti Björn ágætlega. Ég hafði lent í slysi þennan vetur og var á lausu þarna um páskana, þeg- ar Björn plataði mig til að aðstoða sig við að undirbúa ráðstefnu og kynna svo Sögufélagið þar, en loka- punktur hennar var bókin Reykja- vík í 1.100 ár. Ég tók þetta starf mitt afar há- tíðlega og skemmti mér kon- unglega. Ég gekk hart að ráð- stefnugestum, sem gengu flestir í félagið, og rukkaði þá alla fyrirfram um árgjaldið. Ég gat svo rétt Birni nokkurn sjóð í ráðstefnulok, en hann lék á mig og sagði þetta vera mín laun. Þar með var ég orðin skuldug við félagið og er enn að vinna af mér þessa skuld. Björn var alveg einstaklega út- sjónarsamur, þegar hann vildi eitt- hvað með fólk. Til er saga af manni, sem var á leið í lögfræði, þegar hann settist upp í jeppann hjá Birni, en innritaði sig í sagnfræði, þegar bíltúrnum lauk! Björn var forseti Sögufélagsins í 13 ár. Framan af þeim átti félagið sér engan samastað. Það var kallað huldufélagið; afgreiðsla þess var uppi á hanabjálka í Ísafoldarprent- smiðju og á leiðinni þangað voru að minnsta kosti þrjú skilti, sem á stóð: Aðgangur bannaður! Björn færði mér verkefnin heim. Hann kom með munnþurrkur, nót- ur og margs konar blöð, sem hann hafði skrifað nöfn á, og bað mig að færa þau í félagaskrána. Ég vildi efla tengslin við fé- lagsmennina svo ég brá á það ráð þarna ’74 að aka Sögu heim til manna. Ég hitti margt skemmtilegt fólk og drakk ókjörin öll af kaffi. En fólk tók þessu vel og var mjög ánægt með vaxanadi líf í félaginu. Ég var snemma mikil húsvernd- unarmanneskja í mér og 1975 fór ég til Þórshafnar í Færeyjum. Eftir það var ég alelda! Þegar ég kom heim, sagði ég við Björn að Sögu- félagið ætti að fá inni í húsi, sem væri á svipuðum aldri og félagið. Ég hafði augastað á Grjótaþorpinu og gat nú sameinað þessi tvö áhuga- mál mín; gömul hús og Sögufélagið. Félagið fékk svo inni í kjallara Hildibrandshússins, efst í Fischer- sundi og þar opnuðum við bækistöð 31. október 1975. Við drógum gluggatjöldin frá og einir fjórir, fimm gestir duttu inn og við fengum okkur viskítár í tebolla. Svo var dregið fyrir gluggana að kveldi. Tveimur árum síðar bættist við kjallari næsta húss. Við fengum leyfi eigenda til að opna á milli kjall- aranna, en önnur leyfi höfðum við nú ekki. Ég man að Páll Líndal, sem þá var borgarlögmaður, sagði að þessi kjallaratenging væri það yndislegasta ólöglega, sem hann hefði séð! Þetta húsnæði félagsins varð mjög lifandi miðstöð. Við buðum upp á frítt kaffi og kandís og vorum lengi vel ein um þá hituna, þar til bankarnir og allir aðrir tóku þetta upp eftir okkur. En menn komu til okkar í kaffi- sopa og spjall. Björn reykti vindla og það gerðu fleiri og ég man, að mökkurinn var oft svo dökkur að vart sáust handaskil innandyra. Menn kölluðust bara á í reyknum! Hann Björn var mjög duglegur að draga að okkur fólk. Hann kom með nemendur sína og gesti Háskólans í heimsókn og aðrir háskólakennarar fóru að fordæmi hans. Og ég rak áróður fyrir húsvernd- unarmálum með Sögufélagskynn- ingunum! Félagið var svo í þessum tveimur kjöllurum, þar til við fengum þetta hús; Fischersund 3, fyrir ellefu ár- um. Á sínum tíma var gerð mikil skýrsla um Grjótaþorpið, þar sem húsunum var skipt niður í tvo meg- inflokka; ómissandi og ekki ómiss- andi. Ekki var talið þorandi að telja allt ómissandi og þetta hús var eitt þeirra, sem dæmt var ekki ómiss- andi. Það átti því að fara. En sem betur fer dróst það á langinn og á endanum tók umhverfisráð Reykja- víkur af skarið og ákvað að húsið mætti ekki fara vegna götumynd- arinnar við Fischersund. Af því að húsið hafði verið dæmt í burtu, vitum við enn svo lítið um sögu þess. Það er byggt í þrennu lagi. Aust- urendinn er hús, sem byggt var 1894 og þá var bakgarður hér í syðri helmingi vesturendans, en hinn helmingurinn, þar sem nú er gengið inn til okkar, vitum við nú samkvæmt nýjum upplýsingum frá Árbæjarsafni, að var skemma, sem reist var við Norska bakaríið 1878 og breytt í kökubúð 1901. Í austurendanum bjó á sínum tíma Jensína sprútt og bruggaði vinsælan mjöð, sem menn hafa kannski sötrað í bakgarðinum hjá henni, en undir það síðasta voru hérna hálsbindagerð, læknastofur og mótorhjólaleiga. Einhvern tím- ann á þessu tímabili hefur svo verið byggt yfir bakgarðinn. Það sem mér finnst svo skemmti- legt við þetta allt saman er, að á gömlum myndum af þessu húsi/ húsum, þar sem við erum nú, má sjá til Hótel Íslands, þar sem Sögu- félagið var stofnað á sínum tíma. Við höfum í rauninni ekki farið svo langt frá upprunanum!“ Ragnheiður Þorláksdóttir er komin spöl lengra frá uppruna sín- um vestur í Selsvör, en hún hefur eins og Sögufélagið fest rætur í Grjótaþorpinu. Þegar félagið var í kjöllurunum, var næsta hús þar við orðið anzi lú- ið. „Þegar ég var að rusla út, sendi fólk mér oft tóninn og hneyklsaðist á þessari vitleysu. Svo benti það stundum á Hákot og sagði sem svo: Það væri eftir öðru, að þú réðist næst á þetta hús í vitleysisgang- inum í þér.“ En Ragnheiður lét háðstóninn lönd og leið og réðst á Hákot! Reyndar gerði ég það alveg óvart, segir hún núna, en það fer ekkert á milli mála, að hún er stolt af að eiga þar heima. Hún er Ragnheiður í Hákoti, sem á skipulagi heitir Garðastræti 11 A. „Við notum alltaf nöfn húsanna hér innan þorpsins.“ Ragnheiður segist stundum sakna gömlu daganna í kjöllurunum tveimur. „Það var meira rennerí þar. En nýja húsið er orðið vinsælt til fundahalda og það finnst mér gott. Það lætur vel í eyrum að tala um fund í Sögufélagshúsinu! En ég sakna þess, að fá ekki fleiri gesti á daginn. Þetta er kannski tíð- arandinn. En svo eru gamlingjarnir mínir líka að týna tölunni. Dóttir mín hrekkur stundum í kút, þegar ég les eða heyri um andlát einhvers og hrópar: „Ónei! Þar fór hann! Það er svo þungbært að sjá fé- lagatalið styttast. Vonandi hressist nú félagið á þessu afmælisári.“ Ég gæti varla hugsað mér betri afmælisgjöf en hóp af nýjum fé- lögum.“ Þegar við lítum út um glugga á austurenda Sögufélagshússins sjáum við hvar innvols súlustaðar er borið út úr næsta húsi og sett í sendiferðabíl. Þótt líf og fjör í Grjótaþorpinu sé Ragnheiði hjart- ans mál, leynir það sér ekki að hún er fegin að sjá á bak þessum ná- granna. Draumurinn um iðandi at- hafnalíf og menningu í Grjótaþorp- inu hefur átt erfitt uppdráttar. „Það verður að segjast eins og er, að við erum orðin anzi mikið ein á þessum slóðum. Það hefur ekki tekizt að blása því lífi í Grjótaþorpið, sem vonir stóðu til. En ég vil ekki gefa upp alla von. Ég á mér enn draum um blómlegt athafnalíf hérna í kringum okkur.“ Við Ragnheiður ræðum söguna og tengsl hennar og fólksins í land- inu. Kannski hefur vík orðið milli vina á tímabili, en nú er sagan aftur að lifna til fólksins. Vonandi verður þá aftur kátt í Grjótaþorpinu. Ragnheiður í Hákoti bíður þess albúin í Sögufélagshúsinu með kaffi á könnunni og kandís með. MEÐ KAFFI Á KÖNN- UNNI OG KANDÍS MEÐ „Þetta áttu bara að vera þrír dagar, en eru nú bráðum þrjátíu ár, því hér er ég enn og sinni um félagið,“ segir Ragnheiður Þorláksdóttir, starfsmaður Sögufélagsins, í samtali við FREYSTEIN JÓHANNSSON. Morgunblaðið/Kristinn Ragnheiður Þorláksdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.