Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002 13 LISTASAFN Reykjavíkur – Hafn- arhús opnar sýningu á úrvali nýrra aðfanga frá árunum 1998-2001 í dag, laugardag, kl. 16. Á undanförnum fjórum árum hafa rúmlega fjögurhundruð lista- verk bæst í eigu Reykvíkinga og eru þau varðveitt í Listasafni Reykjavíkur. Aðföngunum má skipta í tvo hluta, gjafir sem eru 251 og innkaup sem eru 173. Verkin spanna breitt tímabil í listasögunni en þau eru unnin allt frá árinu 1826 til ársins 2001. Í tengslum við opnun sýning- arinnar verður gefin út sýning- arskrá sem m.a. inniheldur yfirlit yfir öll aðföng Listasafnsins á síð- ustu fjórum árum. „Allt frá tilkomu Kjarvalsstaða árið 1973 hefur Reykjavíkurborg safnað listaverkum eftir íslenska listamenn með markvissum hætti. Árlega hefur verið keyptur nokkur fjöldi listaverka til Listasafns Reykjavíkur – rúmlega fjörutíu verk að meðaltali undanfarin ár – en auk þess hefur safnið hlotið margar höfðinglegar listaverkagjaf- ir frá velunnurum, innlendum og er- lendum. Allir landsmenn vita að stórar gjafir frá listamönnunum Jó- hannesi S. Kjarval, Ásmundi Sveins- syni og Erró eru grunnurinn að Listasafni Reykjavíkur, en einnig er rétt að minna á að fjölmargir ein- staklingar, listunnendur og lista- menn hafa í gegnum árin ánafnað safninu listaverk, og þannig átt stór- an þátt í uppbyggingu þess til lengri tíma,“ segir Eiríkur Þorláksson safnstjóri. „Við innkaup listaverka á þessu tímabili hefur sem fyrr verið haft að leiðarljósi að Listasafn Reykjavíkur skuli eftir því sem kostur er eignast framúrskarandi listaverk eftir helsta núlifandi listafólk þjóðarinnar. Jafn- framt hefur verið leitast við að nýta tækifæri til að fá til safnsins verk lát- inna listamanna sem bæta enn frek- ar þá heildarmynd, sem safneignin getur gefið af þróun myndlistar á Ís- landi á síðustu öld.“ Úrval nýrra aðfanga í Hafnarhúsinu Verk, sem verður á sýningunni, eftir Guðmundu Andrésdóttur. ÓLAFUR Ragnar Grímsson for- seti Íslands opnar árlega samsýn- ingu Ljósmyndarafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í dag, laugardag kl. 14.04. Þá verð- ur einnig opnuð gestasýning Sig- urðar Jökuls „Leitin að enska sjentilmanninum“ og mun sendi- herra Breta flytja stutt ávarp af tilefninu. Þetta er fjórða samsýning félag- anna, en á sýningunni er á þriðja hundrað mynda. Á sýningu LÍ eru 24 sýnendur með um 55 myndir frá ýmsum sjónarhornum samfélags- ins, auk hefðbundinna ljósmynda- stofumynda. Á sýningu BLÍ, sem er hluti af árlegri samkeppni fé- lagsins, eru um 172 myndir. Í und- angengnu forvali valdi dómnefnd myndirnar á sýninguna, en alls bárust 512 myndir í keppnina. Samkeppnin skiptist í fjóra að- alflokka, fréttir, íþróttir, manna- myndir og opinn flokk. Undir opna flokkinn falla landslagsmyndir, tískuljósmyndir, skoplegar myndir, myndraðir og myndir úr daglega lífinu. Alls tóku 28 ljósmyndarar þátt í samkeppninni. Veitt verða verðlaun og viður- kenningar fyrir þrjár myndir ljós- myndara í LÍ og sjö myndir BLÍ fá átta verðlaun og viðurkenning- ar. Á gestasýningu Sigurðar Jökuls gefur að líta 17 myndir af enskum heiðursmönnum og lávörðum. Sýningin stendur til og með 30. mars og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, og Ásdís Arnar- dóttir vinna að uppsetningu ljósmyndasýningarinnar. Á ÞRIÐJA HUNDR- AÐ LJÓSMYNDA Í GERÐARSAFNI GRISFO-tríóið heldur djass- tónleika í Norræna húsinu á morg- un, sunnudag, kl. 17. Þar með lýkur tónleikaferð tríósins sem hófst í Þórshöfn 3. mars, þaðan var farið til Nuuk og haldnir tónleikar 6. og 7. mars. Tríóið skipa kontrabassaleikarinn Edvard Nyholm Debess (Fær- eyjar), altsaxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Jim Milne (Bandaríkin/Grænland). Tríó- ið dregur nafn sitt af Vestur- Norðurlöndunum þremur, Græn- landi, Íslandi og Færeyjum, en það- an eru tónlistarmennirnir. Edvard Nyholm, Sigurður og Jim náðu saman í NAPA Big Band 2001 þar sem tónlistarmenn frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi komu saman í stórhljómsveit undir stjórn Mariu Schneider. En þetta er í fyrsta sinn sem tónlistarsamvinna þessara þriggja landa fæðir af sér djasstríó. Í þetta sinn semur hver tónlistarmaður sérstaklega fyrir tríóið og eru það djasshljómar sem hver þátttakandi setur sinn stíl á, en norrænn blær er sameiginlegt einkenni tónlistarinnar. Síðar á árinu mun tríóið koma fram í Dublin, St. John’s á Ný- fundnalandi, Leirvík á Hjaltlands- eyjum, Akureyri og víðar. Samstarfssjóðurinn Nuuk – Reykjavík – Tórshavn og Norræna tónlistarnefndin (NOMUS) hafa veitt styrk til tónleikanna sem eru haldnir í samvinnu við Katuaq og Norðurlandahúsið í Færeyjum. Norrænn blær í djassi Grisfo-tríósins Edvard Nyholm Debess Sigurður Flosason Jim Milne SÝNINGARGESTUM í Histor- ische-safninu í Bern í Sviss, býðst þessa dagana að virða fyrir sér brot af því ríkidæmi sem einkenndi hirð hertoganna af Búrgund á 15. öld. Fag- urlega ofin veggteppi og önn- ur textílverk í eigu safnsins þykja hafa varðveist betur en flest önnur textílverk frá þess- um tíma. Þrjú Búrgundartepp- anna eru hluti af ránsfeng Svisslendinga eftir Grandson- og Murten-orusturnar 1476. Ríkulegasta veggteppið féll hins vegar í hendur Svisslend- inga eftir fall Búrgundar 1536. Teppin, sem eru ýmist ofin úr ull, silki og gullþráðum, eru jafnan geymd í hálfrökkruðum herbergjum til að varðveita lit- brigði þeirra sem best. Í tilefni sýningarinnar eru þau hins vegar nú í vel lýstum sölum safnsins, sem að mati þýska dagblaðsins Frankfurter Allge- meine veitir handbragði hönn- uða þeirra nýjar víddir. Ekki þykir þá spilla fyrir að á tveimur veggteppanna í safn- inu má sjá nákvæma eftirlík- ingu af veggmyndum Rogier van der Weyden sem prýddu dómsalinn í Brussel fyrir brun- ann 1695. Astrid Lindgren-verðlaunin BÓKMENNTAVERÐLAUN, sem nefnd hafa verið í höfuðið á barnabókahöfundinum Astrid Lindgren, hafa verið sett á fót í Svíþjóð. Verðlaunin verða veitt fyrir barna- og unglinga- bækur og nemur verðlaunaféð 5 milljónum sænskra króna, eða um 48,5 milljónum ís- lenskra króna. „Við erum stolt og ánægð yf- ir að stjórnvöld hafi komið þessum verðlaunum á. Það er okkar trú að Astrid sjálf hefði kunnað að meta að þessi verð- laun yrðu veitt í minningu hennar,“ sagði Carl Olof Nym- an, tengdasonur Lindgren, er tilkynnt var um verðlaunin. „Við teljum líka að á himnum gleðjist hún meira yfir þessum verðlaunum, heldur en ef henni hefðu verið veitt Nób- elsverðlaunin í bókmenntum.“ Lindgren var jarðsett í gær og fylgdu þúsundir henni til grafar. Kínversk bronsaldar- menning METROPOLITAN-listasafnið í New York hýsir þessa dagana sýningu á bronsaldarmunum frá Kína. Fagurlega útskornir gripir með dýrslegum verum vekja sérstaka athygli bandaríska dagblaðsins New York Times. En munir frá Shang (1600– 1046) og Zhou (1046–221) tímabilunum, sem nefna má blómaskeið kínverskrar brons- menningar, þykja góð dæmi um slíka gripi. Sú sjónræna fágun sem einkennir verk frá þessum tímabilum byggist á langri hefð, þar sem kynslóð eftir kynslóð átti sinn þátt í þróuninni. Hirðin í Búrgund ERLENT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.