Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002
K
RISTJÁN Albertsson stóð á
þrítugu þegar hann tvítók at-
viksorðið „loksins“ í upphafi
dóms um nýútkomna íslenska
skáldsögu og þótt hann ætti
eftir að komast á tíræðisaldur
fylgdu þau honum alla leið –
og út yfir gröf og dauða – því
enn er Kristjáns Albertssonar sérstaklega
minnst fyrir ritdóminn um Vefarann mikla frá
Kasmír og upphafsorðin: „Loksins, loksins…“
Það skipti engu máli þótt hann fyndi verkinu
ýmislegt til foráttu, það var yfir upphrópuninni
einhver „verði ljós“ tilfinning. Síðan hafa
margir reynt að endurtaka leikinn þegar þá
hefur langað til að finnast mikið til um eitthvað,
en áhrifin eru oftast svipuð og þegar fiktað er í
slökkvara.
Í viðtali við Elínu Pálmadóttur í Morgun-
blaðinu árið 1969 rifjar Kristján upp útkomu
Vefarans:
„Hann kom út í heftum, sem send voru
áskrifendum og leið allt að mánuður á milli. Ég
man, að þegar ég hafði lesið þriðja eða fjórða
heftið, var ég svo hrifinn og lá svo mikið á að
þakka skáldinu, sem þá bjó heima í Laxnesi hjá
móður sinni, að ég skrifaði bréf og fór með það
út í náttmyrkrið til að pósta það. Þessi bók
stakk svo í stúf við allt, sem áður var til á ís-
lenzkri tungu, að ég var gersamlega undr-
andi…“
***
Og þetta var ekki eina bréfið sem Kristján átti
eftir að senda skáldi sínu, þótt ekki væri hann
alltaf jafn upptendraður og nóttina góðu. Oft
skal hann hafa gengið samanbitinn um götur
erlendra borga og troðið umslagi niður um lúg-
una á einhverjum póstkassanum, þegar Hall-
dór hafði gengið fram af honum.
En samband þeirra hefst í nokkurri kátertni
af hálfu Kristjáns, þannig segist honum svo frá
í Verði 8. nóvember 1924:
„Halldór Kiljan Laxness, hinn ungi gáfaði
rithöfundur, er um þessar mundir, sem oftlega
áður, íslenzkum skáldskaparvinum hið mesta
áhyggjuefni.
Hann hefir sýnt óvenjulega hæfileika á
yngra aldri, en títt mun um norræna rithöf-
unda og veit jeg þess engin dæmi að Íslend-
ingur hafi innan tvítugt skrifað jafngóða sögu
„Kálfakotungaþætti“ (sem prentaður er í bók
hans „Nokkrar sögur“). Blaðagreinar skrifar
hann fjörlega og skemmtilega – en allajafnan
töluvert sjálfbirgingslega, að því er mörgum
finnst. Hvort sem hann skrifar um Hamsun eða
lýsir messu í Westminster Cathedral í London
– altaf finnst manni hann fyrst og fremst vera
að skrifa um sjálfan sig, um Halldór Kiljan
Laxness. Og stundum er engu líkara en að
hann tylli sjer á tá í annarri hvorri setningu –
sko mig, takið eftir mjer, jeg hefi farið um
heiminn, jeg er katólskur, sko mig, mig, mig!
Það var einhverntíma í vor, að jeg heilsa
honum á götu með þeim orðum, að það gleddi
mig að þrýsta þá hönd, sem stýrði montnasta
penna á Íslandi. Það datt yfir skáldið unga –
jeg montinn, sagði hann. Við ræddum um þetta
lengi og jeg fór að halda að Halldór hefði aldrei
rennt grun í það, að hann skrifaði sjálfbirgings-
lega, að montblærinn á greinum hans hlyti að
stafa af einhverjum klaufaskap…“
Sjálfur var Kristján þegar hér var komið
sögu ekki beint lítillætið uppmálað. Hann var
þá þegar orðinn áhrifamikill menningarfröm-
uður, ritstjóri vikublaðsins Varðar sem var
málgagn Íhaldsflokksins og meðritstjóri Vöku,
tímarits sem nokkrir reykvískir menntamenn
stóðu að. Hann var með vígfúsari skylminga-
mönnum á velli ritdeilunnar og það gustaði af
honum í menningarumræðunni þar sem hann
var talsmaður kröfuhörku í mati á skáldverk-
um og baráttumaður gegn hvers konar hei-
móttarskap og afdalamennsku.
Aðeins 22 ára birtir hann eftirfarandi stefnu-
yfirlýsingu í Morgunblaðinu:
„Af engu stendur bókmenntum vorum meiri
hætta í bili, en hinni góðmannlegu lítilþægni ís-
lenzkra ritdómara, af geðleysi þeirra og hug-
leysi, af tepruskap þeirra og tannleysi. Þeir
varast eins og heitan eldinn að mæla styggð-
aryrði til nokkurs rithöfundar, og allra sízt
þeirra sem minnstir eru að þroska, menntun og
gáfum… Stundum verður þetta svo ógeðslegt
að það minnir á flaður, tilburði og kurteisisöfg-
ar erlendra knæpuþjóna… Það er engin afsök-
un til fyrir lélegu skáldriti. Blátt áfram engin.“3
***
Fljótlega eftir útkomu Vefarans fór Halldór til
Ameríku og settist að við Kyrrahafið þar sem
hann dvaldi í þrjú ár. Kristján aftur á móti hélt
til Frakklands og dvaldi löngum við Miðjarð-
arsjó. Báðir í þeim tilgangi að skrifa ódauðleg
skáldverk. Og bréfin ganga á milli. Við lestur
þeirra er ljóst hve sambandið er sérkennilega
háspennt, engu líkara en það sé ævinlega við
það að bresta. Kristján hafði hlaupið í skráp-
ana fyrir Halldór þegar sá síðarnefndi hélt ut-
an og talið blaðstjórn Varðar á að greiða hon-
um fyrirfram upp í ritlaun fyrir aðsendar
greinar. Í millitíðinni hafði Kristján sjálfur birt
grein um „Andlegt líf á Íslandi“ í Vöku þar sem
svo gat virst sem hann vildi draga í land varð-
andi Vefarann:
„Tvær bækur hafa vakið mest umtal hér á
síðari árum, „Bréf til Láru“ og „Vefarinn mikli
frá Kasmír“. Hver sem heyrt hefir nokkra tugi
manna minnast á þessar bækur, veit að það var
ekki fyrst og fremst ritlist og andríki höfunda,
sem athygli vakti. Halldór K. Laxness er fræg-
astur fyrir að hafa skrifað um kynvillu og „sód-
ómíska skrautdansa“, Þórbergur Þórðarson
fyrir að hafa hreytt út úr sér skætingi í nokkra
af broddum þjóðfélagsins og leyst niðrum sig í
skógarrunni.“
Gegn þessum dónum teflir hann svo Sigurði
Nordal:
„Hel“ Sigurðar Nordal var skrifuð af fegurri
ritsnild, dýpri skáldgáfu, fínni smekk, meiri
þroska og menningu en báðar þær bækur sem
ég nefni. En það er enginn pólitískur gaura-
gangur, engin klúryrði, enginn líkamsdaunn,
engir „hrökkálar“, engir „himneskir hrákar“ –
að eins hrein, fáguð list, alvarleg og skáldleg
hugsun um mannlegt líf…“4
Halldór er skjótur til svars í aðsendri grein
sem hann nefnir „Um upplýsingu“ og birtist í
næsta hefti Vöku. Eftir að hafa dregið dár að
helstu hugmyndum Kristjáns um viðreisn and-
legs lífs á Íslandi, segir hann:
„… En þegar maður er að ræða um lista-
smekk árið 1928, þá má maður ekki tala eins og
mubla úr stofu frá mid-victorian-tímabilinu
enska, þegar það var til siðs á kurteisum heim-
ilum að klæða borðfætur og stólfætur í buxur
svo að þessir miklu krikar hefðu ekki klám-
fengin áhrif á fólk. Alvarleg fagurfræði er ekki
framar neitt hispur, heldur miklu fremur mat á
hreinskilni…“
Og Halldór teflir því næst fram hugtaki sem
Sigfús Daðason taldi síðar að hefði valdið
straumhvörfum á ritferli Halldórs: The charm
of ugliness…5
„… mönnum finnst nú smekklaust, leiðinlegt
og jafnvel viðbjóðslegt það, sem áður þótti fag-
urt, göfugt og tignarlegt. Siðgæði hefur tekið
slíkum þroska að nú þykir ekkert framar ljótt,
nema það sem logið er…
Fólki er óhætt að reiða sig á að það eru að
eins dauðadæmdir menn, sem færa stólfæt-
urna í buxur, til þess að verjast óhreinum hug-
renningum. Ekkert er fegurra né voldugra í
listum vorrar aldar en hin vaxandi hreinskilni
og einlægni við sjálfan sig, Guð og menn. Ekk-
ert er hægt að hugsa né segja svo ljótt, að það
verði ekki fagurt, ef það er hugsað eða sagt í
hreinskilni og einlægni…“6
Kristján skilur sneiðina og svarar sárreiður í
sendibréfi:
„Enginn íslenskur rithöfundur hefir haldið
Vefaranum meira á lofti en ég, ég hefi skrifað
um hann lengsta ritdóm sem til er um íslenzka
skáldsögu, reynt að skýra ritið, gera það að-
gengilegt, fyrirbyggja misskilning og smáþjóð-
arlegan tepruskap – eg hefi birt útdrátt úr
dómum í Verði (með mynd af þér) og skorað á
hólm alla þá sem saka þig um klám og ósiðsemi
og hótað þeim með Biblíunni og Shakespeare
og Sögunum. Og svo kemur þú og ætlar að
brennimerkja mig sem dauðadæmdan mann
fyrir sakir tepruskapar, segir að eg tali eins og
mubla í buxum o.s.frv… Eg lofa þér því – þú
skalt fá á baukinn fyrir þetta.“7
Og Kristján lætur ekki sitja við orðin tóm,
einvígið fer fram í tímaritinu Vöku með þeirri
kostulegu niðurstöðu að úr því að hægðir og
þvaglát séu á annað borð komin inn í fagurbók-
menntirnar:
„… þá mætti ef til vill saka sjálfan Halldór
Kiljan Laxness um tepruskap. Hann nefnir
James Joyce, sem ekki er feiminn við að lýsa
því þegar söguhetja kastar af sér vatni. Og allir
vitum við hvað kom fyrir Þórberg Þórðarson í
skógarrunna við Breiðafjörð. Hvers vegna er
ekki sagt frá neinu slíku um Stein Elliða í Vef-
aranum á röskum 500 blaðsíðum? Hvað á slíkur
dýrindis-velluskapur að þýða? Væntanlega er
hann þó skapaður eins og aðrir menn?“8
***
En jafnframt hinum opinbera vettvangi freista
þeir vinir að útkljá deilumál sín í einkabréfum.
Bréfberar í Los Angeles og París skiptast á
sáttaboðum og hótunum. Það má ekki á milli
sjá hvor er hörundsárari og má engu muna að
viðkvæmt jafnvægi raskist. Samanber þessa
klausu úr bréfi Kristjáns frá 2. september
1928:
„Við þykjumst auðvitað báðir eiga allskostar
hvor við annan í ritdeilu, en þó að eg, af áður
greindum ástæðum, þættist þurfa að svara
upplýsingar-pistli þínum fullum fetum þá
leiddist mér samt og mun altaf leiðast að þurfa
að skiftast á við þig illkvitnisorðum og finst
mér, eins og þú hefir sjálfur áður sagt, við hafa
annað betra að brúka blek og penna til en þess-
konar deilur. Úr því að þú ekki svarar mér í
Vöku þá skal eg sýna að eg met það við þig með
því að svara engu því í bréfi þínu, sem á að hæfa
mig óþægilega – hvert orð þess skal standa
óhrakið um aldur og æfi! (Nema hvað eg auð-
vitað veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið
þegar þú segir að eg skrifi „glósu“ til þín utan á
bréfsumslagið! Hvílíkt og annað eins!).“9
***
Halldór stóð við gefin loforð um að senda
greinar í Vörð, en fljótlega kom á daginn að
þær voru svo róttækar að blaðið treysti sér
ekki til að birta þær. Vaka ekki heldur.
Kristján harmar þessar lyktir, en ber því
næst upp spurninguna:
„Ertu orðinn kommúnisti?“10
Svarið barst í sjópósti frá Íslandi þegar Hall-
dór sendi honum Alþýðubókina „sem eg las
spjalda á milli sama dag og eg fékk hana – og
hafði mikið gaman af (þótt skömm sé frá að
segja – er best að bæta við svo að eg byrji nú
strax að pexa við þig!)
Víða kemur þú við, mikil er þín mælska og
gnótt hugmynda – og altaf fer þér fram í að
geta komið orðum að öllum þremlinum… En
því ertu, kæri vinur, með þennan eilífa
stráksskap og ruddahátt í orðalagi… Eg er síst
of mikið fyrir það að taka dauflega til orða – en
að bölsótast bara til að bölsótast og reyna að
ganga fram af fólki – það er þér ekki samboðið,
ungi snillingur!“11
***
Næst þegar við höfum fregnir af þeim félögum
er Kristján kominn til Parísar þar sem hann
HALLDÓR OG
KRISTJÁN
ALBERTSSON
„Og viti menn, Kristján stóð nákvæmlega á sextugu þegar honum
barst bókin sem sætti þá félaga heilum sáttum. Maður skynjar hvern-
ig hvert verk frá hendi Halldórs hefur verið Kristjáni eins og ferðalag
um fagurt landslag – með jarðsprengjum. Hann hefur sett í axlirnar
um leið og hann las og ævinlega átt von á því að hans gamli vinur
hlypi út undan sér og færi að ráðast á þau lífsgildi sem Kristjáni voru
heilög. Þess vegna er feginleikinn ekki lítill þegar honum loksins loks-
ins gefst að lesa heila bók þar sem ekkert truflar.“
E F T I R P É T U R G U N N A R S S O N