Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002 S PURNINGIN „Hvað er heim- speki?“ er sjaldan marktæk spurning. Hún er oftast sett fram til að blekkja: Lesandinn er látinn halda að til standi að svara spurningu sem gæti eins verið hvað er sagnfræði, hvað er bókmenntafræði, hvað er eðlisfræði. Í raun og veru er hins vegar ætl- unin að lauma því að honum eða henni að hjá heimspeki verði ekki komist, að heimspekileg hugsun sé á einhvern hátt óhjákvæmileg og að manni sé nauðugur sá kostur að leggja sig eftir heimspeki. Þegar heimspekingar þykjast vera að svara þessari spurningu eru þeir því oft að fást við auglýsingamennsku. Markmiðið með þessari grein er hins vegar alls ekki að auglýsa eða gylla heimspekina og þar með alls ekki að gera hefðbundna atlögu að spurningunni „hvað er heimspeki?“. Þvert á móti. Það sem ég reyni að sýna fram á er að heimspeki taki á sig tvær ólíkar myndir. Annars vegar er hún rökbygging – uppbyggi- leg hugsun sem styður og rökvæðir hverja þá heimsmynd eða stefnu sem er ofan á í sam- félaginu eða sem hún lætur sig varða. Hins vegar er hún gagnrýni, niðursöllun hins við- tekna jafnt verðmætamats sem vísindalegrar þekkingar. Þessar birtingarmyndir heimspekinnar koma iðulega fram í togstreitu innan hennar. Heimspekingar eru dálítið eins og kommúnist- ar voru í gamla daga: Hatrið er stundum mest gagnvart óvininum innan eigin raða. Þannig hafa til dæmis ólíkar heimspekihefðir á meg- inlandi Evrópu annarsvegar og í Bretlandi og Bandaríkjunum hinsvegar getið af sér mjög ólíka hluti og stundum með öllu ósamrýman- lega. Ekki bara það, það er ekkert óalgengt að heimspekingar sjálfir snúist gegn heimspek- inni jafnvel af nokkurri heift. Bandaríski heim- spekingurinn Richard Rorty hefur stundum verið sakaður um heimspekilegt sjálfshatur þegar hann bendir á að flest af því sem heim- spekingar fást við sé betur komið í höndum annarra. En þetta er þó bara dæmi um hvernig heimspekin er alltaf að snúast gegn sjálfri sér. Mynd og hlutur Kannski kann sumum að finnast að þessi grein sé dæmið um enn einn „sjálfshaturs- heimspeking“ sem helst vill ganga að heim- spekinni dauðri. En það er öðru nær. Ef ein- hver hætta steðjar að heimspekinni er hún sannarlega ekki sú að heimspekingarnir kunni að slátra henni fyrir fullt og allt eða að almenn- ingur skilji ekki gagnsemi hennar. Hættan er miklu fremur sú að samfélaginu takist að beisla heimspekina fyllilega í sína þágu. Gera hana uppbyggilega, hagnýta og í raun gagn- rýnislausa: Í stuttu máli tannlausa. Mín skoð- un er sú að það sem heimspekingum beri að varðveita sé ekki hin heimspekilega tálsýn um endanleg rök tilverunnar heldur hin bitra gagnrýni í formi raka, niðurrifs og háðs. Bandaríski heimspekingurinn Hilary Put- nam gaf fyrir um tuttugu árum út bókina Rea- son, Truth and History sem varð þegar mjög umdeild einkum í hópi þeirra sem helga sig svokallaðri rökgreiningarheimspeki. Í bókinni ræðst Putnam gegn einfaldri og hverdagslegri hugmynd. Hún er sú að á milli orða og hug- mynda annarsvegar og hlutanna sem þau eru um hinsvegar séu sérstök tengsl, sem skýri hversvegna orð eða hugmynd vísar til einmitt þessa hlutar en ekki einhvers annars. Að trúa á einhver slík tengsl, segir Putnam í bókinni, er að trúa á galdra. Það sem Putnam er að benda á er einfaldur hlutur í raun: samband tákns og þess sem táknið merkir veltur á fleiru en tákninu og hlutnum, það veltur líka á heilli sögu um notk- un, kunnugleika og reynslu. Mynd sem ég teikna af tré er mynd af tré. En í hvaða skiln- ingi er hún það ef hún verður til af tilviljun, til dæmis við það skorkvikindi skríða í sandi eftir línum sem geta virst mynd af tré þegar litið er á þær frá vissu sjónarhorni? Öll tengsl á milli hlutanna í þessum heimi er í einhverjum skilningi háð mannlegri vitund. Það merkir ekki að tengslin séu búin til af vit- und mannsins en það merkir að lítið verður sagt um þau af viti án þess að hún sé tekin með í reikninginn. En hvað er þá frekar um þetta að segja: Bók Putnams, ekki síst það sem hann hefur að segja um tilvísun, er merkileg vegna þess að hún beinist gegn heimspekihefð sem lifði góðu lífi alla 20. öldina. Þetta var sú hefð sem gekk út frá því að grunnur allra vísinda og þekk- ingar væri tiltekin gerð heimsins. Þessa hefð getum við kallað hluthyggju einu nafni. Hún er í grófum dráttum sú hugmynd að allt sem er eigi sér tilvist óháð mannshuganum og að inni- hald mannshugarins, það sem við getum í gróf- um dráttum kallað þekkingu sé einfaldlega leitt af þessum hlutum með skynjun eða að- ferðum vísinda. Huldir kraftar, dulin tengsl Nú getur verið að það sé ekki erfitt að sjá að einföld hluthyggja er dálítið einfeldningsleg hugmynd um heiminn. En það er ekki þar með sagt að það liggi í augum uppi að hún jafngildi því að trúa á galdra. Hvað er Putnam að fara með því? Sumpart er það vafalaust mælsku- bragð hjá honum að kenna frumspekilega hlut- hyggju, eins og hann nefnir þessa meginhug- mynd, við galdra. Hluthyggja vísinda snýst einmitt um að hafna því alfarið að nokkrir huldir kraftar geti búið í hlutunum. Allir eig- inleikar þeirra sem vísindunum koma við birt- ast í athugun og mælingum. En okkúltisman- um er laumað inn bakdyramegin. Að ímynda sér að hugmynd, mynd eða tákn sem vísi til hlutar geri það vegna tiltekinna tengsla tákns- ins og hlutarins, til dæmis orsakartengsla, fel- ur í sér dularfullt eða hulið samband á milli hlutanna. Á endanum er þá kannski enginn eðlismunur á því að trúa þessu og á því að trúa að dularfullir, yfirnáttúrlegir kraftar búi í sumum efnum, en slík trú er einmitt undir- staða hverskyns dulspeki. Röksemdafærsla Putnams beinist almennt gegn því sem hann nefnir frumspekilega hlut- hyggju og gerir ráð fyrir því að veruleikinn sé fyrirframgefin heild hluta með fyrirframgefna eiginleika. Þessi almenna hugmynd er ekki að- eins ein af undirstöðum vísindahyggju, hún er líka forsenda þess að hægt sé að ímynda sér að veruleiki manns kunni að vera kerfisbundin blekking. Það er að segja: Ef við lítum svo á að eina ásættanlega hugmyndin um heiminn sé sú að hann sé fasti, gefin stærð, sem vísindin muni smám saman púsla saman endanlegri lýsingu á þá hljótum við líka að lifa í þeim ótta að hugsanlega séu hlutirnir alls ekki eins og okkur virðast þeir vera heldur einhvernveginn allt öðruvísi. Það virðist þá til dæmis vera mögulegt (en kannski ósennilegt) að okkur virðist bara að við séum fólk af holdi og blóði þegar við erum í raun ekkert annað en þátttak- endur í stórkostlegu sjónarspili tölvuvædds sýndarveruleika sem fóðrar heila okkar á upp- lifunum. Draumur Descartes og Matrixan Kvikmyndin The Matrix naut mikilla vin- sælda fyrir nokkrum árum en hún er einmitt um sýndarveruleika sem hefur tekið við af raunverulegu lífi. Útvaldir einstaklingar rísa upp af sýndarveruleikanum og birtast í sínu líkamlega sjálfi til að frelsa heiminn undan oki rafrænnar blekkingar. Hér er grunnforsendan sú að til sé „raunverulegur“ heimur að baki sýndinni og hetjudáðin er fólgin í því að end- urreisa hann. Þó að höfundar myndarinnar gefi heimspekilega afstöðu í skyn, til dæmis með því að láta verk franska heimspekingsins Baudrillard blasa við í einni senu, þá er nær- tækast að líkja heimspeki myndarinnar við hluthyggju. Það má jafnvel ganga enn lengra: Á endanum er það enginn annar en hinn ágæti 17. aldar spekingur René Descartes sem helst má telja hugmyndafræðing myndarinnar. Í einu frægasta riti sínu, Hugleiðingum um frumspeki, fjallaði Descartes um þessa spurn- ingu: Hvernig get ég fullvissað mig um að ég sjálfur og allt umhverfi mitt sé ekki afurð kerf- isbundinnar blekkingar frekar en raunveru- leiki? Oft er Descartes túlkaður svo að hann hafi gert hugsun mannsins að sönnun tilveru hans og að „Cogito-ið“ sé undirstaða mannlegs veruleika í skilningi hans. En þetta er ekki fyllilega rétt. Staðreyndin er sú að það er á endanum tilvist Guðs sem allt stendur og fellur með. Guðlegur veruleiki, sem er handan mann- legs, veraldlegs veruleika er á endanum nauð- synleg forsenda allrar fullvissu í þessum heimi og þar með allrar þekkingar. Þannig taldi Descartes það nauðsynlega forsendu vísinda að hægt væri að sýna fram á að Guð tryggði þann grundvöll sem dómar manna um raun- veruleikann hlytu að byggjast á. Í augum Descartes er tilvist Guðs sá veruleiki sem end- anlega getur bægt frá okkur martröð blekk- ingarinnar. Þannig deila The Matrix og Hugleiðingar um frumspeki veraldarsýn: Eru hlutirnir eins og mér virðast þeir vera eða eru þeir í raun einhvernveginn allt öðruvísi. Descartes sýnir fram á að ég geti treyst þekkingu minni sem fengin er með réttri aðferð. Matrix gerir hetju- sögu úr frelsun undan sýndarveruleika. En um leið eru bæði verkin tilraun til að komast út úr ófullkomnum og tilviljanakenndum veruleika okkar, að finna fullvissu og kannski visku utan hins hversdagslega veruleika. Örlög heimspekinnar Þessar hugleiðingar um vísindi og galdra þjóna því hlutverki að varpa ljósi á tvö ólík hlutverk heimspekinnar: Heimspekin er annarsvegar stoð, jarðbind- ing eða rökgrunnur þess heimsskilnings sem í gildi er hverju sinni. Á tímum vísinda birtist heimspekin ekki síst í sífelldri tilraun til að leggja og treysta röklegan grunn þeirra. Merkilegustu og dýpstu skrif heimspekinga á ofanverðri 19. öld og öndverðri þeirri 20. snú- ast um formleg kerfi, skynsemi og tungumál og tengjast mest nákvæmnisvísindum. Á sama hátt var heimspekin „ambátt guðfræðinnar“ á miðöldum, rökleg hugsun sem vann að því sleitulaust að útskýra og réttlæta kenninga- legan grundvöll kristninnar. Að tala um heim- speki sem þjón og ambátt er ekki að gera lítið úr henni, þetta er mikilvægt og oft erfitt hlut- verk. En það er að mínu mati ekki mikilvæg- asta eða merkilegasta hlutverk hennar. Heimspeki er hinsvegar gagnrýni ríkjandi hugmyndafræði og heimsmyndar og einkenn- ist af niðurrifi, efasemdum og nöldri. Það er gagnrýni af þessu tagi sem einkennir það rit Putnams sem ég vísaði til hér í upphafi. Gagn- rýni hans er að mínu áliti til marks um drama- tískar breytingar sem urðu í vestrænni heim- speki fyrir svo sem aldarfjórðungi: Rökgreiningarheimspeki sem þá átti sér kannski 100 ára sögu og var kerfishugsun vorra tíma fór að gefa eftir. Fyrir þessu eru margar ástæður sem ég ætla ekki að fara út í hér, en síðan þá hefur gagnrýnishlið heimspek- innar vaxið fiskur um hrygg vestan hafs og austan. Þetta eru örlög heimspekinnar: Að byggja upp og rífa niður. Þannig er heimspekin jafnan traust og svikul í senn, þjóðholl og óþjóðholl. En mikilvægasta einkenni þeirrar lýsingar HEIMSPEKI , T IL HVERS? HEIMSPEKI, PÓLITÍK, VÍSINDI OG GALDRAR „Heimurinn snýst sjálfur, það þarf ekki að finna upp vél til að knýja hann og sama gildir um heimspekina. Við þurfum ekki að liggja yfir því að skýra sjálfsagða eða augljósa hluti til að láta þá passa inn í rökmynst- ur sem við höfum fundið upp.“ „Eru hlutirnir eins og mér virðast þeir vera eða eru þeir í raun einhvernveginn allt öðruvísi? Descartes sýn- ir fram á að ég geti treyst þekkingu minni sem fengin er með réttri aðferð. Matrix gerir hetjusögu úr frelsun undan sýndarveruleika. En um leið eru bæði verkin til- raun til að komast út úr ófullkomnum og tilvilj- anakenndum veruleika okk- ar, að finna fullvissu og kannski visku utan hins hversdagslega veruleika.“ E F T I R J Ó N Ó L A F S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.