Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002 HANIF Kureishi sendir frá sér bók í þessum mánuði þar sem safnað hefur verið saman grein- um og ritgerðum eftir höfund- inn frá 15 ára tímabili. Bókin heitir Dreaming and Scheming: Reflections on Writing and Poli- tics (Draumar og ráðagerðir: Hugleiðingar um skrif og stjórnmál). Þar er m.a. að finna greinar um pólitísk efni, frá- sagnir af kvikmyndaverkefnum Kureishis, ritgerðir hans um föður sinn og hugleiðingar um skrif og ritstörf. Þá kannar höf- undurinn í hugleiðingum sínum hið skapandi starf hugans. Skrif Kureishis sem safnað er saman í bókinni einkennast af innsæi og krafti sem að sögn útgefanda gera hana að ómissandi lesn- ingu fyrir aðdáendur höfund- arins og hvern þann sem hefur áhuga á skrifum og ritlist. Hanif Kureishi er einn hinna svonefndu innflytjendarithöf- unda sem sett hafa mark á breskt samfélag með skrifum sínum en hann er af pakistönsku bergi brotinn og fæddur í Lund- únum. Kureishi hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur, leik- rit og kvikmyndir sem unnið hafa til fjölda viðurkenninga. Vélgengi og mörk hins mennska Útgáfufyrirtækið Faber & Fab- er gefur í aprílmánuði út áhuga- vert fræðirit eftir Gaby Wood er nefnist Living Dolls. A Magical History of the Quest for Mech- anical Life (Lifandi brúður: Töfrandi saga af leitinni að vél- gengu lífi). Þar fer höfundur í saumana á aldalangri hrifningu mannkynsins á sjálfvirkum brúðum, vélmennum og gervi- greind. Í gegnum aldirnar hafa uppfinningamenn og töframenn reynt að láta vélar líkja eftir lífi. Í úttekt sinni á hinum ólíkustu tilraunum til þess að skapa vél- geng fyrirbæri bendir Wood á þær grundvallarspurningar um mörk mennsku og lífs sem tekist er á við í slíkum tilraunum. Gaby Wood nam frönsku við Camebridge-háskóla og starfar sem greinarhöfundur hjá dag- blaðinu The Observer. Hún hef- ur áður sent frá sér ritgerðir en Living Dolls er hennar fyrsta ritverk. Innsýn í störf meistara Hitchcocks Í mánuðinum kemur út bókin Writing with Hitchcock (skrifað með Hitchcock) eftir Steven De- Rosa þar sem fjallað er um sam- starf kvikmyndaleikstjórans Alfreds Hitchcocks og handrits- höfundarins Johns Mich- aels Hayes. Samstarf þeirra var ákaflega gjöf- ult, en það hófst árið 1953 þegar Hayes var ungur og óþekktur rit- höfundur. Þær kvikmyndir sem Hitchcock vann eftir handritum Hayes, þ.e. Rear Window, To Catch a Thief, The Trouble with Harry og The Man Who Knew Too Much þóttu marka skil í listsköpun leikstjórans, hvað fágun í stíl varðar. Höfundur bókarinnar, Steven DeRosa, er rithöfundur og kvik- myndafræðingur og þykir bók hans veita í senn persónulega og lifandi innsýn í list og störf meistara Hitchcocks og sam- starf hans við Hayes. ERLENDAR BÆKUR Draumar og skrif Kureishi Alfred Hitchcock LÍF einhleypra kvenna á vinnumarkaðnumer mjög spennandi sjónvarpsefni. Allmarg-ar sápuþáttaraðir í sjónvarpinu snúast umkonur og ástamál þeirra. Sú mynd sem þar er dregin upp er frekar einsleit. Söguhetjurnar búa oftast einar, eru yfirleitt barnlausar en eiga eitt eða fleiri sambönd að baki (hafa brennt sig á ástinni). Þær eru fallegar og vel vaxnar, oft á aldrinum 27–34 ára: hafa menntað sig og eru í góðu starfi en eru ekki of gamlar fyrir barn- eignir. En þrátt fyrir velgengni og glæst yfir- borð er líf þessara kvenna ekki fullnað, það vant- ar karlmann inn í það. Þættirnir snúast því oft um leit að kærasta eða mannsefni, væntingar og vonbrigði af nýjum kynnum. Þær er orðnar leið- ar á einlífinu og farnar að leita að lífsförunaut eða jafnvel óttast að þær gangi aldrei út. Svo virðist sem kvenlögfræðingar höfði mest til þáttagerðarmanna – og sápuáhorfenda sem vel að merkja eru flestir konur. Hin sívinsæla Ally McBeal á Stöð tvö er ágætt dæmi, svo og konurnar í The Practice á Skjá einum. Lögfræð- ingsstarfinu fylgir jú virðing samfélagsins þar sem það byggist á kaldri skynsemi og rökhyggju (karllegum eiginleikum) en ekki tilfinningum (kvenlegir eiginleikar) – en kannski er það bara dragtin sem laðar: sambland hins karllega og kvenlega. Kvenlögfræðingurinn hefur náð um- talsverðum starfsframa og komið sér vel fyrir en það veitir henni hvorki fullnægju eða hamingju til lengdar. Myndarlegir karlmenn veita t.d. Ally McBeal ómælda athygli, bjóða henni út að borða og færa henni gjafir en hana er farið að langa svo mikið í alvörusamband – að deila lífinu með þeim rétta – að jaðrar við örvæntingu. Það eru ýmis tilbrigði við þetta stef. Í Judging Amy búa þrjár kynslóðir kvenna undir sama þaki og dóttir Amyar dómara sést stundum eiga hugljúfar og lærdómsríkar samræður við móður sína á kvöldin. Hjá Amy er framinn í góðum höndum en ástamálin ganga brösulega. Hún er sjaldan tilhöfð, oftast í dómaraskikkjunni eða í hversdagslegum fötum enda búin að uppfylla móðurhlutverkið og enginn eiginmaður er í sjón- máli. Beðmál í borginni eru enn eitt tilbrigðið. Þar segir frá fjórum konum í New York sem eru hver annarri fallegri, greindari og hæfileikarík- ari. Ein er fræg fyrir skapandi skrif sín um beð- mál en í lífi hennar eru þau ansi flókin (Carrie), önnur er forstjóri og reynir að komast yfir sem flesta karla (Samantha), sú þriðja er lögfræð- ingur og meðeigandi í stöndugu fyrirtæki (Mir- anda). Loks er það hin rómantíska Charlotte sem vinnur í listagalleríi og á þann draum heit- astan að upplifa gamaldags hjónabandsdraum með demantshring á fingri. Þær eru allar frjáls- ar, fjárhagslega sjálfstæðar og lifa fjörugu kyn- lífi. Draumsýn þeirra er að finna ástina, hinn fullkomna karlmann, og lifa hamingjusamar upp frá því. Sá draumur virðist ekki ætla að rætast í bráð. Nýlega hóf Ríkissjónvarpið endursýningu á fyrstu þáttum Beðmálanna, áður en Marlboro og fatahönnuðirnir komust með puttana í fjár- mögnun þeirra, og sést þar vel að lítið hefur þeim stöllum miðað áfram. Konur í kvöldsápum eru gáfaðar og glæsi- legar, vinmargar og vel efnum búnar. Þær eru virkir gerendur í eigin lífi og engum háðar. En þrátt fyrir þetta upplifa þær sig í einhverju ófull- nægjandi millibilsástandi og bíða þess með vax- andi óþreyju að komast í hefðbundið kynhlut- verk aldanna sem mæður og eiginkonur. Eina mótvægið við þessa klisjulegu mynd af konum er breski skemmtiþátturinn Út í hött (Smack the Pony) á RÚV. Þar gera konur stólpagrín að sjálfum sér sem ástsjúkum konum í karlaleit og framakonum í vinnunni. Endalaus viðleitni þeirra til að vera gáfuð kyntákn er dregin sund- ur og saman í háði og engu/engri er hlíft. Í gær, 8. mars, var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í hinum vestræna heimi hafa konur bar- ist ötullega fyrir réttindum sínum alla síðustu öld og orðið nokkuð ágengt. Hlutdeild kvenna á vinnumarkaði þykir nú alveg sjálfsögð. Þær fá bara aðeins minni laun en karlar og bera áfram hitann og þungann af heimili og börnum. Eftir langan vinnudag, barnastúss, matseld og þvotta, hefst útsending sápuþáttaraðanna á öllum stöðv- um. Þá er ljúft að geta hent sér í sófann, gengið á vit ungu og einhleypu kvennanna í sjónvarpinu og látið sig dreyma um ástina. FJÖLMIÐLAR EIGINMAÐUR ÓSKAST „Konur í kvöldsápum eru gáf- aðar og glæsilegar, vinmargar og vel efnum búnar. Þær eru virkir gerendur í eigin lífi og engum háðar.“ S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R HÉR lítur fyrsta hefti Ritsins dagsins ljós og við vonum að það eigi langa lífdaga fyrir höndum. Hugmyndin með útgáfu þess er þríþætt: Í fyrsta lagi finnst mörgum sem fást við hinar ýmsu greinar hugvísinda innan og utan Háskóla Íslands vera lífs- nauðsyn að gefið sé út vandað rit á þessu sviði. Ritið þjónar hinum fjöl- mörgu einstaklingum sem stundað hafa háskólanám í hugvísindum og öllum þeim áhugamönnum um fræði, menningu og listir sem fylla sali Há- skólans þegar spennandi ráðstefnur, málþing og fyrirlestrar eru í boði. Í öðru lagi er skýr þörf fyrir öflugri út- gáfu frumsamdra og þýddra greina handa nemendum og kennurum við heimspekideild og vonum við að Rit- ið eigi eftir að koma að góðum not- um í kennslu. Í þriðja lagi viljum við stuðla að því að fræðimenn birti verk sín á íslensku í riti sem stenst fyllilega samanburð við helstu fræðirit á er- lendri grundu. Nú þegar tungu- málaþekking er orðin jafnalmenn og raun ber vitni er hætta á því að menn láti hjá líða að íslenska þau fræði- legu hugtök sem eru orðin þeim svo töm á erlendum tungum. En ef það er einlæg ætlun okkar að halda inn- lendri fræðastarfsemi á lofti verðum við stöðugt að vinna að því að skapa orðræðu og tungutak sem hæfir sam- tíma okkar. Guðni Elísson og Jón Ólafsson Ritið, Tímarit Hugvísindastofnunar Konur og kristni Í ljósi þeirra skaðlegu áhrifa sem boðskapur kristinnar hefðar um fórn- arkærleikann hefur oft haft á konur, er mikilvægt að þær í dag sjái trú- verðuga kven-kristsgervinga, eins og Systur Helen, til þess einfaldlega að sjá möguleika sína til þess að flytja áfram boðskapin um Guð sem tók á sig hold og bjó með okkur. Helen er trúverðug fyrirmynd fyrir konur í dag, vegna þess að við sjáum í henni konu sem er fær um að setja mörk, að velja, og einnig að yfirstíga hindr- anir hins kyngreinda valds í sam- félaginu. Kven-kristsgervingar í kvik- myndum eru holdgervingar ímyndar Guðs, sem konum, eins og körlum, er gefin hlutdeild í, skv. Fyrri sköp- unarsögunni. Vegna þess að konur eiga möguleika á fullri mennsku geta þær orðið erindrekar þess sem kom til þess að sýna hvað í henni felst. Arnfríður Guðmundsdóttir Kistan.is www.kistan.is Morgunblaðið/Árni Sæberg „Lífinu verðum við að lifa áfram en við skiljum það aftur á bak.“ (Søren Kierkegaard.) FYRSTA RITIÐ KOMIÐ ÚT I Kenningar Marshalls McLuhans frá öndverðumsjöunda áratugnum um rafvædda heimsþorpið hafa fengið uppreisn æru þegar enginn getur leng- ur mótmælt því að hann hafi haft rétt fyrir sér í öllum aðalatriðum. Það er forvitnilegt að velta fyr- ir sér hlutverki spámannsins á tækniöld, sjáand- ans sem les úr þeim táknum sem finna má í sam- tímanum og rýna þannig inn í framtíðina með misjöfnum árangri. Kostur þess að helga sig spá- mennsku er að enginn getur sannreynt spádóminn fyrr en löngu síðar og því er spámanninum mik- ilvægari en flest annað sá eiginleiki að sannfæra hlustendur sína um trúverðugleika kenninganna. II Spámaðurinn getur byggt upp spádóm sinnmeð rökum og vísað í þekktar staðreyndir máli sínu til stuðnings en niðurstaðan, spádómurinn sjálfur, er háður því að áheyrandinn trúi því sem sagt er án þess að hafa möguleika á að sannreyna það. Spámenn í okkar samfélagi eru fjölmargir og þrátt fyrir alla hina rafvæddu tækni og vísindi hvers konar er hlutverk spámannsins líklega enn mikilvægara í byrjun 21. aldar en nokkru sinni fyrr. Stjórnmálamenn og fræðimenn á öllum svið- um reiða sig á trúgirni almennings og eigin sann- færingarkraft í sífellt vaxandi þörf til að afla alls kyns skoðunum og sjónarmiðum fylgis. III Löngun fólks til að trúa spádómum og for-vitni um framtíðina gerir spámönnum kleift að stunda iðju sína. En hvers vegna einum er trú- að og öðrum ekki byggist á allt öðru, nefnilega per- sónulegum sannfæringarkrafti. Sterkustu spá- menn stjórnmálanna eru því ekki alltaf heppilegustu fulltrúar almennings þegar á hólm- inn er komið og gera á alvöru úr spádómunum; eiginleikarnir sem komu stjórnmálamanninum á stallinn eru ekki alltaf þeir sem reynast best til að hrinda hlutunum í framkvæmd. Lýðskrumarar eru þeir nefndir sem ganga hvað lengst í því að heilla almenning með vel völdum orðavaðli og standa svo ekki við neitt af því þegar takmarkinu, valdastólnum, er náð. Hlutverk fjölmiðlanna í þessu umhverfi er ekki að bergmála spádómana og skrumið af misskildu hlutleysi heldur krefja stjórn- málaspámennina nánari svara um hvernig þeir hyggist hrinda loforðum, spádómum og skvaldri sínu í framkvæmd. Ennfremur að rifja upp fyrri afrek spámannsins og halda honum við jörðina svo hann taki ekki flugið og hniti hringa yfir kjós- endum, glaðhlakkalegur og ávallt áhyggjulaus um fortíð sína. Flestir stjórnmálamenn virðast reiða sig í blindni á takmarkað minni almennings og treysta því að allt sem gerðist fyrir gærdaginn sé umsvifalaust gleymt. Á tímum rafvæðingar er auðveldara og aðgengilegra en nokkru sinni fyrr í sögunni að kalla fram ræður, myndbrot og greinar stjórnmálamanna mörg ár aftur í tímann. Þar geta fjölmiðlar beitt tækninni sem McLuhan spáði svo réttilega um. IVMcLuhan hélt því fram að merkilegustuskilaboð fjölmiðlanna væru þeir sjálfir, inn- tak þeirra og efni skipti sáralitlu máli fyrir sögu- lega framvindu. Vonandi hefur spádómsgáfa hans brugðist hvað þetta snertir. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.