Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002 11 Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr ein- hverri hæð? SVAR: Þó að kettir lendi yfirleitt alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð gera þeir það ekki alltaf. Hæfileikinn til að lenda á löpp- unum er afleiðing af því að kettir hafa mjög góða jafnvægisskynjun og eru mjög liðugir. Ef ketti er sleppt úr einhverri hæð getur hann um leið skynjað stöðu sína í rúmi. Og ef honum er sleppt á hvolfi þá snýr hann skrokknum við þannig að hann byrjar á því að snúa löppunum í átt til jarðar áður en hann réttir sig fullkomlega við. Þessi hæfileiki smárra kattardýra er ákaf- lega mikilvægur í lífsbaráttunni því hann gef- ur þeim færi á að verjast falli og bregðast fljótt við eftir að þau eru lent. Ef kötturinn kemur niður á löppunum er hann eldfljótur að hlaupa á brott frá stærri rándýrum eða stökkva á bráð sína. Frá sjónarmiði eðlisfræðinnar er það engan veginn auðskilið að kötturinn skuli yfirhöfuð geta snúið sér í loftinu til þess að lenda á fót- unum. Hann hefur ekkert að spyrna í! Hreyf- ingarnar sem kötturinn beitir í fallinu eru því býsna flóknar og eru þær sýndar að nokkru leyti á myndinni hér á undan. Hún er tekin úr kennslubók í eðlisfræði fyrir fyrsta ár í há- skóla þar sem fjallað er meðal annars um varð- veislu hverfiþungans sem svo er kölluð. Mynd: Benson, Harris, University Physics. Jón Már Halldórsson. Hvað er rétt og hvað er rangt í máli? SVAR: Rétt íslenskt mál er málnotkun sem sam- ræmist (einhverri) íslenskri málvenju en rangt íslenskt mál samrýmist engri íslenskri mál- venju. Rangt mál, til dæmis setningin „Páll eldaði fiskurinn“, getur hvergi talist æskilegt en ekki er þar með sagt að rétt mál (í þessum skilningi) eigi sjálfkrafa rétt á sér við allar að- stæður, til dæmis ekki þessi „rétta“ setning: „Páll annaðist matreiðslu á sjávarskepnu þessari.“ Óviðeigandi orðaval eða kauðalegar setningar geta þannig til dæmis oft talist rétt mál án þess að vera í raun málnotkun við hæfi og geta þá verið í senn rétt mál og vont! Málnotendur hafa oft um ýmsar leiðir að velja til að orða hugsun sína. Margs kyns til- brigði í málfari eru til en þau eru ekki öll jafn- gild við allar aðstæður. Sumt er talið við hæfi á einum stað og stund en annars ekki. Einn liður í málkunnáttu málnotenda er að hafa vald á því að fella orðaval, orðalag, beygingar, fram- burð og svo framvegis að því málsniði sem um ræðir hverju sinni. Athugasemdir eða aðfinnslur um málfar beinast raunar oft að því að einhver velur leið í málnotkun sem annar telur óviðeigandi. Mál- notendur hafa mismunandi mat á aðstæðum að þessu leyti, mismunandi málsmekk og eins er hæfni þeirra misjöfn í að bregða fyrir sig mismunandi málnotkun og að átta sig á mun þeirra málsniða sem notuð eru í málsamfé- laginu. Hugtökin rétt mál og rangt mál eiga ekki vel við í þessu sambandi. Fremur ætti við að tala um gott mál eða vandað mál og vont mál eða óvandað mál. Gott mál eða vandað mál er að jafnaði skýrt að því er varðar orðaval, orðalag og framburð. Reynt er að velja þau orð sem best eiga við hverju sinni, nota lipurt orðalag og tala skýrt og ekki of hratt. Þannig getur málið gegnt vel því hlutverki sínu að færa boð milli mælanda og viðmælanda. Að vísu leika hæfir málnotendur stundum þann leik að nota vísvitandi óskýrt orðalag og svo framvegis til að ná markmiðum sínum í málnotkun! Takist það má segja að málnotk- unin gegni vel hlutverki sínu og teljist í þeim skilningi gott mál eða vandað mál enda hæfi hún þeim aðstæðum sem um ræðir. Með góðu máli er einmitt átt við málnotkun sem er við hæfi í því málsniði sem notað er hverju sinni. Skýrt mál (orðaval, orðalag, framburður) á yfirleitt við í öllum málsniðum. Samkvæmt ís- lenskri málstefnu telst það yfirleitt gott eða vandað mál í flestum málsniðum að velja ís- lensk orð fremur en erlendar slettur og að velja hefðbundnar beygingar fremur en beyg- ingar sem eru eða hafa verið hugsanlegir vísar að breytingum á beygingakerfinu. Svarið er byggt á því sem segir um þetta efni í bók höfundar, Handbók um málfar í tal- miðlum (1998). Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður Íslenskrar mál- stöðvar. Hvaðan kemur orðið lygalaupur? SVAR: Orðið lygalaupur er ekki mjög gamalt í mál- inu, að minnsta kosti ekki í rituðu máli. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 19. öld. Lygalaupur er sá sem lýgur miklu, er stórlygari. Síðari liður orðsins merk- ir fyrst og fremst „meis, grindakassi undir hey“ en getur einnig merkt „óáreiðanlegur maður“. Í þeirri merkingu eru til dæmi um laup frá því um miðja 19. öld. Fyrri liðurinn lyga- er hér í herðandi merkingu, það er „óáreiðanlegur maður sem lýgur mikið“. Guðrún Kvaran prófessor, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. HVERS VEGNA LENDA KETTIR ALLT- AF Á LÖPPUNUM? Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um köngulóarvef, úr hverju hann er og hvort hægt er að framleiða hann, hvað orðið penta þýðir í grísku, hvort hundar eru skyldir bjarndýrum og hvernig Tolstoj dó. VÍSINDI Frá sjónarmiði eðlisfræðinnar er það engan veginn auðskilið að kötturinn skuli yfirhöfuð geta snúið sér í loftinu til að lenda á fótunum. sem ég hef dregið upp hér á heimspekinni er að samkvæmt henni er heimspekileg orðræða, rétt eins og önnur fræðileg orðræða, að ekki sé talað um pólitíska orðræðu, háð stað og stund. Hún er tímaleg starfsemi, hugsun sem beinist að þeim kenningum, iðju og orðræðu sem hverju sinni einkenna samfélagið. Þetta er allt önnur sýn á heimspeki heldur en sú sýn að heimspekin sé á einhvern hátt klassísk, að vandamál hennar standi utan orðræðu hvers tíma. Þetta merkir þó alls ekki að vandamál og textar heimspekinnar geti ekki átt jafnvel við á hverjum tíma. Það merkir fyrst og fremst að við höfum þau not af heimspekinni sem við á hverju sinni. Heimspeki er auðvitað aldrei bara uppbygg- ing eða bara gagnrýni. Hvorttveggja þrífst alltaf í einhverjum skilningi samtímis. En það er misjafnt hvort hefur yfirhöndina. Mér finnst freistandi að segja að á tímum Sókratesar hafi heimspekin fyrst og fremst verið gagnrýnin. Sama vildi ég að gilti nú þó að ég verði að játa að oft fyllist ég efasemdum vegna þess að mér virðast heimspekingar furðu ógagnrýnir og tómlátir um það sem fram fer í kringum þá. Á milli vísinda og galdra Heimspeki er hvorki vísindi né galdrar. Og hún hefur vonandi meira að gera með afhjúpun en sjónhverfingar. En það mætti halda því fram að sú áhersla á gagnrýni sem ég hef lagt hér geri heimspekina að einhverskonar pólitík. Gagnrýni sem helst megi svara með endalausu ferli samninga og málamiðlana, með því að taka fleiri sjónarmið með í reikninginn, endur- skoða hugmyndir skoðanir og stefnu, afla skoðunum fylgis, jafna ágreining. Heimspeki er auðvitað alltaf nátengd pólitík. En það stafar ekki af öðru en því að heimspek- ingar hljóta að stilla sér upp gagnvart pólitík. Hinsvegar er ekki hægt að jafna heimspeki við pólitík fyrr en heimspekingar setja sér pólitísk markmið eins og til dæmis þá að leysa lífsgát- una, finna sannleikann eða framleiða skynsem- islögmál til að stýra einhverri mannlegri starf- semi. Í þessu felst hroki heimspekinnar og þá er hún orðin pólitík. Þetta kann að hljóma þversagnakennt: Að sú heimspeki sem reynir að binda heiminn í kerfi sé ekkert annað en pólitík? Ætti því ekki að vera alveg öfugt farið, að sú heimspeki sem stundar gagnrýni, hún sé líkari pólitík en hin sem leitar stöðugt að undirstöðum og rökum tilverunnar? Heimspeki hefur, ólíkt pólitík, engin mark- mið önnur en þau að auka skilning. Pólitík er alltaf bundin tilteknum félagslegum eða sið- ferðilegum markmiðum. Það er til dæmis ekki markmið heimspekinga sem fjalla um siðferði í samfélaginu að berjast fyrir einhverju eða gegn því. Það er lélegur heimspekingur sem fjallar um líftækni eða erfðafræði og gefur sér fyrirfram að viðskipti og verslun með afurðir slíkra vísinda séu af hinu illa. Jafnlélegur heimspekingur er sá eða sú sem gefur sér hið gagnstæða. Góðir heimspekingar berjast ekki fyrir skoðunum heldur fylgja þræði rakanna. Þessvegna eru þeir einmitt oft lélegir pólitík- usar. Uppbyggileg heimspeki, sú heimspeki sem reynir að leggja drög að röklegu kerfi og varð- veita það felur hinsvegar oftast í sér að einhver hluti niðurstöðunnar er gefinn fyrirfram. Og um leið og markmið heimspekingsins er orðið það að standa vörð um tiltekið sjónarmið, hvert svo sem það er, þá tekur málflutningur hans á sig pólitíska mynd. Það er alveg sama hvort um er að ræða vörn skynsemislögmáls- ins, feminiskra sjónarmiða eða einhverra ann- arra, pólitík er það. Ein tilhneiging á undanförnum árum sem vafalaust er í og með tilkomin af því að heim- spekimenntað fólk leitar sér starfsvettvangs utan skólanna er að gera heimspekina hag- nýta. Heimspekingar gerast ráðgjafar um sið- ferðileg efni hjá fyrirtækjum, stofnunum og fé- lögum. Þeir hafa orðið talsmenn siðvæðingar þjóðfélagsins, stundum jafnvel gerst áróðurs- menn ýmissa „lausna“ á sviði viðskipta, vísinda og tækni. Þó að slík starfsemi kunni í mörgum tilfellum að vera allra góðra gjalda verð, þá er þessi hagnýting heimspekinnar ekki annað en nýting á afurðum hennar. Heimspeki getur ekki orðið hagnýt í þessum skilningi vegna þess að öll hagnýting felur í sér að einir hags- munir eru teknir fram yfir aðra. Hagnýta heimspeki má því líka kenna við pólitík. Heimspeki sem þjóðfélags- og menningargagnrýni Í ritinu sem ég vitnaði til í upphafi grein- arinnar gerir Hilary Putnam tilraun til að varpa heimspekinni af stalli: Heimspeki er ekki spurning um allt eða ekkert: Fullkomin tök á heiminum eða algjöra ringulreið. Það er í gagnrýni af þessu tagi sem sú heimspeki kem- ur að mínu mati fram sem skilur sig skýrt og greinilega frá pólitík, ekki með því að verða ópólítísk heldur með því að stunda gagnrýni án tillits til endanlegrar niðurstöðu eða mark- miðs. Þannig er heimspekinni sem gagnrýni ekkert heilagt ef svo má að orði komast og hún stefnir ekki að öðru en því að gera heiminn skiljanlegri og auka vitsmunaleg tök okkar á honum. Heimurinn snýst sjálfur, það þarf ekki að finna upp vél til að knýja hann og sama gildir um heimspekina. Við þurfum ekki að liggja yfir því að skýra sjálfsagða eða augljósa hluti til að láta þá passa inn í rökmynstur sem við höfum fundið upp. Gagnrýni getur beinst að hverju sem er, hvaða hugmyndum okkar sem vera skal án þess að þar með sé heiminum eða heimsmynd okkar stefnt í voða. Ef heims- myndin breytist þá gerir hún það tæplega í einu vetfangi heldur á löngum tíma. Sé heim- spekin ekki pólitík, ekki vísindi og ekki heldur galdrar þá er hún bara gagnrýni. Teikning/Andrés Höfundur er heimspekingur og forstöðumaður Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.