Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. APRÍL 2002 BRESKI rithöfundurinn Julian Barens ritstýrir nýrri útgáfu æviminninga franska 19. aldar skáldsins, Alphonse Daudet. Bók- in nefninst In the Land of Pain (Í landi sársaukans) og kemur út í lok maímánaðar í Bretlandi. Daudet var vinsælt skáld á 19. öldinni í Frakklandi, en á síðustu 12 árum ævi sinnar hélt hann dagbók, þar sem hann tjáði sínar innstu tilfinningar og reynslu. Þar kemur m.a. fram að Daudet þjáðist illa af syphillis sem dró hann að lokum til dauða. Í for- mála að minningunum bendir Barnes m.a. á hvernig skáldið lýsir framgangi sjúkdómsins af stóískri, ef ekki húmorískri ró, samhliða ítrekuðum tilraunum til að leita sér lækninga. Julian Barnes er einn frægasti rithöfundur Breta og er hann þekktur fyrir aðdáun sína á franskri menningu og bók- menntum. Gandhi og pólitískur bakgrunnur Ný ævisaga kom út í apr- ílmánuði um indverska leið- togann Ma- hatma Gandhi. Höfundur ævi- sögunnar er Stanley A. Wolpert og heitir verkið Gandhı́s Passion: The Life and Legacy of Mahatma Gandhi (Ástríða Gandhi: Líf og arfleifð Mahatma Gandhi). Höfundur bókarinnar, S.A. Wolpert, er prófessor í sögu Suð- ur-Asíu við UCLA í Bandaríkj- unum. Höfundurinn býr yfir yf- irgripsmikilli þekkingu á sögu Indlands og fjallar ævisagan ekki síst um þá stjórnmálaþróun og sögulega bakgrunn sem umlykur framgöngu Gandhis í indverskri sjálfstæðisbaráttu. Í frásögn sína fléttar Wolpert m.a. inn skrifum Gandhis sjálfs en sjálfstæð- ishetjan lætur eftir sig um 90 binda safn skrifa af ýmsu tagi. Skipting auðs og myndun yfirstéttar í Bandaríkjunum Áhugavert sagnfræðirit er að koma út í Bandaríkjunum á næst- unni, en þar rekur Kevin Phillips þróun auðskiptingar þar í landi í verki sem nefnist Wealth and Democracy: How Great Fortunes and Government Created Am- erica’s Aristocracy (Auður og lýðræði: Um mótun Bandarískr- ar yfirstéttar). Í bókinni leiðir Phillips m.a. líkum að því að gríðarleg auð- söfnun nokkurra fjölskyldna í Bandaríkjunum ýti undir ólýð- ræðislega stjórnarhætti í land- inu. Segir Phillips að fáum að- ilum sé ekki einungis gert kleift að safna gífurlegum auði vegna lagasetninga og fyrirgreiðslna stjórnvalda heldur hafi þessir sömu aðilar nú óeðlilega mikil áhrif á stjórnvöld. Þessa þróun skoðar höfundur jafnframt í ljósi sögunnar, þ.e. hvernig auðsöfn- un hefur verið farið í landinu í gegnum tíðina og hvernig hún hefur skapað þar yfirstéttir. Kevin Phillips hefur skrifað um bandarísk þjóðmál í áratugi, og er af mörgum þekktur fyrir bækur á borð við The Politics of Rich and Poor (1990). Phillips skrifar reglulega í dagblöðin Los Angeles Times, Harpers Magaz- ine og Time, auk þess sem hann flytur reglulega pistla í National Public Radio. ERLENDAR BÆKUR Minningar Alphonse Daudet Mahatma Gandhi S TJÖRNUFRÆÐINGAR segja að loftsteinn, sem er kílómetri í þver- mál, gæti rekist á jörðina árið 2880. Samkvæmt útreikningum þeirra eru líkurnar á að steinninn rekist á jörðina einn á móti 300. Þessa ógnvænlegu frétt mátti finna á fréttavef Morgunblaðsins í fyrri viku og var höfð eftir vefmiðli BBC. Hún virðist dæmi um það sem hollenski fræðimaðurinn Arendt Tisch myndi væntanlega kalla „ótímabæra sagnfræði“, það er að segja fréttir af atburðum sem hafa ekki átt sér stað en ýmislegt bendir til að gætu gerst í framtíðinni. Nú er því þannig farið að furðu mikið af efni fjöl- miðla fjallar um framtíðina. Nægir að nefna veð- urfréttir, þjóðhagsspár og stjörnuspár í því sam- bandi. Öllu þessu efni má hugsanlega skipa niður á láréttan ás eftir því hve miklar líkur eru á að við- komandi atburður gerist en þær líkur eru gjarnan í öfugu hlutfalli við tímann sem á eftir að líða fram að atburðinum. Fréttatilkynningar um yfirvofandi listviðburði, íþróttaleiki eða fundarhöld ættu heima á öðrum enda þessa áss, vangaveltur um næsta Suðurlandsskjálfta, veraldarófrið eða heimsendi á hinum endanum. Á miðjum ásnum kynni Tisch að afmarka umtalsvert svæði sem skilur að fullgildar fréttir og hreinræktaða spá- dóma. Þetta er svæði hinnar ótímabæru sagn- fræði. Mér þykir eins líklegt að meirihluti fjölmiðla- fólks hafni þessu flokkunarhugtaki Tisch á þeirri forsendu að í flestum tilvikum fjölluðu fréttirnar, „húsmæðraheimspeki“ (og myndi vafalítið vekja upp hörð viðbrögð femínista). Þetta hugtak má skýra með hliðsjón af eftirfarandi samtali móður og sonar. Sonurinn: „Mamma, hvar er úlpan mín?“ Móðirin: „Hún er annaðhvort inní fataskáp eða þá einhvers staðar annars staðar.“ Hin ótímabæra sagnfræði fjölmiðlanna skýlir sér með öðrum orð- um oft á bakvið það einfalda mælskubragð að setja fram tilgátu um framtíðina en greina jafnframt frá því að hún kunni að vera röng. Til skýringar mætti taka dæmi af fréttaflutn- ingi af því hvort vísitala neysluverðs hér á landi sé líkleg til að fara upp fyrir hið svokallaða rauða strik (vísutölustigið 222,5) í maí 2002. Í flestum til- vikum hafa þessar fréttir snúist um viðhorf tiltek- inna einstaklinga til framtíðarinnar (ráðherra, fjármálasérfræðinga, forystumanna atvinnurek- enda og launþega), en oft hafa ummæli þessara að- ila einkennst af mælskubragði húsmæðraheim- spekinnar. Ágætt dæmi um þetta er eftirfarandi yfirlýsing af baksíðu Morgunblaðsins þriðjudag- inn 15. apríl sl.: „Hækkunin er nokkru minni en markaðsaðilar höfðu spáð og ég tel það gefa góða von um að rauðu strikin muni halda ef ekkert óvænt kemur fyrir.“ Þessi og önnur sambærileg ummæli væri þó nauðsynlegt að meta með hlið- sjón af forsagnargildi hinnar ótímabæru sagn- fræði; þeim mun líklegra sem menn segjast telja að rauða strikið haldi, þeim mun líklegra kann að vera að það haldi. Eða eins og segir í gömlum is- lenskum málshætti: „Margt er sem reynist.“ sem hann kynni að eyrnamerkja, ekki um framtíð- ina heldur viðhorf einstaklinga í nútíðinni til þess sem koma skal. Þannig fjalli fréttin hér að framan ekki um árekstur loftsteins og jarðarinnar árið 2880 heldur rannsóknir stjörnufræðinga árið 2002. Þessi umræða gæti skarast við þær deilur sem spretta upp af og til um skoðanakannanir á fylgi pólitískra flokka. Frá einu sjónarhorni er hægt að líta á slíkar kannanir sem ótímabæra sagnfræði – rökstudda kenningu um úrslit kosn- inga – frá öðru sem fullgildar fréttir af því hvað til- tekinn hópur fólks í samfélaginu er að hugsa þá og þá stundina. Hér gætu deilurnar einnig leiðst út í umræður um forsagnargildi hinnar ótímabæru sagnfræði; það hvernig tilteknar fréttir um fram- tíðina gætu mótað þessa sömu framtíð. Enn er ónefnd sú hlið málsins sem hefur á er- lendum tungum verið kölluð annaðhvort/eða- varnarhátturinn (EODM eða „either/or defensive mechanism“) en Tisch væri eins vís til að kenna við FJÖLMIÐLAR ÓTÍMABÆR SAGNFRÆÐI Þ a n n i g f j a l l i f r é t t i n h é r a ð f r a m a n e k k i u m á r e k s t u r l o f t s t e i n s o g j a r ð a r i n n a r á r i ð 2 8 8 0 h e l d u r r a n n - s ó k n i r s t j ö r n u f r æ ð - i n g a á r i ð 2 0 0 2 . J Ó N K A R L H E L G A S O N aðrar bækur eru lesnar. Er það vissu- lega því ánægjulegra sem Gunnar Gunnarsson ber höfuð og herðar yfir íslenska starfsbræður sína á síðustu öld. Vefþjóðviljinn www.andriki.is Alzheimer á hvíta tjaldinu Ýmsir hafa gagnrýnt það hversu lítið myndin fjallar um Iris Murdoch fyrir utan sjúkdóminn. Að minni hyggju var nauðsynlegt að velja. Alzheimersjúkdómurinn krefst at- hygli og sem mynd um þennan þátt í lífi okkar er Iris áhrifamikil mynd. Ævisaga Irisar Murdoch er myndin ekki og gat varla orðið en atriðin frá æskuárunum eru þó afar mikilvæg til að skapa andstæðu við elli hjónanna. Það sem er erfiðast við að vera gamall er kannski einmitt að hafa áður verið yngri og sprækari, einkum þegar ellin sækir á og rænir fólk smám saman öllu því sem máli skiptir. Áhugavert er hvernig vinkona Irisar er notuð til að sýna aðra útgáfu af þessu þar sem hún veslast upp af krabbameini en heldur sönsum. Svona á dauðinn ýmsa leiki í taflinu við lífið en alltaf skal sigurinn verða hans. Ármann Jakobsson Múrinn www.murinn.is VÍST er um það að Fjallkirkjunni er ekki haldið eins stíft að fólki og sum- um skáldsögum annarra höfunda enda gerði Gunnar lítið til þess að koma sér upp hirð auk þess sem fáir hafa pólitíska hagsmuni af því að halda verkum hans fram. Sögur Gunnars eru gjarnan stórbrotnar frásagnir sem hafa höfðað sterkt til fólks víða um heim. Gunnar Gunn- arsson setti hins vegar ekki saman sögur sínar og sveigði ekki söguþráð þeirra í þeim tilgangi að koma höggi á þá sem honum kunni að vera í nöp við eða uppskera lof og fliss. [...] Vefþjóðviljinn hefur áður getið þess, að þegar efnt er til stórkost- legra opinberra umræðna um ein- staka rithöfunda þá sé óeðlilegt að einungis sé horft til kosta þeirra en augunum gersamlega lokað fyrir jafnvel óhugnanlegum göllum þeirra. Í tilfelli Gunnars Gunnars- sonar er lítil hætta á slíku. Bæði er ólíklegt að efnt verði til allra þeirra umræðna sem kostir hans og ritverka hans gefa fullt efni til og auk þess eru neikvæðar hliðar hans fráleitt með þeim hætti að þær kasti þeim skugga á verk hans sem margir skáldbræður hans verða að búa við. Ættu menn því að geta notið verka hans án þess að þurfa í sífellu að reyna að horfa fram hjá ógeðfelldri sögu höfund- arins eins og stundum ber við þegar Morgunblaðið/Ómar Leynifélagið. GUNNAR OG PÓLITÍKIN I Íslendingar fara á mis við margt sökum land-fræðilegrar og menningarlegrar einangrunar. Hin landfræðilega einangrun hefur að nokkru leyti skapað hina menningarlegu einangrun en þar kemur þó fleira til. Afstaða Íslendinga til tungu sinnar hefur vafalaust gert þeim erfiðara fyrir að taka við erlendum menningarstraumum. Hér er ekki átt við þá skoðun þjóðarinnar að vilja eiga og viðhalda sinni eigin tungu, sem er vitanlega grund- völlur íslenskrar menningar og hugsunar, heldur hitt að vilja halda tungunni „hreinni“. Í hreinleika- hugmyndinni birtist ótti við erlend áhrif sem getur snúist upp í andúð og verið skaðlegur. IIHið fjölmenningarlega samfélag á Íslandi erungt. Fólk af erlendum uppruna tók ekki að setj- ast hér að til langs tíma að neinu marki fyrr en seint á síðustu öld. Fjölmenningarleg áhrif á ís- þróist og segir: „Tungumáli er einungis hægt að halda „ómenguðu“ upp að vissu marki, fólk lætur ekki segja sér hvernig það á að tjá sig til lengdar.“ IV Þessi viðhorf Evaristo til enskrar tungu eruafar áhugaverð. Hugsanlega eru þau svipuð þeim viðhorfum sem íslenskir rithöfundar af erlend- um uppruna eiga eftir að hafa til íslenskrar tungu þótt hún hafi vissulega ekki verið jafn opin fyrir áhrifum og enska í gegnum tíðina. Viðleitni Íslendinga til þess að finna og búa til ís- lensk orð um hvaðeina sem hugsað er hefur verið frjó. Í þýðingarstarfinu sjálfu verður oftlega til ný þekking, nýtt sjónarhorn eins og bent hefur verið á. Það verður hins vegar forvitnilegt að sjá hvað gerist þegar íslenskan kemst í beina snertingu við aðra menningarheima í bókmenntum skrifuðum af fólki sprottnu úr öðru umhverfi. lenskar bókmenntir og listalíf eru því ekki mikil enn sem komið er. Íslendingar hafa til að mynda ekki enn eignast sinn fyrsta rithöfund af erlendum uppruna. Ljóst má vera að þegar það verður munu áhrifin á hið einsleita íslenska bókmenntalandslag verða mikil. Sömuleiðis munu mörk tungunnar þá verða færð út, vafalaust með ákaflega áhugaverð- um afleiðingum. III Í Lesbók í dag er viðtal við breska rithöfund-inn Bernadine Evaristo. Evaristo er af níger- ískum uppruna en skrifar á ensku. Í viðtalinu kem- ur fram afar athyglisvert viðhorf hennar til enskrar tungu sem hún lítur á sem efnivið sem óhætt sé að fara mjög frjálslega með enda sé hún hálfgerður bastarður, áhrifin hafi alltaf komið víða að. Ev- aristo telur það einn af mikilvægustu kostum enskr- ar tungu hversu opin hún sé og hversu hratt hún NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.