Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. APRÍL 2002 9 Bretlandi viðkemur segist Bernadine þó finna fyrir því að svartir höfundur eigi greiðari leið inn á markaðinn og fólk sé opnara fyrir því hvaða efnivið þeir velji sér til að vinna með. „Áð- ur fyrr var hreinlega litið framhjá svörtum rit- höfundum, en nú er það ekki eins áberandi. Þá skiptir ekki síður máli að manni er ekki ætlað að skrifa eftir ákveðinni formúlu – en ég er t.d. al- veg handviss um að enginn útgefandi hefði viljað gefa The Emperor’s Babe út fyrir tíu árum, eða jafnvel fyrir fimm árum, vegna þess að hún brýt- ur í bága við væntingar fólks um bókmenntum svartra. Svartir rithöfundar ná einnig athygli gagnrýnenda nú til dags og það er ómetanlegt.“ Bernadine tekur fram að hér eigi hún ekki við rithöfunda sem komið hafa til Bretlands frá öðr- um löndum; rithöfunda á borð við Salman Rushdie eða Ben Okri. „Mér finnst þeir tilheyra annarri kynslóð þar sem þeir horfa á Bretland með augum gestsins. En höfundur á borð við Hanif Kureishi er gott dæmi um það sem ég á við, hann er fæddur hér og horfir á menninguna innan frá. Það sjónarhorn er þó alveg nýtilkomið hér og fleiri höfundar hafa fylgt í kjölfarið, þrátt fyrir að breskir útgefendur hafi allt fram á síð- asta áratug haldið því fram að það væri enginn markaður fyrir verk breskra höfunda sem ekki væru hvítir. Samt voru bókmenntir svartra Bandaríkjamanna gefnar út hér – bækur höf- unda á borð við Toni Morrison og Alice Walker voru ótrúlega vinsælar. Útgefendur misreikn- uðu sig þegar þeir ímynduðu sér að bækur eftir svarta Breta yrðu einungis lesnar af svörtu fólki, það er alls ekki raunin. Það sama átti við áður fyrr þegar útgefendur héldu að einungis konur nenntu að lesa bækur eftir konur.“ Bernadine segir þetta hafa verið ákaflega erf- iða aðstöðu fyrir rithöfunda á borð við hana sjálfa. „En ef við miðum okkur við þróunina í Bandaríkjunum þá má ekki gleyma því að pabbi minn t.d. var fæddur í Nígeríu, svo ég er fyrsta kynslóð þeirra sem fæðast hér í minni fjöl- skyldu. Blökkumenn í Bandaríkjunum eiga ætt- ir sínar að rekja aftur í aldir, hefðin þar er því miklum mun sterkari. Við eigum því enn mikið verk að vinna hér þangað til okkar hefð nýtur nægjanlegs hljómgrunns.“ Bernadine vinnur nú að þriðju skáldsögu sinni, sem hún treystir sér þó ekki til að ræða að sinni. Það liggur þó í augum uppi að hið fjöl- menningarlega samfélag sem verið hefur að koma upp á yfirborðið í Bretlandi á undanförn- um árum á sér öflugan málsvara í henni, ekki síður en í þeim frægu mönnum sem um árabil hafa horft á breskt samfélag „utan frá“, eins og hún orðar það. Bækur innflytjenda af annarri og þriðju kynslóð eiga stöðugt meira upp á pallborð lesenda og munu án efa verða til þess að má öll mörk enn frekar út „innan frá“ – á sögusviði skörunar ólíkra heima. vegna þess að því líkar ekki hugmyndin. En við megum þó ekki gleyma því að sam- félagið hérna hefur breyst svo mikið til batnaðar á síðustu fimmtíu árum og orðið sér svo miklum mun meira meðvitandi um jafnrétti að það er fyrst núna að fólki eins og mér hefur verið mögulegt að rekja rætur sínar og minna á sinn þátt í sögu landsins. The Emperor’s Babe er byggð á sögulegum staðreyndum þótt ég fari frjálslegar með þær en áður hefði verið hægt. En þar er raunverulega mjög mikið af sögu- legum upplýsingum sem ekki er hægt að vé- fengja, svo sem það hversu Rómverjarnir voru mikið á ferðinni, jafnvel í löndum á borð við Eþí- ópíu og Sansíbar. Í rauninni má segja að ég hafi ofið þá staðreynd inn í verkið sem svar mitt til þeirra sem efast um að svört stúlka hefði getað ratað hingað fyrir svo löngu síðan. Ég vissi alveg fyrirfram hvaða efasemdir yrðu uppi.“ Minnihlutahópar eiga enn erfitt uppdráttar Á þeim breyttu tímum sem Bernadine er hér að vísa til í samtímanum heyrast ungir, hvítir, karlkyns rithöfundar sem alist hafa upp við hefðbundnar kringumstæður, stundum kvarta yfir því að þeir eigi fái enga athygli lengur þar sem allir séu svo uppteknir af minnihlutahópum – allt þurfi að vera „öðruvísi“ í dag. Bernadine blæs á slíkar staðhæfingar og skellihlær. „Þetta er bara hlægilegt, Bretland hefur nú ekki breyst svo mikið. Það þarf ekki að velkjast í vafa um að það er rithöfundum beinlínis til framdráttar að vera karlkyns, hvítir og frá hefðbundnum bak- grunni, núna sem endranær! Þér er óhætt að trúa mér, ég veit þetta af eigin reynslu. Við meg- um ekki gleyma því að meirihluti bresku þjóð- arinnar samanstendur af afar íhaldssömu fólki á borð við lesendur The Daily Telegraph – ef það hefur einhverja skírskotun á Íslandi. Það fer því alveg óendanlega í taugarnar á mér þegar ég heyri rithöfunda vorkenna sjálfum sér og væla yfir svona vitleysu. Hér hafa vissulega orðið framfarir hvað jafnrétti varðar, en við eigum ennþá langt í land eins og aðrir.“ Nú verður Bernadine dálítið heitt í hamsi enda segist hún sífellt þurfa að réttlæta stöðu sína. „Sjáðu til, svartir rithöfundar sem fá at- hygli, eins og ég fékk vegna þessarar bókar, fá stöðugt að heyra að ástæðan fyrir athyglinni sé sú að þeir séu svartir en ekki sú að þeir skrifi vel. Og ef maður fær enga athygli, þá er það sömu- leiðis af því maður er svartur og þar af leiðandi ekki nógu góður. Það er ekki hægt að vera ofan á í svona aðstöðu. Ef tveir eða þrír svartir rithöf- undar njóta allt í einu velgengni finnst hvítum rithöfundum þeim strax vera ógnað og að þeir fái enga athygli. Ef þú spyrð mig um mína stöðu í breskum samtímabókmenntum þá get ég eig- inlega ekki svarað því vegna þess að þá væri ég þegar farin að mála mig út í horn.“ Hvað heildarsýnina á bókmenntaheiminn í sjálfri finnst mér hún einstaklega vel heppnuð og virka sem brú á milli innihaldsins og þess al- varleika sem fólk tengir ljóðum, því um leið og fólk er búið að komast yfir fyrsta hjallann er björninn unninn og sagan sjálf, sem er mjög nú- tímaleg, tekur yfir.“ Tilfinningum til samtímans varpað á fortíðina Já, það má í rauninni segja að saga Zuleiku í The Emperor’s Babe, gæti verið saga sumra ungra stúlkna í dag? „Jafnvel það að hún er gift strax á barnsaldri gæti meira að segja verið þáttur í lífi stúlku í dag,“ svarar Bernadine, „og það er virkilega ógnvekjandi. En svona á heildina litið er auðvit- að mjög erfitt að ímynda sér hvernig fólk hugs- aði fyrir 2000 árum. Maður er að sjálfsögðu allt- af að varpa sínum eigin tilfinningum gagnvart samtímanum yfir á fortíðina. Í þessu tilfelli ákvað ég bara að láta slag standa og njóta þess án þess að hafa áhyggjur af því. Ég skapaði því þessa nútímalegu stúlku sem samt býr í fortíð- inni.“ Talið berst að því hvernig sammannlegt eðli virðist þó alltaf vera eins, í það minnsta eins og við skynjum það í gegnum heimsbókmenntir allra tíma. „Ég er einmitt að lesa bók í augna- blikinu um Egyptaland til forna,“ segir Bernad- ine, „og þar eru m.a. bréf sem gamall bóndi skrifar fjölskyldu sinni fyrir u.þ.b. 4.000 árum síðan og hann birtist rétt eins og einhver úr sam- tímanum. Allt sem tengist honum er mjög kunn- uglegt. Kringumstæður okkar breytast og hugs- anir að einhverju marki, en fyrst og fremst erum við mannleg – og sá þáttur er alltaf eins.“ En af hverju eru svo margir að skrifa skáld- skap af sögulegum toga núna, er það einungis ein birtingarmynd uppgjörs í kringum aldamót? „Ég held að Bretar hafa alltaf verið heillaðir af sögunni og jafnframt verið svolítið heftir af henni um leið. En eina leiðin til að láta mann- kynssöguna öðlast líf er að skoða hana í gegnum einstakar persónur. Sem samtímafólk þurfum við á þessum einstaklingum eða persónum að halda til að endursegja þá sögu sem við þekkjum frá nýjum sjónarhornum. Við megum aldrei gleyma því að hin opinbera saga er ekki síður sköpunarverk einhvers en hvað annað, þó fólk vilji ekki alltaf horfast í augu við það. Mér finnst í rauninni athyglisvert hversu mikil andstaða er við allar þessar nýju raddir sem nú eru að end- ursegja söguna. Fólk hefur meira að segja gert athugasemdir við þá hugmynd að staðsetja svarta stúlku í því sögulega samhengi sem við finnum í The Emperor’s Babe einungis vegna þess að brýtur í bága við þær grunnhugmyndir sem breskt fólk gerir sér um sjálft sig í dag sem „óblandaðan“ kynþátt allt þar til um miðja tutt- ugustu öld. Það spyr sig hvernig svart fólk hafi getað ratað til Bretlands fyrir átján hundruð ár- um og horfir framhjá sögulegum heimildum sögum þínum óneitanlega eftirtekt. „Mér finnst skáldsaga í bundnu máli spenn- andi form, en í grundvallaratriðum er ég ein- ungis að segja sögu og nota til þess ljóðformið. Það er mikið rætt um að afmá mörk af öllu tagi í samtímanum og mig langaði líka til að afmá mörkin á milli ljóðlistar og skáldsagnagerðar. Þetta form er því hálfgerður „kynblendingur“ líka,“ segir Bernadine og hlær, „en ég er ekki ein um að vinna með það þó fólk finni sér ólíkar leiðir til útfærslu. Í mínu tilfelli er frásagnar- mátinn þó áþekkur því sem ég notaði í leikhús- inu. Þó ég sé búin að skrifa tvær bækur í ljóð- formi þá hafa mjög ólíkar forsendur legið að baki þeim. Ég eyddi þremur árum í að skrifa fyrri bókina í venjulegu skáldsagnaformi en þegar ég var komin með 200 síður leist mér ekk- ert á hana. Ég henti því öllu í ruslið, en hélt tryggð við söguþráðinn og umbreytti verkinu yf- ir í ljóðform. Í því tilfelli fólst umbreytingin í því að ég þétti grunnhugmyndina, sneið óþarfann af og fágaði efniviðinn. Leyfði mér að leika mér meira með tungumálið. Þegar ég var komin inn á þessa braut tók það mig svo önnur tvö ár að ljúka við ritun Löru. Ég var þó mun glaðari yfir þeirri vinnu því hún var svo miklu auðveldari. Þegar ég skrifaði The Emperor’s Babe var ferlið eiginlega alveg öfugt, sú bók átti einungis að vera nokkur ljóð. Ég var gestahöfundur við Mu- seum of London, sem er frábært safn er spannar sögu Lundúna, og ætlun mín var að skrifa um sögu svartra í borginni í gegnum tíðina. En um leið og ég var komin í salina sem sýna tímabil rómverskrar yfirráða var ég hreinlega berg- numin og komst aldrei lengra í mannkynssög- unni,“ segir Bernadine og hlær. „Fyrst skrifaði ég eitt ljóð, sem varð að ljóða- bálki er síðan fór alveg úr böndunum og endaði sem skáldsaga í bundnu máli. Ég er heilluð af þessu formi og það getur í rauninni staðið hvor- um megin sem er; sem ljóð eða skáldsaga. Ég fylgi t.d. hefðbundinni byggingu hvað framvindu sögunnar varðar, en ljóðræni þátturinn gefur mér færi á að nota tungumálið með öðrum hætti en ella. Maður gæti ekki tekið þennan texta og fært hann í prósaform, hann væri alltof þéttur. Ljóðformið gefur textanum svigrúm til að „anda“ ef hægt er að orða það svo, en að auki finnst mér það gefa mér tækifæri, sem rithöf- undi, að fara inn í undirmeðvitund sögupersón- anna með öðrum hætti en ella. Það eru t.d. augnablik þar sem allt kristallast í huga persón- unnar og ég gæti ekki fangað þau öðruvísi en í ljóði, allur innri veruleiki þeirra er þess eðlis.“ Bernadine segir að við megum ekki gleyma því að mjög margir – í það minnsta í Bretlandi – missi áhugann á ljóðlist vegna þess hvernig hún er kennd í skólum. „Ég er viss um að í huga margra er fyrirstaða þegar að því kemur að lesa ljóð. Flestir segja mér þó að þeim hafi fundist þessi bók mjög aðgengileg. Það skiptir líka máli hvernig unnið var að útlitshönnun bókarinnar, fbi@mbl.is ÖLMENNINGIN Bókin The Emperor’s Babe, eða Kærasta keis- arans, er skáldsaga í ljóðformi eftir Bernadine Evaristo. Sjálf lýsir hún forminu sem hálfgerð- um „kynblendingi“. BROT ÚR KÆRUSTU KEISARANS THE Emperors Babe, nýjasta bók Bernadine Evaristo, hefst á tilvitnun í Oscar Wilde sem hljóðar svo: „Eina skylda okkar við fortíðina er að endurskrifa hana.“ Auðvelt er að líta á tilvitnunina sem lýsingu á verkum hennar sjálfrar þar sem hún gerir meðvitaða tilraun til að sýna heiminn frá sjónarhóli þeirra sem síst hefur verið hlustað á, þótt þeir hafi að sjálfsögðu alltaf átt sína hlutdeild í veru- leikanum. Kærasta keisarans segir sögu fá- tækrar, svartrar stúlku, Zuleiku, í Lund- únum Rómaveldis, árið 211 e. Kr. Aðeins ellefu ára er hún gift ríkum eldri manni og er uppfrá því leiksoppur girndar og grimmdar karlmanna, án þess þó að hún glati nokkru sinni lífsþorsta sínum og reisn. Þrátt fyrir harmsögulegan þráð er saga Zu- leiku afar tælandi, textinn oft svo fjörlegur og fyndinn að svo virðist sem þúsaldirnar renni saman við samtímann. Eftirfarandi brot lýsir brúðkaupi Zuleiku og Felix, þar sem endalok bernsku hennar eru mörkuð með grimmilegum hætti. Um leið og henni er lyft upp úr veraldlegum undirheimum fá- tækrahverfisins er henni steypt í aðra undir- heima, þar sem hún er bundin af kynórum þeirra sem girnast hana. V Felix þurfti að þvinga mig úr ástrík- um móðurfaðmi (þvílíkur leikur). Föruneyti okkar umbreytti miðnætti strætanna í jörvagleði, kyndlar og flautur vísuðu veginn, allir sungu klúra söngva og fólk dansaði út úr húsum, framhjá böðunum og upp Fallbyssustræti í átt að setri hans við ána. Hann bar mig yfir þröskuldinn. Ég leit til baka til að sjá hvort Alba væri í mannþrönginni að horfa á. VI Logarnir liðuðust við brúðarsængina. Hann lagði mig útaf, tíndi af mér lögin eins og rök rósablöð, hann saug á mér tærnar, kallaði mig mea delicia, opnaði á mér lærin og hélt kerti að sköpum mér þar til logarnir reyndu að brjótast út um munninn á mér í ópi en hönd hans var klemmd yfir hann. Ég féll í öngvit. Plútó sótti mig þessa nótt, og í hvert sinn sem ég vaknaði, var það mín fyrst nótt í ríki undirheimanna. (Úr The Emperor’s Babe eftir Bernadine Evaristo, bls 29, Fríða Björk Ingvarsdóttir sneri úr ensku.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.