Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 15
V.M. Vasnetsov, Ívan keisari grimmi, 1897. Olía á léreft, 247 x 132 cm. Morgunblaðið/Þorkell K. Maljevitsj, Svartur ferningur, höfundartvítak frá 1929. Strigi, olíulitir 79,5 x 79,5 cm. ingarmeðala í myndrænni hugsun og fram- setningu. Rússnesk listsköpun á fyrsta áratug 20. aldar einkenndist þannig af fram- göngu ýmissa framúrstefnuhópa sem boðuðu markvissa beitingu nýrra aðferða og skiln- ings á markmiðum listar. Einna þekktastir eru fútúristarnir, en einn fyrsti hópurinn var Bláa rósin, stofnaður 1907, en hann tengdist symbólískum listhópum sterkum böndum. Þróunin tók byltingarkennda stefnu með stofnun Tígulgosans, sem hélt sína fyrstu sýningu í Moskvu árið 1910. Með hópnum sýndu listamenn sunnan úr álfu, Léger, Mat- isse, Marquet, Münter, Picasso og Braque en nærri allir rússneskir framúrstefnumenn tóku einhvern tíma þátt í sýningunum. Má þar nefna Gontsjarovu, Kandinskij, Laríonov, Maljevitsj, Tatlín og Chagall. Einna áhrifamestu listamenn afstrakt- stefnunnar voru Vassilij Vassilijvitsj Kand- inskij, sem átti þátt í að stofna expressjón- ista-hópinn Blái riddarinn (Der Blaue Reiter) í München, og Kazimír Maljevitsj, sem málaði eitt alræmdasta verk rússnesku framúrstefn- unnar, Svarta ferhyrninginn, sem sýndi svartan flöt á hvítum grunni. Málverkið sýndi hann árið 1915 og varð það að tákni í mynd- listarheiminum um hreina sköpunarathöfn listamanns. Eftirmynd sem Maljevitsj gerði af málverkinu árið 1929 er að finna á sýning- unni „Hin nýja sýn“. Konur gegndu einnig mikilvægu hlutverki í rússnesku framúrstefn- unni. Á sýningunni í Listasafni Íslands eru myndir eftir margar þeirra. Hinar þekktustu eru Nadézhda Údaltsova, Ljúbov Popova, Olga Rozanova og Alexandra Exter. Listmenningarstofnunin Um og eftir 1920 snerist umræðan í Rúss- landi ekki síst um nýja öreigalist, listræn form, hefðir og nýjungar, listmenningu og hlutverk hennar. Listmenningarstofnunin (INHUK) sá um fræðilegar útlistanir en með- al stofnenda hennar var Kandinskij. Innan INHUK var stofnaður 1921 „Fyrsti vinnu- hópur konstrúktívista. Rodtsjenko setti fram meginhugmyndina um að hin nýja list sneri sér í síauknum mæli að tækni og verkfræði, þróaðist í átt til skipulags- og uppbygging- arstarfs, og raunveruleg uppbygging yrði að taka tillit til nytsemissjónarmiða. Nokkrir konstrúktívistar undirrituðu yfirlýsingu um að þeir höfnuðu óhagnýtri listsköpun og sneru sér að framleiðslulist. Popova, Rodtsjenko, Stepanova, Exter og Vesnín hvöttu listamenn til að taka þátt í framleiðslunni, fara í verksmiðjurnar og búa til hluti og vélar sem öreigarnir þörfnuðust. Slagorð konstrúktívista voru: „Frá trönunum til vélarinnar“, „Frá málverkinu til lérefts- ins“, „Málverkið er dautt“ og svo framvegis. En innan INHUK var líka deild lífrænnar menningar í og kjörorð listamanna þar var: „ZOR-VED, sjón og vit“. Með sjón áttu þau við að „útvíkkaða sjón“ og vit var annað en þekking, það var ófreski, innri sjón, hugsæi, undirmeðvitund. Í lífrænu menningardeild- inni gerði ZOR-VED hópurinn fjölmargar til- raunir til að kanna vandamál og lögmál hinna síbreytilegu lita og forma, og rannsakaði hljóðið í tengslum við myndir. Prójektionistar og hugmyndalist Hálfri öld áður en hugmyndalistin kom til sögu í byrjun áttunda áratugarins vörpuðu rússneskir prójektionistar fram þeirri hug- mynd að listamenn ættu ekki að framleiða listmuni heldur skapa prójekt eða hugmynd- ir, konsept, áætlanir eða hnitakerfi sem tengdust slíkum hlutum. Verkin voru í fyrstu formleg og analýtísk og hétu t.d.: Hnitakerfi málaðs flatar, Bygging beinlínuhreyfingar, Skipulagshnit fyrir spenntan lit. Tvö helstu einkenni þessara verka voru annars vegar út- reiknuð nákvæmni og fagmannleg tækni- vinna og hins vegar ást þessara listamanna á iðnaði, úrbanískum formum, tækniframför- um, útvarpi, rafmagni og framtíðardraumum um mannaðar geimferðir. Fyrstu árin eftir Októberbyltinguna í Rússlandi 1917 studdu valdhafar vel við bakið á menningu og fögnuðu fjölbreytni í listsköp- un en list áhugamanna var talin mikilvægasta listformið í hinu nýja sósíalíska þjóðfélagi. Rússnesku framúrstefnumennirnir tóku bylt- ingunni vel. Ný verkefni blöstu við til að svara kröfum nýrra áhorfenda og koma fjöldanum í kynni við menningu. Um 1930 leiddu pólitísk- ar breytingar í Rússlandi hins vegar til end- urskoðunar á afstöðu æðstu stofnana til lista. Hópar og listamannasamtök hurfu úr sögunni þegar sameinað Samband sovéskra lista- manna var stofnað árið 1932 sem lýsti yfir að eina rétta leiðin í listinni væri sósíalískur realismi. Þar með hófst mikil saga sem fellur utan við tímaramma sýningarinnar í Lista- safni Íslands. Umfjöllunin er byggð á greinum Galínu S. Tsjúrak og Ljúdmílu Bobrovskaju í sýning- arskrá sýningarinnr „Hin nýja sýn“. A.V. Lentúlov, Kirkja hins sæla Vasilijs, 1913. heida@mbl.is Miklar sviptingar urðu í myndlist Rússlands á fyrstu áratugum 20. aldar og bergmáluðu þær um hinn vestræna heim LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. APRÍL 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrit. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Ólöf Nordal. Til 28.4. Gallerí List, Skipholti 50: Bjarni Þór. Til 4.5. Gallerí Reykjavík: Þrír spænskir málarar. Til 9.5. Gallerí Skuggi: Kristinn Pálmason, málverk og Gulleik Lövskar hönn- uður. Til 5.5. Gallerí Sævars Karls: Rebekka Rán Samper. Til 2.5. Gerðarsafn: Minningasýning um Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur. Til 12.5. Hafnarborg: Bjarni Sigurðsson. Kristín Þorkelsdóttir. Til 6.5. Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 20.5. Hönnunarsafn Ísl., Garðatorgi: Ólaf- ur Þórðarson. Til 12.5. i8, Klapparstíg 33: Hörður Ágústs- son. Sara María Skúladóttir. Til 5.5. Iðnó: Laxness og leiklistin. Til 1.5. Listasafn Akureyrar: Rússnesk myndlist 1914–1956. Til 26.5. Listasafn ASÍ: Svava Björnsdóttir. Jón Sigurpálsson. Til 12.5. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudag kl. 14–17. Listasafn Íslands: Rússnesk mynd- list. Til 16.6. Listasafn Rvíkur, - Hafnarhúsi: Kín- versk samtímalist. Breiðholt. Til 5.5. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstöðum: Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Þorbjörg Pálsdóttir og Ásmundur Ás- mundsson myndhöggvarar. Til 5.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kyn- legir kvistir. Til 5.5. Listhús Ófeigs: Hadda Fjóla Reyk- dal. Til 15.5. Mokkakaffi: Aaron Mitchell. Til 9.7. Norræna húsið: Siri Derkert. Til 11.8. Nýlistasafnið: Sex listamenn. Til 12.5. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Háskólabíó: Vormenn Íslands. Sin- fóníhljómsveit Íslands. Kl. 17. Langholtskirkja: Skagfirska söng- sveitin. Kl. 17. Salurinn: Vigdís Klara Aradóttir, Guido Bäumer, og Pawel Panasiuk. Kl. 17. Víðistaðakirkja, Hafnarfirði: Kamm- erkór Kópavogs. Kl. 16. Sunnudagur Iðnó: Kammerkór Kópavogs. Kl. 16. Íslenska óperan: Gospelsystur Reykjavíkur, Bergþór Pálsson og söngleikjadeild Domus Vox. Kl. 20 og kl. 22. Einnig á þriðjudag. Langholtskirkja: Senjorítur Kvenna- kórs Reykjavíkur kl. 14. Kvennakór Reykjavíkur kl. 17. Salurinn: Ilias Sdoukos, Hjörleifur Valsson og Nína Margrét Grímsdótt- ir. Kl. 16. Ýmir: Signý Sæmundsdóttir. Gerrit Schuil. Kl. 16. Víðistaðakirkja, Hafnarfirði: Karla- kórinn Þrestir. Kl. 16. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Jón Oddur og Jón Bjarni, lau., sun. Strompleikur, lau., fös. Með fulla vasa af grjóti, mið. Hver er hræddur við Virginíu Woolf, fim. Veislan, lau., fös. Borgarleikhúsið: Kryddlegin hjörtu, sun. Boðorðin 9, lau., fös. Með vífið í lúkunum, mið. And Björk of course... lau. Fyrst er að fæðast, sun. Jón Gnarr, fös. Gesturinn, lau., sun., fös. Dagskrá tileinkuð Þorvaldi Þorsteins- syni, lau. Dans: Dansleikhús JSB., mán., þrið. Vesturport: Lykill um hálsinn, sun., fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Rauðhetta, sun., mið. Einleikjavor í leikhúsinu: Sellófon, frums. þrið. Möguleikhúsið: Eru prinsessur enn í tísku? lau. Leikfélag Akureyrar: Gullbrúðkaup, fös. MENNING LISTIR N Æ S TA V I K A  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.