Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 14
S ÝNINGIN „Hin nýja sýn: Rússnesk list frá raunsæi til framúrstefnu“ sem opnuð verður í Listsafni Íslands kl. 15 í dag, rekur þá þróun sem átti sér stað í rússneskri myndlist á tímabilinu 1880 til 1930. Þannig spannar sýningin allt frá verkum raunsæismálara frá lokum nítjándu aldar til brautryðjenda módernism- ans á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar. Segja má að málverk Kasimírs Maljevitsj, Svartur ferningur, frá árinu 1913 hafi markað hámark þessara umskipta, en verkið telst til grundvallarverka í þróun framurstefnulistar í alþjóðlegu samhengi. Listaverkin á sýningunni koma frá Þjóð- listasafni Rússlands, Tretjakov-safninu í Moskvu, sem er eitt þriggja stærstu lista- safna Rússlands. „Hin nýja sýn“ telur um 80 málverk eftir 52 listamenn og er mótuð í sam- vinnu Ólafs Kvaran, forstöðumanns Lista- safns Íslands, og sérfræðinga Tretjakov með það fyrir augum að veita innsýn í þróunina í rússneskri myndlist í kringum aldamótin nítján hundurð. Raunsæismálarar og lýðræðisleg viðhorf Í sal á jarðhæð Listasafns Íslands er að finna verk elstu málaranna sem kynntir eru á sýningunni. Þar eru m.a. verk eftir fulltrúa rússnesku rómantíkurinnar, sem sýna upp- hafna og draumkennda mynd af heiminum, líkt og Polenov gerir t.d. í málverkinu Garður ömmu (1878). Af öðrum meiði eru raunsæis- mennirnir sem kennndir hafa verið við Far- andmálarana (Peredvízhníki). Þeir tilheyrðu hreyfingunni „Samtök um farandsýningar“ sem var virk í rússnesku listalífi á árunum 1870–80. Þeir lögðu áherslu á að sýna lífið eins og það er, með öllum sínum mótsögnum og erfiðleikum. Í stað þeirrar skáldlegu skynjunar sem áður hafði ríkt kom löngun til að breyta heiminum með krafti listarinnar. Farandmálararnir opnuðu árlega sýningu sem ferðaðist milli helstu borga rússneska keisaradæmisins og vildu með því móti sinna lýðræðislegu fræðsluhlutverki og koma list til fólks utan stórborganna. Hér komu fram þau lýðræðislegu viðhorf listamanna sem sóttust eftir listrænu frelsi sem óháð væri hinni op- inberu embættismannalist sem Keisaralega listaakademían stóð fyrir. Frægasti fulltrúi raunsæisstefnunnar í rússneskri myndlist er Repínilja Jefimovitsj Repín og gefur m.a. að líta meistaraverk hans, portrettmálverkið Í sólskini (1900), á sýninguni í Listasafni Ís- lands. Áhrifamikil félög um aldamótin 1900 Frá því um miðja 19. öld höfðu listamenn í Evrópu bundist ýmiss konar samtökum og í Rússlandi var í upphafi 20. aldar stofnaður fjöldi frægra hópa sem mótuðu kenningar um list og þjóðfélag. Aðsópsmest voru Lista- mannafélagið í Moskvu, Félag rússneskra listamanna og Heimur listarinnar. Þessar hreyfingar mótmæltu embættismannalist Listaakademíunnar en snerust um leið gegn raunhyggju farandmálaranna. Síðastnefnda hreyfingin ögraði m.a. viðteknum mörkum hámenningar og lágmenningar og miðluðu listamenn á borð við Servo, Vrúbel og Malj- avín áhrifum alþýðulistar og íkonamálunar til módernismans. Listmálarinn Mikhaíl Vrúbel skipar sér- stakan sess í rússneskri listasögu um alda- mótin 1900. Hann tengist upphafi móderníska stílsins sem á sér samsvörun í Sezession í Austurríki, Art nouveau í Frakklandi og Jug- endstil í Þýskalandi. Birting táknsæisstefn- unnar (symbólismans) í verkum hans var undanfari táknsæisstrauma í rússneskum bókmenntum. Framúrstefnuhóparnir Miklar sviptingar urðu í myndlist Rúss- lands á fyrstu áratugum 20. aldar og bergmál- uðu þær um hinn vestræna heim, enda efldust tengsl milli rússnesks og evrópsks listheims á þessum tíma. Rússar fóru skyndilega fram úr öðrum, höfnuðu sterkri raunsæishefð heima- landsins og gripu til nýrra og óvæntra tján- RÚSSNESK LIST Í FARARBRODDI Um og eftir aldamótin 1900 voru rússneskir málarar í nánum tengslum við myndlistarstrauma í Evrópu og ruddu brautina í framúrstefnunni. Í dag verður opnuð í Listasafni Íslands sýning frá Tretjakov-safninu í Moskvu sem varpar ljósi á þessa þróun og hefur að geyma verk eftir marga af frægustu málurum Rússa. I.J. Repín, Í sólskini, 1900. Olía á léreft, 94,3 x 67 cm. M.A. Vrúbel, Svanaprinsessan, 1900. Olíulitir á striga. 142,5 x 93,5 cm. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. APRÍL 2002

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.